Morgunblaðið - 07.04.2017, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 07.04.2017, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 2017 ✝ SigtryggurEinarsson fæddist í Helli, þá Ölfusi, 18. ágúst 1935. Hann and- aðist á Landspítala Háskólasjúkrahúsi 21. mars 2017. Hann var yngsta barn hjónanna Pál- ínu Benedikts- dóttur frá Viðborði í Mýrarhreppi, f. 28. júlí 1890, d. 18. september 1962, og Einars Sigurðssonar frá Slindurholti í Mýrarhreppi, f. 16. nóvember 1884, d. 22. júlí 1963. Þau bjuggu að Gljúfri, Helli Ölf- usi og síðustu árin Einholti í sömu sveit. Systkini Sigtryggs eru Gunnar, f. 7. júní 1912, d. 12. júní 1912, Gunnar, f. 1. septem- ber 1913, d. 15. desember 1996, Valur, f. 12. júní 1915, d. 17. september 1986, Vigdís, f. 17. apríl 1917, d. 1924, Sigurður, f. 21. september 1918, d. 10. júní 2007, Hjalti, f. 25. ágúst 1921, d. 24. desember 1993, Vigfús, f. 5. Díana Petra, f. 11.2. 1998. e) Laufey Tara, f. 29.12. 1999, móð- ir þeirra er Berglind Guðmunds- dóttir, þau slitu samvistum 2009. 2) Pálína Vigdís, f. 1. apríl 1965, búsett á Selfossi. Pálína er gift Stefáni Atla Ástvaldssyni og börn þeirra eru: a) Ágúst Helgi, f. 23.7. 1985. b) Dagný Björg, f. 19.2. 1990. c) Elín Erna, f. 22.11. 1993. 3) Margrét Unnur, f. 17. janúar 1977, búsett í Reykjavík. Margrét er gift Fannari Ólafs- syni og börn þeirra eru: a) Stormur, f. 29.10. 2007. b) Frigg, f. 6.7. 2009. Langafabörnin eru orðin sex. Sigtryggur ólst upp við öll almenn sveitastörf og vann ýmis störf framan af starfs- ævinni, meðal annars hjá Kaup- félagi Árnesinga, Olíuverslun ríkisins og hjá Höfn við kjöt- vinnslu og slátrun. Einnig stund- aði Sigtryggur sjóstörf um tíma. Hann hóf störf 1965 hjá Mjólk- urbúi Flóamanna, fyrst við af- leysingar en var í föstu starfi sem mjólkurbílstjóri frá 1978- 1997, þá hætti Sigtryggur að keyra mjólkurbíl sökum heilsu- brests og hóf þá störf tengd framleiðslu í Mjólkurbúinu, þar starfaði hann til 2003. Útför Sigtryggs fer fram frá Selfosskirkju í dag, 7. apríl 2017, klukkan 15. september 1924, d. 12. júní 2001, Val- gerður, f. 19. júlí 1926, d. 5. sept- ember 2006, Álf- heiður, f. 1. ágúst 1928, d. 10. apríl 1997, Skafti, f. 13.október 1929, d. 24. janúar 2017, Sigríður, f. 10. maí 1931, d. 16. maí 2012, Benedikt, f. 17. september 1932, d. 27. októ- ber 1993. 9. júní 1964 gekk Sig- tryggur að eiga Ágústu Guð- laugsdóttur, f. 27. desember 1944. Foreldrar hennar voru Friðmey Guðmundsdóttir og Guðlaugur Þórarinsson. Börn Sigtryggs og Ágústu eru: 1) Ein- ar Friðgeir, f. 6. febrúar 1964, búsettur á Selfossi. Sambýlis- kona hans er Alma Gylfadóttir. Börn hans eru: a) Inga Berglind, f. 29.1. 1985, móðir Sigríður Guðlaug Björnsdóttir. b) Sig- tryggur Einarsson, f. 2.10. 1991. c) Sigríður Tinna, f. 6.9. 1993. d) Elsku pabbi, það er svo sárt að kveðja þig. Þú sem varst mér svo kær og kenndir mér svo margt. Til dæmis vinnusemi, hjálpsemi og nægjusemi. Að vera sáttur við það sem maður hefur og njóta. Þú kenndir mér að vinna vel þótt verkin væri misskemmtileg. Að vera alltaf til taks og hjálpa, það varst þú. Ég fékk að fylgja þér út um allar sveitir á fóðurbílnum, olíu- bílnum og mjólkurbílnum að ógleymdum kaupfélagsbílnum. Þú þekktir alla bæi og örnefni hér um allt og þreyttist aldrei á að segja frá því sem fyrir augun bar. Þú varst alla tíð góður sögu- maður og kunnir ógrynni af kvæðum. Það eru góðar minning- ar sem koma upp í hugann, allar þessar sögur og kátínan og svo þessi dillandi hlátur sem var svo einkennandi hjá ykkur systkin- unum. Ég er svo heppin að eiga stóran kassa fullan af sendibréf- um frá þér þar sem þú flytur mér