Morgunblaðið - 30.06.2017, Side 18

Morgunblaðið - 30.06.2017, Side 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2017 Fyrirtæki og verslanir Sumarleikföng í úrvali www.danco.is Heildsöludreifing 45 cm boltar Flottir á trampólín arBolt Kútar Sá kúl rpu u Vatnsbyssur Fötur YooHoo Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Veiðimenn segja gjarnan að ekkert jafnist á við það að vera úti í nátt- úrunni og fanga bráð, hvort sem er á sjó eða landi. Hjónin Ólafur Vig- fússon og María Anna Clausen, sem eiga og reka veiðivöruverslunina Veiðihornið í Síðumúla í Reykjavík, hafa nær 40 ára reynslu af veiðum og leggja nú mest upp úr fluguveiði í fjarlægum löndum. Kíríbatí eða Jólaeyja rétt sunnan við miðbaug í Kyrrahafinu er draumastaður Ólafs og Maríu Önnu um þessar mundir og þangað er ferðinni næst heitið í haust með fernum öðrum hjónum. Þau hafa farið víða og segja alla staði hafa margt til síns ágætis, en það sé engu líkt að kasta flugu við rifin á Jólaeyju. „Þarna vöðum við í sjón- um innan við hákarla,“ segir Ólafur. Leiðsögumaður með í sjónum Veiðarnar á Jólaeyju ganga þannig fyrir sig að farið er með fólkið á báti á milli sand- eða kóral- rifja, þar sem það fer frá borði og veiðir þar til náð er aftur í það. Leiðsögumaður er með þeim í sjón- um og vísar veginn. Ólafur segir að hákarlarnir séu litlir og ekki sé mikil hætta af þeim enda séu þeir yfirleitt meinlausir. „Í fyrsta sinn sem ég sá hákarl hnippti leið- sögumaðurinn í mig, sagði mér að hafa ekki áhyggjur heldur um- gangast hann af virðingu. Svo barði hann með flugustönginni í sjóinn!“ Hjónin hafa farið í veiðiferðir til margra misjafnra staða og allt gengið upp. „Þetta hefur verið eitt ævintýri,“ segir María og Ólafur tekur undir það. Þau eru byrjuð að undirbúa ferðir á næsta ári og segja að stöðugt fleiri hafi áhuga á að fara með. Bera virðingu fyrir hákörlum í úthafinu  Hjónin stunda fluguveiði á fjar- lægum slóðum Risafiskur Við Jólaeyju er tegundin Giant Trevally, þessi um 50 pund. Annar heimur Það er engu líkt að veiða í heitum, söltum sjó, segja hjónin. Jólaeyja Ólafur Vigfússon og María Anna Clausen með Peachface, eina tegund af Triggerfish. Seychelleseyjar Þar má meðal annars veiða Bonefish, eða silfurbogga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.