Morgunblaðið - 07.04.2017, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.04.2017, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 2017 Fæst íapótekum,Hagkaup,Fjarðarkaup, NettóogGrænheilsa. Bragðlaust duft í kalt vatn 5 mán skammtur Styður: Efnaskipti og öflugri brennslu Minni sykurlöngun Slökun og svefn Vöðva og taugastarfsemi Gott á morgnana og kvöldin 1/3 tsk = 350mg - ekkert bragð Mikil virkni Náttúrulegt Þörungamagnesíum ENGIN MAGAÓNOT Nýjar umbúðir sömu gæði ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson Akureyri Miklar framkvæmdir hafa verið við Sundlaug Akureyrar síðustu mán- uði. Nú hillir undir að breytingum ljúki en tvær nýjar rennibrautir verða teknar í notkun í lok júní.    Önnur rennibrautin verður 86 m á lengd, hin nokkru styttri. Lokað, upphitað stigahús verður við renni- brautirnar þannig að ekkert ætti að koma í veg fyrir að þær verði opnar allt árið. Að auki verður nýrri barnarennibraut komið fyrir og laugin sem börnin enda í eftir ferð í henni verður mun stærri en sú gamla var.    Tvískiptur heitur pottur verður á svæðinu, annars vegar hefðbund- inn, hins vegar vaðlaug. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum við þetta verði lokið seinni partinn í júní.    Árleg AK Extreme hátíð hófst á Akureyri í gær en þar sýna snjó- brettamenn listir sínar utandyra og tónlistarmenn trylla lýðinn innan- húss á völdum stöðum. Hátíðinni lýkur á sunnudag en hápunktur AK Extreme verður Eimskips-gáma- stökkið í Gilinu, þar sem flestir bestu brettamenn landsins mæta til leiks og einnig nokkrir útlendir. Þar hafa síðustu ár safnast saman þús- undir áhorfenda.    Einhvern tíma hafði ég á orði á þessum vettvangi að ómögulegt væri að verða bensínlaus á Akureyri; ekki að það væri markmið í sjálfu sér, en til þess væru einfaldlega of margar bensínstöðvar í bænum. Nú er sennilega ómögulegt að verða svangur – þó það sé heldur ekki markmið í sjálfu sér. Veitingastöð- um fjölgar bara svo hressilega og voru þó alls ekki fáir fyrir.    Á Akureyri hefur lengi verið fjöldi alls kyns veitingastaða en þeim fjölgaði um tvo í gær.    Annars vegar var opnaður Sushi corner á horni Kaupvangsstrætis og Drottningarbrautar, hins vegar Salatsjoppan á jarðhæð við Tryggvabraut 22 en á efri hæðum reka hjónin Davíð Kristjánsson og Eva Ósk Elíasardóttir líkamsrækt- arstöðina Heilsuþjálfun, en þau eiga líka veitingastaðinn.    Í vor verður opnað útibú frá Lem- on í Reykjavík við Glerárgötu og á dögunum spurðist út að ein sýr- lenska fjölskyldan, sem kom til Ak- ureyrar sem flóttamenn fyrir nokkr- um misserum, hygðist selja sýrlenskan og tyrkneskan skyndi- bita í göngugötunni í sumar, t.d. falafel, shawarma og baklava. Bragð verður sögu ríkari og víst að margir fengu vatn í munninn við tíðindin!    Teklúbbur Háskólans á Akur- eyri efndi til teboðs fyrir skemmstu, í tilefni 30 ára afmælis skólans á þessu ári. Í fagurlega skreyttu and- dyri skólans var forvitnilegur ilmur af ýmiskonar tegundum og boðið var upp á smökkun, fræðslu og marsípantertu að auki. Lukas Blinka, aðjunkt við HA, hélt stutt er- indi um teið Darjeeling sem þykir vera einstakt og er oft kallað kampa- vín tesins.    Teklúbbur HA hefur verið starf- ræktur frá árinu 2015 en í honum eru starfsmenn úr öllum deildum skólans. Hópurinn hittist einu sinni í mánuði, smakkar á ýmsum teteg- undum og skiptist á fróðleik um þennan göfuga drykk. Morgunblaðið/Skapti Breytingar Miklar framkvæmdir hafa verið við Sundlaug Akureyrar. Tvær nýjar rennibrautir verða tilbúnar í júní. Af sundferðum, mat og tei Skagaströnd | Gamla Salthúsið sem stendur syðst á höfðanum hefur verið í niðurníðslu í mörg ár. Það var í eigu verktaka á Skaga- strönd sem notaði báðar hæðar þess sem geymslur fyrir efni og verkfæri sem tilheyra starfsemi hans. Nýverið keypti Hrafnhildur