Fréttablaðið - 14.12.2017, Page 84

Fréttablaðið - 14.12.2017, Page 84
Of mikil fjölbreytni og fram-boð á mat, eins og bíður okkar á jólahlaðborði, eykur líkur á að við borðum allt of mikið – við eigum einfald- lega erfiðara með að hafa stjórn á okkur þegar úrvalið er mikið. Áfengisneysla fyrir máltíð eykur líka matarlystina og gefur auka hitaeiningar. Það getur verið lúmskt hvað hollar fæðutegundir eins og þurrk- aðir ávextir og hnetur eru orku- ríkar og mætti því borða þær í hóf- legu magni (lófafylli). Þetta gildir sérstaklega fyrir einstaklinga í kyrrsetuvinnu. Trefjarík matvæli auka á seddu- tilfinninguna og því tilvalið að notfæra sér það fyrir uppskriftir (kökur og pítsubotn). Dæmi um breytingar á upp- skriftum til að gera þær hollari og trefjaríkari: Nota heilhveiti eða grófmalað spelt á móti hveiti í uppskriftinni. Fínt er að miða við 50:50 hlutföll. Nota eplamauk eða stappaðan banana á móti sykri í uppskrift- inni. Þannig er hægt að minnka sykurmagnið um a.m.k. helming. Einnig má minnka sykurinn í uppskriftinni án þess að bæta nokkru á móti. Nota jurta- olíu í staðinn fyrir smjör eða smjörlíki (1 dl fyrir 100 g) – mjúk fita er ávallt betri val- kostur en hörð fita. Best er að sneiða sem oftast hjá sykurríkum mat- vælum eins og sælgæti, konfekti og sykruðum gosdrykkjum (t.d. jólaöli). Í staðinn mætti fá sér mandarínur, vínber, tómata og fleira í þeim dúr. Svo er mikil- vægt að borða hóflega af söltu og/ eða reyktu kjöti eða sleppa því alveg og gefa í staðinn ávöxtum, grænmeti og baunum gott pláss á disknum. Niðurstaða: Þrátt fyrir annasama aðventu er mikil- vægt að huga að reglulegum máltíðum og hreyfingu og minnka þannig líkur á ofáti. Einnig er gott að borða ríku- lega af ávöxtum og græn- meti. Svo er bara að njóta. Lesendum er bent á að senda sérfræðingum okkar spurningar tengdar heilsu og lífsstíl á heilsanokkar@frettabladid.is. Hvernig kemst ég hjá því að borða of mikið á aðventunni? Heilsan okkar áFENGIS- NEySla FyrIr máltíð Eykur líka matarlyStINa oG GEFur auka HIta- EININGar. Jóhanna E. torfadóttir næringarfræðingur og doktor í lýð- heilsuvísindum Melania starfaði sem fyrirsæta á sínum yngri árum og var stórstjarna í tískuheiminum, líkt og kunnugt er. Melania þykir einstaklega fáguð og með háklassa fatasmekk. Hún er óhrædd við að ganga í skærum litum og ber þá með prýði. Gífurlegt álag og heilmikil ferðalög um heim- inn virðast samt ekki hafa áhrif á óaðfinnanlegt útlit þessarar 47 ára gömlu eiginkonu Donalds Trump. Melania hefur margoft verið spurð hvort hún hafi farið í fegrunar aðgerðir sem er frekar venja en undantekning hjá þeim sem eru stöðugt í sviðsljósinu en hún segir galdurinn liggja í öðru. Leynivopn Melaniu er förðunar- meistarinn Nicole Bryl en þær hafa starfað saman í ellefu ár, Nicole hefur unnið fyrir fjölmarga heims- fræga, meðal annars fyrirsætuna Cindy Crawford og Charlene, eigin- konu Alberts fursta af Mónakó. Leiðir þeirra lágu fyrst saman þegar Nicole farðaði Mel- aniu fyrir fyrirsætuverk- efni. Nicole og Melania eru sammála um að galdurinn á bak við gott útlit sé fyrst og fremst góð húðumhirða. Sjálf hefur M e l a n i a margoft sagt frá því í viðtölum að gott rakakrem og húðhreinsun sé lykill- inn að fallegu útliti, en hún hefur sinnt húð sinni af alúð frá táningsaldri. Melania hefur fastmótaðan förðunarstíl þar sem áherslan er á „smókí“ útlit í kringum augun og athyglinni beint að háum kinnbeinum hennar en að jafnaði er hún með hlutlausan varalit. Spenn- andi verður að sjá hvort þessi förð- un verður að tískubylgju. asta@frettabladid.is leynivopn melaniu „Ég hreinsa húðina og nota rakakrem og forðast sólina,“ hefur Melania trump sagt, spurð út í galdurinn á bak við gott útlit. NOrDiCPHOtOs/GEttY Melania Trump forsetafrú þykir glæsileg en leynivopn hennar er förðunarmeistarinn Nicole Bryl. Þær hafa starfað saman í 11 ár. Nicole Bryl K R I N G L U N N I & S M Á R A L I N D Buxur 2.990 kr. Breytibolur 3.390 kr. Fallegar vörur í jólapakkann fyrir börnin Bolur 2.590 kr. Gallaskyrta 3.990 kr. Peysa 1.590 kr. Galli 2.990 kr. 1 4 . d e s e m b e r 2 0 1 7 F I m m T U d A G U r72 l í F I ð ∙ F r É T T A b l A ð I ð 1 4 -1 2 -2 0 1 7 0 4 :2 5 F B 0 8 8 s _ P 0 8 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 7 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 7 C -4 5 F 4 1 E 7 C -4 4 B 8 1 E 7 C -4 3 7 C 1 E 7 C -4 2 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 8 8 s _ 1 3 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.