Morgunblaðið - 07.04.2017, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.04.2017, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 2017 ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS Íslensku þjónustufyrirtækin eru á finna.is VEISTU UM GÓÐAN RAFVIRKJA? Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Bandaríkjamenn ýttu fast á það í gær að greidd yrðu atkvæði í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um ályktun, þar sem þess yrði krafist að rannsókn færi fram á meintri árás með efnavopnum á þorpið Khan Sheikhun síðastliðinn þriðjudag. Rússar, bandamenn Sýr- landsstjórnar, stóðu hins vegar þverir gegn því að ályktunin næði fram að ganga með óbreyttu orðalagi. Lögðu þeir fram sína eigin ályktun, þar sem kröfum um að Sýrlandsstjórn myndi veita upplýsingar um hernaðarað- gerðir sínar á þriðjudaginn. Sífellt bætist í fjölda þeirra sem staðfest er að hafi látist á þriðjudag- inn, en í gær var greint frá því að 86 manns, þar af 27 börn, hefðu fallið í árásinni. Fyrstu niðurstöður krufn- ingar virðast staðfesta þann grun að saríngasi hafi verið beitt, sögðu tyrk- neskir læknar, sem framkvæmdu hana. Var talið mjög ólíklegt að sættir myndu nást á milli Rússa og vestur- veldanna um efni ályktunarinnar. Francois Delattre, sendiherra Frakka, sagði að viðræðurnar við Rússa færu fram í góðri trú, en að nauðsynlegt væri að efnistök álykt- unarinnar væru „sterk“. Sagði De- lattre að Rússar yrðu dæmdir hart af sögunni ef þeir myndu beita neitunar- valdi sínu á ályktunina, en þeir hafa beitt því sjö sinnum á undanförnum árum til þess að fella ályktanir þar sem Sýrlandsstjórn er gagnrýnd. „Óásættanlegar ásakanir“ Vladimír Pútín Rússlandsforseti sagði í gær að það væri óásættanlegt að bera fram ásakanir á hendur Bas- har al-Assad Sýrlandsforseta þegar engin sönnunargögn væru til staðar. Tyrknesk stjórnvöld, sem stutt hafa við bak uppreisnarmanna, sögðu á móti að stuðningur Rússa við Assad væri „alfarið rangur“ og efuðust um að friðarviðræður, sem Tyrkir og Rússar hafa staðið að, gætu haldið áfram að óbreyttu. Ólíklegt að sættir náist  Rússar gagnrýndir fyrir stuðning sinn við Assad  Tala látinna komin upp í 86 AFP Öryggisráðið Safronkov, sendi- herra Rússa, við umræður þar. Donald Trump Bandaríkjaforseti tók á móti Xi Jinping, forseta Kína, við Mar-a-Lago, afdrep Trumps í Flórída, í gær. Gert var ráð fyrir að forsetarnir myndu snæða saman kvöldverð og ræða ýmis alþjóðamál. Samskipti ríkjanna eru talin á viðkvæmu stigi en Trump hefur lagt áherslu á að rétta hlut Bandaríkj- anna í viðskiptum gagnvart Kína. Þá hefur hann einnig gagnrýnt stefnu Kínverja í málefnum Norður-Kóreu. AFP Trump og Xi hittast í fyrsta sinn Maha Vaj- iralongkorn, konungur Taí- lands, undirrit- aði í gær nýja stjórnarskrá sem styrkir þátt hers- ins við stjórn landsins, en á einnig að tryggja það að kosningar verði haldnar á ný í landinu á næsta ári eftir þriggja ára herstjórn. Þetta er tuttugasta stjórnarskrá Taílands frá árinu 1932 þegar kon- ungur landsins afsalaði sér einveldi sínu. Talsmenn hersins segja að stjórnarskráin muni róa öldur og koma í veg fyrir spillingu. Stjórnarandstæðingar halda því aftur á móti fram að ýmis ákvæði hennar, eins og það að efri deild þingsins verður að öllu skipuð af konungi og ráðgjöfum hans muni þýða að lýðræðið verði af skornum skammti. Konungur undirritar nýja stjórnarskrá Maha Vajiralongkorn TAÍLAND Hamas-samtökin létu í gær hengja þrjá menn, sem þau sögðu hafa gerst seka um samstarf við Ísrael. Var litið á refsinguna sem hefnd fyrir dauða eins leiðtoga samtak- anna í síðasta mánuði. