Morgunblaðið - 07.04.2017, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.04.2017, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 2017 Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is HOBBY 495 UL PRESTIGE Árgerð 2017, nýtt hús til afhendingar strax! Verð 3.980.000 kr. Fleiri hús á leiðinni! Raðnr. 256056 NISSAN PATROL GR 35“ nýskr. 01/2008, ekinn 134 Þ.km, dísel, sjálfskiptur, leður, 7manna. Glæsilegt eintak! Verð 3.300.000 kr. Raðnr. 256258 VW TOUAREG 3,0TDI nýskr. 01/2015, ekinn 23 Þ.km, dísel, sjálfskiptur (8 gíra). Glæsilegt eintak!Verð 8.990.000 kr. Raðnr. 256229 M.BENZ C 220D AVANTGARDE nýskr. 09/2015, ekinn aðeins 8 Þ.km, dísel (170 hö), sjálfskiptur (7 gíra). Verð 6.690.000 TILBOÐ 5.999.000 kr. Raðnr. 255217 HONDA ACCORD LIFESTYLE nýskr. 07/2013, ekinn 47 Þ.km, bensín, sjálfskiptur, glæsilegur bíll! Verð 3.350.000 kr. TILBOÐ 2.850.000 kr. Raðnr. 287498 Þú finnur bílinn á bilo.is Auglýstir bílar eru á staðnum Skráðu bílinn á bilo.is Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Í slandssaga 19. aldar sem Stefán Halldórsson kenndi samkvæmt bókinni í gagn- fræðaskóla fyrir margt löngu fjallaði mest um sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar, framfarir í atvinnumálum, Fjöln- ismenn og önnur skáld og skör- unga. Hörð lífsbarátta forfeðra og -mæðra þorra Íslendinga vegna hungurs, hallæris og náttúru- hamfara segir hann að hafi fengið öllu minna vægi, þótt sú saga sé ekki síður merkileg. Stefán ætlar því ekki að kenna eftir bókinni á námskeiðinu Ættfræðigrúsk – fjölskyldusaga þín á netinu hjá Endurmenntun Há- skóla Íslands í lok mánaðarins. Né heldur að rekja saman ættir eða leita í fornum skjölum, kirkjubók- um eða öðrum frumheimildum sem enn eru ekki aðgengileg á netinu. „Markmiðið er að kenna þátt- takendum að nýta sér gagnagrunna og skjalasöfn á netinu til að afla sér upplýsinga um sögu fjölskyldu sinn- ar allt að 200 ár aftur í tímann. Ís- lendingabók og ættartölur á netinu segja ekki alla söguna. Ítarlegri fróðleikur um aðstæður, umhverfi, daglegt líf og örlög forfeðra okkar og -mæðra er þar víða aðgengileg- ur, fólk verður bara að vita hvar það á að bera niður.“ Og þar er Stefán á heimavelli, þaulvanur heimildavinnu af ýmsu tagi, og ætlar að miðla af þekkingu sinni. Hann er menntaður félags- fræðingur og rekstrarhagfræðingur og starfaði lengi á fjármálamark- aðnum, þar sem hann nýtti sér tölvutæknina í upplýsingaöflun og við rannsóknir og greiningar. Sögu- kennslan í gaggó var eitt af nokkr- um störfum hans í gamla daga og þá var hann líka blaðamaður um margra ára skeið. Veit eitthvað um margt „Ég nálgast fjölskyldusöguna og kennsluna á námskeiðinu svolítið eins og blaðamaður, grúska með að- ferðum blaðamannsins, leita svara við spurningum og reyni að koma efninu frá mér á auðskiljanlegan hátt. Trúlega á sama við um mig og oft er sagt um blaðamenn, að þeir séu ekki fræðingar í einu né neinu, en viti eitthvað um margt.“ Stefán er kominn á eftirlauna- aldur og starfar sjálfstætt sem ráð- gjafi og verkefnastjóri. Hann kveðst hafa meira svigrúm núna en þegar hann var í föstu starfi til að sinna áhugamálum sínum og gerir því skóna að sama sé uppi á ten- ingnum hjá flestum þátttakendum á námskeiðinu. „Mín reynsla er sú að fólk fái með aldrinum aukinn áhuga á ættum sínum, uppruna og fjöl- skyldusögu. Ungt fólk er meira með hugann í nútímanum en fortíðinni,“ segir hann. Fyrir tveimur árum gaf Stefán út bókina Öll mín bestu ár, um skemmtanalíf ungs fólks árin 1966- 1979. Bókin er prýdd fjölda mynda eftir Kristin heitinn Benediktsson ljósmyndara og krafðist töluverðrar heimildavinnu af hálfu Stefáns. Samhliða var hann farinn að grúska í fjölskyldusögu sinni og konu sinnar, Lilju Jónasdóttur. „Ég fékk sérstaklega augastað á lífi langamma okkar og -afa, samtals sextán áa, því hvort okkar á – eins og allir – fjórar langömmur og fjóra langafa. Flest voru fædd upp úr miðri 19. öld,“ segir Stefán og man nákvæmlega hvenær áhugi hans vaknaði á að kynna sér lífshlaup þeirra. Enginn dans á rósum „Það var 29. júní 2012, kvöldið áður en forsetakosningarnar voru haldnar og Ólafur Ragnar Gríms- Fjölskyldusagan brotin til mergjar Stefán Halldórsson hyggst ekki kenna eftir bókinni á námskeiðinu