Morgunblaðið - 07.04.2017, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.04.2017, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 2017 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ ÁAlþingi ernú rætt umfjármála- stefnu og aðhald í ríkisrekstri og sýnist sitt hverjum um hversu langt eigi að ganga í þeim efnum. Stjórnarliðar benda á að að- hald sé nauðsynlegt og það er vissulega rétt. En aðhald gengur illa upp – og stjórn rík- isfjármála yfirleitt, með eða án aðhalds – ef ekki er skýr for- gangsröðun. Ríkið þarf, eins og einkaaðilar, að tryggja að fjármunir fari þangað sem þörfin er brýnust. Að öðrum kosti fer illa. Í ríkisrekstrinum er hægt að spara. Og það er ekki alltaf mjög erfitt eða sársaukafullt. Tvö dæmi má nefna um rík- isstofnanir sem vinstristjórnin sem sat frá 2009-2013 setti á laggirnar og engin þörf er fyr- ir. Önnur stofnunin er Fjöl- miðlanefnd. Þetta er stofnun sem ekki var til fyrir nokkrum árum og samt sem áður gengu fjölmiðlar ekki síður þá en nú. Raunar var betra fyrir fjöl- miðla að þurfa ekki ofan á allt annað að halda uppi Fjölmiðla- nefnd og sinna að auki allri þeirri skriffinnsku sem nefnd- in reynir að hlaða á þá. Fjölmiðlaumhverfið var líka heilbrigðara áður en ríkið fór að skikka fjölmiðla til að setja sér reglur um starfsemi rit- stjórna sinna sem væru ríkinu þóknanlegar. Slík- ar reglur eru fjöl- miðlar nú látnir setja sér, að viðlögðum dag- sektum, og Fjölmiðlanefnd leyfir sér að finna að þeim ef þær eru ekki ríkinu þókn- anlegar. Þá vill nefndin setja reglur um hvernig fjölmiðlar fjalla um tiltekin efni. Í landi þar sem tjáningarfrelsi á að ríkja skjóta þessi ríkisafskipti skökku við, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Annað dæmi um stofnun sem furðu vekur að enn skuli vera haldið úti á kostnað skatt- greiðenda er Umboðsmaður skuldara. Þeirri stofnun var komið á fót þegar þrengt hafði mjög að eiginfjárstöðu heim- ilanna og skuldir voru mörgum erfiðar. Þá kunna að hafa verið rök fyrir því að ríkið reyndi að greiða úr vandanum umfram það sem verið hafði, en nú er þessi stofnun aðeins til af sömu ástæðu og svo margar aðrar; af því að ríkið leggur helst aldrei af stofnanir sem settar hafa verið á fót. Hvernig væri nú að ríkis- stjórnin færi í það að leggja af óþarfar stofnanir og þaðan af verri? Fjármunina mætti svo nýta betur, bæði í skattalækk- anir og til þarfari verka. Í ríkisrekstrinum er mikið svigrúm til aukins aðhalds og lækkunar skatta} Um óþarfar stofnanir og þaðan af verri Síðustu dagahefur heims- byggðin horft gátt- uð upp á eftirköst skelfilegrar efna- vopnaárásar í Sýr- landi, sem lagt hefur í valinn marga tugi manna, og að minnsta kosti 27 börn. Allar líkur eru á að sarín-gasi hafi verið beitt og ekki er á hvers manns færi að framleiða eða geyma slíkt vopn. Böndin berast því helst að stjórnarher Sýrlands, en vitað er að hann stóð fyrir loft- árásum á þorpið Khan Sheik- hun, þar sem árásin átti sér stað, og er á svæði sem lengi hefur verið á valdi uppreisnar- manna. Vitað er að stjórn- arherinn hefur áður beitt efna- vopnum í borgarastríðinu skelfilega og árið 2013 var Assad Sýrlandsforseti harð- lega gagnrýndur fyrir notkun þeirra. Obama, þáverandi Bandaríkjaforseti, hafði hótað „alvarlegum afleiðingum“ ef efnavopnum væri sannanlega beitt. Assad hefur ver- ið leyft að fara ítrekað yfir rauðu strikin og hann kom sér undan loftárásum Bandaríkjanna í þetta skiptið með því að samþykkja að láta af hendi allar birgðir sínar af slíkum gjöreyðingarvopnum. Engu að síður hafa komið fram sterkar vísbendingar um beit- ingu efnavopna í borgarastríð- inu síðar, sem benda til að Ass- ad hafi svikið