Morgunblaðið - 07.04.2017, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 07.04.2017, Blaðsíða 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 2017 Baltasar Kormákur mun leikstýra kvikmynd byggðri á bók norska rit- höfundarins Jo Nesbø, Ég er Victor. Fréttir þess efnis birtust á erlendum kvikmyndavefjum í fyrradag og sendi fyrirtæki Baltas- ars, RVK Studios, Morgunblaðinu staðfestingu í gær á því að þær væru réttar. Handritshöfundar kvikmyndar- innar eru Neal Purvis og Robert Wade, sem m.a. skrifuðu handrit James Bond-myndanna Skyfall og Casino Royale. Baltasar mun fram- leiða myndina í gegnum RVK Stud- ios og Fredrik Wikström Nicastro fyrir sænska fyrirtækið SF Studios. Verkefnið hefur verið í undir- búningi í þó nokkurn tíma, skv. svari RVK Studios við fyrirspurn Morgunblaðsins, og komu Purvis, Wade og Nesbø hingað til lands í fyrra og áttu fund með Baltasar. Bók Nesbø fjallar um siðspilltan skilnaðarlögfræðing, Victor, sem er ranglega sakaður um að hafa framið fjölda morða. Purvis og Wade segjast hæstánægðir með að fá að vinna með Baltasar og SF Studios að kvikmyndinni, í yfirlýs- ingu sem þeir sendu frá sér. Victor sé einstök persóna og þeir hlakki til að verja tíma með honum. SF Studios hefur m.a. framleitt kvikmyndina Maður sem heitir Ove og brátt verður frumsýnd nýjasta kvikmynd fyrirtækisins, Borg/ McEnroe með Sverri Guðnasyni, Shia LaBeouf og Stellan Skarsgård í aðalhlutverkum. Leikstýrir kvikmynd eftir bók Nesbø Jo Nesbø Baltasar Kormákur Fiðluleikarinn Laufey Jensdóttir heldur tónleika í Mengi í kvöld kl. 21. Hún mun flytja efnisskrá sem samanstendur af barokktónlist í bland við nýtt efni. Laufey er einn stofnenda Barokksveitarinnar Brákar og hef- ur komið fram á tónleikum með fjölmörgum kammerhópum og sveitum, svo sem Strengjasveitinni Skark, Kammersveit Reykjavíkur, Alþjóðlegu barokksveitinni í Hall- grímskirkju, The Okkr Ensemble og Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hún hefur leikið inn á upptökur með ýmsum sveitum og listamönnum og má þar nefna Björk, Hjaltalín, Ólaf Arnalds og múm. Jóhann Sebastian Bach og Georg Pisendel eru fulltrúar 18. aldar- innar á efnisskrá Laufeyjar í kvöld auk þess sem hún flytur einleiks- verkið Solitude (2006) eftir Svíann Albert Schnelzer og Fluctuations (2016) fyrir fiðlu, bassatrommu og rafhljóð eftir Sigrúnu Jónsdóttur en Frank Aarnink kemur fram með Laufeyju í síðastnefnda verkinu. Laufey leikur barokk og ný verk Samstillt Frank Aarnink og Laufey Jens- dóttir. Frank leikur í einu verki með Lauf- eyju á tónleikunum í Mengi í kvöld. Ghost in the Shell byggir ásöguheimi japanskramanga-myndasagna frátíunda áratugnum. Fyrsta kvikmyndin sem unnin var upp úr manganu kom út árið 1995 og er ein- hver frægasta anime-mynd fyrr og síðar enda sannkallað meistara- stykki. Þessi nýja mynd gerist í framtíð þar sem meirihluti mannkyns hefur látið endurbæta sig með vélrænum uppfærslum frá fyrirtækinu Hanka Robotics, til þess að efla þætti á borð við sjón, heyrn og líkamlegt atgervi. Aðalpersónan, Majór, er með mennskan heila en vélræn að öllu öðru leyti. Hún leiðir sérsveit lög- reglunnar sem kallast Deild 9 og þegar einhver tekur að hakka sig inn í vélmenni og sæborgir er deildin kölluð út til þess að finna