Morgunblaðið - 07.04.2017, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 07.04.2017, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 2017 ✝ Halla Daníels-dóttir fæddist á Akureyri 28. nóv- ember 1938. Hún lést á Landspít- alanum í Fossvogi 1. apríl 2017. Foreldrar henn- ar voru þau Sigríð- ur Guðmundsdóttir frá Dæli í Fnjóska- dal og Daníel Kristinsson frá Kerhóli í Sölvadal. Systkini hennar voru Sveinn Magni Daníelsson, látinn, kvæntur Fanneyju Dóru Kristmanns- dóttur, og Auður Daníelsdóttir, gift Jakobi Ágústi Hjálm- arssyni. Halla giftist 23. febrúar 1961 á dótturina Unni Sigríði, Ás- björn Daníel og Arndísi. Ásdís er gift Árna Rudolfi Rudolfs- syni og eiga þau tvö börn, Rudolf Jón, kvæntur Rakel Flygenring, og eiga þau dótt- urina Móheiði; og Höllu Mörtu. Leiðir Höllu og Jóns skildu 1995 en lágu aftur saman þegar hann flutti til hennar sumarið áður en hann lést. Árið 1983 stofnaði fjölskylda Höllu og Jóns Fiskkaup hf., til vinnslu á ferskum fiski og síðar saltfiski. Fékk það svo fyrst allra leyfi til útflutnings á salt- fiski 1990. Halla starfaði lengst af nokkuð hjá fyrirtækinu en einnig og fyrr í eldhúsi Foss- vogsspítala og við verslunar- störf. Aðalstarf hennar var þó alla tíð húsmóðurstarfið. Útför Höllu fer fram frá Nes- kirkju í dag, 7. apríl 2017, og hefst athöfnin klukkan 13. Jóni Ásbjörnssyni forstjóra, f. í Reykjavík 30. nóv- ember 1938, d. 2. október 2012. For- eldrar hans voru Ásbjörn Jóhannes Jónsson, ættaður frá Múlanesi á Barðaströnd, og Kristrún Valgerður Jónsdóttir, ættuð frá Þóroddsstöðum í Ölfusi. Systir Jóns er Fríða Valgerður Ásbjörnsdóttir, gift Steingrími Baldurssyni. Börn Höllu og Jóns eru Ás- björn og Ásdís. Ásbjörn er kvæntur Hildi- gunni Gunnarsdóttur og eiga þau þrjú börn, Jón Gunnar, sem Maríuerlan hún Halla tengda- mamma mín er flogin. Ég man hvað fuglarnir sungu fallega á laugardagsmorguninn, Halla var að kveðja. Alltaf jafn tillitssöm og umhug- að um að allir hefðu nóg af öllu og tilbúin að aðstoða og hjálpa til ef eitthvað bjátaði á hjá einhverjum. Það verður erfitt að ímynda sér hátíðir, afmæli og stórveislur án Höllu, sem alltaf kom að skipulagi og undirbúningi slíkra veislna. Þær eru óteljandi samveru- stundirnar sem rifjast upp, hvort sem þær voru í sumarbústaðnum á Þingvöllum, Skorradal, skíða- ferðir í Ölpunum eða á Spáni. Takk fyrir samfylgdina. Þinn tengdasonur, Árni Rudolf. Í minningunni er Halla tengda- móðir mín hávaxin kona, með fal- leg brún augu, alltaf glæsileg til fara og kunni vel að meta góðan húmor. Hún var vel lesin, góð í tungumálum og fannst gaman að ferðast. Sumarhúsið og sólin á Spáni voru í uppáhaldi. Halla var líka ofuramma, vakin og sofin yfir velferð barna- barnanna. Síprjónandi, saumandi og lítandi eftir því hvort allir hefðu ekki nóg að bíta og brenna. Alltaf gátu börnin okkar Adda komið við hjá henni á Hrólfsskálamelnum og fengið gott að borða hvort sem hlé var í skóla eða vinnu. Þvílíkur snilldarkokkur sem hún var og matgæðingur og langt á undan sinni samtíð í þeim efnum. Hún