Morgunblaðið - 07.04.2017, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.04.2017, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 2017 Flottir í fötum Laugavegi 77, 101 Reykjavík - Sími 551-3033 Jakkaföt fyrir veislurnar Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is „Mér finnst ekki rétt að verið sé að æsa fólk upp með fréttum um rottu- faraldur í einstökum hverfum borg- arinnar,“ segir Ólafur Sigurðsson, formaður Landssamtaka meindýra- eyða. „Reykjavíkurborg annast flest út- köll varðandi rottur en það er rétt að benda á að borgin gengur í þessi mál íbúum að kostnaðarlausu. Við sinn- um ekki slíkum útköllum nema þeg- ar sérstaklega liggur við og borgin getur ekki sinnt útkalli.“ Spurður um meintan rottufar- aldur segist Ólafur ekki vita til þess að meira sé um rottur nú en oft áður. „Ég væri búinn að heyra af því ef rottufaraldur væri í gangi og þá líka ef mikið meira væri um rottur í einu hverfi en öðru. Reykjavíkurborg stendur sig ótrúlega vel í þessum málum.“ Rottur eru um allan bæ Ómar F. Dabney, rekstrarfulltrúi Meindýravarna Reykjavíkurborgar, segir alls engan rottufaraldur í Vest- urbæ Reykjavíkur. „Mér finnst frétt sem birtist í Rík- isútvarpinu um rottur í Vest- urbænum í gær vera í æsifréttastíl. Það eru rottur um allan bæ en fólk verður frekar vart við þær í eldri hverfum borgarinnar þar sem allur gangur er á því hvernig ástand lagna getur verið,“ segir Ómar og bætir því við að litlar sem engar sveiflur hafi verið á fjölda rotta á und- anförnum árum. „Við sjáum marktækan mun á músum milli ára en fjöldinn á rottum er svipaður. Það er alls ekki meira um þær núna en áður.“ Lagnir og flokkun á rusli Þar sem lögnum er ekki sinnt reglulega eru meiri líkur á því að rottur komist upp á yfirborðið en þær finnst helst í lagnakerfi borg- arinnar segir Ómar og bendir á að margs konar kemísk efni geti haft áhrif á ástand lagna. „Ýmis efni sem við notum í upp- þvottavélum og þvottavélum geta tært upp lagnir með tímanum.“ Ómar bendir fólki á að flokka heimilissorp og alls ekki nota sorpkvarnir. „Við erum að fæða rotturnar með sorpkvörnunum og auka álagið á fráveitukerfið. Ég bið fólk því vin- samlega að flokka heldur sitt rusl,“ segir Ómar en aukið álag eykur skemmdir og þannig aðgang rott- unnar upp á yfirborðið. Spurður um sníkjudýr sem fylgja rottunum, t.d. rottumítla, segir Óm- ar fátt um slíkt. „Rottumítillinn komst nýlega í há- mæli vegna frétta um hann á heimili ungs pars. Hann er hins vegar mjög sjaldgæfur og síðasta tilvik sem ég man eftir var árið 2001. Það fylgja íslensku rottunni fá sníkjudýr, m.a. vegna þess öfluga starfs okkar að fækka þeim og það staðfesta skor- dýrafræðingar og aðrir vísindamenn sem við vinnum með.“ Enginn rottufaraldur í Vesturbæ  Verið að æsa fólk upp að óþörfu  Fá sníkjudýr fylgja íslensku rottunni Morgunblaðið/Sverrir Meindýr Rottur lifa í lagnakerfi borgarinnar og koma helst upp á yfirborð og inn í hús fólks þegar lagnirnar bila. Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Alls sóttu 16 karlmenn um þrjár verkefnastjórastöður sem hver felur í sér milljón króna styrk til að hefja nám á meistarastigi haustið 2017, sem veitir leyfi til kennslu á leik- skólastigi. Arna H. Jónsdóttir, formaður leikskólabrautar við Háskóla Ís- lands, segir að verið sé að vinna úr umsóknum en ætlast er til þess af þeim sem hljóta styrkinn að þeir sinni tilteknum störfum meðan á námi þeirra stendur. „Við hlutum styrk úr Jafnrétt- issjóði Íslands til að kynna námið og stýrihópurinn ákvað að fara þessa leið. Í verkefninu munu þeir þrír umsækjendur, sem valdir verða, sinna kynningarstarfi í samráði við stýrihóp verkefnisins með það að markmiði að vekja athygli á bæði náminu og starfi leikskólakennara,“ segir Arna en töluverður kynjahalli er í starfstéttinni. „Leikskólakennar eru í meirihluta konur. Einhvers staðar í kringum 98 prósent.