Morgunblaðið - 07.04.2017, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.04.2017, Blaðsíða 18
BAKSVIÐ Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Útlán til ferðaþjónustu hafa aukist töluvert að undanförnu samfara auk- inni fjárfestingu í greininni, upplýsti Már Guðmundsson seðlabankastjóri á fundi um fjármálastöðugleika í gær. Slík útlán nema rúmlega 14% af heildarútlánum viðskiptabankanna til fyrirtækja og mældist ársvöxtur þeirra 27% á síðasta ári. „Þrátt fyrir að útlán viðskipta- bankanna til ferðaþjónustunnar hafi vaxið mun hægar en komur erlendra ferðamanna, er mikil uppbygging í greininni. Sú uppbygging er að ein- hverju leyti fjármögnuð utan banka- kerfisins, af einstaka fagfjárfesta- sjóðum eða með stofnun samlagshlutafélaga um einstaka fjárfestingar. Lífeyrissjóðirnir eru í mörgum tilfellum kjölfestufjárfestar þar,“ segir í ritinu Fjármálastöðug- leiki sem Seðlabankinn gaf út í gær. Þriðji stærsti í útlánasafni Fram kom í máli Hörpu Jónsdótt- ur, framkvæmdastjóra fjármálastöð- ugleikasviðs, að ferðaþjónustan væri nú þriðji stærsti atvinnuvegaflokkur- inn í útlánasafni bankanna á eftir fast- eignafélögum og sjávarútvegi. Vikið er að því í Fjármálastöðugleika að ferðaþjónustan hafi vaxið mjög hratt á undanförnum árum og sé nú stærsta útflutningsatvinnugrein landsins. „Miklum útlánavexti fylgir alltaf áhætta og mikilvægt er að fylgst sé vel með henni,“ sagði Már, sem benti á að útlán til ferðaþjónustu hefðu auk- ist frá lágri stöðu áður en ferða- mannabylgja síðustu ára reis. Hann nefndi að í Fjármálastöðugleika sem gefinn var út síðastliðið haust voru birtar niðurstöður álagsprófs sem sýndu að vegna góðrar eiginfjárstöðu bankanna gætu þeir staðið af sér verulegt áfall í ferðaþjónustu og út- lánatöp sem af því hlytust. Útlán til greinarinnar nema um 8,5% af heildarútlánum viðskipta- bankanna til viðskiptavina, að því er fram kemur í nýju riti Seðlabankans um fjármálastöðugleika. Þar segir að útlán beintengd ferða- þjónustunni vegi enn sem komið er ekki mjög þungt í bókum viðskipta- bankanna, útlánaáhætta þeim tengd gæti þó verið hlutfallslega nokkuð mikil. Komi til verulegs samdráttar í greininni gætu efnahagsaðstæður versnað og útlánatap aukist einnig í öðrum greinum, segir í skýrslunni. 13% útlána Íslandsbanka Íslandsbankinn er eini bankinn sem upplýst hefur um umfang lána til ferðaþjónustunnar. Fram kom í áhættuskýrslu bankans fyrir síðasta ár að útlán til ferðaþjónustu hefðu numið 13% af heildarútlánum um ára- mótin, samanborið við 10% ári áður. Bankinn er umsvifameiri í útlánum til ferðaþjónustu en viðskiptabankarnir að meðaltali. Vakin skal athygli á að skilgrein- ingar um hvað séu útlán til ferðaþjón- ustu kunna í einhverjum tilvikum að vera mismunandi á milli stóru við- skiptabankanna þriggja. Fram kom í áhættuskýrslu Ís- landsbanka að bankinn væri vakandi fyrir áhættu sem fylgdi vexti í lánveit- ingum til ferðaþjónustu og vandaði því valið í útlánum. Lán til ferðaþjón- ustu jukust um 27% Flokkun útlána banka - augum rennt til ferðaþjónustu Staða í lok árs 2016 Þar af ferðaþjónusta By gg in ga rs ta rfs em i Fa st ei gn af él ög Fi sk ve ið ar og -v in ns la Ið na ðu r La nd bú na ðu r Sa m gö ng ur og flu tn in ga r Ve itu r Ve rs lu n Þj ón us ta Ófl ok ka ð He im ili (h .á s) H ei m ild :S eð la ba nk iÍ sl an ds 20% 16% 12% 8% 4% 0% 48% 42% 36% 30% 24% 18% 12% 6% 0%  Útlán til ferðaþjónustu nema 14% af fyrirtækjalánum 18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 2017 Fáð þé ýj i il H í f á PI PA R \ TB W A •• SÍ A • 16 5 4 5 5 , j u rn anogg rn egan app s r Emmessís ekta íslenskanr ómaís. 7. apríl 2017 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 112.2 112.74 112.47 Sterlingspund 139.76 140.44 140.1 Kanadadalur 83.53 84.01 83.77 Dönsk króna 16.085 16.179 16.132 Norsk króna 13.04 13.116 13.078 Sænsk króna 12.463 12.537 12.5 Svissn. franki 111.78 112.4 112.09 Japanskt jen 1.0124 1.0184 1.0154 SDR 152.16 153.06 152.61 Evra 119.62 120.28 119.95 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 151.8487 Hrávöruverð Gull 1253.75 ($/únsa) Ál 1960.0 ($/tonn) LME Hráolía 54.22 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Stjórn Nýherja tók í gær ákvörð- un um að auka hlutafé félagsins um 8.739.986 krónur að nafn- verði. Það