Morgunblaðið - 07.04.2017, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 07.04.2017, Blaðsíða 37
DÆGRADVÖL 37 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 2017 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Farðu varlega í að gagnrýna vinnu- félaga þína, því þeir vinna undir öðrum for- merkjum en þú. Gakktu frá gömlum málum og stefndu ótrauður fram á við. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú veist hvað þú sættir þig við, hvað er rétt og hvað þú líður alls ekki. Gættu þess að það sem þú færð í staðinn fyrir það sem þú leggur á þig sé fyrirhafnarinnar virði. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það getum stundum tekið á að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd. Skoðaðu þær vel áður en þú gerir einhverjar ráðstafanir. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Aðgerðaleysi er ekki alltaf ávísun á hvíld, stundum er það bara merki um að sitja fastur. Fortíðarþráin gerir vart við sig. Fortíð og nútíð renna saman í eitt. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Allt í einu uppgötvar þú að það sem þú hélst að væri leyndarmál er á allra vitorði. Gættu þess að valda fólki ekki vonbrigðum við nánari kynni. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Reyndu að sýna samstarfsfólki þínu skilning og þolinmæði í dag. Of margir val- kostir eru af hinu illa fyrir þá sem ekki þekkja sjálfa sig nægilega vel til þess að velja rétt. 23. sept. - 22. okt.  Vog Takturinn í lífi þínu verður hraðari á næstunni og á næstu vikum getur þú átt von á meira annríki en venjulega. Mundu að þolinmæði þrautir vinnur allar. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Yfirmenn þínir taka eftir þér í dag og þess vegna skaltu vanda verk þín. Gerðu nú viðeigandi ráðstafanir svo þú kom- ist hjá því að lenda í slíkum aðstæðum. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Reyndu að forðast erfiðar sam- ræður við fólk með völd í dag. Vertu óhrædd- ur við að leita aðstoðar á þeim sviðum sem ekki eru á þínu valdi. 22. des. - 19. janúar Steingeit Nýjar aðstæður ná fram því besta í þér, en gera þig líka varnarlausan. Ef þú lætur óttann ekki ná tökum á þér mun allt fara vel. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Reyndu að fá sem mest út úr sköpunarþrá þinni og það á bæði við um leik og starf. Gerðu þér far um að kynna þér alla málavexti áður en þú kveður upp þinn dóm. 19. feb. - 20. mars Fiskar Það reynir á þig í sambandi við lausn á viðkvæmu vandamáli. Hún er líka sú skemmtilegasta og það sem skrýtnara er, sú sannasta. Páll Imsland var í fylgd morgun-hanans á Leirnum: Ég ligg hér í sæng minni’ og sef og svolítinn óhug ég hef, að sæki’ að mér mara, en svo er það bara lítið og lágfleygt eitt stef. Davíð Hjálmar Haraldsson fór í fuglaskoðun í fjörunni á mánudags- morgun: Vorið gleður vængjaþjóð um vík og klettagjögur. Mávar syngja morgunljóð sem mávum þykja fögur. Tveim dögum síðar varð Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur litið út um gluggann á hríðakófið fyrir utan – þá hrukku henni þessi vísuorð af vörum: Til beggja vona brugðið getur, brigðul gerast auðnuspor. Enn er kominn illskuvetur eftir þetta bjarta vor. Magnús Halldórsson kippir sér ekki upp við það þó „venjulegt vor- hret mælist misjafnlega fyrir“: Grár er nú fauskurinn fúni og fólkið er dálítið svekkt. Þagnaður tjaldur í túni sem telja má skiljanlegt. Samt er nú Blakkurinn brúni á beit þó að framboð sé tregt. Enn sendi Ólafur Stefánsson hringhendu frá sólarlöndum sem Sig- rún Haraldsdóttir setti á Leirinn: Út við sanda vogur vær, vaktar