“ Styrkurinn verður greiddur þegar náminu er lokið og búið að skila af- riti af leyfisbréfi til kennslu á leik- skólastigi ásamt greinargerð. Milljón ástæður fyrir náminu  Sextán sóttu um 3 kynningarstöður Morgunblaðið/Styrmir Kári Athygli Sérstök aðferð til að laða karlmenn í leikskólakennaranám. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Leyfilegur heildarafli íslenskra skipa í makríl á árinu 2017 er 168.464 lestir, samkvæmt nýrri reglugerð sjávarút- vegsráðuneytisins. Fyrirkomulag veiðanna er að mestu það sama og verið hefur síðustu ár. Reikna má með að vertíð byrji í lok júní miðað við síðustu ár. Samningar hafa ekki náðst við önn- ur strandríki um skiptingu afla úr makrílstofninum í NA-Atlantshafi. Í viðræðum Íslendinga, Norðmanna, Færeyinga, Grænlendinga og Evr- ópusambandsins í fyrrahaust var ákveðið að miða við að afli færi ekki yfir 1.021 þúsund tonn árið 2017. Al- þjóða hafrannsóknaráðið lagði í fyrra- haust til að aflinn 2017 færi ekki yfir 944 þúsund tonn og er þar miðað við nýtingarstefnu sem á að gefa há- marksafrakstur til lengri tíma. Sá kvóti sem Íslendingar hafa nú ákveðið er 16,5% af fyrrnefndri við- miðun strandríkjanna, eða sama við- miðun og Íslendingar hafa haft á síð- ustu árum. Grænlendingar hafa ákveðið að hámarksafli í makríl í ár verði 66.365 tonn. Noregur, Evrópu- sambandið og Færeyjar hafa tekið frá 15,6 % fyrir Íslendinga, Græn- lendinga og Rússa, en Íslendingar taka einir rúmlega það hlutfall. Því bendir allt til að makrílafli ársins fari umfram fyrrnefnd 1.021 þúsund tonn. Heimilt að flytja 10% milli ára Makrílkvótinn á síðasta ári var 147.824 lestir, en meðal annars vegna flutnings á milli ára varð aflinn tals- vert meiri. Heimildir til slíks voru auknar í 30% kjölfar viðskiptabanns Rússa 2015, þær voru 20% í fyrra, en í ár eru þær að nýju komnar í 10% vegna flutnings heimilda yfir á næsta ár. Í yfirliti Fiskistofu í byrjun janúar kom fram að makrílafli íslenskra skipa á síðasta ári var 172,2 þúsund tonn en var 169,3 þúsund tonn árið 2015. Þetta var aukning upp á 1,7% milli ára. Af aflanum í fyrra veiddust 162.600 tonn í íslenskri lögsögu, eða 94,4% aflans. Makrílafli íslenskra skipa á alþjóðlegu hafsvæði var 11,4 þúsund tonn og afli í grænlenskri lög- sögu nam 6,8 þúsund tonnum. 110 þúsund tonn í hlut skipa með veiðireynslu Af makrílkvótanum í ár koma tæp- lega 110 þúsund tonn í hlut skipa sem veiddu makríl í flottroll og nót á ár- unum 2007, 2008 og 2009. Til vinnslu- skipa fara 32.720 lestir og 8.443 lestir til skipa sem ekki frysta aflann um borð. Flutningur á aflaheimildum á milli þessara flokka er heimill. Tvö þúsund tonn fara í sérstakar ráðstaf- anir vegna smábáta og tæplega níu þúsund tonn, eða 5,3%, fara í skip- timarkað vegna potta eða annarra að- gerða stjórnvalda. Til smábáta sem veiða makríl á línu eða handfæri er ráðstafað 6.400 lest- um. Makrílveiðar ársins í svipuðum skorðum  Ráðherra ákveður tæplega 170 þúsund tonna hámarksafla Morgunblaðið/Börkur Kjartansson Á miðunum Sigurður VE 15 á loðnuveiðum vestur af Patreksfirði í síðasta mánuði, sjá má hvalablástur til hægri, en hvalir höfðu lítt haft sig í frammi á loðnuvertíðinni fyrr en í blálokin, en þá var talsvert af hval á miðunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.