hefði sómt sér vel á Michelin-stað með margar stjörnur, en kaus frekar að láta fjölskyldu og vini njóta þessara hæfileika sinna, enda hlédræg að eðlisfari. Í mat- arboðum og veislum var hún ávallt fremst í flokki með að að- stoða og reiða fram hina girnileg- ustu rétti, frægt er fiskipatéið og Pavlovan. Heimabakstur keyrði Halla út um allan bæ og hengdi á útidyrahurðarhúna hjá börnum og barnabörnum ef enginn var heima. Stundum gat hún laumað sér inn hjá okkur Adda og þá stóðu kræsingarnar á eldhúsborð- inu, skonsur, pítsusnúðar, möffins eða einhverjar nýjar afurðir sem Halla hafði fundið uppskrift að og verið að spreyta sig á útfærslunni. Fyrst og fremst bar tengda- móðir mín stöðuga umhyggju fyr- ir fjölskyldunni og vinum og lifði fyrir að láta gott af sér leiða. Ég er þakklát Höllu tengdamömmu fyr- ir samfylgdina í næstum fjörutíu ár og hve mikla umhyggju hún bar fyrir börnunum okkar Adda og reyndist þeim alltaf vel. Blessuð sé minning Höllu Daní- elsdóttur tengdamömmu. Þín tengdadóttir, Hildigunnur. Elsku nafna mín. Það er sárt að þurfa að kveðja þig. Ég man alltaf eftir því hversu glæsileg og falleg kona mér fannst þú vera þegar ég sá þig fyrst. Há- vaxin, bein í baki og með þessa fal- legu brúnu húð. Mamma hafði einnig orð á því þegar hún sá þig í útskriftarveislunni hans Nonna, en þá var ég nú jafnframt búin að átta mig á því að þú værir ekki bara falleg að utan. Ég hefði viljað að samveru- stundir ykkar langömmustelpn- anna þinna hefðu getað orðið fleiri, en ég er þó svo þakklát fyrir þær dýrmætu stundir sem þið náðuð að eiga. Við mæðgur mun- um í staðinn ylja okkur yfir góðum minningum um langömmu Höllu. Einstaka konu sem alltaf var að baka og elda fyrir okkur Nonna, prjóna á okkur sokkapör og bjóð- ast til að strauja skyrtur. Góssið af bakkelsi og mat sem beðið hefur okkar á hurðarhúninum í gegnum tíðina frá langömmu Höllu er endalaust. Spaghetti bolognese, kjöthleifur, kartöflur, brún sósa og salat, brokkolísúpa og rjóma- lagað karrýpasta, nýbakaðar skonsur, vöfflur, pítsasnúðar og skinkuhorn. Súkkulaði- og marm- arakökur, muffins og spesíur með kattartungum um jólin, svo ég tali nú ekki um pavlovuna. Við gönt- uðumst oft með það að þú hlytir einn daginn að ætla að borða okk- ur, svo umhugað væri þér um að fita okkur. Um daginn fann ég svo miða sem eitt sinn hafði beðið okkar á hurðarhúninum þegar við bjugg- um í kjallaranum á Hagamelnum. Hann ætla ég að geyma vel því hann fékk mig til að brosa og er svo lýsandi fyrir þig. Á miðanum stóð: „Hæ þið sellar-people. Viljiði setja hinn sokkinn út fyrir dyrnar svo ég geti sett leður undir hann. Þegar ég var stelpa þá hétu borð- tuskur bekkjar-rýjur svo ég bjó til rýju handa ykkur. Amma Halla D.