Morgunblaðið - 07.04.2017, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.04.2017, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 2017 VINNINGASKRÁ 49. útdráttur 6. apríl 2017 630 11585 22035 31138 39327 48872 59805 71909 904 11648 22163 31364 39341 49082 60226 72779 1232 11765 22342 31476 39668 49147 60466 72847 1327 12015 23499 31522 39733 49658 60806 73117 1560 12228 23512 32079 40679 49789 61089 73144 1566 12571 23594 32272 40847 49891 61583 73287 1579 13040 23766 33098 40908 50481 61615 74547 2098 13101 23867 33257 41112 50664 61725 74769 2546 13246 24041 33266 41167 50760 61960 75385 3010 13349 24046 33346 41227 51321 62009 75392 3190 13444 24194 33391 41470 52124 62482 75551 3252 14247 24287 33528 41476 52655 62578 75789 3420 14272 24773 33803 42161 52725 62804 76214 3514 14978 24942 34194 42291 53119 63240 76257 3807 15338 24968 34423 42888 53258 63307 76349 4051 15374 25375 34432 43145 53308 63691 76372 4104 15626 25439 35362 43160 53389 63908 76569 4203 15838 25510 35853 43497 53671 63917 76698 4335 15842 25688 35926 43731 53944 64642 76709 4566 16013 25782 36077 43931 53988 65203 77222 5115 16491 26064 36202 44004 54872 65526 77275 5316 17214 26350 37122 44323 55047 66174 77624 5737 17286 27006 37149 44405 55050 66252 77700 6029 17396 27235 37208 44923 55339 66588 77864 6368 18164 27291 37399 45173 55676 66677 78366 6493 18207 27438 37684 45346 57137 67939 78389 7039 18861 27740 37685 45360 57234 68008 78650 7120 19550 28536 38057 45607 58081 68124 78790 7269 19607 28697 38440 45839 58422 68891 78816 7333 19945 28735 38930 46616 58519 68915 79109 7514 19978 29252 39071 46728 58561 69069 79452 8068 20452 29906 39101 47419 58636 70467 8329 20801 30222 39105 48193 58769 70700 8577 20942 30391 39116 48221 58822 71182 8887 21024 30576 39194 48359 59387 71279 9409 21361 30952 39196 48424 59451 71392 9786 21395 31081 39219 48845 59575 71803 355 10899 23767 36055 46192 53021 63736 74248 1382 10998 25443 37788 47330 53971 65716 74471 1788 11528 26862 38080 47803 55370 66789 74833 2016 13674 29663 40310 48207 56016 66827 7542 2120 14364 29762 40961 48409 56018 68282 76224 2567 16014 29889 40969 48743 56521 68611 78222 2966 16324 30158 41175 48788 58113 69488 79181 4936 16326 30978 41235 48979 58627 69653 79264 5953 20091 33017 42190 49391 62361 72598 79917 6655 21357 33094 43425 49634 62561 72632 8473 21494 34517 44460 50254 62568 73299 9576 22427 34654 44672 51700 62604 73792 10650 22505 35579 45067 52873 63505 74232 Næstu útdrættir fara fram 12., 19. & 27. apríl 2017 Heimasíða: www.das.is Vinningur Kr. 10.000 Kr. 20.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 20.000 Kr. 40.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 150.000 Kr. 300.000 (tvöfaldur) 11815 51161 66210 70126 Vinningur Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 258 11737 16445 33911 50785 73341 1715 11972 18352 46325 60628 73355 3433 15813 24808 46356 61056 73917 9229 16105 31952 48052 72683 79141 Aðalv inningur Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 3 2 0 0 8 ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS VANTAR ÞIG PÍPARA? Mér brá nokkuð í brún þegar ég heyrði Bjarna Benediktsson forsætisráðherra halda því fram í kvöld- fréttum RÚV 30. marz að krónan hefði komið okkur út úr hruninu; bjargað okkur. Á þeirri hálfu öld sem ég hef fylgzt gjörla með efnahagsmálum, við- skiptamálum og bankafjármálum, svo og tengdum stjórnmálum, hef ég sjaldan eða aldrei heyrt önnur eins öfugmæli! Hafði maðurinn dottið á höfuðið eða gengið á ljósa- staur (grín)? Krónan hefur aldrei bjargað neinu til frambúðar, heldur hefur hún, aftur og aftur, skapað alvar- legan vanda, enda hafa hröp og hrun dunið