Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.03.2017, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.03.2017, Blaðsíða 40
LESBÓK Magga Stína stýrir á sunnudag klukkan 15 söngstundinni Syngjumsaman í menningarhúsinu Hannesarholti við Grundarstíg. Gestir syngja saman og verður söngtextum varpað upp á tjald til upprifjunar. Sungið með Möggu Stínu 40 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.3. 2017 É g fór að taka með mér hluta af stöð- um sem ég heimsótti og í bók- staflegri merkingu að mála með þeim,“ segir Kristján Steingrímur Jónsson myndlistarmaður þegar hann segir frá málverkum sínum. Sýning á úr- vali verka hans frá nær tveimur áratugum verður opnuð í Berg Contemporary að Klapp- arstíg 16 klukkan 17. En hvað á Kristján Steingrímur við? „Verkin eru unnin út frá ýmsum stöðum,“ segir hann og gengur að þremur stórum mál- verkum sem er verið að hengja upp og hann segir þau elstu á sýningunni, úr myndröðinni Áfangastaðir frá 1999. Þau hafa þau ekki verið sýnd áður hér á landi en öll röðin, tíu verk, var á sínum tíma sýnd í Berlín. Þetta eru „mónó- króm“ málverk, hvert unnið út frá einum grunnlit, og á þeim miðjum er heiti evrópskrar borgar og staðsetningarhnit. „Í verkunum má sjá skynjun mína og upp- lifun á litum í þessum borgum,“ segir hann. „Verkin eru vegvísar á viðkomandi áfangastað og þau eru í sjálfu sér ferðalag á þessa staði. Og þetta eru allskyns staðir, til að mynda á umferðareyjum og í görðum, sem mér hafa fundist áhugaverðir. Það var síðan í framhaldi af þessum verkum sem ég fór hreinlega að taka hluta af stöðum með mér og mála með þeim.“ Endurskapar staðina Kristján Steingrímur gengur að stóru svart- leitu málverki innst í salnum og segir að það sé nýtt, þetta sé fjörusandur af strönd á Reykja- nesi sem sé kölluð Svartisandur. „Ég hef verið í samstarfi við Nýsköpunar- miðstöð en þar er vél sem ég hef getað mulið í litarduft, pigment, úr jarðveginum sem ég kem með. Við litarduftið blanda ég línolíu og er þá kominn með olíuliti,“ segir hann. Og fleiri verk á sýningunni eru unnin með þessari aðferð. „Þessi tvö verk þarna,“ segir hann og bend- ir, „eru annarsvegar frá Shinjuku-hverfinu í Tókýó, gráa myndin, þar tók ég möl úr garði sem ég síðan muldi, og hinsvegar eru jarðefni frá Bakkaþorpi í Mjóafirði. Það er eitt fámenn- asta og afskekktasta þorp jarðar en Tókýó er með þeim fjölmennari …“ Kristján málar lag eftir lag með þessum lit- arefnum á strigann og byggir verkin upp, með tilheyrandi gegnumskini og blæbrigðum. Og alltaf út frá pælingum sínum um staði og upp- lifanir. „Það hefur fylgt mér lengi en ég hef farið mismunandi leiðir að því í verkunum,“ segir hann og gengur að röð pappírsverka í stórum römmum þar sem í hverjum ramma er einlitt abstrakt form. Hann tekur eina myndina upp. „Þetta eru vatnslitamyndir, röð sem ég kalla Minning um stað, og eru búnar til með sama hætti. Hér eru steinefni frá Borgarfirði eystri, þau er svona græn. Þetta er bara pigment með arabicum gúmmílími, sama lími og er notað í venjulega vatnsliti. Þetta eru því heimagerðir vatnslitir og allt íslenskir staðir í myndunum. Og hér er mynd af landi sem er horfið, það fór undir Hálslón. Ég tók efni í Sauðárgígum áður en svæðið fór á kaf. Þetta er horfið land, og verkið pólitískt.“ Í innri salnum í Bergi getur að líta nokkur málverk en einnig aðra röð verka á pappír, sérkennileg abstrakt og einskonar vísindaleg form teiknuð með blýanti. „Þetta eru nánast ósýnilegar agnir úr jarðveginum sem ég hef stækkað upp í víðsjá og teiknað. Ég kalla þessa röð Stórt í smáu og byrjaði á henni árið 1999; hér má sjá einskonar sýnishorn úr stóru safni teikninga,“ segir Kristján. Í innri salnum eru einnig málverk þar sem yfirborðið hefur eins og skriðið til með tilheyr- andi taumum og Kristján Steingrímur segist hafa málað þau mjög hratt og látið olíuna og terpentínuna renna til á fletinum. „Þetta er mjög lífrænt ferli og aftur eru þetta allt staðir. Þetta,“ segir hann og bendir, „eru litir frá Njarðvík fyrir austan og þarna er Námaskarð málað ofan á cadmíum-gulan grunn. Ég get í rauninni ekki skilgreint hvað heillar mig við hvern þessara staða, það bara gerist, ég tengi mig við einhverja stemningu. Þetta geta verið „ómerkilegir“ staðir í augum ann- arra sem ég rekst á á ferðalögum og tengi mig við. Og þá safna ég efni þar í poka að vinna úr. Þetta er einhverskonar þörf fyrir að færa staði til og endurskapa þá; mögulega mín leið til að skilja heiminn. Þetta er einhverskonar óhlutbundin nálgun, sem mér finnst henta mér betur en önnur til að öðlast skilning á tilver- unni.