Freyr - 01.04.2006, Qupperneq 38
Dæmi um færslur í minnisbók
daqsetninq tímasetning vatnshæð cm rennsli l/s athugasemd
3.1.2005 12:00 123 28 enginn ís í laeknum
5.1.2005 14:00 124 29 mælistaðurinn íslaus
7.1.2005 13:00 123 28
10.1.2005 11:00 120 24
12.1.2005 12:00 115 19 óvenju lítið rennsli
13.1.2005 14:00 135 47 mikil rigning
13.1.2005 16:00 146 69 mikill vöxtur
13.1.2005 18:00 153 86 enn að vaxa
13.1.2005 21:00 155 91 hámarki náð
14.1.2005 10:00 138 52
Dæmi um samband vatnshæðar og rennslis fundið með mælingum
Rennslisly kill
Dæmi um ársferil rennslis
dagsetning
-e—mæltrennsli ------meðalrennsli — - — minnsta rennsli
Vatnshæð sem lesin er af kvarðanum er
skráð í minnisbók eða jafnvel lófatölvu á
skipulegan og skýran hátt. Því oftar sem
vatnshæðin er mæld, því nákvæmari og
áreiðanlegri verður niðurstaðan. Hins vegar
er oft látið nægja að mæla vatnshæðina
daglega eða annan til þriðja hvern dag í
reynd. Auk vatnshæðar er lágmark að skrá
dagsetningu og tímasetningu álestrarins, en
góð regla er að skrá einnig stutta lýsingu á
aðstæðum og sjálfsagt er að reikna út
rennslið ef rennslislykillinn er fyrir hendi.
Eins og þegar hefur verið nefnt þarf að
breyta vatnshæðinni yfir f rennsli sam-
kvæmt rennslislykli. Þar sem ekki er varan-
leg mælistífla þarf að finna út samband
rennslis og vatnshæðar með þvf að mæla
rennsli og vatnshæð við mismunandi vatns-
hæð.
Myndin hér að ofan sýnir dæmi um sam-
band vatnshæðar og rennslis sem hefur ver-
ið fundið með mælingum. Rétt er að fylgj-
ast með hvort sambandið milli vatnshæðar
og rennslis breytist með því að mæla rennsli
öðru hvoru samhliða því að lesa á kvarðann.
ÁRSFERILL RENNSLIS
Virkjað rennsli er ákveðið með hliðsjón af
fyrirsjáanlegri orkunotkun og möguleikum
á að miðla rennsli. Ef orkunotkunin er stöð-
ug allan ársins hring og miðlunarmöguleik-
ar engir, er virkjað rennsli ákveðið sem
minnsta rennsli á tímabilinu. Á meðfylgjandi
mynd má sjá hvernig ársferill rennslis gæti
litið út. Samkvæmt þeirri mynd er minnsta
rennsli (virkjað rennsli) á tímabilinu 20 l/s.
SAMANTEKT
Eitt það fyrsta sem þarf til þess að geta lagt
skynsamlegt mat á hvort virkjun sé hag-
kvæm eða ekki eru upplýsingar um rennsli
og fallhæð. í greininni hefur verið bent á
aðferðir sem hægt er að nota við að mæla
þessar stærðir. Það er þó rétt að minna á að
þótt rennsli og fallhæð séu mikilvægar
stærðir er ekki síður mikilvægt að taka til at-
hugunar fleiri þætti sem hafa áhrif á það
hvort tiltekinn virkjunarkostur er hagkvæm-
ur eða framkvæmanlegur. Má þar nefna
svæðisskipulag, náttúruvernd, lífríki, orku-
notkun, orkuverð og fjármagnskostnað, svo
dæmi séu tekin.
HEIMILDIR OG TILVÍSANIR
ESHA European Small Hydro Power Association.
1998. Layman’s Handbook on how to Develop a
Small Hydro Site. Commission of the European
Communities, Directorate General for Energy.
Sótt á www.esha.be hinn 22.3.2006.
Jóna Finndís Jónsdóttir, Kristinn Einarsson,
Snorri Zóphóníasson, Bjarni Kristinsson og Sverrir
Elefsen. 2002. Leiðbeiningar um mælingar á
vatnsrennsli í smáám og lækjum. Vatnamælingar
Orkustofnunar. Sótt á www.os.is/page/smavirkj-
anir hinn 22.3.2006.
RetScreen International. 2004. Small Hydro
Project Analysis. Minister of Natural Resources of
Canada. Sótt á www.retscre-
en.net/ang/g_small.php hinn 22.3.2006.
US Department of the Interior. 2001. The Water
Measurement Manual. Water Resources Research
Laboratory. Sótt á www.usbr.gov/pmts/hydraul-
ics_lab/pubs/wmm hinn 20.3.2006.
US Geological Survey. 1982. Measurement and
computation of streamflow: Volume I. Measure-
ment of Stage and Discharge. Geological Water
Supply Paper 2175, U.S.A. Sótt á
http://pubs.usgs.gov/wsp/wsp2175 hinn
20.3.2006.
VGK. 2003. Litlar vatnsaflsvirkjanir - kynning og
leiðbeiningar um undirbúning. Iðnaðarráðuneyt-
ið. Sótt á www.os.is/page/smavirkjanir hinn
22.3.2006.
34
FREYR 04 2006