Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.2006, Síða 8

Freyr - 01.04.2006, Síða 8
NAUTGRIPARÆKT Nautgriparækt Upplýsingar um ræktunar- starf, sölu, verðlag og afkomu greinarinnar Ljósm. Jón Eiríksson Afurðir nautgripa eru mjólk, naut- gripakjöt og húðir. Samkvæmt gjaldstofni til búnaðargjalds vegna tekjuársins 2004 voru verðmæti nautgripaafurða um 9,9 milljarðar króna eða 49,76% af heildargjald- stofninum. Áætlað er að mjólkin skili um 92% verðmætanna. Ekki eru hlutfallslega miklar breytingar milli búgreina á milli ára. FJÖLDI INNLEGGJENDA Verðlagsárið 2004/2005 var 861 lögbýli með greiðslumark í mjólk en voru 889 á sama tíma árið áður. Þetta er rúmlega 3% fækkun og fækkaði búum með greiðslu- mark að jafnaði um 0,5 á viku á verðlagsár- inu 2004/2005. Það er heldur minna en árið áður, en þá fækkaði um 0,8 bú á viku. Með- almjólkurinnlegg á bú með greiðslumark var um 123.113 Itr. en 121.917 Itr. árið á undan. Miklar framfarir eru í fóðrun og meðferð gripanna sem ásamt kynbótum hefur skilað stórauknum afurðum síðustu ár. Tafla 1. sýnir fjölda lögbýla með greiðslu- mark í mjólk og stærð kúabúa verðlagsárið 2004/2005. Fjöldi mjólkurkúa haustið 2005 var 23.675 og hafði þeim fækkað frá árinu 2003 um 1.229, eða 4,9%. Frá árinu 2000 til ársins 2004 hefur mjólkurkúm fækkað um 12,5% og öðrum nautgripum um tæp 12%. Þessi þróun endurspeglar annars veg- ar aukna afurðasemi mjólkurkúnna og hins vegar minnkandi arðsemi nautakjötsfram- leiðslu. Tafla 2 sýnir fjölda nautgripa 2000- 2005. Tafla 2. Fjöldi nautgripa 2000 - 2005 Ár Kýr Aðrir nautgripir 2000 27.066 45.069 2001 26.240 43.928 2002 25.508 41.717 2003 24.904 41.131 2004 24.395 40.244 2005 23.675 39.775 Heimild: Bændasamtök íslands FRAMKVÆMDAGLEÐI RÍKJANDI Á árinu 2005 var Lánasjóður landbúnaðar- ins seldur. Kaupandi var Landsbanki íslands. Lauk þar langri framkvæmdasögu og bein- um afskiptum ríkisins af framkvæmdum í landbúnaði. Var lögum um innheimtu og ráðstöfun búnaðargjalds enn fremur breytt Tafla 1. Fjöldi 2004/2005 ögbýla með greiðslumark og stærð kúabúa eftir kjördæmum Fjöldi lögbýla Innlögð mjólk (Itr.) Meðalinnlegg (Itr.) Greiðslumark (þús. Itr.) Reykjanessvæði 12 1.252.577 104.381 1.202.354 Vesturland 127 14.292.365 112.538 13.381.847 Vestfirðir 39 3.324.640 85.247 3.204.009 Norðurland vestra 135 16.456.046 121.897 16.415.396 Norðurland eystra 191 27.168.934 142.246 26.569.410 Austurland 57 5.916.262 103.794 5.817.650 Suðurland 300 41.052.577 136.842 39.409.334 Alls 861 109.463.401 127.135 106.000.000 Heimild: Bændasamtök íslands I FREYR 04 2006

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.