Morgunblaðið - 07.04.2017, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.04.2017, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 2017 HARÐPARKET Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Verðmatið var ársgamalt  Miðað var við ellefu mánaða gamalt verðmat við sölu á lóð borgarinnar til Festis  Framsókn fer fram á að nýtt verðmat verði lagt fyrir borgarráð Reykjavíkur Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is Miðað var við ellefu mánaða gamalt verðmat þegar Reykjavíkurborg seldi Festi, félagi Ólafs Ólafssonar, lóð í Vogabyggð. Gengið var beint til samninga án auglýsingar og var lóð- in seld fyrir tæplega 326 milljónir króna, sem var meðaltal tveggja verðmata. Í reglum um skrifstofu eigna og atvinnuþróunar Reykjavíkurborgar (SEA), sem sá um framkvæmd söl- unnar, segir að heimilt sé að semja við þriðja aðila án auglýsingar ef málefnalegar ástæður mæli með því. Leita skuli þá eftir og hafa hliðsjón af verðmati tveggja óháðra fast- eignasala eða sérfróðra aðila. Aðrar leiðir eru að auglýsa eignir á vef SEA og í blöðum, auglýsa til sölu með útboðsfyrirkomulagi eða leita líklegra kaupenda. Endurspeglar ársgamalt verð Sveinbjörg Birna Sveinbjörns- dóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, segir æskilegt að útboðsleiðin sé farin sem oftast. Í þeim tilfellum þar sem útboðsleiðin sé ekki farin sé þó hægt að fá verð- mat frá óháðum aðilum sem endur- spegli markaðsverð. Með því að styðjast við ársgömul verðmöt sé hins vegar verið að selja lóðina á árs- gömlu markaðsverði, segir Svein- björg. Á skjön við reglur borgarinnar Þegar málið fór fyrir borgarráð stóð aðeins í skjölunum að verðmatið væri 326 milljónir, en hvergi kom þar fram hvenær verðmatið hefði verið gert. Segir Sveinbjörg Birna að Framsókn og flugvallarvinir hafi fyrir borgarráðsfund sl. þriðjudag óskað eftir nánari upplýsingum um verðmatið þar sem það kom í ljós að það væri ársgamalt. Segist hún hafa staðið í þeirri trú að farið hefði verið eftir settum reglum við verðmatið. „Við teljum að með þessu hafi borgin brotið gegn sínum eigin reglum,“ segir Sveinbjörg. Hún hef- ur borið upp tillögu þess efnis að lagt verði fyrir borgarráð nýtt verðmat á lóðinni svo hægt sé að meta hvort borgin hafi orðið fyrir fjárhagslegum skaða vegna þessa. Fulltrúar Garðabæjar og fjármálaráðuneytisins, fyrir hönd ríkissjóðs, hafa náð samkomulagi um kaup bæjar- félagsins á jörðinni Vífilsstöðum. Undir er rösklega 200 hektrara svæði í kringum Vífilsstaðaspítala og austan þess, núverandi golfvallarsvæði GKG, friðland í Vífils- staðahrauni og á Rjúpnahæð á móts við hesthúsa- byggðina á Kjóavöllum. Kaupverðið er 558,6 milljónir króna og greiðir Garða- bær tæplega 100 millj. króna við undirritun en aðrar greiðslur koma á næstu átta árum í takti við hvernig uppbyggingu í hverfinu miðar. Til viðbótar grunnverði á seljandi rétt á hlutdeild í ábata af sölu byggingar- réttar á svæðinu. Í sjúkrahúsbyggingunni á Vífils- stöðum er í dag starfrækt öldrunardeild á vegum Land- spítala. Undanskildar í samningunum eru allar húseignir ríkisins á Vífilsstöðum, en gerðir verða lóða- samningar um eignirnar. Með kaupum á landinu tryggir Garðabær sér forræði yfir