fréttir að heiman, það er ómet- anlegt. Hestamennskan var stór þáttur í lífi þínu og tókum við öll þátt í umhirðu hestanna og reið- mennsku. Skemmtilegast þótti mér þegar þú varst með hestana hjá Baldri og Gunndísi í Fagur- gerðinu og var þá oft kátt á hjalla og mikið hlegið. Þegar ég flyt svo vestur 1982 og byrja búskap með Atla þá komuð þið mamma og Margrét til okkar á hverju sumri og dvölduð í mislangan tíma. Þið komuð líka á haustin og stundum með flugi að vetrarlagi. Það er yndislegt að hugsa til þessara tíma og hve börnin okkar Atla voru heppin að fá að njóta þess að vera í návist þinni og læra af þér. Við fórum saman í ferðalög út um allt og eftir að við fluttum suður 2003 urðu samskiptin enn meiri og ferðirnar fleiri. Í fyrsta og eina skiptið sem við systkinin, án maka og barna, fórum saman með ykkur í ferðalag var sl. haust og var þá farið austur að Mýrum, að hitta gamla frænku sem var þér svo kær. Það ferða- lag var ómetanlegt og samveran svo náin og góð. Síðustu mánuðir eru búnir að vera mjög erfiðir, erfitt að sjá hvernig heilsu þinni hrakaði og á svo stuttum tíma. Tíminn á sjúkrahúsinu var orð- inn langur og þú vildir komast heim, en það gekk ekki eftir. Missir mömmu er mikil, þið vor- uð búin að vera saman í 55 ár. Stóðuð saman í gegnum súrt og sætt, studduð okkur og veittuð okkur meira en þið gerðuð fyrir ykkur sjálf. Við munum gæta mömmu um ókomna tíð. Þitt starf var farsælt, hönd þín hlý og hógvær göfgi svipnum í. Þitt orð var heilt, þitt hjarta milt og hugardjúpið bjart og stillt. (Jóhannes úr Kötlum) Sagt er að þegar sorginni sleppir þá sitji eftir góðar minn- ingar, með þeim orðum kveðjum við þig, elsku pabbi. Pálína, Atli, Ágúst Helgi, Dagný Björg, Elín Erna og Máni. Elsku pabbi, þú plægðir ak- urinn og sáðir í svo ég mætti njóta. Þú varst sannur, hreinskil- inn og trúr þínum. Betri föður og vin get ég ekki hugsað mér. Til þín leitaði ég ávallt eftir ráðum, þú varst svo raunsær og skipu- lagður í öllu sem þú tókst þér fyrir hendur. Ég, þessi hvatvísa og oft fljótfæra stelpa, vissi að ef þú þegðir við hugmyndum mín- um væru þær óraunhæfar og ekki þess virði að hugsa meira um. Þú varst vinnuþjarkur og ósérhlífinn, beittur gegn órétt- læti, þú varst laus við allt fals og snobb var ekki til í þínum bókum, þú varst ansi þrjóskur og sannur þínum skoðunum, þó tilbúinn að heyra allar hliðar málsins. Þessi þrjóska hefur erfst og mun von- andi erfast áfram, hún hefur komið okkur öllum vel þegar við lærum að nota hana rétt eins og þú, elsku pabbi minn. Þú varst einstakur í kringum dýr og stundirnar okkar í hest- húsinu voru bestu stundir lífs míns. Hestadellan dofnaði aldrei og síðasta sumar fæddist þér merfolald, fimmti ættliður frá þínu fyrsta hrossi. Ég var líka heppin að fá að vera með þér ófár stundir í mjólkurbílnum og ég ætlaði lengi vel að verða mjólk- urbílstjóri eins og þú pabbi minn. Nærvera þín fyllti mann auknu innsæi, þú varst yfirvegaður og æðrulaus í öllu sem þú tókst þér fyrir hendur. Þú kunnir að njóta lífsins án þess að lífsgæðakapp- hlaupið kæfði þig, þið mamma ferðuðust um allt land og nutuð náttúrunnar. Öllu sinntuð þið mamma saman, af virðingu fyrir hvort öðru, hjörtu ykkar slógu í takt. Betri fyrirmyndir en ykkur tvö er ekki hægt að óska sér. Síðasta árið var erfitt, elsku pabbi minn, ofurminnið þitt og verkfærnin dofnuðu smátt og smátt en þrjóskan minnkaði ekki, hugurinn var marga metra á undan lúna líkamanum þínum. Aldrei kvartaðir þú, aldrei var uppgjöf á borðinu, alltaf já- kvæðni og framtíðarþrá. Elsku pabbi, ég sakna þín svo mikið, stórt skarð er í hjarta mínu. Ég trúi ekki að ég fái aldr- ei að