Morgunblaðið - 07.04.2017, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 07.04.2017, Blaðsíða 44
FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 97. DAGUR ÁRSINS 2017 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 548 KR. ÁSKRIFT 5.950 KR. HELGARÁSKRIFT 3.715 KR. PDF Á MBL.IS 5.277 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.277 KR. 1. Hver er Sóley sem fermdist 2008? 2. Móðir Birnu óskar eftir næði 3. Orrustuþota í vandræðum 4. Nýtt Borgunarmál í uppsiglingu? »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Uppistandshópurinn Mið-Ísland kemur fram í Hljómahöllinni í Reykja- nesbæ í kvöld kl. 20. Hópinn skipa grínistarnir Ari Eldjárn, Bergur Ebbi Benediktsson, Björn Bragi Arnars- son, Dóri DNA og Jóhann Alfreð Kristinsson og munu þeir flytja nýtt gamanefni í kvöld. Mið-Ísland skemmtir í Hljómahöllinni  Björg Þórhalls- dóttir sópran- söngkona og Helga Bryndís Magnúsdóttir píanóleikari halda tónleika í Hofi á Akureyri í dag kl. 12. Tónleikarnir bera yfirskriftina Söngvar sálarinnar og munu Björg og Helga flytja ljóðasöngva eftir Vin- cenzo Bellini, Gabriel Fauré og Franz Schubert. Söngvar sálarinnar í hádeginu í Hofi  Tríó Reykjavíkur heldur síðustu há- degistónleika sína á Kjarvalsstöðum á þessu starfsári í dag kl. 12.15. Tríóið leikur eitt stórbrotnasta píanótríó tónbókmenntanna, sk. Erkihertogatríó eftir Ludwig van Beet- hoven. Tríóið skipa Guðný Guðmunds- dóttir fiðluleikari, Gunnar Kvaran sellóleikari og Richard Simm píanóleikari. Leika Erkihertoga- tríó Beethovens Á laugardag Gengur í norðaustan og síðan norðan 10-18 m/s með snjókomu og skafrenningi um landið norðanvert. Hæg suðlæg eða breytileg átt sunnantil og dálítil rigning. Frystir víða síðdegis. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Lægir á Vestfjörðum með morgninum og rofar til, en hvessir aftur með rigningu eða slyddu í kvöld. Hiti 2 til 10 stig. VEÐUR Kvennalið Keflavíkur er komið með frumkvæði í undanúrslitarimmu sinni við Skallagrím á Íslands- mótinu í körfuknattleik. Keflavíkurliðið vann þriðju viðureign liðanna á heima- velli í gærkvöldi og hefur nú tvo vinninga gegn einum. Þrjá vinninga þarf til að komast í úrslit um Íslands- meistaratitilinn við Snæfell sem þegar hefur tryggt sér sæti í úrslitum. »2 Keflavíkurliðið er komið í kjörstöðu „Leikur okkar var jákvæður. Það var góður gangur í þessu hjá okkur þótt maður sé alltaf að leita að hinum full- komna leik,“ sagði Freyr Alexanders- son, landsliðsþjálfari kvenna í knatt- spyrnu, eftir öruggan 2:0 sigur íslenska landsliðsins á lands- liði Slóvaka í vin- áttulandsleik í Se- nec í Slóvakíu í gær. »1 Er alltaf að leita að hinum fullkomna leik Íslenska karlalandsliðið í íshokkí vann sögulegan fyrsta sigur frá upphafi gegn Rúmeníu á heims- meistaramótinu sem fram fer í Galati þar í landi. Tveir nýliðar í ís- lenska hópnum sáu um að skora mörkin á þessari sögulegu stund, en sigurinn hefur komið íslenska liðinu í stöðu sem fáir bjuggust við að yrði raunin fyrir mótið. »4 Sögulegum áfanga náð hjá Íslandi á HM ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Þetta fólk hefur veitt mér mikil- vægan andlegan