yfir á 5-10 ára fresti frá 1950, með þeim vandræðum og þjáningum sem allir þekkja. Ég sagði nýlega í annarri grein hér í blaðinu að sumir vildu halda í krón- una af einhverri tilfinningalegri þráhyggju, svipað og menn vilja ekki gefa frá sér gamla og slitna flík – og ég bæti við nú – sem þó hefur hvorki haldið veðri né vindi í gegn- um árin. Forsætisráðherra er skyn- ugur um margt og leiðtogalegur í burðum en hann verður, eins og all- ir, að láta skynsemi og rök ráða, frekar en þjóðernislega tilfinn- ingasemi og þráhyggju. Af hverju var bara hrun á íslandi? Á árunum fyrir 2008 áttu sér stað í Bandaríkjunum óðaútlán til húsa- kaupa og neyzlu, á uppsprengdu verði og vöxtum, til allra sem vett- lingi gátu valdið og jafnvel hinna líka, en með þessu sköpuðust mikl- ar bókhaldstekjur í bönkum, sem aftur færðu bankastjórum gífurlega bónusa. Vantaði hér allar leikreglur og eftirlit, og réði gróðafíkn banka- manna ferðinni, en blekkingameist- arinn George W. Bush annað hvort skildi þetta ekki eða taldi þetta nauðsynlegt frjálsræði. Auðvitað kom að því að þessi svikamylla sprakk, en stórir hópar lántakenda, sem höfðu keypt íbúðir og húsnæði á uppsprengdu verði og hávöxtum, réðu ekki neitt við neitt og fóru skuldir milljóna manna í Bandaríkj- unum í vanskil og óreiðu. Kom þessi þró- un í vaxandi mæli fram á fyrri hluta 2008 og komst hún á hástig þá um sumarið og haust- ið. Þar sem hið vest- ræna bankakerfi er mikið tengt og inn- byrðis viðskipti og lán tíðkast breiddist þetta vanskilafár út eins og eldur í sinu, fyrst út um bandaríska bankakerfið en síðan flæddi það til Evrópu og víðar. Þessa alda skall á Íslandi, eins og menn vita, haustið 2008. Skv. ofangreindum bakgrunni var þetta kallað banka- og fjár- málakreppa (bank and finance cris- is á ensku og Banken- und Fin- anzkrise á þýzku). Þetta var hvergi kallað hrun (collapse á ensku, Zu- sammenbruch á þýzku) nema hér á Íslandi. Enda varð hvergi hrun nema hér. Í öllum öðrum vestræn- um löndum, nema kannski Banda- ríkjunum, var þessi kreppa að mestu bundin við banka en almenn- ingur varð ekki beint eða mikið fyr- ir henni. Aðeins hér var þetta al- gjört hrun, sem kollvarpaði öllum bönkum og stórum hluta fyrirtækja og murkaði niður fjárhag og af- komugrundvöll almennings. Ástæðan fyrir því að hér varð hrun en annars staðar ekki var handónýt króna, sem löngu hefði átt að vera búið að skipta út fyrir evru, en því miður höfðu misvitrir stjórnendur landsins ekki borið gæfu til að skilja og gera það í tíma, og því fór sem fór. Með evru hefði aldrei orðið hrun hér Bandaríska óreiðu- og vanskila- aldan barst til Evrópu, en bankar þar höfðu keypt skuldbindingar bandarískra húsakaupenda á tom- bóluverði, líka til að fegra bækur sínar og skrúfa upp bónusa banka- stjóranna. Hrikti því líka í banka- kerfi Evrópu haust og vetur 2008/ 2009. Lentu ýmis ríki í framhaldi af því í kröppum dansi, eins og Írland, Spánn, Portúgal og Grikkland. Ekkert þessara ríkja lenti samt í hruni eins og Ísland, nema þá kannski Grikkland, en það byggðist á öðrum og eldri ástæðum, en Seðlabanki Evrópu og til þess gerð- ur björgunarsjóður Evrópusam- bandsins bjargaði bönkum og fjár- hag allra ríkja innan vébanda evru og ESB. Það er mál til komið að menn meðtaki og skilji að ef Ísland hefði verið með evru og í ESB hefði hér aldrei orðið hrun í því hörmulega formi sem varð. Það er illt til þess að vita að ýmsir ráðamenn skuli enn ekki hafa skilið þessar staðreyndir og lært af þessari lexíu. Með glám- skyggni sinni eru þeir að hætta efnahagslegu lífi og limum þjóð- arinnar enn einu sinni. Evran verður að koma eins fljótt og verða má Hér eru alls konar nýir svipti- vindar að myndast, eins og ég tel mig – sem aðkomumaður – hafa séð og verið að vara við vikum og mán- uðum saman. Það þrengir að sjáv- arútvegi, sem fær nú miklu lægra verð fyrir sínar afurðir en áður var, vegna yfirkeyrðrar krónu, sem aft- ur er afkvæmi yfirkeyrðra vaxta, og aðrir útflutningsatvinnuvegir svo og ferðaþjónustan eru að komast í svipuð mál og sjávarútvegurinn. Beint og óbeint stafar þetta allt af handónýtri krónu! Við erum 330 þúsund manns. Hvernig eigum við að geta haldið úti sjálfstæðum og stöðugum gjaldmiðli? Þetta er í raun fásinna. Það má líkja því við að það væru 30 gjaldmiðlar í Dan- mörku eða að Bergen í Noregi hefði eigin gjaldmiðil. Meira að segja Þjóðverjar, með sitt ofursterka þýzka mark, sáu sér hag í að taka upp evruna. Hvað eru menn eig- inlega að tala um? Vill hér einhver annað hrun? Bjarni, það var krónan sem kom okkur í hrunið Eftir Ole Anton Bieltvedt »Krónan hefur aldrei bjargað neinu til frambúðar, heldur hefur hún, aftur og aftur, skapað alvarlegan vanda á 5-10 ára fresti frá 1950. Ole Anton Bieltvedt Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslu- maður og stjórnmálarýnir. Um síðustu helgi birtist heilsíðuauglýs- ing í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu frá Eimskip með yfir- skriftinni: „Sam- félagslega ábyrgur flutningsaðili – með hverjum flytur þú?“ Á myndinni í auglýsing- unni sést aftan á tvö af þeim skipum sem Eimskip gerir út og þar má glöggt sjá að skráð eignarhald þeirra er í skattaskjóli á suðrænum slóðum. Það sem hins vegar ekki er hægt að sjá á myndinni er að ekki er greidd ein einasta króna í skatt til íslensks samfélags af nokkrum þeim aðila sem fylla í áhöfn þessara skipa jafnvel þótt þeir og fjölskyldur þeirra njóti samfélagsþjónustu á Íslandi sem borin er uppi af skatt- greiðendum þar. Með þessari aug- lýsingu hefur Eimskip væntanlega ætlað að nýta sér umræðu und- anfarið um sölu Búnaðarbankans fyrir mörgum árum til helsta eig- anda samkeppnisaðila síns en sú vitneskja hefur þó alltaf legið fyrir frá því bankinn var seldur. Ekki er til- gangur minn með þessari grein að verja samkeppnisaðila Eim- skips, langt því frá enda væri býsna erfitt að halda andlitinu við slíka tilraun. Hins vegar er rétt að hafa í huga að hvorugur að- ilinn er skárri en hinn þegar kemur að samfélagslegri ábyrgð. Báðir þessir aðilar láta sig engu varða þótt þeir snuði íslenskt samfélag á leið sinni til að hámarka gróðann af þeirri starfsemi sem þeir reka. Þrátt fyrir að megnið af neysluvarningi Íslendinga sé flutt til landsins með skipum beggja þessara aðila er ekkert skipa þeirra skráð með eignarhald á Ís- landi. Verra er þó að báðir aðilar nýta sér glufur í kerfinu og ráða áhafnir sínar í gegnum færeysk dótturfélög í þeim tilgangi að fá tekjuskatt þeirra endurgreiddan. Skattar af áhöfnum þessara skipa skila sér því ekki til íslensks sam- félags þótt áhafnir þeirra og fjöl- skyldur njóti samfélagsþjónustu hér á landi á kostnað samborgara þeirra. Var þetta ekki prentvilla í auglýsingunni? Átti þetta ekki að vera kaldhæðnisleg ábyrgð? Rétt er að benda á að lítil hollensk út- gerð gerir út tvö skip sem er með vikulegar siglingar til Íslands á vegum íslensks flutningsaðila. Áhafnir þessara skipa eru hol- lenskar og eru skipin skráð þar. Hvar ætli áhafnir þeirra skipa njóti samfélagsþjónustu og hvar ætli þær greiði skatta? Var þetta ein- hvers konar aprílgabb Eimskips eða eru menn þar á bæ virkilega svona (staur)siðblindir? Kaldhæðnisleg ábyrgð Eimskips Eftir Örn Gunnlaugsson » Var þetta ekki prent- villa í auglýsing- unni? Átti þetta ekki að vera kaldhæðnisleg ábyrgð? Er siðblindan svona yfirgengileg? Örn Gunnlaugsson Höfundur er atvinnurekandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.