Morgunblaðið - 07.04.2017, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 07.04.2017, Blaðsíða 35
víkur. Það félag varð síðan uppi- staðan í körfuknattleiksdeild Vals. Með Gosa og KFR lék ég í tæp tuttugu ár og var valinn í fyrsta landslið Íslands sem lék við Dani í maí 1959. Sama ár var ég sæmdur silfurmerki KR og síðar einnig gull- merki félagsins enda er og verður KR alltaf mitt félag. Sem stuðnings- maður KR hef ég verið duglegur að sækja leiki félagsins í knattspyrnu og körfuknattleik. Ekki má svo gleyma sundinu sem ég hef stundað í áratugi í Vesturbæjarlaug og síðar sundlaug Seltjarnarness, en á Sel- tjarnarnesi hef ég búið sl. 47 ár. Þá má nefna golfið sem ég hef stundað í 35 ár. Árið 1976 keyptum við hjónin hús- ið Þingholtsstræti 11, þar sem tann- læknastofan er til húsa. Húsið var byggt árið 1870 og er með elstu hús- um Reykjavíkur. Við höfum lagt metnað okkar í að færa útlit hússins sem næst upprunalegu útliti og fengum árið 1994 viðurkenningu Reykjavíkurborgar fyrir það. En þrátt fyrir alla ánægjuna af íþróttaiðkun, ferðalögum og fleiru, er fjölskyldan mér að sjálfsögðu dýrmætust. Fjölskyldan Eiginkona Guðmundar er Elín Sæbjörnsdóttir, f. 17.3. 1932, hús- freyja og fyrrv. bankastarfsmaður. Foreldrar hennar voru Sæbjörn Magnússon, f. 21.9. 1903, d. 6.2. 1944, héraðslæknir á Hesteyri og í Ólafsvík, og f.k.h., Ragnhildur Gísla- dóttir, f. 1.11. 1901, d. 22.5. 1960, húsfreyja.. Börn Guðmundar og Elínar eru 1) Hildur, f. 10.10. 1953, ráðgjafi í Kópavogi, maki Rúnar Sigurkarls- son, fyrrv. framkvæmdastjóri, og eru börn þeirra: Davíð, f. 1974, Sig- urkarl Bjartur f. 1979, og Sigrún, f. 1985; 2) Árni, f. 19.5. 1956, lögfræð- ingur og framkvæmdastjóri Gildis – lífeyrissjóðs, búsettur á Seltjarn- arnesi, maki Margrét Halldórsdóttir geislafræðingur og eru börn þeirra: Halldór, f. 1984, Elín, f. 1988 og Guð- mundur Örn, f. 1991, og 3) Sæbjörn, f. 5.4. 1961, tannlæknir, búsettur í Garðabæ, maki Auður Elísabet Jó- hannsdóttir hjúkrunarfræðingur og eru börn þeirra. Andri Búi, f. 1997, Eiður Gauti, f. 1999 og Elín Rósa, f. 2002. Systkini Guðmundar: Guðrún Árnadóttir, f, 23.8. 1924, d. 7.6. 1999; Guðfinna Árnadóttir, f. 2.9. 1926, d. 12.8. 2005; Ágústa Birna Árnadóttir, f. 13.7. 1941, og Adda Gerður Árna- dóttir, f. 2.12. 1942, d. 13.2. 2015. Foreldrar Guðmundar voru Árni Guðmundsson, f. 26.3. 1900, d. 18.10. 1987, bifreiðastjóri í Reykjavík, og Valgerður Bjarnadóttir, f. 4.7. 1899, d. 13.9. 1973, húsfreyja. Úr frændgarði Guðmundar Árnasonar Guðmundur Árnason Valgerður Eyvindsdóttir húsfreyja í Íragerði Jón „Íri“ Guðmundsson b. í Íragerði á Stokkseyri Guðrún Jónsdóttir húsfr. á Stokkseyri Bjarni Þorsteinsson útvegsb.