“ Elsku Halla. Ég þakka góðar stundir, öll matarboðin og sum- arbústaðaferðirnar og allt sem þú gerðir fyrir okkur, kærleikann og umhyggjuna. Það er dýrmætt veganesti í kröfuhörðum heimi. Litla langömmustelpan þín, sem í þessum skrifuðu orðum er svifin inn í draumheimana með hlýju dúnsængina frá þér, sendir knús til þín. Við mæðgur munum sakna þín. Við sjáumst síðar hinum meg- in. Þín vinkona, Guðrún Halla Daníelsdóttir. Elsku amma mín. Þær stundir sem við áttum saman á Aflagrandanum, Skorra- dal, Þingvöllum, Spáni og sérstak- lega á Hrólfsskálamelnum verða mér dýrmætar til æviloka. Þú hef- ur verið mér afar mikilvæg í gegn- um árin og verð ég ávallt þakk- látur fyrir það stóra hlutverk sem þú spilaðir í lífi mínu. Það var alltaf gott að tala við þig og bera undir þig hinar og þessar spurningar. Því spurning- um svaraðir þú ávallt heiðarlega og varst ekki hrædd við að láta þitt í ljós ásamt því að álit þitt skipti mig líka miklu máli. Skýrt dæmi um það er þegar ég var að huga að íbúðarkaupum fyrir nokkrum vikum. Þá varstu komin inn á spítala og ég og pabbi kom- um við hjá þér á leiðinni til baka úr Kópavogi, þar sem við vorum að skoða íbúð sem okkur leist vel á. Ég sagði þér frá íbúðinni en þú varst sko aldeilis ekki hrifin af staðsetningunni. Þú skildir ekki af hverju ég væri að flytja í Kópavog þegar öll fjölskyldan mín er á Sel- tjarnarnesi og í Vesturbænum, þessu var ég hjartanlega sam- mála. Tveimur dögum síðar var ég búinn að kaupa íbúð á Seltjarn- arnesi, í fimm mínútna göngufjar- lægð frá íbúðinni þinni. Ég held mjög mikið upp á öll skiptin sem þú bauðst mér í há- degismat eftir að ég byrjaði að vinna í Fiskkaupum. Ég mætti alltaf til þín á slaginu 12, lagði mig svo eftir matinn og var alltaf of seinn til baka í vinnuna. Þú varst engum lík í eldhúsinu en þó var einn réttur í sérstöku uppáhaldi hjá mér. Óaðfinnanlegur matur var samt alls ekki aðalástæðan fyrir því að maður leitaði svona mikið til þín því þægilega og yf- irvegaða nærvera þín veitti mér mikla ró, þótt maður þyrfti nú stundum að snúast aðeins fyrir þig. Svo varstu líka hjartahlý og hafðir mikinn húmor fyrir sjálfri þér sem kom mér oft til að brosa. Þú hugsaðir mjög vel um barnabörnin þín og máttu þau aldrei vera svöng né kalt á tánum. Ég held að þú hafir prjónað sokka á alla sem þú þekktir. Ég á a.m.k. þrjú pör og nota þá svo mikið að þú áttir fullt í fangi með að gera alltaf við sokkana, en það kom ekki að sök því ég átti alltaf sokka frá þér til skiptanna þegar aðrir voru í viðgerð. Amma mín. Þessi texti gæti verið miklu, miklu lengri en minn- ingunum er best varið á milli okk- ar. Ég mun sakna þín alveg rosa- lega mikið en um leið er ég þakklátur fyrir allar þær frábæru minningar sem ég hef af þér. Guð geymi þig. Ásbjörn Daníel Ásbjörnsson. Elsku amma, nafna og vinkona, nú ertu farin. Þú varst mér afar kær og sakna ég þess að geta hringt og fengið að vita hvað þú hafir verið að bralla. Mér finnst rosalega gaman og ég er stolt af að fá að bera nafnið þitt og hef ég alltaf metið það mikils. Amma var alltaf til staðar og ég vissi ekkert betra en að hringja í ömmu og fá hana til að bralla eitt- hvað með mér. Amma kenndi mér að prjóna og hvatti mig áfram í að skapa frá unga aldri í gegnum handavinnu, bakstur og föndur. Hún var alltaf til staðar þegar ég þurfti hjálp við verkefni og alltaf með lausnina. Eitt