Fréttablaðið - 14.12.2017, Side 62

Fréttablaðið - 14.12.2017, Side 62
1 4 . d e s e m b e r 2 0 1 7 F I m m T U d A G U r50 b í l A r ∙ F r É T T A b l A ð I ð Bílar Í fyrsta sinn frá efnahagshruninu árið 2008 verður bílasala minni í ár í Bandaríkjunum en árið á undan, þó ekki muni miklu. Fyrstu 11 mánuði ársins hefur salan verið 1,5% minni en í fyrra, er salan náði metsölunni 17,6 milljón bílar. Salan hefur sem sagt aukist ár frá ári síðustu 9 ár en einsýnt var að þessi vöxtur myndi einhvern tíma taka enda og allt stefnir í að það verði ár, nema gríðarleg sala verði í desember. Ekkert bendir reyndar til þess. Það sem drifið hefur þessi síauknu sölu á undanförnum árum er lágt verð á eldsneyti í Bandaríkjunum, hag- stæð bílalán, lágt verð á bílum og gríðarleg samkeppni á milli bíla- framleiðenda. Uppsöfnuð endurnýjunarþörf yfirstaðin Að auki var uppsöfnuð þörf á kaupum á nýjum bílum eftir gríðar- lega minnkandi sölu á árum efna- hagskreppunnar og mikil endur- nýjunarþörf. Eins og salan lítur út í dag stefnir í 17,1 milljón bíla sölu í Bandaríkjunum í ár, eða hálfri millj- ón færri seldra nýrra bíla en í fyrra. Spáin fyrir næsta ár kveður einn- ig á um minnkun í sölu, eða upp á 16,6 til 16,7 milljón bíla samkvæmt spám Autotrader.com og Kelly Blue Book. Það sem minnka mun söluna að þeirra mati er tilkoma mikils magns af nýlegum bílum sem renna út í leigu og verða boðnir til sölu lítillega notaðir. Búist er við því að sala næstu ára muni ná jafnvægi í um 15,5 til 16 milljón bíla sölu. Því er gósentíð bílaframleiðenda að ein- hverju leyti að renna sitt skeið nú vestanhafs og ár stöðugleika í sölu fram undan með minni sveiflum en á síðustu árum. Minni bílasala í Bandaríkjunum í fyrsta sinn frá hruni Fer úr 17,6 milljónum bíla í fyrra í um 17,1 milljón í ár. Salan hefur aukist ár frá ári síðustu 9 ár en nú er lát á aukningunni. Franski bílaframleiðandinn Renault kynnti þann 7. desember nýja 1,3 l bensínvél, Energy Tce með beinni innspýtingu og forþjöppu, sem þróuð var í samstarfi við Nissan og Daimler, móðurfyrirtæki Mercedes Benz. Eru fyrstu vélarnar nú þegar komnar í nýjustu Renault Scénic og Grand Scénic á meginlandi Evrópu. Vélin er snörp og togmikil og jafn- framt eyðslugrennri og umhverfis- mildari en fyrri vélar. Kaupendur Scénic geta valið um þrjár útfærslur; 115 hestafla Energy Tce-vélina við beinskiptinu og 140 eða 160 hest- afla Energy Tce-vél þar sem velja má um beinskiptingu eða EDC tveggja kúplinga sjálfskiptingu. Á næsta ári hyggst Renault bjóða fleiri bílgerðir með þessari nýju vél. Renault kynnir nýja bensínvél  Bílaumferð í Bandaríkjunum. N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n h ú s g a g n av e r s l u n Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Amadeus borðstofuhúsgögn Opið virka daga 11-18 laugardaga 11-15 Komið og skoðið úrvalið lyftarar og hillukerfi www.velaborg.is velaborg@velaborg.is s. 414 8600 V Hafðu lyfin tilbúin þegar þú sækir Pantaðu tiltekt á appotek.is eða í síma 568 0990 Garðs Apótek - í leiðinni Fáðu lyfin send heim með póstinum Pantaðu sendingu á appotek.is Garðs Apótek - um land allt Sogavegi við Réttarholtsveg og Miklubraut Opið kl. 9-18 virka daga, lokað um helgar Bæjarhrauni 2 | Hafnarfirði | Sími: 4370000 | hafis@hafis.is Komdu og fáðu rjómaís og laktósafrían vegan ís Íslenskur ís með ítalskri hefð Hin nýja 1,3 lítra Tce vél Renault er öflug þrátt fyrir smæðina. 1 4 -1 2 -2 0 1 7 0 4 :2 5 F B 0 8 8 s _ P 0 6 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 6 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 7 C -5 4 C 4 1 E 7 C -5 3 8 8 1 E 7 C -5 2 4 C 1 E 7 C -5 1 1 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 8 8 s _ 1 3 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.