á Stokkseyri Valgerður Bjarnadóttir húsfreyja í Rvík Ingiríður Bjarnadóttir húsfr. í Litlu-Sandvík Þorsteinn Jónsson b. í Litlu-Sandvík Páll Árnason (Palli pólití) lögregluþjónn nr. 2 í Rvík Guðrún Árna- dóttir húsfr. í Rvík Ingvar Ágúst Bjarnason togaraskipstj. Guðmundur Alfreðsson þjóðréttarfr. og prófessor í Ríga í Lettlandi Elín Ingvarsdóttir leikkona Bjarni Árnason í Brauðbæ Guðrún Laufey Ófeigsdóttir húsfr. á Hólum á Rangárvöllum Sverrir Haraldsson listmálari í Selsundi á Rangárvöllum Haukur Morthens söngvari Guðbrandur KristinnMorthens listmálari í Rvík og aðMeðalfellsvatni í Kjós Bubbi Morthens tónlistarmaður Tolli myndlistarmaður Sveinn Allan Morthens fyrrv. forstöðum. ArthurMorthens ráðgjafi fræðslustj. Reykjavíkurborgar Kristín Skúladóttir húsfr. í Hemlu Valgerður Jónsdóttir búst. á Rauðsgili Jón Helgason prófessor og skáld í Kaupmannahöfn Sigurður Sigurðarson fyrrv. yfirdýralæknir Skúli Sigurðarson rannsóknarstj. Flugslysanefndar Friðrik Skúlason tölvunarfr. Páll Kr. Pálsson organisti í Hafnarfirði Ingiríður Pálsdóttir húsfr. á Akureyri Júlíus Sólnes verkfr. og fyrrv. alþm. og ráðherra Hrafn Pálsson tónlistarm. og deildarstjóri í Rvík Katrín Brynjólfsdóttir húsfr. á Lækjarbotnum Guðfinna Sæmundsdóttir húsfr. á Kambi Guðmundur Árnason b. á Kambi í Holtahreppi Árni Guðmundsson bifreiðarstj. í Rvík Árni Árnason b. í Fellsmúla og á Skammbeinsstöðum Skúli Guðmundsson b. á Keldum Jón Guðmundsson b. áÆgissíðu Ingiríður „yngri“ Guðmundsd. húsfr. í Fellsmúla og á Skammbeinsstöðum, af Keldna- og Víkingslækjarætt Elín Guðbrandsdóttir húsfr. í Næfurholti á Rangárvöllum Rósa Guðbrands- dóttir húsfr. í Rvík og Hafnarf. Sæmundur Guðbrandsson b. á Lækjarbotnum í Lands- sveit, af Lækjarbotnaætt ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 2017 Einar Bragi fæddist á Eski-firði 7.4. 1921 og ólst þarupp, sonur Sigurðar Jó- hannssonar, skipstjóra á Eskifirði, og k.h. Borghildar Einarsdóttur húsfreyju. Sigurður var í beinan karllegg af Friðriki Rasmunsson, bróður Rasmusar faktors, föður Jó- hannesar Lynge, langafa Jakobs og Yngva Smára. Borghildur var í beinan karllegg komin af Eiríki Jónssyni á Hnappa- völlum, bróður Einars kúts Skál- holtsrektors, langafa Guðnýjar, móðurömmu Halldórs Kiljans Lax- ness. Borghildur var dóttir Guð- nýjar Benediktsdóttur, b. á Brunn- um í Suðursveit Einarssonar, bróður Guðnýjar, ömmu Þórbergs Þórð- arsonar. Bróðir Benedikts var Sig- urður, afi Gunnars Benediktssonar rithöfundar, en hálfsystir þeirra systkina var Steinunn, amma Svav- ars Guðnasonar listmálara. Eiginkona hans var Kristín Jóns- dóttir en börn hans Borghildur, geð- læknir, og Jón Arnarr, innanhúss- hönnuður. Einar Bragi lauk stúdentsprófi frá MA 1944 og stundaði nám í bók- menntum, listasögu og leikhússögu við Háskólann í Lundi og við Stokk- hólmsháskóla. Ljóðabækur Einars Braga eru Eitt kvöld í júní, 1950; Svanur á báru, 1951; Gestaboð um nótt, 1953; Regn í maí, 1957; Hreintjarnir, 1960, 2. útg. 1962; Í ljósmálinu, 1970; Ljóð, (úrval) 1983; Ljós í augum dagsins (úrval) 2000. Þá sendi hann frá sér þjóðfræðiritin Eskja I-V bindi, á árunum 1971-86, og Þá var öldin önnur I-III bindi, 1973-75 og síðan bækurnar Hrakfallabálkurinn, 1982, og Af mönnum ertu kominn, 1985. Einar Bragi var mjög afkastamik- ill þýðandi ljóða, skáldsagna og leik- rita. Hann þýddi m.a. 20 leikrit eftir Strindberg og 12 leikrit eftir Henrik Ibsen. Hann var mikill hernáms- andstæðingur, alla tíð og starfaði mikið á þeim vettvangi. Einar Bragi lést 26.3. 