Morgunblaðið - 07.04.2017, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.04.2017, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 2017 Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Allir helstu páskaeggjaframleiðendur landsins bjóða upp á fleiri tegundir af páskaeggjum í ár en áður. „Við erum með í rauninni tuttugu teg- undir í mismunandi stærðum og útfærslum. Þegar kemur að því hvað er í skelinni þá eru þetta 9 tegundir,“ segir Pétur Thor Gunn- arsson, sölu- og markaðsstjóri Freyju. „Þetta inniheldur rísegg, draumegg, sterk egg og djúpuegg, svo dæmi séu tekin.“ Hann segir Freyju vera að bæta við sig tveimur nýjum eggjum í ár. „Í fyrra bættum við ekki við nýjum tegundum og erum í raun með sama úrval og var árið áður. Í ár var ákveðið að það væri kom- inn tími á nýjungar hjá okkur og bættum við tveimur nýjum tegundum við. Rís-risaegg með saltkaramellubragði og sterkt djúpuegg.“ Pétur vill meina að Freyja eigi stóran þátt í að auka fjölbreytni í páskaeggjum hérlendis. „Það sem gerist er að árið 2003 byrjar Freyja að fram- leiða páskaegg aftur eftir rúmlega 20 ára hlé. Þar hefst þessi þróun að mörgu leyti. Þar byrj- ar Freyja að framleiða það sem er kallað rís- páskaegg. Það var nýjung þá og gjörsamlega mokaðist út það árið. Það var síðan einu eða tveimur árum seinna sem ákveðið var að færa lakkrís inn í skelina með draumaeggjunum.“ Hann bætir við að núna sé markaðurinn þannig að fyrirtækin séu að bregðast við því sem páskaeggjaunnendur vilja. „Íslenskir framleið- endur eru að bregðast við því sem páskaeggja- unnendur eru að falast eftir.“ Yfir milljón páskaegg hjá Nóa Nói Síríus hefur einnig verið að auka úrvalið hjá sér á síðustu árum en Nói býður upp á 12 tegundir af páskaeggjum í ár. Silja Mist Sig- urkarlsdóttir, vörumerkjastjóri Nóa Síríuss, tekur í sama streng og Pétur og segir að mörg af nýju eggj- unum hjá Nóa verði til eftir óskum neyt- enda. „Með tilkomu samfélagsmiðla tjá- ir fólk sig helmingi meira og við heyr- um miklu meira hvað markaðurinn vill. Það er mjög skemmtilegt að fá hugmyndir frá þeim. Mark- aðurinn kallaði til dæmis eftir karmellu- perlueggi sem er nýjasta viðbótin í lakkríslín- unni okkar, hann kallaði líka eftir vegan-eggi og kar- mellu-saltegginu okkar sem er lang- vinsælast í öllum prófunum.“ Að- spurð hvernig gangi að selja svona mikið úrval af páskaeggjum segir Silja eggin rjúka út úr búðum. „Páskarnir eru seint í ár en við byrj- um alltaf að framleiða á sama tíma og vanalega og fóru eggin því fyrr í búðir. Það var ákveðið að setja allar stærðirnar í búðir og stóru eggin, sjö- urnar og sexurnar, tæmdust úr verslunum í febrúar. Sjöan kláraðist í febrúar. Við þurftum að athuga allar tölur og héldum að eitthvað væri að fara framhjá okkur. Það er eins og fólk hafi verið að prófa eggin áður en páskarnir koma,“ segir Silja. Hún segir að Nói Síríus sé að fram- leiða yfir milljón egg þessa páska og þrátt fyrir margar nýjungar urðu sumar hugmyndir eftir á teikniborðinu. „Það er nóg af skemmtilegum tegundum sem er hægt að gera en við gerðum ekki, eins og piparinn. Piparkroppið er t.d. mjög vinsælt en við ákváðum að fara ekki út í það.