Morgunblaðið - 06.05.2017, Síða 4

Morgunblaðið - 06.05.2017, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2017 Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Vorverkin á MÚRBÚÐARVERÐI Gróðurmold 20 l 490 Hjólbörur, 80 lítra 3.990 Lavor Space 180 háþrýstidæla 24.990 180 Max bar 510min Litrar Pallahreinsir, bursti og aukaspíssar. Sterkir Cibon strákústar 45cm 1.395 kr. 60cm 1.895 kr. Cibon Fúgu vírbursti 3x10 laga m/skafti 1.490 kr. Fimm bjúgnefjur sáust á Stekkakeldu við Höfn í Hornafirði í fyrradag. Flækingsfugl þessi hefur aðeins sést tvisvar áður og hér og með þessum fundi hafa sést tíu fuglar af þessari tegund hér á landi. Brynjúlfur Brynjólfsson hjá Fuglaathug- unarstöð Suðausturlands kom auga á bjúgnefjurnar og mynd- aði. Hann segir að bjúgnefja hefði fyrst sést hér á landi við Hvalnes í Lóni árið 1954. Fimmtíu árum síðar, í apríl 2004, fann hann fjórar í Flóanum við Höfn. Bjúgnefjur verpa mest við norðurhluta Miðjarðarhafsins en einnig upp með ströndum Evrópu alveg norður til Svíþjóðar og Bretlandseyja. Vetrarstöðvar þeirra eru í Afríku. Bjúgnefjurnar fimm sem komu við í Hornafirði hafa vænt- anlega verið í farflugi að sunnan og lent hingað til lands í hvassviðrinu sem borið hefur hingað marga flækingsfugla undanfarna daga. helgi@mbl.is Ljósmynd/Brynjúlfur Brynjólfsson Sjaldséðar bjúgnefjur stinga niður fæti í Hornafirði Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Ögmundur Jónasson, fyrrverandi samgönguráðherra og þingmaður VG, skrifar harðorðan pistil á heima- síðu sína ogmundur.is, um Vaðlaheið- argöngin og kjördæmapotara, sem hann nefnir í fyrirsögn pistilsins „kraftaverkamenn“ íslenskra stjórn- mála. Steingrímur J. Sigfússon gefur lítið fyrir gagnrýni Ögmundar, en segir að sér finnist leitt ef Ögmundur geti ekki unnt Norðlendingum þess að gleðjast yfir þessum áfanga. Ögmundur sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að með því að skrifa ofangreindan pistil hafi hann viljað minna á það sem hann hafi sagt frá upphafi um andstöðu sína við gerð ganganna, því sér þætti ástæða til þess að þessu væri haldið til haga, „vegna þess að stjórnmálin og mis- tökin sem þar eru gerð, eru til þess að læra af þeim,“ sagði Ögmundur. Aðspurður hvernig hann teldi að fyrrverandi formaður VG, Stein- grímur J. Sigfússon, þingmaður VG í Norðausturkjördæmi og Kristján L. Möller, fyrrverandi samgöngu- ráðherra og þingmaður Samfylking- arinnar í Norðausturkjördæmi, tækju þeirri gagnrýni sem fram kæmi í pistlinum á kjördæmapotara, sagði Ögmundur: „Ég velti því ekk- ert mikið fyrir mér. Þessi sjónarmið sem ég set fram í pistlinum eru þau sömu og ég hafði frá upphafi. Þegar verið er að gera fögnuðinum um að haftið í göngunum hafi verið sprengt, svona hátt undir höfði, finnst mér sjálfsagt að þessi sjónarmið mín komi fram á nýjan leik. Það voru alls ekki allir sammála um þessa framkvæmd og mér finnst mjög mikilvægt að við færum okkur út úr þessum farvegi ákvarðanatöku. Því miður er þetta ekki liðin tíð.“ – Áttu von á því að þú munir keyra um Vaðlaheiðargöng eftir að þau verða komin í gagnið? „Ég hef ekki hugmynd um það. Það er afskaplega fallegt að keyra um Víkurskarðið, og ég er ekki viss um að ég vilji verða af þeirri fegurð,“ sagði Ögmundur. „Ég mun ekki svara gagnrýni Ögmundar, en segi þó að mér finnst leitt, ef Ögmundur getur ekki unnt Norðlendingum þess að gleðjast yfir þessum áfanga í framkvæmdinni,“ var það eina sem Steingrímur J. Sigfússon vildi segja, þegar Morgunblaðið ræddi við hann í gær. Í pistli Ögmundar segir m.a.: „Ráð- herra samgöngumála (Ögmundur – innskot. blm.) sem ábyrgur var fyrir málaflokknum var því andvígur að ráðist yrði í framkvæmdina á þeim forsendum sem fyrir lágu. Sú afstaða var virt að vettugi í ríkisstjórn og síð- ar á þingi.“ Ögmundur skrifar undir lok pistils- ins, sem birtur var 3. maí sl.: „Vaðla- heiðargöngin eru dæmi um ranga forgangsröðun. Þau eru líka dæmi um yfirgang og pólitíska frekju. Vinnubrögðin í þessu máli skýra hvers vegna pólitískir flokkar tapa tiltrú.“ Enn á móti gangagerðinni  Ögmundur Jónasson kallar kjördæmapotara „kraftaverkamenn“  Segir Vaðla- heiðargöngin vera dæmi um ranga forgangsröðun, yfirgang og pólitíska frekju Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Ögmundur Jónasson Steingrímur J. Sigfússon Vaðlaheiðargöng Síðasta haftið í göngunum var sprengt 28. apríl sl. „Saman munum við geta breytt hlut- unum,“ sagði Björt Ólafsdóttir, um- hverfis- og auðlindaráðherra, þegar ráðherrar í ríkisstjórn Íslands skrif- uðu í gær undir samstarfsyfirlýs- ingu um gerð aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum sem liggja skal fyrir í lok ársins. Markmið áætlunarinnar er að Ís- land geti staðið við skuldbindingar sínar samkvæmt Parísarsamn- ingnum í loftslagsmálum til 2030 með því að draga úr losun gróð- urhúsalofttegunda og auka bindingu koldíoxíðs úr andrúmslofti. „Ég tel það mjög mikilvægt að þetta verk- efni sé á Íslandi unnið þvert á þau svið sem geta lagt hönd á plóginn. Það er gríðarlega mikilvægt að þetta sé ekki unnið í einu ráðuneyti,“ sagði Björt. freyr@mbl.is Samstaða mikilvæg  Aðgerðaáætlun í loftlagsmálum Morgunblaðið/Eggert Aðgerðaáætlun Ríkistjórnin kynnti málið í Ráðherrabústaðnum. Nemendur efstu bekkja grunnskólans í Vík í Mýrdal áttu þess kost í gær að kynnast ýmsu framandi þegar Háskólalest Háskóla Íslands hafði þar viðkomu. Lestin heimsækir fjóra staði í maímánuði og hvarvetna er áhugaverð dagskrá. Frá því lestinni góðu var ýtt af stað á teinunum fyrir sjö árum hefur hún heimsótt 30 staði á landinu – og meðal þess sem býðst er að líta til stjarna í öflugum kíki eins og krakkar í Mýrdalnum gerðu. Vísindalest Háskóla Íslands hafði viðkomu í Vík í Mýrdal í gær Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Horft til himins í vísindasjónaukanum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.