minnisstætt verkefni okkar ömmu er teppið sem við hekluðum saman fyrir tveimur árum og ég held mikið upp á. Þó að við kæmum miklu í verk var alltaf stutt í gleðina og hláturinn. Þegar ég var á grunn- skólaaldri vorum við saman næst- um á hverjum degi, ég fór úr skól- anum til ömmu sem var heima með nýbakaðar bollur, við sveifl- uðumst um bæinn og hún hjálpaði mér með lærdóminn, þetta voru uppáhaldsdagarnir. Amma var mjög fyndin og bulluðum við oft mikið saman við eldhúsborðið er við biðum eftir nýbökuðum horn- um úr ofninum og oftar en ekki að spila líka. Við nöfnurnar komum okkur upp afar skemmtilegu nafnakerfi í einum af þessum skemmtilegu eldhússamræðum, eða Halla E. fyrir eldri og Halla Y. yngri. Samband okkar ömmu hef- ur alltaf verið mjög náið og þróast mikið í gegnum árin frá því ég var lítil og hún að hugsa um mig, keyra mig um, hjálpa mér að baka yfir í að ég keyri hana um, hjálpa henni að baka og hugsa um hana. Það hefur reynst mér mjög erfitt að búa í útlöndum síðustu ár og á hverjum einasta degi hef ég spurt mömmu um þig og þú hefur alltaf spurt um mig. Það fyrsta sem ég gerði þegar ég kom heim var að fara til þín og eyða sem mestum tíma með þér. Amma var sterk- asta, fórnfúsasta og gáfaðasta kona sem ég þekki, hefur alltaf verið og mun alltaf vera ein af mínum stærstu fyrirmyndum í líf- inu og er ég afar stolt af að vera barnabarn þitt. Elsku amma, ég á eftir að sakna þín. Halla Marta Árnadóttir. Ég kveð heimsins bestu ömmu með miklum söknuði. Ég á henni elsku ömmu minni svo margt að þakka umfram tilvist mína og besta föður sem hægt er að ímynda sér. Fáar manneskjur hafa haft jafnmikil áhrif á mitt líf. Mér er minnisstætt hvað amma var vel að máli farin. Af því leiddi óhjákvæmileg að hún var dugleg að amast við málfari okkar barna- barnanna. „Maður segir ég vil“ og „ég hlakka til“ fékk ósjaldan að hljóma. Ég veit ekki hversu vel þetta féll í kramið á þeim tíma, en ég held að við þökkum öll fyrir þetta í dag. Að við barnabörnin séum ekki langt yfir kjörþyngd er þó ekki ömmu að þakka. Amma eldaði nefnilega mat á heimsmælikvarða og það í miklum mæli. Vorum við barnabörnin gjarnan þau sem fengu að njóta afrakstursins. Allt sem hún gerði var gert af ein- skærri ást og væntumþykju. Hún setti fjölskylduna og ekki síst okk- ur barnabörnin alltaf í allra fyrsta sæti. Ein af mínum uppáhaldsminn- ingum, ekki bara af ömmu, heldur í lífi mínu öllu, er af mér, ömmu og Rudolf í sumarhúsinu hennar ömmu á Spáni þegar við frænd- Halla Daníelsdóttir ✝ Einar Karls-son, fyrrver- andi verksmiðju- stjóri í Gunnars- holti, fæddist 5. október 1930 á Reyðarfirði. Hann lést á Landakots- spítalanum 20. mars 2017. Foreldrar hans voru Karl Björg- úlfur Björnsson, f. 12. september 1889, d. 17. mars 1985, og Lilja Ein- arsdóttir, f. 23. ágúst, 1894. d. 7. október 1980. Systkini Einars voru sjö og eru tvö þeirra á lífi, Ingunn og Marta. Einar kvæntist, 21. desember 1957, Ástu Sigríði Þorkelsdóttur, f. 3. nóvember 1930, d. 5. júlí 2000. Þau eignuðust fjögur börn: Þor- kel Einarsson