sökudólg- inn. Majórinn er fyrsta vel heppnaða tilraunin til þess að flytja mennskan heila í tilbúna skel og telst vel heppnuð þar sem andi hennar eða sál lifði flutninginn af. Í henni býr sem sagt „andinn í skelinni“ sem tit- ill verksins vísar til og í þessu felst jafnframt meginviðfangsefni sög- unnar; hversu langt má ganga í að vélvæða líkamann án þess að sálin eða „andinn“ tapist? Þekki maður til Ghost in the Shell frá 1995 er erfitt að standast freist- inguna að bera hana saman við þessa. Það sem heillar við eldri myndina er ekki síst sviðsmyndin, sem er hryssingsleg sýn á ofur- tæknivædda asíska stórborg, inn- blásin af stíl franska teiknarans Mœbius. Sviðsmyndin í nýju mynd- inni er hreint afbragð og tæknibrell- um er haganlega beitt til að endur- skapa hana á ferskan og nútíma- legan hátt. Þar með er það góða við þessa endurgerð eiginlega upptalið. Farið er á mis við þá siðferðislegu tvíræðni sem einkenndi persónurnar í upp- runaverkinu og þess í stað einblínt á fremur dæmigerðan og á tíðum illa skipulagðan söguþráð um baráttu góðs og ills. Heimspekilegar vanga- veltur um eðli vitundar, mennsku og minninga á tímum tæknivæðingar mannsins, sem voru miðlægar í frumverkinu, eru hér soðnar niður í neytendavænar einingar og klaufa- lega troðið inn á stöku stað. Myndin hefur verið gagnrýnd fyr- ir „hvítþvott“ og þykir mörgum undarlegt að ekki sé japönsk leik- kona í aðalhlutverkinu. Það verður þó ekki af Scarlett Johansson tekið að hún er stórfín í hlutverki Majórs- ins og úr því að myndin gerist í al- þjóðlegri framtíðarborg, þar sem borgarar eru af hinum ýmsu kyn- þáttum, er ekkert endilega óraun- sætt að hún sé hvít. Þegar upp- runasaga Majórsins fer að skýrast renna hins vegar á mann tvær grímur. Það er í það minnsta dap- urlegt að meiriháttar Hollywood- myndir þori ekki að taka þá „áhættu“ að fá japanska leikara til að leika japanskar persónur, af ótta við að tekjutap. Út af fyrir sig er nýja Ghost in the Shell ágætis vísindaskáldskapur og prýðileg skemmtun. Hún kemst þó ekki undan því að vera heldur þunn úrvinnsla á þeim magnaða efniviði sem hún sækir í. Það er svolítið eins og gamla myndin sé andinn og sú nýja sé skelin, skelin er líflaus og köld og það eina sem gæðir hana lífi er eimurinn af sál frumverksins. Sæborg Scarlett Johansson í hlutverki Majórsins í Ghost in the Shell, með mennskan heila en vélræn að öðru leyti. Andlaus skel Sambíóin Egilshöll, Álfabakka og Kringlunni og Laugarásbíó Ghost in the Shell bbbnn Leikstjórn: Rupert Sanders. Handrit: Masamune Shirow og Jamie Moss. Kvik- myndataka: Jess Hall. Klipping: Billy Rich og Neil Smith. Aðalhlutverk: Scar- lett Johansson, Pilou Asbæk, Takeshi Kitano, Juliette Binoche, Michael Pitt. Bandaríkin, 2017. 106 mín. BRYNJA HJÁLMSDÓTTIR KVIKMYNDIR Ármúli 8, 2. hæð - 108 Reykjavík Sími: 414-4466 - www.draumahus.is Föst söluþóknun - Allt innifalið * 399.900 Föst söluþók - Allt innifalið AnnaTeitsdóttir Nemi til löggildingar 787-7800 Lárus Óskarsson Fasteignasali 823-5050 * * gildir fyrir eignir undir 60.000.000 kr. í einkasölu. Miðasala og nánari upplýsingar 5% TILBOÐ KL 5 TILBOÐ KL 4 TILBOÐ KL 4 SÝND KL. 5, 8, 10.35 SÝND KL. 8, 10.15 SÝND KL. 4, 6SÝND KL. 8, 10.15 SÝND KL. 4, 6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.