sam- svarar tæplega 255 milljónum króna að markaðs- virði miðað við dagslokagengi félagsins í Kauphöllinni gær. Hlutafé Nýherja fyrir hækkunina var 450.000.000 krónur að nafnvirði og er að henni lokinni 458.739.986 krón- ur að nafnverði. Hlutafjáraukningin er gerð til þess að mæta innlausn starfs- manna á kauprétti sem tilkynnt var um hinn 31. mars síðastliðinn. Á aðalfundi hinn 3. mars fékk stjórn Nýherja heimild til að hækka hlutafé félagsins í einu lagi eða í áföngum um allt að 150 milljónir króna að nafn- verði. Nýherji eykur hlutafé vegna kaupréttar Finnur Oddsson, forstjóri Nýherja. Hugbúnaðarfyrirtækið Meniga hefur lokið fjármögnun að fjárhæð 7,5 millj- ónir evra, eða jafngildi 900 milljóna íslenskra króna. Fjármögnunin er í formi nýs hlutafjár frá sænska fjár- festingasjóðnum Industrifonden. Jafnframt auka núverandi fjár- festar í Meniga; Frumtak, Kjöl- festa og Velocity Capital við hlut sinn. Georg Lúðvíks- son, forstjóri Meniga, segir að gengið í viðskipt- unum hafi verið hærra en í síðustu hlutafjáraukningu árið 2015. Verð- mæti félagsins hleypur nú á nokkrum milljörðum íslenskra króna. Georg segir í samtali við Morgun- blaðið að hlutur Industrifonden í Meniga sé umtalsverður eftir kaupin. Fyrirtækið sér nú fram á mikinn tekjuvöxt. „Vöxtur félagsins hefur komið í sveiflum. Fyrstu árin var hann mjög hraður, en hefur verið hægari síðastliðin þrjú ár. Tekjur hafa þó vaxið á hverju ári, en starfs- mannafjöldi staðið að mestu í stað síðastliðin tvö ár. Nú sjáum við fram á mikinn tekjuvöxt og einhverja fjölg- un starfsmanna,“ sagði Georg. Starfsmenn Meniga eru 70 á Íslandi, 7 í Svíþjóð og 12 í London. Félagið er átta ára gamalt. „Það eru miklar tæknibreytingar að eiga sér stað í bankaþjónustu og hefðbundnir bankar hræðast að smærri fyrirtæki og smáforrit taki við hlutverki þeirra, eða risafyrirtæki eins og Google og Facebook. Reglu- gerðarbreytingar í Evrópu hafa líka áhrif, því bankar koma til með að þurfa að leyfa fólki að flytja færslu- sögu sína á milli, og leyfa þriðja aðila að hefja millifærslur í bankanum. Þess vegna er mikil fjárfesting í gangi í netbönkum í Evrópu. Al- mennt vilja menn gera netbankana persónulegri, og við getum hjálpað til með það, bæði hvað ráðgjöf varðar, og við að bjóða sérsniðin tilboð byggð á viðskiptasögu.“ Bankar auglýsingahagkerfi Hann segir að eftirspurn eftir vörum Meniga hafi aldrei verið meiri. „Fjármögnunin mun búa okkur undir aukin umsvif. Úti er hugmyndin að bankar búi til auglýsingahagkerfi inni í netbönkum, byggt á fjármálasögu viðskiptavinanna, með þeirra sam- þykki, rétt eins og Facebook og Google hafa gert. Okkar vaxtaráætl- anir ganga út á að við fáum ríflegar tekjur af þessum auglýsingum í gegn- um tekjuskiptasamninga. Það er okk- ar stóri draumur til að verða risa- fyrirtæki.“ Spurður að því hvort Meniga geti hugsað sér skráningu í kauphöll, seg- ir Georg að sem stendur henti þeim betur að fá fjármagn frá sérhæfðum fjárfestum. Meniga sér fram á að skila hagnaði í ár, en síðustu ár hefur félagið verið rekið með tapi. „Við höfum reyndar orðið fyrir barðinu á styrkingu krón- unnar, enda með 90% af tekjum í evrum en langmestan kostnað í krón- um.“ Meðal viðskiptavina Meniga eru margir stærstu bankar heims en þeirra á meðal eru Santander, Commerzbank, ING Direct og Intesa Sanpaolo. Lausnir Meniga eru not- aðar í um 20 löndum af rúmlega 40 milljón virkum notendum. tobj@mbl.is Meniga metið á milljarða  Industrifonden meðal nýrra hluthafa Georg Lúðvíksson STUTT ● Ný spá greiningardeildar Arion banka gerir ráð fyrir að það hægi talsvert á verð- hækkunum á húsnæðismarkaði þegar líður á árið. Samkvæmt spánni á húsnæðis- verð eftir að hækka samtals um 18% frá því nú í mars til fjórða ársfjórðungs 2019, sem þýðir að hægja muni á hækkunum húsnæðisverðs á næstu mánuðum. Tekið er fram að spáin sé háð óvissu. Arion banki segir að aðstæður til verðhækkana séu enn til staðar þar sem sölu- framboð sé lítið og útlit fyrir talsverðan innflutning vinnuafls á næstu árum. Á móti vegi að nú stefni í meiri íbúðafjárfestingu en áður og að fjölgun íbúða muni bráð- lega fylgja fólksfjölgun, sem hafi ekki verið raunin upp á síðkastið að því er segir í greiningu Arion banka. Spá því að hægi á verðhækkunum fasteigna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.