skrúðgarð- yrkjumeistara, sambýliskona Steinunn Árnadóttir garð- yrkjustjóri. Lilja Einarsdóttir sjúkraliði, gift Kjartani Jónasi Kjartanssyni geðlækni og eiga þau þrjú börn; Sigríði Birtu hjúkrunarfræðing, Kjartan Birgir háskólanema og Einar Karl nema, í sambúð með Klöru Sigurgeirsdóttur og eiga þau Sigurgeir Hrafn, f. 7. maí 2015, d. 16. júlí 2015, og Úlf Andrean. Ástríður Ingi- björg Einarsdóttir sjúkraliði. Karl Trausti Einarsson við- skiptafræðingur, kvæntur Ástríði Scheving Thorsteins- son lögfræðingi. Útför Einars fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, 7. apríl 2017, og hefst athöfn- in klukkan 13. Ég var ekki gamall þegar ég fór að fara með þér út á land í Scania Vabis. Þar var gott að blunda. Svo var matur í Tryggvaskála. Aðeins eldri var ég orðinn nýtur til að hjálpa þér með áburðarpokana í Gunnarsholti. Seinna kynntist ég og vann með mönnum eins og Gísla Sör, Gauja Hafliða, Helga fleyg og Ingvari Georgs, Einari klink og Sigga Johnny og svo þeim eft- irminnilegasta Sævari Benonýs- syni. Og fleirum; Hjalta og Bjössa o.s.fv. Ekki varstu marg- máll, en góð fyrirmynd. Þú komst með í bæinn að kaupa fyrsta plötuspilarann, hjálpaðir mér við brennusöfnun o.s.fv. En eftirminnilegastur verður þú mér fyrir styrk þinn í veikindum mömmu. Þá varstu hetjan okkar systkinanna. Sumur er af sonum sæll, sumur af frændum, sumur af fé ærnu, sumur af verkum vel. (Úr Hávamálum.) Ég þakka samfylgdina. Þinn sonur, Þorkell. Við bræðurnir ólumst upp með Einar okkar í næsta húsi. Allt frá fyrstu minningum hefur hann verið hluti af lífi okkar. Fyrst kynntumst við honum sem barngóðum, glöðum og já- kvæðum manni sem alltaf var vingjarnlegur og góður við okk- ur. Hann var í hestamennsku með foreldrum okkar og við rið- um út með þeim sem börn. Við fórum líka snemma að veiða með honum, bæði fisk og fugl og þá fengum við að fylgjast með fyrst um sinn en svo þegar við urðum eldri fengum við að taka þátt. Árin liðu og þegar við höfðum aldur til fórum við að vinna hjá Landgræðslunni undir hans leiðsögn. Hann var flinkur stjórnandi og rekstrarmaður en starfsemin sem var undir hon- um var mjög umfangsmikil og fjölbreytt. Einar hafði mikið jafnaðargeð og var glaðlyndur maður að eðlisfari. Hann átti auðvelt með að hafa stjórn á skapi sínu og við munum ekki til þess að hann hafi misst stjórn á skapinu þó svo að hann hafi orð- ið reiður eða mikið gengi á. Hann átti auðvelt með að ræða við fólk og gat oft náð til þeirra sem áttu ekki auðvelt með að tjá sig, og hafði lag á að fá ólíka einstaklinga til þess að vinna saman að sameiginlegu verk- efni. Við eigum fjölmargar minn- ingar um hann Einar. Sérstak- lega eru ferðir með honum í stangveiði eða skotveiði okkur eftirminnilegar. Einnig margar frábærar minningar um þá góðu vini, hann og Sigurð Ásgeirs- son, en þeir unnu saman og voru miklir mátar. Oft voru þeir eitthvað að bralla saman í kringum veiði eða veiðigræjurn- ar og þá var gaman að fá að vera með. Ætíð var hann okkur góður félagi, hjálpsamur, leiðbeindi okkur og tók