tala við þig aftur, knúsa þig, halda í vinnulúnu hendurnar þín- ar og heyra smitandi hlátrasköll- in þín. Að börnin mín fái ekki að njóta sagnanna þinna af æskuár- um og öllu því sem þú hefur upp- lifað. Eins og ég sakna þín mikið upplifi ég ákveðinn létti að þú sért laus úr viðjum líkama þíns sem hélt aftur af þér, þú með allt þitt sjálfstæði áttir ekki gott með að vera öðrum háður. Elsku pabbi minn, minning þín lifir í hjarta okkar allra, við skulum gæta mömmu á þann hátt sem þú gerðir alla tíð. Þitt starf var farsælt, hönd þín hlý og hógvær göfgi svipnum í. Þitt orð var heilt, þitt hjarta milt og hugardjúpið bjart og stillt. En styrrinn aldrei stóð um þig, – hver stormur varð að lægja sig, er sólskin þinnar sálar skein á satt og rétt í hverri grein. Loks beygði þreytan þína dáð, hið þýða fjör og augnaráð; sú þraut var hörð en hljóður nú í hinsta draumi brosir þú. (Jóhannes úr Kötlum.) Hvíldu í friði, pabbi minn. Litla stelpan þín, Margrét Unnur. Það var eftirmiðdegi í júlí síð- astliðnum og ég var á leiðinni í Þórsmörkina í blíðskaparveðri. Ég gekk á hellulagðri gönguleið- inni að útidyrahurðinni sem minnir einna helst á gönguleið í gegnum ferðalög þeirra en með- fram hellunum lágu steinar og hlutir sem þau höfðu safnað á förnum vegi í gegnum árin. Þeg- ar inn um dyrnar var komið lokk- aði pönnukökuilmurinn minn inn í eldhús. Þar sat hann á kollinum sínum í horninu við eldhúsglugg- ann þar sem ég hafði komið að honum síðan ég man eftir mér. Ég fékk mér sæti andspænis honum og fékk mér „instant“ kaffi sem einhvern veginn bragð- aðist alltaf betur með honum. Kaffibollinn hans, sem var úr gleri, var orðinn mattur og skeið- in aflöguð á milli þumalfingurs og brúnar bollans. Augun hans voru djúp og störðu á mig í gegnum stór gler- augu sem sátu á nefinu hans. Ljósbrúnt, þunnt hárið sveipað- ist frá andlitinu. Röddin hans djúp og rám. Á annarri hendi hans var sárabindi eftir hrakföll gærdagsins. Það var nánast allt- af nýtt sárabindi á honum þegar ég hitti hann, en hann var alltaf að þrátt fyrir að líkaminn var far- inn að ryðga og fylgdi huganum ekki jafntaktfast og áður. Ég sagði honum að ég væri á leiðinni í ferðalag um suður- ströndina innan fáeinna daga. Ég var varla búin að sleppa taki á orðunum mínum þegar hann rauk á fætur og sótti landakorta- bókina sína. Í bókina gluggaði hann með stækkunargleri og þuldi síðan sögur eins og honum einum var lagið. Hann þekkti landið sitt jafnvel betur en línurnar á handarbak- inu sínu. Hann hafði lyft nánast hverjum steini og skoðað hvern krók og kima sem landið hefur að geyma. Hann hafði ástríðu fyrir náttúrunni, hestamennsku og smíðum. Hann hafði ávallt eitt- hvað fyrir stafni. Þekking hans og lífsreynsla fyllti mig innblæstri eftir hverja samverustund og þessi tiltekna heimsókn var engin undantekn- ing. Takk fyrir allt, elsku afi. Dagný Björg. Fallinn er nú frá mágur minn, Sigtryggur Einarsson, og það er mér ljúft og skylt að minnast hans í örfáum orðum. Er ég ung- ur að árum fór að heiman fékk ég inni hjá systur minni henni Ágústu og manninum hennar, Sigtryggi, sem gekk mér að hluta til í föðurstað. Á heimili þeirra, bæði á Tryggvagötunni og seinna Þórsmörkinni, dvaldi ég löngum stundum í góðu yfirlæti. Raunar varð það síðan hefð að sum Bílds- fellsbörnin dvöldu vetrarlangt hjá þeim Sigtryggi og Ágústu vegna skólagöngu. Já, það var gott að vera í kringum Sigtrygg. Mikill sögumaður var hann og eftirherma, allt vafið húmor og síðan rúsínan í pylsuendanum, hans sérlega smitandi hlátur. Sigtryggur hélt margar góðar ræður yfir mér um nauðsyn þess að fara vel með peninga og eiga fyrir