eignarhaldi landsins sem mun auðvelda bæjarfélag- inu að vinna að gerð skipulagsáætlana fyrir svæðið. Í tillögu að nýju aðalskipulagi Garðabæjar er gert ráð fyrir að svæði Vetrarmýrar, Hnoðraholts og Vífilsstaða verði eitt skólasvæði með 1.200-1.500 íbúðum þar sem fléttast saman ólíkir hagsmunir með uppbyggingu íbúðabyggðar, skóla- og íþróttasvæðis og atvinnu- og þjónustusvæðis. sbs@mbl.is Vífilsstaðaland selt Garðabæ  200 hektarar  Kaup- verðið er nær 560 millj. kr. Morgunblaðið/Sverrir Vífilsstaðir Sveitarfélagið kaupir landið en ríkið held- ur eftir fasteignum, svo sem spítalabyggingunni. Friðjón Björgvin Gunnarsson, fyrrv. eigandi net- verslunarinnar buy.is og bestbuy- .is, hefur í héraðs- dómi verið dæmd- ur í tveggja ára og sex mánaða fang- elsi og til að greiða 307,6 millj. kr. vegna skatt- svika. Honum ber að greiða sektina innan fjögurra vikna, en sæti ella fangelsi í eitt ár. Eiginkona hans sem einnig var ákærð var dæmd í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi. Maðurinn var ákærður fyrir stór- felld undanskot á virðisaukaskatts- greiðslum hjá tveimur fyrirtækjum sem hann var í forsvari fyrir. Einnig að hafa ekki gefið upp tekjur 2011- 2013 og þar með svikist um að greiða 16,5 milljónir kr. í tekjuskatt. Þá var hann fundinn sekur um pen- ingaþvætti með því að hafa látið hluta ávinnings af brotum sínum renna inn á bankareikning sinn og bankareikn- ing eiginkonu sinnar. Neitaði mað- urinn undanskotum einkahlutafélag- anna og peningaþvætti, en játaði að hafa skilað röngum skattframtölum fyrir sig. Var hann engu að síður fundinn sekur í öllum ákæruliðum. Eiginkona hans var fundin sek um peningaþvætti með því að hafa veitt viðtöku 11,5 milljónum kr. á reikning sinn. Þá féllst dómurinn á að gera upptækar 4,9 milljónir kr. á reikningi konunnar auk þess sem mikill fjöldi raftækja og tölvutækja sem fundust á heimili þeirra var gerður upptækur. Dæmdur fyrir svik  Undanskot  Sekt er rúmar 308 millj. kr. Leyfilegur heildarafli Íslendinga á kolmunna í ár verður 264 þús. lestir samkvæmt reglugerð sem gefin var út í gær. Af leyfilegum heildarafla er einungis heimilt að veiða 218 þús. lestir í lögsögu Færeyja. Þannig tak- markast það magn sem hvert skip má veiða í lögsögu Færeyja við 82,5% af aflamarki þess. Ekki fleiri en tólf íslensk kolmunnaskip mega á hverjum tíma vera á Færeyja- miðum. Á síðasta ári máttu íslensk skip veiða 124.484 lestir af kolmunna og er aukningin milli ára því mikil. Það er einkum og helst úr höfnum á Austfjörðum sem sótt er í þennan fiskistofn, enda er þaðan í raun ekki langt að fara á miðin við Færeyjar. Kolmunna- kvóti aukinn Hveragerðiskirkja var þéttsetin í gærkvöldi þegar þar var haldin minningarstund um Mikael Rúnar Jónsson sem lést af slysförum við heimili sitt í Hveragerði síðastliðinn laug- ardag, 1. apríl. Hann var 11 ára gamall. Séra Jón Ragnarsson, sóknarprestur Hvergerð- inga, annaðist athöfnina, sem var látlaus og hlýleg. Áberandi við athöfnina voru skólasystkini Mikaels Rúnars, börn sem þarna voru með foreldrum sínum. Jarðarförin verður auglýst síðar. Fjölmenni við minningarstund í Hveragerði Morgunblaðið/Eggert

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.