landið sáttur. Laufum bandar léttur blær, líkt og andardráttur. „Já, já! Flott vísa, enda búin að fara í gegnum Sigrúnu,“ var athugasemd Sigmundar Benediktssonar og hann bætti við: Vaxandi vísuorðin voru honum um megn. Sigrún mun andsett orðin. Ólafur kemur í gegn. Sigrún svaraði og sagði, að þetta væri ekki illa meint – „datt þetta bara sí svona í hug þegar ég las vísu Sig- mundar“ :) Ýmsu lífið upp á fann, önug gnísti jöxlunum hafa þarf nú heilan mann hangandi á öxlunum. Síðan þorði Sigrún ekki annað en yrkja bragarbót: Kenndur létt, með kálfa bera kropp sinn er að sóla; flott er þá að fá að vera fjölmiðill hans Óla :) Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Fuglaskoðun og hring- henda frá sólarlöndum Í klípu TÆKIFÆRI TIL AÐ PÚSTA Snarl Kaffi eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „JÆJA, SKO, ÉG HUGSAÐI „ÞÚ VERÐUR FJARRI Í TÍU MÍNÚTUR. BEST AÐ FÁ SÉR EINA PYLSU Á MEÐAN.““ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... róandi baknudd. STEIK! ÉG GET BEÐIÐ HÚN ER ENNÞÁ FROSIN, GRETTIR! HELGA! PAKKAÐU SAMAN! VIÐ ERUM AÐ FARA Í FJÖLSKYLDUFRÍIÐ!! FRÁBÆRT! ÞAÐ VERÐUR GOTT AÐ KOMAST Í BURTU! ÞÚ HEFUR SVO RÉTT FYRIR ÞÉR! Reglulega koma upp tilvik þar semíbúar mótmæla breytingum sem þykja raska ró á grónum svæðum. Tilfærslur í skipulagsmálum þessa efnis eru uppskrift að deilum, að ekki sé talað um þegar í íbúðahverfum skal búa samastað fólki í húsnæði á vegum borga eða bæja. Svona mál kom upp í Seljahverfi í Breiðholti fyrir nokkrum vikum þar sem Reykjavíkurborg hugðist koma fyrir tveimur mönnum sem glímt hafa við vímuefnavanda. Víkverji þekkir ekki nákvæmlega til þess tiltekna máls, en viðbárur fólks- ins sem fyrir býr í hverfinu einkennd- ust af vorkunnarverðri fáfræði. For- svarsmaður borgarinnar sagði í fréttum að fengju þessir einstaklingar hjálp ætti allt að vera í góðum málum og því verðum við að trúa. x x x Sjónarmið Breiðhyltinga rifja ým-islegt upp og eru um margt kunn- ugleg. Flestir sem hafa búið í fjöl- býlishúsum þekkja að í stiga- ganginum er oft leiðinlega týpan: maður sem er öllum til ama og þó myndi sá eiga heill að heita sam- kvæmt almennum viðmiðum. Þetta er bara leiðinlegur frekjukarl sem ætlar að ná sínu fram. Er ónotalegur við börn og röflar um bílastæði, rusla- geymslur, garðslátt, hússjóðinn og svo framvegis. Hinum skæðustu tekst jafnvel að taka hálft hverfið á taugum og sjá ekkert athugavert við fram- komu sína. Verst af öllu er þó senni- lega að réttur þolenda er sáralítill, nema þá að flytja á brott. Mönnunum er ekki hægt að mótmæla eða koma burt, nema að loknu löngu ströggli fyrir dómstólum sem enginn nennir að standa í. x x x Við veljum okkur ekki nágranna.Undir fögru skinni reynist stund- um vera flagð og á hinn bóginn eru þeir sem við teljum vágesti yfirleitt besta fólk, eins og velflestir raunar eru. Og höfum gaman af nágrönn- unum. Víkverja finnst það fegursta tónlist þegar hann heyrir í ungbörn- um í blokkinni sinni, náttúruleikir parsins á hæðinni fyrir ofan vekja at- hygli og að stöku sinnum séu haldin partí með gítarspili fram undir morg- un er bara skemmtilegt. vikverji@mbl.is Víkverji Lofaður sé Drottinn, Guð Ísraels, því að hann hefur vitjað lýðs síns og búið honum lausn. (Lúk. 1:68) ...sem þola álagið! TRAUSTAR VÖRUR... Raftæknivörur Mótorvarrofar og spólurofar Það borgar sig að nota það besta! E i n n t v e i r o g þ r í r 3 1 .3 0 1 Skynjarar Töfluskápar Hraðabreytar Öryggisliðar Aflrofar Iðntölvur Dalvegi 10–14 • 201 Kópavogi • Sími: 540 7000 • www.falkinn.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.