Morgunblaðið - 07.04.2017, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 07.04.2017, Blaðsíða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 2017 Blúsdagur Blúshátíð í Reykjavík 2017 verður sett á morgun klukkan 14.00 á Skólavörðustígnum. Þar verður heiðursfélagi Blúsfélags Reykjavíkur 2017 kynntur og boðið upp á lifandi blús. Eggert Stjórnmálasaga að- ildarumsóknar Íslands að ESB er óskráð. Þetta er saga svart- asta kaflans í sögu ís- lenskra utanríkismála. Sumir lýstu undrun yf- ir að ríkisstjórn Sig- mundar Davíðs Gunn- laugssonar skyldi ekki strax vorið 2013 rjúfa öll tengsl við Evrópu- sambandið og segja á svipstundu skilið við stefnuna sem Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon mótuðu með ESB-aðild- arumsókninni sumarið 2009. Víst er að kjósendur veittu vorið 2013 skýrt umboð til að ljúka aðildarviðræðun- um í eitt skipti fyrir öll. Í stað þess að höggva strax á við- ræðuþráðinn við ESB var hag- fræðistofnun Háskóla Íslands falið að semja skýrslu um aðildarum- sóknina og ferlið. Skýrslan kom út í febrúar 2014. Þar er að finna skýr- ar upplýsingar um hvernig að mál- um var staðið, staðreyndir sem ekki verður hnikað, grundvöll fyrir frek- ari ályktanir. Skýrslan sýnir að allt frá fyrsta degi aðildarferlisins var illa staðið að málum. Þeir sem lögðu grunninn að umsókninni höfðu ekki fyrir því að kynna sér til hlítar hvaða kröfur ESB gerir til umsókn- arríkis. Nú þegar Guðlaugur Þór Þórð- arson utanríkisráðherra kynnir að unnið sé að heildstæðu mati á störf- um og hagsmunagæslu utanríkis- þjónustunnar er óhjákvæmilegt að líta sérstaklega til þess hvernig staðið var að ESB- aðildarmálinu. Mat umsóknarsinna á hvað aðildarviðræður tækju langan tíma reyndist alrangt. Efn- islega var látið eins og sama gilti um Ísland og Möltu í sjávarútvegs- málum. Stjórnvöld á Möltu stjórna í raun veiðum innan 25 mílna lögsögu sinnar af því að þar er aðeins heimilað að veiða á bátum undir tólf metrum að lengd. Finnum tókst að skilgreina hluta síns landbúnaðar sem heimskautabúskap og fengu leyfi til að greiða bændum þar hærri styrki en almennt leyfist innan ESB. Var sagt að íslenskum sjávarútvegi og landbúnaði yrði borgið innan ESB með vísan til þessara fordæma. Viðræðum lokið Viðræðurnar sigldu í strand strax vorið 2011 vegna ágreinings um sjávarútvegsmál. Höfundur umsókn- arinnar, Össur Skarphéðinsson ut- anríkisráðherra, sá sér þann kost vænstan að binda enda á viðræðu- ferlið í ársbyrjun 2013 í von um að minnka umræður um málið fyrir þingkosningarnar þá um vorið. Sam- fylkingin, flokkur hans, tapaði veru- legu fylgi í kosningunum 2013 og varð næstum að engu í þingkosning- unum haustið 2016. Eftir útkomu skýrslu hagfræði- stofnunar héldu ESB-aðildarsinnar áfram að hafna staðreyndum. Þeir vildu ekki heldur að tekið yrði mið af því að í þingkosningunum 2013 hafnaði þjóðin ESB-aðildarflokk- unum. Snemma árs 2014 hófu ESB- aðildarsinnar að flytja boðskapinn um svikabrigslin. Að ríkisstjórn sem var mynduð vorið 2013 eftir fall ESB-flokkanna skyldi ekki halda áfram aðildarviðræðunum og ætlaði að slíta þeim. Sérstaklega var sótt gegn forystumönnum Sjálfstæðisflokksins og þess krafist af þeim að þeir efndu til þjóðar- atkvæðagreiðslu um aðild að ESB þótt þeir, flokkur þeirra, ríkis- stjórnin og meirihluti alþingis væri á móti aðild. Málflutning ESB-aðildarsinna á árunum 2013 til 2016 ber að brjóta til mergjar ekki síður en það sem þeir sögðu og gerðu á meðan rætt var við ESB. ESB var formlega tilkynnt á árinu 2015 að Ísland væri ekki í hópi umsóknarríkja