virkan þátt í að móta okkur sem menn. Okkur bræðrunum hefur allt- af þótt mjög vænt um hann Ein- ar okkar. Hann var kær vinur og frábær félagi. Við munum sakna hans og ætíð hugsa hlý- lega og með virðingu til hans, fyrir það sem hann kenndi okk- ur og samverustundirnar. Við vottum fjölskyldu Einars einlæga samúð okkar. Runólfur, Páll og Sæmundur Sveinssynir. Okkar kæri vinur, samstarfs- maður og félagi er látinn en bjartar minningar um yndisleg- an mann munu lifa áfram í huga okkar. Margs er að minnast þegar litið er yfir farinn veg lið- lega fjörutíu ára samskipti við Einar. Það er okkur sérstaklega minnisstætt hvernig Einar ræktaði samband við syni okkar strax frá unga aldri. Síðar meir tókst með þeim órofa vinskap- ur. Margar ánægjustundir áttum við feðgarnir með honum, við veiðar eða að ræða um veiðar eða bara um lífið og tilveruna. Við hjónin byggðum upp hest- hús með þeim hjónum Sigríði og Einari á Reyðarvatni og áttum þar margar ómetanlegar ánægjustundir, oft með börnum þeirra og okkar. Fórum í hesta- ferðir og nutum útreiða og nátt- úrunnar. Við minnumst hans fyrir glaðværð og jákvæðni. Einar, Sigurður Ásgeirsson og Sveinn fóru um tveggja ára- tuga skeið á hverju hausti til netaveiða í Veiðivötnum. Það voru einstakar samveru- stundir, margt bar á góma og mörg verkefni þurfti að leysa við veiðiskapinn. Öll voru þau leyst með gleði, enda voru þeir Einar og Sigurður einstaklega útsjónarsamir og veiðnir. Einar kom fyrst í Gunnars- holt fyrir 1970 á vegum Land- náms ríkisins, sem stóð þar að rekstri graskögglaverksmiðj- unnar Fóður- og fræframleiðsl- unnar. Hann var annálaður vélaviðgerðarmaður og bílstjóri. Á áttunda áratugnum varð hann verksmiðjustjóri gras- kögglaverksmiðjunnar og gegndi því til ársins 1986 þegar verksmiðjan hætti störfum. Þá hóf hann störf hjá Landgræðslu ríkisins og vann að uppbygg- ingu fræverkunarstöðvar og var þar verksmiðjustjóri uns hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Margir störfuðu undir hans verkstjórn, oft unglingar, og hafði Einar frábært lag á þeim, því allir löðuðust að þessum prúða og geðþekka manni. Það hefur löngum verið gæfa Landgræðslunnar að hafa í þjónustu sinni ósérhlífna og trúa starfsmenn. Þar hefur ver- ið að verki sú framvarðasveit sem lagði grunn að betra og fegurra Íslandi. Í þessum hópi var Einar meðal hinna fremstu. Að leiðarlokum er okkur efst í huga söknuður og þakklæti fyrir áralanga vináttu, dreng- skap og samskipti sem aldrei bar skugga á. Það var okkur mikil gæfa að fá að njóta samvista við hann. Öll voru þau samskipti á einn veg, hann var traustur félagi, hreinn og beinn, samur við alla og frá honum stafaði mikil innri hlýja. Það voru forréttindi að kynnast honum og minningin lifir um góðan dreng. Ættingjar og vinir kveðja nú mikilhæfan mann með söknuði og þakklæti fyrir að hafa fengið að njóta samvistanna við hann. Við biðjum þeim guðsblessunar og vottum þeim okkar dýpstu samúð. Oddný Sæmundsdóttir, Sveinn Runólfsson. Einar Karlsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.