styrk og það er í raun erfitt fyrir mig að lýsa þeim mikla stuðningi sem ég hef fengið og um leið hversu þakklátur ég er fyrir hann,“ segir Héðinn Máni Sigurðs- son í samtali við Morgunblaðið, en hann greindist nýverið með illkynja krabbameinsæxli á þriðja stigi í höfði og deilir reynslu sinni af með- ferðinni með stórum hópi fólks á snjallsímaforritinu Snapchat. Héðinn Máni er 17 ára gamall, fæddur árið 1999, og býr í Vogum á Vatnsleysuströnd. Hann stundaði áður nám við Fjölbrautaskóla Suð- urnesja, en einbeitir sér nú að því að ná aftur fyrri heilsu. Héðinn Máni gaf sér tíma til að ræða stuttlega við blaðamann um þá ákvörðun að deila reynslu sinni með fólki, sem að stórum hluta er honum ókunnugt. Með kímnigáfuna að vopni Héðinn Máni segir veikindi sín fyrst hafa komið fram sem eyrna- bólgueinkenni í hægra eyra. Í kjöl- farið fór m.a. heyrnin versnandi og ákvað hann þá að leita til háls-, nef- og eyrnalæknis. „Hann sendi mig í frekari rannsóknir vegna þess að á þessum tíma fannst mér líka erfitt að anda í gegnum hægri nösina. Lækn- irinn stakk ákveðnu tæki upp í nös- ina og rakst það bókstaflega í æxlið,“ segir hann, en í kjölfarið var Héðinn Máni sendur til krabbameinslæknis. Þótt greiningin hafi verið áfall segist Héðinn Máni snemma hafa ákveðið að taka tíðindunum af yfir- vegun með kímnigáfuna að vopni. „Ég þurfti fyrst að melta þessar fréttir, en ég er hins vegar þannig maður að ég kýs að njóta lífsins án þess að vera hræddur og yfirstíg þetta með húmornum,“ segir hann. Héðinn Máni segist hafa verið eins og hver annar „snappari“ áður en veikindin komu upp og var hann þá nær eingöngu með vini og fjölskyldu á Snapchat. Í dag eru fylgjendur hans þar hins vegar nokkur þúsund talsins og fer þeim fjölgandi með degi hverjum. Boltinn fór hratt að rúlla „Þetta byrjaði þannig að mér fannst fínt fyrir fólk að vita hvernig mér liði og svaraði líka spurningum þess á móti. En svo byrjaði þetta að rúlla mjög hratt og það hrúguðust inn vinabeiðnir, m.a. frá frægum snöppurum,“ segir Héðinn Máni og bætir við að í fyrradag hafi á bilinu tvö til þrjú þúsund manns horft á myndbrotin hans á Snapchat. Fjölmargir af fylgjendum Héðins Mána hafa sent honum skilaboð og myndbrot til baka þar sem þeir ann- aðhvort sýna honum samstöðu eða forvitnast um krabbameinsmeðferð- ina. „Margir senda mér alveg ótrú- legar kveðjur – fólk sem ég þekki ekki neitt. Það kom mér mjög á óvart að fólk úti í bæ skyldi senda mér batakveðjur og skilaboð þar sem það segir m.a. að ég sé orðinn uppáhaldssnappari þess,“ segir Héð- inn Máni og hlær við. Þeir sem fylgjast með Héðni Mána á Snapchat eru fljótir að sjá húmorinn í svörum hans, en að- spurður segist hann taka nýjum vin- um þar fagnandi. „Það getur tekið smátíma að svara spurningunum en ég reyni að vera fljótur.“ Með meðferðina á snappinu  Héðinn Máni greindist nýverið með illkynja æxli í höfði og deilir reynslu sinni á Snapchat  Er með nokkur þúsund fylgjendur sem sýna mikinn samhug Morgunblaðið/RAX Snappari „Ég kýs að njóta lífsins án þess að vera hræddur og yfirstíg þetta með húmornum,“ segir Héðinn Máni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.