“ Og þessi skilningur leitar í málverkin þótt Kristján Steingrímur segist líka alltaf taka ljósmyndir, og þá nærmyndir, á stöðunum þar sem hann velur að taka efni að mála með eða vísar í. Hefur nýtt tímann vel Kristján Steingrímur lauk myndlistarnámi við akademíið í Hamborg árið 1987. Hann hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í enn fleiri einkasýningum en auk þess var hann deildarforseti myndlistardeildar Listaháskóla Íslands á árunum 1999 til 2016, eða allt frá stofnun. Hann hefur væntanlega meiri tíma á vinnustofunni nú? „Já, ég hef það en ég nýtti líka rannsóknar- tíma minn ágætlega meðan ég vann í Listahá- skólanum. Ég hef aldrei hætt að vinna í mynd- listinni, hef verið að öll þessi ár þótt ég hafi í sjálfu sér ekki sýnt mikið. Ég hef reynt að nýta tímann vel og hef sýnt af og til. En vissu- lega hef ég nú aukinn tíma og það er visst frelsi að vera ekki lengur háskólaborgari. Ég sakna líka þessa frábæra tíma en hann er liðinn og gott að aðrir taki við, það er mik- ilvægt fyrir skólann. Það var kominn tími til að hleypa öðrum að – og þó fyrr hefði verið! “ seg- ir hann og hlær. Fylgist hann með fyrrverandi nemendum sínum sem eru að sinna myndlistinni? „Já, ég hef alltaf reynt að gera það. Þetta er mikill fjöldi, skipta orðið hundruðum þeir sem maður hefur útskrifað. Og það er ánægjulegt að sjá suma blómstra en aðrir hafa fara að gera annað, eins og gengur.“ Samfélagið og pólitík Talið berst aftur að litunum sem Kristján sæk- ir á staðina og tengir sig við og hann segir hluta af upplifuninni vera þá að hann fer að leita að frekari upplýsingum um staðina og lesa sér til um þá. „Þetta hér er Ódáðahraun,“ segir hann svo um eitt málverkið, „og þarna eru Óbrynnishólar rétt fyrir utan Reykjavík. Ég hef sótt efni á marga áhrifamikla staði ná- lægt borginni. Rauða litinn í þessari stóru mynd þarna fann ég til dæmis í Illahrauni, skammt frá Svartsengi.“ Þetta eru ekkert sérstaklega vinsamleg staðaheiti: Illahraun, Ódáðahraun og Óbrynn- ishólar. Kristján Steingrímur brosir og segir þau mögulega endurspegla ákveðna lífsbaráttu. Hann bendir svo á mismunandi rauða litatóna sem finna megi í hraungrýti hér. „Hraunið getur orðið mjög rautt. Það er blá slikja í þessu hrauni þarna á meðan Rauðhólar eru meira út í appelsínugult, eins og hér má sjá,“ og hann lyftir einni vatnslitamyndinni. „Þetta eru Rauðhólar dry!“ Eru endalausar leiðir fyrir nálgun og út- færslu í mónókróm málverki? „Ég held það,“ svarar hann. „Þetta er vissu- lega þröngt svið en með því að skoða það út frá samtímanum má alltaf finna nýja fleti á þessu viðfangsefni. Það hefur bæði með tækni og við- horf að gera. Og ég víkka þetta út, þetta snýst ekki bara um litina. Þótt verkin séu óhlut- bundin þá hafa þau tengingu í raunveruleik- ann og sögur – fjalla ekki bara um liti og form. Mér finnst mónókróm málverk alls ekki illa fallið til að tala um samfélagið og pólitík … Þeir sem vinna hlutbundið eiga ekki einir rétt á umræðunni,“ segir hann og brosir. „Þetta eru því heimagerðir vatnslitir og allt íslenskir staðir í myndunum,“ segir Kristján Steingrímur um myndröðina Minning um stað. Hér er hann með eitt verkanna, frá Rauðhólum. Morgunblaðið/Einar Falur Málar verkin með stöðunum Málverk og vatnslitamyndir Kristjáns Steingríms Jónssonar fjalla um ólíka staði og eru verkin líka hreinlega máluð með þeim; með litum sem listamaðurinn býr til úr efnum sem hann tekur á hverjum þeirra. Og þetta eru marglaga og margbrotin verk. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is ’Þótt verkin séu óhlutbundinþá hafa þau tengingu í raun-veruleikann og sögur – fjallaekki bara um liti og form. Mér finnst mónókróm málverk alls ekki illa fallið til að tala um samfélagið og pólitík …

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.