Ættfræðigrúsk – fjölskyldusaga þín á netinu hjá Endurmenntun Háskóla Íslands í lok mánaðar- ins. Þess í stað miðlar hann af reynslu sinni við heimildaleit á netinu og hjálpar þátttakendum að fylla upp í eyður í fjölskyldusögu sinni aldir aftur í tímann. Fimm kynslóðir Mynd frá 1999, sem tekin var á eitt hundrað ára afmæli ömmu Stefáns, Ragnheiðar Böðvarsdóttur. Auk þeirra eru á myndinni móð- ir Stefáns, Sigrún Stefánsdóttir, dóttir hans, Ásta Björg, og dóttursonurinn, Óliver Bergsson Bernburg, á fyrsta ári. Í tilefni af útgáfu bókarinnar Mið- aldir í skuggsjá Svarfaðardals flytur höfundurinn, Árni Daníel Júlíusson, fyrirlesturinn Þúfur sem segja sög- ur – ný sýn á íslenskar miðaldir kl. 17 í dag, föstudag 7. apríl, í Safna- húsinu við Hverfisgötu. Titillinn á fyrirlestrinum vísar í þúfur í sveitum landsins, en þegar betur er að gáð segja þær sögur sem aðrar heimildir steinþegja um. Þúfurnar eru þá leifar af fornbýlum, gömlum eyðibýlum sem voru í byggð á miðöldum en hafa verið í eyði í margar aldir. Þarna bjó fólk oft öldum saman en engar samtíma ritheimildir greina frá því hvað býl- in hétu eða hvaða fólk bjó þar. Undanfarin ár hefur athyglin æ meira beinst að þessum byggð- arleifum. Í Svarfaðardal eru t.d. leifar um 60 fornbýla. Býli í Svarf- aðardal byggð á síðari öldum eru um 70, þannig að hlutfallslega eru þar mörg fornbýli, eða um eitt á hvert nútímabýli. Hlutfallið er svip- að í Hörgárdal, Skagafirði og víðar þar sem þessar fornu rústir hafa verið kannaðar. Fátt er vitað um hversu lengi býlin voru í byggð, hvenær þau byggðust eða þau fóru í eyði. Rannsóknir eru lengst komn- ar í Skagafirði, þar sem athuganir á fornbýlum benda til að mörg hafi verið í byggð á 11.-14. öld. Það hlýt- ur að teljast brýnt að fá betri hug- mynd um þessa byggð, því hér virð- ist heill kafli úr miðaldasögu Íslands vera nánast ókannaður. Rannsóknir á fornbýlunum gætu birt nýja sýn á íslenskar miðaldir. Árni Daníel gegnir rannsóknar- stöðu dr. Kristjáns Eldjárns í Þjóð- minjasafni Íslands. Bók hans Mið- aldir í skuggsjá Svarfaðardals kom út í 2016 á vegum Þjóðminjasafns Íslands og Forlagsins þegar 100 ár voru liðin frá fæðingu Kristjáns Eld- járns, fyrrum forseta Íslands og þjóðminjavarðar. Fyrirlestur og bókarkynning í Safnahúsinu við Hverfisgötu Höfundurinn Árni Daníel Júlíusson. Þúfurnar segja margar sögur - ný sýn á íslenskar miðaldir Morgunblaðið/Ómar Þessi dagur fyrir akkúratfjórum árum, 7. apríl2013, var áhugaverður.Kasólétt kærastan kom heim úr IKEA og fór að hágráta; einhver rammi hafði brotnað. Ég skildi ekkert hvað var í gangi, þetta var jú rammi úr IKEA og kostaði svona 150 kall. Það má fylgja sög- unni að þarna var hún komin fimm daga fram yfir settan dag og var augljóslega orðin þreytt á því að bera hlassið hann son minn framan á sér. Til að fá hana til að hætta að hugsa um rammann ómetanlega stakk ég upp á því að við færum á Vitabar. „Heimur Jóhanns“ átti ekki að verða auglýsing fyrir Vita- bar en hvað um það; þarna eru bestu hamborg- arar Reykjavíkur og þótt víðar væri leitað. Við fengum okkur sæti og lyktin af ilm- andi hamborgurum og frönskum var nóg til að sænski ramminn tilheyrði liðinni tíð. Máltíðin bragðaðist frábærlega en eins og yfirleitt var múgur og margmenni á staðnum. Við sáum til að mynda ógæfu- mann sem var í hróka- samræðum við sjálfan sig. Þær samræður virtust enda illa, í það minnsta stóð mað- urinn upp frá hálfkláruðum bjór, gekk á vegg og hrundi á gólfið. Hann slasaðist ekki alvarlega við þetta, sem betur fer. Syninum hefur þótt þetta áhugavert, en rúmlega hálfum sól- arhring eftir ferðina á Vitabar kom hann í heiminn. Hann hefur væntanlega fundið bragðið af ham- borgaranum og skynjað það sem gekk á og hugsað með sér að hann yrði að flýta sér út. Ég mæli því með því að ólétt- ar konur sem vilja verða léttari fari á Vitann. Það hefur í það minnsta skilað 100% árangri í þau skipti sem ég þekki, og börnin sem enda „bumbu- lífið“ á horninu á Vitastíg og Berg- þórugötu eru einstaklega vel heppnuð. »Þær samræður virtustenda illa, í það minnsta stóð maðurinn upp frá hálfkláruðum bjór, gekk á vegg og hrundi á gólfið. Heimur Jóhanns Jóhann Ólafsson johann@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.