2005. Merkir Íslendingar Einar Bragi 95 ára Tryggvina I. Steinsdóttir 90 ára Sólveig Guðmundsdóttir Valgerður Þorvaldsdóttir 85 ára Eiður Vilhelmsson Guðmundur Árnason Nicholína Rósa Magnúsdóttir 80 ára Ásdís Berg Magnúsdóttir Bára Egilsdóttir Elín Guðlaug Kröyer 75 ára Guðbjörg Tómasdóttir Guðmundur Guðmundsson Marna Petersen Sigrún Stella Guðmundsdóttir Svandís Jeremíasdóttir Theódór Ingimarsson 70 ára Friðrik Ingvarsson Helga E. Gunnarsdóttir Kjartan Herjólfur Eðvarðsson Kristinn Benónýsson 60 ára Anna Kristín Thomsen Arnheiður E. Sigurðardóttir Ásgeir Eiríksson Bryndís Guðrún Björgvinsdóttir Eiríkur Guðmundsson Eiríkur Herlufsen Erla Jóna Erlingsdóttir Eysteinn Stefánsson Guðfinna Steingrímsdóttir Hans Pétur Jónsson Hjörleifur Þór Jakobsson Hrefna Sigfúsdóttir Jóhanna Lilja Einarsdóttir Krzysztof Wojciech Boral Magnús Jónasson Miroslaw Tadeusz Kosinski Sigurður Jón Björnsson Vilhelm Þór Þórarinsson 50 ára Helgi Freyr Kristinsson Sindri Guðmundsson Þóra Halldórsdóttir Þór Sigurgeirsson 40 ára Aðalsteinn Guðmundsson Ágúst Kristjánsson Baldvin Orri Þorkelsson Effeil Fanney Guðmundsdóttir Ingibjörg Guðmundsdóttir Jóhannes Egilsson Jónína Magnúsdóttir Kristján Lárusson Lilja Dögg Ólafsdóttir Linda Dögg Ragnarsdóttir Stefán Davíð Helgason Thelma Bára Vilhelmsdóttir 30 ára Adam Oleszczuk Andri Örn Jakobsson Aron Örn Jakobsson Birna Guðrún Árnadóttir Damian Piotr Ciesla Guðrún Ýr Skúladóttir Jóna Hulda Pálsdóttir Katerina Kourilova Kári Sighvatsson Mindaugas Vaiciulis Ólafur Þór Árnason Ómar Þór Ómarsson Stefán Ari Sigurðsson Subajini Sambasivam Valdimar Hermann Hannesson Til hamingju með daginn 30 ára Valdimar ólst upp á Tálknafirði, býr þar, lauk prófum í köfun og er kaf- ari hjá Fiskeldisþjónust- unni á Tálknafirði. Maki: María Kuzmenko, f. 1988, húsfreyja. Synir: Kristján Bjarni Valdimarsson, f. 2007, og Alexander Valdimarsson, f. 2013. Foreldrar: Hannes Krist- jánsson, f. 1946, og Pálína Kristín Hermannsdóttir, f. 1964. Valdimar H. Hannesson 30 ára Stefán ólst upp á Akureyri, býr á Svalbarðs- eyri og er sölumaður varahluta hjá Jötunvélum. Maki: Sigríður Guð- mundsdóttir, f. 1990, nemi í bókhaldi. Synir: Guðmundur Bald- vin, f. 2010; Jón Halldór, f. 2012, og Bjarni Heiðar, f. 2015. Foreldrar: Sigurður Bald- vin Jóhannesson, f. 1960, og Ágústa Guðrún Sig- urðardóttir, f. 1959. Stefán Ari Sigurðsson 30 ára Ólafur ólst upp í Reykjavík, býr þar, lauk meistaraprófi í múrverki og starfar við múrverk hjá Ara Oddssyni ehf. Maki: Signý Hlín Halldórs- dóttir, f. 1991, BA í uppeld- is- og menntunarfræði, í barneignarfríi. Börn: Elís Hrafn, f. 2014, og Malen Lóa, f. 2016. Foreldrar: Árni Nílesson, f. 1959, og Margrét Ey- steinsdóttir, f. 1965. Þau búa í Reykjavík. Ólafur Þór Árnason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.