loforð sín. Sjálfur segist Assad alsak- laus og nýtur þar stuðnings sinna hefðbundnu banda- manna í Rússlandi. Sakleysi hans er þó ekki líklegt og í ljósi þess hve efnavopnaárás á óbreytta borgara er grimmi- legur glæpur er nauðsynlegt að komist verði til botns í því hið fyrsta hverjir bera ábyrgð. Reynist það vera Assad sjálfur verður ekki komist hjá því að hann taki afleiðingunum. Draga þarf hina seku til ábyrgðar í Sýrlandi} Rauðu strikin verða að halda B enedikt Jóhannesson fjármála- ráðherra var í kastljósi erlendra fjölmiðla nýverið vegna yfirlýs- inga hans um að hugsanlega yrði gengi íslenzku krónunnar fest við gengi annars gjaldmiðils. Þá helzt evruna. Þetta sagði hann meðal annars við viðskipta- blaðið Financial Times og fréttaveituna Reuters og fleiri erlendir miðlar tóku það síðan upp. Þetta varð til þess að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra fann sig knúinn til þess að vekja máls á því í samtali við Bloomberg- fréttaveituna að engin áform væru uppi um að innleiða slíka fastgengisstefnu hér á landi. Benedikt dró í kjölfarið í land og sagði blaða- mann Financial Times hafa oftúlkað orð sín. Þá hefur fréttamanni Reuters væntanlega tekizt að gera slíkt hið sama. Kannski vandamálið sé hvernig Benedikt kaus að orða hlutina fremur en oftúlkun erlendu fjölmiðlamannanna? Tvennt er annars í stöðunni. Annaðhvort kom þetta Benedikt í opna skjöldu, sem hlýt- ur að vekja ákveðnar spurningar um það hvort hann sé starfi sínu vaxinn að þessu leyti, eða hann var fyllilega meðvitaður um það hvaða skilningur yrði lagður í orð hans. Ég veit eiginlega ekki hvort er betra. Hvað ummæli Benedikts annars varðar er vitanlega al- gerlega ótímabært að tjá sig efnislega um mögulega niðurstöðu peningastefnunefndar þeirrar sem skipuð hef- ur verið og skila mun niðurstöðum fyrir lok ársins. Hitt er svo annað mál að hugmyndir Benedikts og Viðreisnar um gengistengingu krónunnar við evruna í gegn- um svonefnt myntráð hafa í raun ekki mikið að gera með hagfræði frekar en evrusvæðið sjálft heldur fyrst og síðast pólitík. Pólitíkin á bak við evrusvæðið er að stuðla að frekari samruna innan Evrópusambandsins í átt að lokatakmarkinu, einu ríki. Pólitík Benedikts er að á Íslandi verði tekin upp evra með inn- göngu í sambandið. Forsenda þess að ríki geti tekið upp evruna eftir að inn í Evrópusam- bandið er komið er að gengi gjaldmiðla þeirra sé fest við gengi evrunnar í gegnum kerfi sem nefnist ERM II. Kunnuglegt, ekki satt? Fyrst ekki er hægt að koma Íslandi inn í Evrópusambandið í gegnum framdyrnar, fyrst og fremst vegna þess að langur vegur er frá því að fyrir því sé nægjanlegur stuðningur á meðal almennings og á vettvangi stjórnmál- anna, er þannig reynt að fara inn um bakdyrnar. Skoðana- bræður Benedikts í Noregi eru í hliðstæðri stöðu. Þar er ekki vilji til þess að verða hluti sambandsins frekar en hér á landi. Fyrir vikið er þar á bæ reynt að flækja Norðmenn sem mest í alls kyns verkefni á vegum Evrópusambands- ins í gegnum aðild landsins að EES-samningnum. Sem er ekki óþekkt hér á landi. Rauði þráðurinn í gegnum alla stefnu Viðreisnar er einu sinni aðlögun að Evrópusambandinu, sem þó er ekki viðurkennt nema gengið sé á fulltrúa flokksins. Tilgang- urinn með því að fara um bakdyrnar er jú eini sinni sá að það sé ekki fyrir allra augum. hjortur@mbl.is Hjörtur J. Guðmundsson Pistill Reynt að fara um bakdyrnar STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Jarðir við laxveiðiár eru eft-irsótt gæði sem innlendirog erlendir auðmenn hafalengi haft áhuga á. Það eru einkum ástríðufullir laxveiðimenn og náttúruverndarmenn sem hafa farið út í slík jarðakaup, til