Morgunblaðið - 07.04.2017, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 07.04.2017, Blaðsíða 13
Morgunblaðið/Golli son var kosinn forseti í síðasta sinn,“ upplýsir hann og heldur áfram: „Við hjónin vorum á Hólma- vík á leið í Árneshrepp þar sem við ætluðum að skoða okkur um. Þá rifjaðist upp fyrir mér að amma Lilju fæddist á Gjögri svo við ákváðum að finna leiði ættingja hennar í kirkjugarðinum. Ég kíkti því í Íslendingabók og sá að þegar langamma konu minnar lést aðeins 27 ára frá fjórum börnum var hún sú 11. af 14 systkinum til að deyja. Flest systkini hennar dóu á fyrsta ári. Í framhaldinu fór ég að skoða aðrar langömmur okkar og -afa og sá að þetta var algengt mynstur lengst af 19. öldinni. Barnadauði var mikill og erfið lífskjör leiddu fólk til dauða langt um aldur fram.“ Stefáni var vitaskuld kunnugt um að líf forfeðranna og -mæðr- anna margra hverra var enginn dans á rósum og býsna ólíkt lífi niðjanna; blómabarnanna um 150 árum síðar, sem hann var um þetta leyti að færa til bókar. Samt kom honum á óvart hversu harða lífsbar- áttu fjölskyldur þeirra hjóna höfðu háð og varð æ forvitnari um hvern- ig þeim tókst að fóta sig og skapa sér lífsskilyrði. „Ég gæti sagt margar hörm- ungarsögurnar, þó ekki væri nema bara þær sem ég hef lesið á net- inu,“ segir hann en lætur þess getið að þau hjónin séu býsna fjarskyld, í áttunda lið nánar tiltekið, og að í ættum beggja séu líka prestar, hreppstjórar og sjálfseignar- bændur. Annars værum við ekki hér „Ég þekkti sögu langafa míns í móðurætt, Böðvars Magnússonar, bónda og sveitarhöfðingja á Laugarvatni, því ævisaga hans er til. Ólíkt var lífshlaup föðurafa míns, sem lengi var leiguliði á Aust- urlandi. Hann missti föður sinn á barnsaldri, heimilið leystist upp og hann varð tökubarn. Síðar gerðist hann vinnumaður á bæ þar sem hann kynntist vinnukonu og kvæntist henni. Þau bjuggu yfir 20 ár á leigu- jörðum þar til honum, hátt á fimmtugsaldri, tókst að eignast eigin jörð. Ég býst við að á námskeiðinu kom- ist flestir að raun um að þeir séu meðal annars komnir af fátækum leigulið- um eins og föðurafi minn var og finni hliðstæðar sögur af sjálfstæðu fólki, sem tókst á við sára fátækt, barnadauða, vistarbönd, farsóttir og hall- æri. Og hafði betur. Okkar fólki tókst það, annars værum við ekki hér. Reynsla áanna hefur ábyggi- lega áhrif og mótar kynslóðirnar sem á eftir koma með einum eða öðrum hætti.“ Stefáni finnst athyglisvert hversu hagir embættismanna, til dæmis eins langafa Lilju, prests og prófasts, voru til mikilla muna betri en alþýðufólks á 19. öld. „Flest börn hans menntuðu sig og urðu m.a. læknar og lögfræðingar. Frá öðrum langafa hennar sem var leiguliði kom fyrsti stúdentinn hins vegar ekki fram á sjónarsviðið fyrr en tveimur kynslóðum síðar. Að- stæður ungs fólks til að mennta sig, koma undir sig fótunum og eignast jörð voru því afar misjafnar eftir því hverrar ættar það var. Fátækt og skortur á jarðnæði urðu meðal annars til þess að margir fluttust vestur um haf. Einhverjar frásagnir af Vesturförum á efalítið eftir að reka á fjörur þátttakenda þegar þeir fara að grúska í heimildum um fjölskyldu sína.