Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.03.2017, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.03.2017, Blaðsíða 29
500 g hveiti 400 g sykur 1 msk. lyftiduft ¼ msk. vanilluduft salt á hnífsoddi 1 msk. eplaedik 60 g olía 150 g bananar, skornir í smáa bita 200 g kókosmjólk 250 g sojamjólk Öllu blandað saman. Í lokin er 200 g súkku- laðidropum (eða söxuðu súkkulaði) blandað saman við og blöndunni hellt í lítil form sem geta verið hvernig sem er í laginu. Bakað við 160°C í 15 til 20 mínútur. Eftir að kubbarnir hafa kólnað eru þeir hjúpaðir með súkkulaði sem brætt hefur verið yfir vatnsbaði. Magn og súkkulaðitegund fer eftir smekk. Vegan bananakubbar 500 g frosnar grænar baunir 0,6 l kókosmjólk (ósæt) 0,3 l grænmetissoð salt eftir smekk 1 msk. grænt karrímauk (curry paste) 4 hvítlauksgeirar 2 laukar 2 Kaffir límónulauf 2 stilkar sítrónugras Hitið olíu á pönnu og setjið lauk, hvítlauk og grænt karrí- mauk á við miðlungshita. Skerið límónulauf og sítrónugras og bætið á pönn- una ásamt frosnu baununum. Hitið allt saman ásamt soðinu og kókosmjólkinni. Látið sjóða örstutt og salt- ið að vild. Hellið súpunni gegnum sigti áður en hún er borin fram. Súpa með grænum baunum og sítrónugrasi 12.3. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 BOTN 200 g egg 350 g sykur 237 ml mjólk 112 g ósaltað smjör 1 msk vanilludropar 245 g hveiti 2 tsk lyftiduft ½ tsk salt 4 msk svört sesamfræ Hrærið saman egg og sykur þar til hræran er létt og frauðkennd. Blandið þurrefnum saman í aðra skál. Hitið mjólkina og bætið smjöri og van- illudropum út í. Hrærið þar til allt er bráðn- að. Blandið mjólkur- og smjörblöndu var- lega saman við þurrefnin með handafli, og blandið því næst saman við eggjahræruna. Hitið ofn í 180°C. Hellið deiginu í tvö kringlótt form og bakið í 45 mínútur. Látið kökurnar kólna og skerið þær í lög, ca 2 sentímetra þykk. Helst þarf að skera annan botninn í tvo hluta og hinn í þrjá. HVÍTSÚKKLAÐIMÚS MEÐ MATCHA 8 eggjarauður 150 g sykur Hrærið eggjarauðurnar í hrærivél á miklum hraða í þrjár mínútur eða þar til þær eru er farnar að þykkna. Bætið þá sykri smátt og smátt saman við. 500 ml rjómi 250 g hvítt súkkulaði, skorið í bita 1 msk. matcha-duft (japanskt grænt teduft) Hitið rjómann og bræðið súkkulaðið saman við, og bætið matcha-duftinu út í. Hrærið mjög vel saman. 700 ml rjómi Þeytið rjómann og hrærið honum var- lega saman við matcha-rjómakremið. Næst skal raða kökunni saman, lag fyrir lag, botn og krem til skiptis . Látið kólna og skreytið að vild. Vanillusvampkaka með matcha-kremfyllingu

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.