hlutunum. Þessar ræður fóru að mestu fyrir ofan garð og neðan hjá mér. Þegar hann hins vegar hóf að hvetja mig til náms náði það til eyrna minna og er ég honum ætíð þakklátur fyrir þá hvatningu enda Sigtryggur ætíð ráðagóður. Sigtryggur var greið- vikinn og örlátur við að leggja sínu fólki lið, hvort sem um hey- skap eða húsbyggingar var að ræða og það munaði um hann. Fyrir tæpum tveim áratugum greindist Sigtryggur með parkinsonssjúkdóminn. Hann sagði gjarnan að það væri ekki til að hafa áhyggjur af meðan hann kveldist ekki. Ekki hindruðu þessi veikindi ferðagleðina sem fylgt hefur þeim hjónum alla tíð enda Sigtryggur mikill ökumað- ur. Hertur af flutningabílaakstri síðan á tímum KÁ og seinna mjólkurbíl MBF og ekki nema rúmt ár síðan hann hætti akstri heimilisbílsins. Það er margs að minnast og sérstaklega hversu dugleg þau hjón hafa verið að stunda samkomur innan fjöl- skyldunnar. Við hjónin kveðjum eftir- minnilegan vin og félaga með þakklæti fyrir margar uppbyggi- legar, fræðandi og skemmtilegar stundir. Ágústu, börnum og fjöl- skyldum þeirra sendum við sam- úðarkveðjur með vissu um að fal- legar minningar gægist í gegnum tárin. Svavar og Valey. Sigtryggur Einarsson HINSTA KVEÐJA Við biðjum að þér ljóssins englar lýsi og leiði þig hin kærleiksríka hönd í nýjum heimi æ þér vörður vísi, sem vitar inn í himnesk sólarlönd. Þér sendum bænir upp í hærri heima og hjartans þakkir öll við færum þér. Við sálu þína biðjum guð að geyma, þín göfga minning okkur heilög er. (Guðrún Elísabet Ormsdóttir) Pétur, Ruth og börn. Bróðir okkar, mágur og frændi, JÓHANN GÍSLASON, fyrrverandi bóndi, Sólheimagerði, Skagafirði, lést á dvalarheimilinu Ási, Hveragerði, sunnudaginn 2. apríl. Útförin fer fram frá Miklabæjarkirkju laugardaginn 8. apríl klukkan 14. Halldór Gíslason Fanney Sigurðardóttir Ingibjörg S. Gísladóttir Óli Gunnarsson Konráð Gíslason Anna Hallldórsdóttir og systkinabörn Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar okkar ástkæra eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, JÓNS HELGASONAR, Hagatúni 13, Hornafirði. Júlía Katrín Óskarsdóttir Heiðveig Maren Jónsdóttir Guðbergur Sigurbjörnsson Helgi Jóhannes Jónsson Áslaug Skeggjadóttir Bjarni Óskar Jónsson og afabörn Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR MAGNÚSSON bifreiðasmiður og verslunarmaður, lést á dvalarheimilinu Hlíð þriðjudaginn 28. mars. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sérstakar þakkir eru færðar til starfsfólks og íbúa Furuhlíðar. Jóna Þórólfur Geir Matthíasson Magna Úlfar Björnsson Guðmundur Baldvin Soffía Gísladóttir Rannveig Antonía Vilhjálmur Grímsson barnabörn og barnabarnabörn Okkar ástkæri eiginmaður, sonur, faðir, tengdafaðir og afi, VIGFÚS AÐALSTEINSSON viðskiptafræðingur, Arnartanga 80, Mosfellsbæ, lést á hjúkrunarheimilinu Hömrum 2. apríl. Útför hans fer fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 11. apríl klukkan 15. Ástvinir afþakka blóm og kransa, en þeim sem vilja minnast hans er bent á minningarkort Rótarýklúbbanna eða líknarfélög (minningarkort Rótarý má finna á /www.rotary.is/umrotary/kort/minningarkort). Svala Árnadóttir Guðbjörg Vigfúsdóttir Heiða G. Vigfúsdóttir Leifur Eiríksson Hafdís G. Vigfúsdóttir Árni Gunnar Vigfússon Aðalheiður Vigfúsdóttir Vigfús Þór Sveinbjörnsson og afabörn SIGURBJÖRG SIGGEIRSDÓTTIR, Hrafnistu Hafnarfirði, áður Melhaga 10, er látin. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Örn Jóhannsson Edda Jónsdóttir Valur Jóhannsson Jenny Forberg Anna Sigríður Jóhannsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr. Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.