“ Dýrmæt saga Þegar Stefán hóf ættfræði- grúskið fannst honum lífshlaup margra forfeðra og -mæðra þeirra Lilju svo áhugavert að hann íhugaði að skrifa bók. Raunar hefur hann ekki gefið hugmyndina upp á bátinn en ætlar að bíða aðeins átekta. „Fyrst ætla ég að halda námskeiðið og reyna að átta mig á hvað það er sem þátttakendur hafa áhuga á og koma þeim á sporið í eigin fjöl- skyldusögu. Þeir þurfa ekki að hafa áhyggjur af að vera eins og í messu þar sem bara presturinn talar. “ Og þótt námskeiðið verði fólki kannski hvorki til framdráttar á ferilskránni né fjárhagslegs ávinn- ings vonar hann að það auðgi líf þess. „Ríkidæmi í formi fróðleiks og ánægju. Saga forfeðranna og -mæðranna er dýrmæt og verður ekki metin til fjár,“ segir hann. DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 2017 Á námskeiðinu fer Stefán yfir aðferðir til að leita og greina upplýsingar á sístækkandi gagnasöfnum á netinu, t.d. í Íslendingabók, manntölum á vef Þjóðskjalasafnsins allt frá 1703 og ýmsum tíma- rits- og blaðagreinum á timarit.is og Google. Fjallað er um sögu og einkenni íslensks sam- félags á 19. og 20. öld til að varpa ljósi á upplýs- ingar sem þátttakendur finna um ættingja sína. Enn fremur verða skoðaðar aðferðir ættfræðinga og sagnfræðinga sem hafa lagt áherslu á fjöl- skyldusögu. Námskeiðið er ætlað öllum sem vilja fræðast um sögu forfeðra sinna og -mæðra með eigin grúski. NÁMSKEIÐIÐ Grúsk og greining 1703 Manntalið 1703 er líklega elsta manntal í heimi sem enn er varðveitt þar sem getið er allra þegna heillar þjóðar með nafni, aldri og stöðu. Endurmenntun Háskóla Íslands. Ættfræðigrúsk – fjölskyldusaga þín á netinu. Þrjú skipti, kl. 19.30 – 21.30, miðvikudagskvöldin 26. apríl og 3. og 10. maí. Snemm- skráning til og með 16. apríl. Gersemar Stefán segir vitneskju um sögu forfeðranna og -mæðranna dýrmæta þótt ekki verði hún metin til fjár. Austurvegur 69 - 800 Selfoss // Lónsbakk i - 601 Akureyr i // Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir // Sími 480 0400 // jotunn@jotunn.is // www.jotunn.is Jötunn kynnir Goes Iron og Goes Cobalt • Lengd: 2.130 mm • Þyngd: 371 kg • Vél: Vatnskæld fjórgengis SOHC • Drif: 2x4 / 4x4 / 4x4 LOCK • Driflæsing 100% læsanleg framan og aftan • Stillanlegir demparar, sjálfstæð afturfjöðrun • Rafléttistýri (EPS) • Diskabremsur framan og aftan • Bensíntankur 18 L • Bein innspýting (EFI) • Götuskráð • Dekk framan 25x8x12 • Dekk aftan 25x10x12 með vsk IRON 450 Kr. 1.259.000 • Lengd: 2.330 mm • Þyngd: 383 kg • Vél: Vatnskæld fjórgengis SOHC • Drif: 2x4 / 4x4 / 4x4 LOCK • Driflæsing 100% læsanleg framan og aftan • Stillanlegir demparar, sjálfstæð afturfjöðrun • Rafléttistýri (EPS) • Diskabremsur framan og aftan • Bensíntankur 18 L • Bein innspýting (EFI) • Götuskráð • Dekk framan 25x8x12 • Dekk aftan 25x10x12 með vsk Kr. 1.499.000COBALT MAX 550 • Lengd: 2.330 mm • Þyngd: 383 kg • Vél: Vatnskæld fjórgengis SOHC • Drif: 2x4 / 4x4 / 4x4 LOCK • Driflæsing 100% læsanleg framan og aftan • Stillanlegir demparar, sjálfstæð afturfjöðrun • Rafléttistýri (EPS) • Diskabremsur framan og aftan • Bensíntankur 18 L • Bein innspýting (EFI) • Götuskráð • Dekk framan 25x8x12 • Dekk aftan 25x10x12 með vsk Kr. 1.299.000IRONMAX 450

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.