ESB. Utanríkisráðherra sendi orðsend- ingu um þetta en ESB-aðildar- sinnar létu ekki af kröfum sínum og snerust þær nú um að þjóðin kysi um að misheppnuðu aðildarviðræð- unum sem hófust á röngum for- sendum af Íslands hálfu yrði haldið áfram! Tveir flokkar sem höfðu þessa stefnu fyrir þingkosningarnar, Við- reisn og Björt framtíð, settust í rík- isstjórn undir forsæti Sjálfstæðis- flokksins að kosningum loknum. Stjórnin hefur ESB-aðild ekki á stefnuskrá sinni. Áfram rætt um ESB Í lýðræðisríki verður engum, hvorki einstaklingi né flokki manna, bannað að viðra skoðun á því hvern- ig hag þjóðarinnar sé best borgið. Einmitt þess vegna er bráðnauð- synlegt að ræða áfram um ESB- málefni hér á landi og meta þau í ljósi þess sem gerist á vettvangi ESB. Meðal annars má læra af reynslu Breta eftir að þeir samþykktu úr- sögn úr ESB í þjóðaratkvæða- greiðslu 23. júní 2016. Charles Moore, einn fremsti blaðamaður Breta, segir í grein í The Daily Telegraph laugardaginn 1. apríl að hann hafi grunað að talsmenn ESB- aðildar, forystumenn meðal ráðandi afla í Bretlandi í hálfa öld, hefðu gert áætlun um að breyta tapi sínu í þjóðaratkvæðagreiðslunni sér í vil með ýmsum stjórnarfarslegum brögðum. Þeir hefðu vissulega ekki setið aðgerðalausir. Nefnir Moore dæmi máli sínu til stuðnings. Breska rík- isútvarpið, BBC, hafi verið virkjað. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar dregin í efa, naumur sigur í henni hefði unnist vegna „lýðskrums“ og „lyga“. Fall pundsins benti til efna- hagshruns og atkvæðagreiðslan hefði ekki meira gildi en skoðana- könnun. Grein 50 í ESB-sáttmál- anum mundi að lokum leiða til þess að Bretland yrði áfram í ESB, úr- sagnarviðræðurnar tækju 10 ár. Lá- varðadeildin reyndi að hindra fram- gang málsins. Leitað var til dóm- stóla í sama skyni, allt í hæstarétt. Moore segir að nú þegar 50. gr. sáttmála ESB hafi verið virkjuð og fyrir breska þinginu liggi frumvarp um að ógilda ESB-löggjöf í Bret- landi blasi við að andstæðingar úr- sagnar hafi ekki sýnt mikla snilld í viðbrögðum sínum. Þeir hafi tapað áttum. Aðildarsinnar hafi í raun aldrei stuðst við neina áætlun við mótun og framkvæmd stefnu sinn- ar. Þeim hafi mistekist að ná vopn- um sínum og sækja fram á ný. „Sem úrsagnarsinna er mér létt en eftir langvinn kynni af hæfileikum ráðandi afla í Bretlandi er ég í áfalli,“ segir Moore. Full ástæða er einnig til að efast um hæfileika þeirra sem hafa árum saman unnið að því leynt og ljóst að koma Íslandi í Evrópusambandið. Eftir hraklega útreið ESB- aðildarumsóknarinnar með hruni sjálfs ESB-flokksins, Samfylking- arinnar, reyna þeir enn að halda lífi í aðildarmálstaðnum. Að vísu án þess að segjast vilja aðild, bara að fá að vita hvað í henni felst. Hvert er vopnið núna? Að tala niður krón- una. Það er ljótur leikur og dæmd- ur til að misheppnast. Þegar litið er til ótrúlega mikils hagvaxtar hér, lítils atvinnuleysis, lítillar verðbólgu og mikils kaup- máttar er stórundarlegt að nokkr- um detti í hug að boða bjartari tíð með aðild að evru-svæði lítils hag- vaxtar og mikils atvinnuleysis. Fréttaskýrandi Reuters, George Hay, líkti því við aprílgabb að fjár- málaráðherra Íslands vildi festa krónuna við evru – það væri álíka gáfulegt og afhenda þorski reiðhjól. Eftir Björn Bjarnason »Eftir hraklega útreið ESB-aðildarum- sóknarinnar með hruni sjálfs ESB-flokksins, Samfylkingarinnar, reyna þeir enn að halda lífi í aðildarmálstaðnum. Björn Bjarnason Höfundur er fv. ráðherra. Lengi lifir í glæðum ESB-aðildarumsóknarinnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.