þess að byggja upp laxastofna til stang- veiða en einnig eru dæmi um að einstaklingar eða hópar ein- staklinga hafi séð viðskiptatæki- færi í laxveiðijörðunum. Nýjasta dæmið er kaup breska auðjöfursins Jim Ratcliffe á þremur laxveiðijörðum í Vopnafirði fyrr í vetur auk kaupa hans á meirihluta Grímsstaða á Fjöllum og jörðum við Hafralónsá í Þist- ilfirði. Ratcliffe er hluthafi í Veiði- klúbbnum Streng, sem einnig á átta jarðir í Vopnafirði. Enn stór- tækari er Jóhannes Kristinsson, sem hefur verið að safna jörðum við laxveiðiárnar í Vopnafirði um árabil. Eru þeir Jóhannes og Rat- cliffe sagðir eiga 23 af 70 jörðum í héraðinu að hluta eða öllu leyti. Samstarfsmaður Ratcliffe sagði í fjölmiðlum í vetur, þegar málið kom upp, að hann hefði áhuga á að byggja upp veiðina í ánum. Svíi kaupir í Langadalsá Fyrir fimm árum keypti sænskur auðmaður þrjár og hálfa jörð við Ísafjarðardjúp í gegnum íslenskt félag. Þeim fylgir tæpur helmingshlutur í Langadalsá og Hvannadalsá. Lífsval hafði á sínum tíma keypt þessar jarðir, eins og fleiri jarðir um allt land, en Lands- bankinn tók yfir félagið eftir hrun og gekk í að selja jarðirnar. Jarðasöfnun við laxveiðiár er ekki ný af nálinni. Snemma á 20. öldinni keypti Thor Jensen at- hafnamaður allar jarðir við Haf- fjarðará á Snæfellsnesi. Leigði hann sumar þeirra til bænda og seldi aðrar en hélt veiðiréttinum eftir. Flestar jarðirnar fóru í eyði þegar fram liðu stundir. Staðan er óbreytt þótt nýir eigendur haldi nú um eignarrétt árinnar. Friðrik Jónsson, annar svo- nefndra „Sturlubræðra“ í Reykja- vík, eignaðist á svipuðum tíma margar verðmætar laxveiðijarðir við Norðurá í Borgarfirði. Hann fékk Laxfoss að erfðum og keypti fjórar jarðir til viðbótar og veiði- rétt einnar til, og átti þá allan veiðirétt frá Glanna að Hábrekkna- vaði. Það er langverðmætasta lax- veiðisvæði árinnar og eitt það fal- legasta og besta á landinu. Bæði Thor og Friðrik friðuðu veiðisvæði sín fyrir netaveiðum og ádrætti sem gengið hafði nærri laxastofnunum og nýttu þær ein- göngu til stangveiða fyrir sig, fjöl- skyldur sínar og vini nema hvað Friðrik leigði Norðurá einnig til enskra veiði- manna. Veiðin tekin eignarnámi Friðrik seldi aftur jarðirnar sem hann hafði keypt en hélt eftir veiðinni. Fram kemur í æviminn- ingum sonar hans, Sturlu Friðriks- sonar, að hann hafi ekki séð fyrir lagasetningu sem síðar varð, þegar bændum var veittur rétt- ur til að innleysa aftur til sín hlunnindi jarða sem tekin höfðu verið af þeim. Var veið- in tekin af honum með eign- arnámi. Friðrik hélt tveimur jörðum, Laxfossi og Einifelli, sem eru tvær af þremur arð- hæstu jörðum Norðurár, og eru þær í eigu sonardóttur hans. Auðmenn hafa lengi safnað laxveiðijörðum Morgunblaðið/Árni Sæberg Laxfoss Friðrik Jónsson eignaðist alla veiði í Norðurá, frá Glanna og niður að Hábrekknavaði. Hann tapaði hluta réttindanna með laxveiðilögunum. Áhyggjur af áhrifum jarða- söfnunar eignamanna á bú- skap í Vopnafirði komu fram í umfjöllun Morgunblaðsins fyrr í vetur. Það eru sömu áhyggjur og komið hafa fram annars staðar þar sem orðið hefur vart við þróun í sömu átt. Þótt eigendur jarðanna leigi þær út, sem ekki er sjálfgefið, eru möguleikar leiguliðanna til uppbyggingar og eflingar bú- skapar takmarkaðir því þeir geta ekki veðsett jarðirnar. Sums staðar hefur þótt gæta þeirrar tilhneigingar að þegar bændur fá árlega greiðslu fyrir laxveiði- hlunnindi og þurfi ekki að treysta eingöngu á tekjur af búskapnum drabbist búskapurinn frekar niður. Þetta er vafalaust mis- jafnt á milli sveita og einstaklings- bundið. Slæm áhrif á búskapinn SÖFNUN HLUNNINDA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.