Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.03.2017, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.03.2017, Blaðsíða 17
Brúin yfir Hornarfjarðarfljót er einbreið og komin til ára sinna. 12.3. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17 Ragnheiður Hrafnkelsdóttir rekur Hafnarbúðinaá Höfn í Hornafirði og situr einnig í bæj-arstjórn. Hún tekur í sama streng og bæj- arstjórinn. „Okkar vonbrigði eru í raun gífurleg. Þetta varðar atvinnumál, þetta varðar vegalengdir. Það eru líka börn sem búa í sveitum sem þurfa að koma hingað í leikskóla og skóla, þannig að sam- félagslega þá skiptir þetta okkur mjög miklu máli að fá þennan veg. Það er full samstaða í bæjarstjórn að berjast fyrir þessu og við vorum virkilega búin að fagna því að þetta var komið inn á samgönguáætlun eftir yfir tíu ára bið. Okkur þykir þetta mjög bagalegt sérstaklega í ljósi þess að umhverfismat fyrir þetta mun renna út ef ekki verður ráðist í framkvæmdir. Þegar umhverfismatið rennur út er tíu ára vinna unn- in fyrir gýg og við þurfum að byrja aftur á byrj- unarreit og setja allt í umhverfismat að nýju. Þannig að það hangir mjög mikið á spýtunni,“ segir Ragn- heiður. Brúin að hruni komin „Þetta snýst um umferðaröryggi, fækkun einbreiðra brúa og styttingu á vegalengdum og að gera sveitarfé- lagið að einni heild þegar kemur að atvinnumálum.“ Ragnheiður segist trúa að það verði hlustað á þau og að verkið muni hefjast. „Ég hef fulla trú að þetta skili einhverju, það eru svo stórir fjármunir í húfi. Það var búið að samþykkja framkvæmdaleyfið fyrir þessa framkvæmd.“ Hún tel- ur að öll samgöngumál eigi að vera í forgangi. „Við lifðum í einangrun þar til brúin yfir Skeiðará var opn- uð, og við sjáum nánast fram á að það gæti gerst á ný. Þetta er bara ekki boðlegt. Brúin yfir Hornafjarð- arfljót, fólk segir að hún eigi mörg ár eftir, en hún er að hruni komin í mínum augum. Maður hossast upp og niður. Við förum með börnin okkar yfir þessa brú í staðinn fyrir að fara í rússíbana.“ Ragnheiður segir fjölgun ferðamanna kalla á betri samgöngur. „Þetta varðar líka umferðaröryggi okkar og gestanna okkar. Hér í sveitarfélaginu eru svo margar einbreiðar brýr og þegar þú stendur hér á fimmtudagsmorgni klukkan tíu að morgni, sérðu fólk- ið í kringum þig? Þetta er pínulítill staður og ferða- menn eru fleiri en íbúar yfir sumartímann, og ekki bara yfir sumartímann. Nú er mars,“ segir hún og bendir á troðfullan veitingastaðinn. Ragnheiður Hrafnkelsdóttir hefur áhyggjur af vegum nú þegar ferðamönnum fjölgar. Brúin notuð fyrir rússíbana Okkur finnst þetta alvegótækt og forkastanlegt,“segir bæjarstjóri Horna- fjarðar, Björn Ingi Jónsson, um þá ákvörðun stjórnvalda að slá út af borðinu fyrirhugaðar vegafram- kvæmdir í hreppnum. Sérstaklega telur Björn brýnt að fá nýja tvíbreiða brú yfir Hornafjarðarfljót. „Þetta er eitt af þeim verkefnum sem voru lögð til grundvallar við sameiningu sveitarfélagana. Þetta er búið að vera í tuttugu ár í vinnslu og nú kemur þetta útspil sem við erum náttúrlega alls ekki sátt við. Við vor- um búin að fá þetta rétt fyrir hrun, þá var búið að fjármagna þetta verk- efni, en svo kemur hrunið og við vit- um auðvitað öll hvernig það fór og við sættum okkur við það. En núna töldum við að þetta væri að fara á fulla ferð,“ segir Björn sem telur úr- bætur nauðsynlegar. „Þetta er gíf- urleg samgöngubót, bæði fyrir íbúana hér í samfélaginu og ekki síð- ur fyrir ferðaþjónustuna. Og eins og einhvers staðar var sagt, þjóðveg- urinn er fyrsti ferðamannastað- urinn.“ Ofboðsleg reiði og vonbrigði Björn segir alla hafa orðið fyrir gíf- urlegum vonbrigðum þegar heyrðist að ekkert yrði af framkvæmdum. „Við erum í stanslausu sambandi við þingmenn okkar og ráðherra og reynum að þrýsta á og koma sjón- armiðum okkar á framfæri,“ segir hann og vonar að mótmæli skili ein- hverju, en búið er að boða til lokunar á Hornafjarðarbrú á sunnudag. „Það voru mjög mikil vonbrigði og ofboðslega mikil reiði sem fór af stað þegar þetta birtist fyrirvaralaust í kvöldfréttum í sjónvarpi,“ segir hann. Hann segir þau hafi ekki vitað af þessu nema að því leytinu til að þau vissu að það vantaði tíu milljarða upp á til að fjármagna samgöngu- áætlunina. Þau hafi samt sem áður alltaf talið að þau myndu fá fé til að hefja verkið, þótt það yrði aðeins minni upphæð en lagt var upp með. „Við héldum ekki að menn myndu slá algerlega út af borðinu heilu og hálfu verkefnin.“ Björn nefnir einnig að umhverfismat renni út í apríl 2019 og að framkvæmdaleyfið gildi aðeins í tólf mánuði. „Ef það rennur út þarf að óska eftir nýju leyfi. Og það kost- ar fullt, fullt af peningum.“ Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri Horna- fjarðar, er ekki sáttur frekar en aðrir á Austurlandi. Þjóðvegurinn er fyrsti ferðamannastaðurinn

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.