Sig- urðardóttir myndlistarkona húsið og hefur þegar hafið uppbyggingu á því. Hugmynd Hrafnhildar er að koma þar á fót gistiheimili með 14 herbergjum, meðal annars með listamenn í huga sem viðskiptavini. Kosturinn við staðsetningu hússins er gríðarlega fallegt útsýni þar sem það stendur fremst á kletta- snös syðst á höfðanum. Með tilkomu þessa nýja gisti- heimilis verður í raun sprenging í framboði á gistirými á staðnum en fyrir eru þó ein fimm gistiheimili með mismikla gistigetu. Gistiheimili gert úr gamla Salthúsinu  14 herbergi með listamenn í huga Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson Salthúsið Væntanlegt gistiheimili stendur á fallegum stað á Höfðanum með útsýni yfir hafið og höfnina. Gamla Salthúsið fær nýtt hlutverk. Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Heildarfjármagnið í verkefninu Hverfið mitt hjá Reykjavíkurborg býður sjaldnast upp á að stærri verkefni komi til framkvæmda í hverfunum, jafnvel þótt þau hljóti flest atkvæði íbúanna. Í lok mars lauk hugmyndasöfnun fyrir Hverfið mitt 2017 og bárust rúmlega þúsund hugmyndir. Þar til á morgun er mögulegt að gefa ákveðnum hugmyndum vægi á vefn- um hverfidmitt.is. Hugmyndir sem fá fylgi tíu íbúa eða fleiri eru teknar í áframhaldandi vinnslu hjá fagteymi umhverfis- og skipulagssviðs sem sendir þær síðan áfram til hverfis- ráðanna sem taka ákvörðun um 25 hugmyndir fyrir borgarhlutana tíu. Íbúar kjósa svo á milli þeirra hug- mynda í október og þær sem hljóta mest fylgi eiga að koma til fram- kvæmda á næsta ári. Verkefnið Hverfið mitt er fyrir smærri nýframkvæmdir og viðhalds- verkefni, að sögn Sonju Wiium, verkefnastjóra hjá Reykjavíkur- borg. 450.000.000 kr. hafa verið sett- ar í verkefnið en hverfin fá á bilinu 14 til 70 milljónir hvert, upphæðin reiknast út frá íbúafjölda. Bætt lýsing og bekkir vinsæl Sonja segir verkefnið Hverfið mitt ekki vettvang fyrir mjög stórar framkvæmdir eins og íþróttamann- virki eða bílastæðahús sem kosta yf- ir 100 milljónir kr. „Það er engin stefna að leggja áherslu á lítil verk- efni og útiloka stór verkefni, verk- efnum er hleypt í gegn kosti þau ekki meira en framkvæmdapottur hverf- isins og samrýmist gildandi skipu- lagi,“ segir Sonja sem minnist þess ekki að eitt verkefni hafi kostað allan pott hverfisins, það dýrasta hingað til hafi kostað á bilinu 20 til 30 millj- ónir. Í hugmyndasöfnuninni núna fyrir Hverfið mitt má sjá verkefni eins og göngubrú og lagfæringu á skólalóð meðal vinsælustu hugmyndanna í ákveðnum hverfum. Spurð hvort þær gætu hlotið brautargengi segir Sonja verkefni eins og göngubrú kosta meira en heildarpottur hverf- ana býður upp á. „Hvað varðar skólalóðirnar, þá eru þær oft í ein- hverskonar ferli hjá umhverfis- og skipulagssviði og margar þeirra bíða eftir hönnunarferli en hönnun heillar skólalóðar og endurnýjun hennar kostar oft á tíðum meira en heildar- pottur hverfis.“ Sonja segir þó að kosið hafi verið um fjölgun leiktækja á skólalóðum, sem getur verið innan fjárhagsrammans. Hugmyndir á borð við bætta lýs- ingu, að setja bekki og drykkjar- brunna við göngustíga eru vinsælar hjá borgarbúum og eru oft metnar tækar í kosningunni þar sem þær eru tiltölulega einfaldar í fram- kvæmd, að sögn Sonju en engin áhersla sé lögð á að þær hugmyndir fái frekar framgang í verkefninu en aðrar. „Hverfið mitt er góður vett- vangur til að koma ábendingum á framfæri, öllum hugmyndum er vís- að áfram, ýmist sem ábending til við- komandi sviðs eða í Betri Reykjavík, þar sem efsta hugmyndin í hverjum mánuði er send fagráði til umfjöll- unar.“ Ekki fyrir stórar framkvæmdir  Verkefnið Hverfið mitt er fyrir smærri nýframkvæmdir og viðhaldsverkefni Morgunblaðið/Eggert Hverfið mitt Bætt aðstaða til úti- vistar fær oft góðan hljómgrunn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.