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch gagnrýndu aftök- urnar og sögðu þær „villimanns- legar“. Tóku önnur mannréttinda- samtök í svipaðan streng. Hamas sakar ísraelsku leyni- þjónustuna Mossad um að hafa, ásamt palestínskum kvislingum sínum, náð að drepa Mazen Faqha nálægt heimili sínu hinn 24. mars síðastliðinn. Taysir, al-Batsh, lög- reglustjóri Hamas á Gaza-svæðinu, sagði hins vegar að mennirnir þrír væru ekki grunaðir um beina að- komu að því máli, heldur hefðu þeir verið sakfelldir fyrir fyrri landráð sín. Dauðdagar þeirra væru „skilaboð til óvinarins, leyni- þjónustu þeirra og samstarfs- manna.“ Þrír hengdir fyrir samstarf við Ísrael GAZA Norður-Kóreumenn segjast vera til- búnir til þess að greiða Bandaríkj- unum „vægðarlaust högg“ við minnstu ögrun. Kim Hyong-jun, sendiherra landsins í Rússlandi, til- kynnti þetta í gær í kjölfar þess að Donald Trump Bandaríkjaforseti lofaði því að hann myndi halda uppi öflugum vörnum fyrir bandamenn sína í nágrenni landsins, sama dag og Norður-Kóreumenn skutu á loft langdrægri eldflaug í tilraunaskyni. „Við höfum getuna til þess að mæta öllu sem Bandaríkin geta gefið okkur,“ sagði Kim. Gagnrýndi hann um leið sameiginlegar heræfingar Bandaríkjanna með Japönum og Suður-Kóreumönnum. Evrópusambandið herðir á Í tilkynningu sem ríkisútvarp Norður-Kóreu flutti sagði jafnframt að Bandaríkjamenn lifðu í „villtum draumi“ ef þeir teldu sig geta knúið Norður-Kóreumenn til þess að láta kjarnorkuvopn sín af hendi með refsiaðgerðum. Forsvarsmenn Evrópusambands- ins tilkynntu í gær að sambandið hefði samþykkt að herða á refsiað- gerðum sínum gagnvart Norður- Kóreu vegna stöðugra tilrauna landsins með langdrægar eldflaugar og kjarnorkuvopn. Hvatti Evrópusambandið Norður- Kóreu til þess að snúa aftur til við- ræðna við alþjóðasamfélagið um kjarnorkuvopnaáætlun sína og að hætta öllum frekari tilraunum með slík vopn sem og önnur gjöreyðing- arvopn. Í hinum hertu aðgerðum felst meðal annars að evrópskum fjárfest- um verður meinað að styðja við vopnaframleiðslu, járnblöndun og málmvinnslu auk loftferða í Norður- Kóreu, auk þess sem fjórum var bætt á ferðabannlista sambandsins. Lofa „vægðar- lausu höggi“  Norður-Kóreu- menn hóta Banda- ríkjunum AFP N-Kórea Vegfarendur í Seoul fylgj- ast með fréttum af eldflaugarskoti. Öldungadeild Bandaríkjaþings lenti í írafári í gær þegar demókratar komu í veg fyrir að hægt væri að staðfesta val Donalds Trumps Bandaríkja- forseta á Neil Gorsuch sem dómara í hæstarétti Bandaríkjanna. Þegar greidd voru atkvæði um það hvort að binda ætti enda á umræðuna og kjósa um útnefninguna greiddu 44 demókratar á móti því, en sextíu at- kvæði af hundrað þarf til þess að ljúka umræðu um dómara. Í kjölfarið samþykktu repúblik- anar í deildinni breytingu á þing- sköpum þannig að einfaldur meiri- hluti myndi duga til þess að staðfesta Gorsuch í embættið. Chuck Schumer, leiðtogi demókrata í deildinni, varaði hins vegar við því að afleiðingarnar af því gætu orðið skelfilegar í framtíð- inni. Betra væri að útnefna hófsamari dómara í sætið, sem losnaði þegar Antonin Scalia lést snemma á síðasta ári. Gorsuch staðfestur í dag  Repúblikanar breyta þingsköpum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.