“ Hún segir að Nói framleiði einnig mikið af páskaeggjum sem fara ekki í búðir og má þar nefna geimskipspáskaegg fyrir CCP úr formi sem fyrirtækið hannaði ásamt öðrum sér- eggjum fyrir t.d. WOW air og Icelandair. Ferðamenn borða eggin líka Helgi Vilhjálmsson í Góu segir fyrirtækið einnig vera að auka við sig tegundum á hverju ári. „Þetta eru 6 gerðir en maður er næstum hættur að telja þetta. Þetta er alltaf að aukast hérna. Fyrir nokkrum árum var þetta bara hreint súkkulaði. Nú er þetta komið með lakkrís og hrauni, fylltum lakkrís og pipar, nefndu það bara. Ég veit ekki hvar þetta endar,“ segir Helgi í Góu. Hann segir að salan sé afar góð í ár en telur að það sé ekki endilega vegna þess að Íslendingar séu að borða fleiri egg. „Ég er ekki frá því við séum að sjá meiri sölu núna en á ár- um áður, en svo villir þetta mann þegar það er jafn mikið af útlendingum og Íslendingum á landinu. Ég held að það hafi eitthvað að segja. Það er auðvitað engin spurning að einhverjir þeirra grípi einhver egg þó að þetta sé íslenskt,“ segir Helgi. Hann segist ekki geta sagt hvaða tegund af páskaeggi selst best hjá Góu fyrr en eftir páska. „Vinsælasta eggið á nú eftir að koma í ljós, mað- ur veit það ekki fyrr en eftir páska. Pipareggið fer mjög skemmtilega af stað. Við vorum í fyrsta sæti hjá Vísi með Lindor-eggið; ég segi nú pass við öllum þessu gull- og silfur- peningum.“ Aukin fjölbreytni í páskaeggjum  Allir helstu framleið- endur páskaeggja bjóða upp á nýjar tegundir Morgunblaðið/Eggert Páskar Eggin seljast vel eins og alltaf en aldrei hefur verið meiri úrval af páskaeggjum en nú. Silja Mist Sigurkarlsdóttir Helgi Vilhjálmsson Pétur Thor Gunnarsson Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Ekki liggur fyrir hvað innleiðing jafn- launastaðals og jafnlaunavottunar mun kosta fyrirtæki og stofnanir. Fé- lags- og jafnréttisráðherra sagði í Morgunblaðinu í vetur að lauslega áætlað mætti reikna með að fyrsta vottun gæti kostað um hálfa milljón. Embætti Tollstjóra er fyrsta stofnun- in sem hefur lokið við innleiðingu jafnlaunastaðalsins sem um ræðir (ÍST 85) og fengið jafnlaunavottun í tilraunaverkefni sem embættið tekur þátt í. Fram kom í kynningu á verk- efninu að kostnaður hjá Tollstjóra vegna þessa væri 760 þús. kr. Væntanleg löggjöf um jafnlauna- vottun nær til 1.180 fyrirtækja og stofnana með fleiri en 25 starfsmenn og er ljóst að kostnaðurinn verður mismikill, m.a. eftir stærð fyrirtækja. Ef meðalkostnaðurinn verður nálægt áætlaðri upphæð ráðherra yrði heild- arkostnaðurinn af innleiðingu staðals- ins tæplega 600 milljónir en ef miðað er við kostnað Tollstjóra má ætla að hann gæti orðið nær 900 milljónum, en mesti kostnaðurinn liggur hins vegar í vinnu starfsmanna í hverju fyrirtæki við undirbúninginn. Ekki eru allir í stakk búnir Forsvarsmenn Samtaka atvinnu- lífsins hafa sérstaklega bent á að erf- iðlega muni reynast að innleiða stað- alinn í litlum fyrirtækjum. Fjöldi launagreiðenda með 25 til 50 starfs- menn sé ekki í stakk búinn til að taka upp vinnubrögð staðla eins og krafist verður í væntanlegum lögum. ,,Það skiptir máli hver útfærslan verður gagnvart þeim og það er þá viðfangs- efni í samningum að skoða það,“ segir Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarfram- kvæmdastjóri SA, en samtök á vinnu- markaði munu skv. frumvarpinu semja um úttektir á jafnlaunakerfum fyrirtækja og stofnana með 25 til 99 starfsmenn í kjarasamningum og hafa með höndum eftirlit. Það á hins vegar eftir að koma í ljós hvort samningar nást um þetta. Ef það nást samningar verður eftirlitið hjá viðsemjendum á vinnumarkaði en ef ekki, þá má skv. frumvarpinu gera ráð fyrir að Jafnréttisstofa fái risa- vaxið verkefni. