Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.04.2006, Qupperneq 9

Freyr - 01.04.2006, Qupperneq 9
NAUTGRIPARÆKT frá 1. janúar 2006. Allt fjármálaumhverfi hefur breyst mjög ört að undanförnu og að- gengi að fjármunum er með allt öðrum hætti nú en fyrir örfáum misserum. Nú líta lánastofnanir frekar til heildarviðskipta bænda og hver og einn getur samið um sfn kjör og aðgengi að fjármagni. Þar er einnig um fleiri möguleika að ræða en áður var. Víst er að Landsbankinn ætlar sér að sinna framþróun og uppbyggingu meðal bænda og í landbúnaði almennt og leitast þar við að verða fremstur meðal jafningja. Eitt af því sem samtímis breytist er að erf- iðara verður að fá upplýsingar um fram- kvæmdir í landbúnaði. Landsbankinn, eins og aðrar lánastofnanir, gefur ekki upp um- svif málaflokksins, en Lánasjóður landbún- aðarins tók árlega saman yfirlit yfir fram- kvæmdir og fjárfestingar sem sjóðurinn lán- aði til. Því verður að leita annarra leiða til að fá samanburð hvað þetta varðar frá ári til árs. Fyrir sfðasta ár er þó hægt að fullyrða að enn ríkir mikil framkvæmdagleði og bjart- sýni I mjólkurframleiðslunni. Fjós og mjalta- búnaður er endurnýjaður af miklum krafti. Það eru ekki síst hagstæðar markaðsað- stæður sem ýta undir áframhaldandi bjart- sýni og jákvæða þróun ( greininni. FRAMLEIÐSLA OG SALA MJÓLKUR Heildargreiðslumark verðlagsársins 2004/2005 var 106 milljónir lítra en fram- leiðsla á verðlagsárinu nam 1 1 1.352 þús. Itr. Greiðslumark fyrir verðlagsárið 2005/2006 var í framhaldi af því ákveðið 111 milljónir lítra. Tafla 3 sýnir framleiðslu mjólkur á almanaksárunum 2000-2005 og heildargreiðslumark í mjólk miðað við verð- lagsárin 2000/2001-2004/2005. Tafla 3. Framleiðsla mjólkur og heildar- greiðslumark í mjólk 2000-2005 Alman- aksár Fram- leiðsla (þús. Itr.) Fram- leiðsluár Greiðslu- mark (þús. Itr.) 2000 104.025 2000/2001 103.000 2001 106.150 2001/2002 104.000 2002 110.761 2002/2003 106.000 2003 108.384 2003/2004 105.000 2004 112.030 2004/2005 106.000 2005 109.463 * 2005/2006 111.000 Heimild: Bændasamtök íslands/ Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði * Mjólka ehf. meðtalin Sala próteinríkra mjólkurvara, s.s. osta og skyrs, hefur farið vaxandi undanfarin ár en á móti hefur dregið úr sölu á fituríkum vör- um eins og drykkjarmjólk og viðbiti. Árlega er því flutt út nokkurt magn af smjöri. (töfl- um 4 og 5 er sýnd sala helstu mjólkurafurða árin 2004 og 2005 á fitu- og próteingrunni, ásamt breytingu á milli ára. Tafla 4. Sala mjólkurafurða 2004 og 2005, umreiknuð á fitugrunni 2004 2005 Mismunur (þús. Itr.) (þús. Itr.) (þús. Itr.) Mjólk 26.014 25.858 -156 Rjómi 16.862 17.237 375 Ábaetisréttir 2.860 2.803 -57 Viðbit 24.971 25.881 910 Ostar 25.376 26.488 1.112 Mjólkurduft o.fl. 2.036 2.062 26 Samtals 98.119 100.768 2.649 Heimild: Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði Tafla 5. Sala mjólkurafurða 2004 og 2005, umreiknuð á próteingrunni 2004 2005 Mismunur (þús. Itr. (þús. Itr.J (þús. Itr.) Mjólk 42.844 42.460 -384 Rjómi 1.655 1.730 75 Ábætisréttir 15.368 17.221 1853 Viðbit 2.691 2.674 -17 Ostar 39.443 40.927 1.484 Mjólkurduft o.fl. 7.277 7.041 -236 Samtals 106.587 112.315 5.728 Heimild Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði Nokkur aukning hefur orðið í neyslu mjólkurafurða á íbúa þegar hún er reiknuð miðað við fituinnihald, eða um 0,8% milli áranna 2004 og 2005. Þetta er jákvæð Ljósm. Jón Eiríksson breyting frá fyrri árum. Árið 2005 var neysla á íbúa á próteingrunni einnig tæpum 1,15% meiri en árið 2004. Þessi þróun er sýnd í töflu 6. (töflu 7 er sýnd neysla helstu mjólkuraf- urða á íbúa árin 2000 -2005. Veruleg aukn- ing hefur orðið í neyslu á skyri og skyr- drykkjum á sfðustu árum en dregið úr mjólkurdrykkju. FRAMLEIÐSLA OG SALA NAUTGRIPAKJÖTS Framleiðsla og sala nautgripakjöts hefur haldist nokkuð stöðug undanfarin ár eða milli 12 og 13 kg á íbúa. Hlutdeild naut- gripakjöts í heildarkjötneyslu Islendinga árið 2005 var tæplega 15%. í töflu 8 er yfirlit yfir framleiðslu og sölu nautgripakjöts árin 2000 - 2005. Alls var 20.019 gripum slátr- að á árinu 2005. Tafla 6. Heildarsala mjólkur á íbúa 2000-2005, umreiknuð á fitu- og próteingrunni IIIIIMIIIII IIIIIIIIIH 2000 2001 2002 2003 2004 2005 Samtals umr. á fitugr. (Itr.) 348,5 344,8 336,7 334,1 337,8 340,4 Samtals umr. á próteingr. (Itr.) 377,0 379,1 369,6 370,8 375,1 379,4 Heimild: Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði. Útreikningar: Bændasamtök islands Tafla 7. Sala helstu mjólkurafurða á íbúa 2000 -2005 2000 2001 2002 2003 2004 2005 Mjólk (Itr.) 154,4 151,5 149,7 146,9 144,8 141,8 Rjómi (Itr.) 7,3 7,3 7,2 7,5 7,7 7,6 Jógúrt (Itr.) 10,9 10,2 11,6 12,2 14,3 13,4 Jógúrt innflutt (Itr.) 1,3 0,6 0,3 0,2 0,2 0,1 Skyr(kg) 6,7 8,7 7,9 8,9 10,7 14,8 Aðrar ferskvörur (Itr.) 1,5 1,4 1,5 1,4 1,3 1,0 Viðbit (kg) 5,4 5,3 5,1 5,0 5,1 5,2 Ostar (kg) 14,7 15,1 14,9 15,0 15,1 15,4 Ostar innfluttir (kg) 0,6 0,4 0,5 0,5 0,5 0,6 Duft (kg) 2,2 2,3 2,3 2,2 2,4 2,3 Heimild: Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði FREYR 04 2006 5

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.