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir einum viðbótarstarfsmanni hjá Jafnréttisstofu vegna verkefnis- ins og er þá gengið úr frá að eftirlitið verði hjá aðilum vinnumarkaðarins. Kristín Ástgeirsdóttir, fram- kvæmdastýra Jafnréttisstofu, segir jafnlaunavottunina vera mjög spenn- andi verkfæri, sem vonandi eigi eftir að skila árangri. Þarna sé í fyrsta skipti í heiminum verið að beita svona staðli til þess að taka á launamun kynjanna. „Auðvitað þarf að gefa sér tíma í að koma þessu á laggirnar eins og frumvarpið gerir ráð fyrir,“ segir hún. Settu í gang átaksverkefni Auk vottunarskyldunnar þurfa öll fyrirtæki og stofnanir að skila jafn- réttisáætlun skv. jafnréttislögum. Kristín segir að það sé eitt af stóru verkefnum Jafnréttisstofu að kalla eftir jafnréttisáætlunum og skilin hafi almennt verið góð. Unnur Ýr Kristjánsdóttir, mann- auðsstjóri Tollstjóra, segir að innleið- ing jafnlaunastaðalsins sem embættið hefur nú fengið vottun út á, sé alveg hliðstæð þeim áformum um vottunar- skyldu, sem kveðið er á um í frum- varpi ráðherra. Hún segir að árang- urinn sé góður hjá Tollstjóra. „Við lögðum mikla vinnu í þetta. Stjórn- endur þurftu að koma mikið að verk- inu hjá okkur. Við þurftum samhliða þessu að endurskoða allar starfslýs- ingar og fara mjög nákvæmlega í að greina störfin hjá okkur og flokka og út frá því gerum við launagreininguna og skoðum hvort við uppfyllum kröfur jafnlaunastaðalsins. Við erum mjög ánægð með þetta og fengum ýmsar aukaafurðir út úr þessari vinnu en því er ekki að neita að þetta tók svolítinn tíma,“ segir hún. Spurð hvort óútskýrður launamun- ur hafi komið í ljós og hvort honum hafi verið útrýmt segir hún að fram hafi komið heildarlaunamunur á milli kynja en óútskýrður launamunur hafi ekki verið sérlega mikill. ,,Við settum í gang átaksverkefni í kjölfarið á launagreiningunni og það þurfti að skoða þetta bæði hjá körlum og konum. Þessi heildarlaunamunur sem við sáum, sem er ekki óútskýrði launamunurinn samkvæmt staðlin- um, skýrist að nær öllu leyti af því að við erum með svo marga karlmenn í vaktavinnu, sem gefur hærri laun og margar konur í skrifstofustörfum, sem vinna hefðbundinn vinnutíma yf- ir daginn. Eitt af þeim verkefnum sem komu út úr jafnlaunagreining- unni hjá okkur var að við leggjum enn frekari áherslu á að jafna kynjahall- ann sem er að finna í starfsstéttum hjá okkur. Um 80% tollvarða eru karl- menn og við leggjum mikla áherslu á að auka hlut kvenna þar og með sama hætti að auka hlut karla í innheimtu- störfunum,“ segir hún. Mikil og flókin vinna  Kostnaður við jafnlaunavottun gæti legið á bilinu 600-900 milljónir  Innleið- ingu jafnlaunastaðals lokið hjá Tollstjóra  Erfitt hjá litlum fyrirtækjum Morgunblaðið/Golli Jafnlaunavottun Fyrirtæki þurfa að flokka öll störf og velja viðmið. Kjarnafæði er að þróa beikon úr lambakjöti. Stefnt er að því að af- urðin komi á almennan neytenda- markað í byrjun sumars, meðal annars morgunverðarhlaðborð gistihúsa. „Kjötiðnaðarmennirnir eru að leggja lokahönd á vöruna. Við höf- um verið að senda út smakk og það hefur líkað vel. Við munum byrja í mötuneytum eftir páska og förum síðan inn á almennan markað,“ seg- ir Ólafur Már Þórisson, sölu- og markaðsstjóri Kjarnafæðis. Lambabeikon er þekkt víða er- lendis þótt beikon úr reyktum svínasíðum sé vitaskuld mun al- gengara. Lambabeikonið er unnið úr lambaslögum. Ólafur segir að nóg sé til af þeim hjá Kjarnafæði og í landinu. Hægt sé að vinna þau í kæfu en með beikonframleiðslu sé hægt að auka verðmætin, fá fleiri krónur út úr hverju kílói. „Það er gaman að koma með nýjungar og geta gert meira úr þessu hráefni,“ segir hann. Lambaslögin eru söltuð og reykt með svipuðum hætti og þegar hefð- bundið beikon er framleitt. Ólafur segir þó að lambabeikonið sé minna og fitan bregðist öðruvísi við steik- ingu. Lambabeikonið sé bragð- sterkara. Verðið verður svipað og þó gæti lambabeikonið orðið heldur ódýrara en svínabeikon. helgi@mbl.is Íslenskt lamba- beikon á markaðinn Morgunblaðið/ÞÖK Dögurður Einhver gistihús munu bjóða lambabeikon með hefðbundnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.