Morgunblaðið - 30.06.2017, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 30.06.2017, Qupperneq 58
58 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2017 Eina meðlætið sem þú þarft Þetta sætkartöflusalat sættir jafn- vel sundraða vinahópa og tjúlluð ætt- armót um miðnætti. Það er nefnilega staðreynd að vondur matur gerir fólk illt! Sætar kartöflur eru dásamlegar en þetta salat sameinar kalda sósu, kartöflur og salat og er í raun eina meðlætið sem þú þarft ef hugmyndin er að hafa einfalda máltíð eða jafnvel útbúa meðlæti í grillveislu í útilegu eða sumarbústað. Það má vel gera það daginn áður og hella bara sósunni yfir áður en herlegheitin eru borin á borð. 500 g sætar kartöflur, bakað í teningum með olíu og salti 100 g spínat 50 g vorlaukur, saxaður 1/2 rautt chillí fræhreinsað, saxað 1/2 búnt ferskt kóríander, saxað Sósan: 1 dós sýrður rjómi 3 msk. grísk jógúrt 1-2 tsk. dijon-sinnep 1 msk. hunang Blandið öllum hráefnunum saman og hrærið sósuna saman við. Grillspjót með tígrisrækju í mangó Fljótlegur forréttur sem jafnvel rækjuhatarar munu borða! Ég veit allt um það því móðir mín hatar rækjur af mikilli sannfæringu en þó borðaði hún þennan rétt með bestu lyst. Forréttur fyrir 4 400 g tígrisrækja, pilluð 1 box smátómatar Salat Ferskt mangó Marinering: 2 msk. appelsínumarmelaði eða mangó- chutney 1 msk. ólífuolía 1 tsk. sítrónusafi 1/2 rautt chillíaldin, fræhreinsað og sax- að 2 msk. ferskt kóríander, saxað Öllu blandað saman í skál. Rækjurnar eru látnar liggja í leg- inum í 1-24 tíma. Appelsínujógúrtsósa: 200 g grísk jógúrt 2 msk. appelsínusafi 1 msk. appelsínumarmelaði eða mangó- chutney 1 msk. ferskt kóríander saxað Chillíflögur ef vill Öllu hrært saman. Þræðið rækjurnar upp á spjót ásamt einum konfekttómat og grillið í 5 mínútur á hvorri hlið eða þar til kjöt- ið skiptir um lit og verður hvítt. Berið fram með fersku spínati, fersku mangó og jógúrtsósu. Bakaðu brauð á grillinu Fyllt brauð með osti, pestó og ferskri basiliku er frábær hugmynd! Brauðið er bakað á grillinu svo það fær virkilega gott grillbragð og þú getur setið úti í sólinni í stað þess að húka inni og horfa á ofninn. Því það gerir maður alltaf þegar maður bakar brauð. Eða alla vega sumir. Jæja kannski enginn. Það er samt skemmtilegra að grilla það! Deig: 500 g heilhveiti 1/2 pakki ger 1 msk. salt 1 msk. pizzakrydd 400 ml volgt vatn Fylling: 1 krukka gott pestó Góður ostur t.d. Búri Fersk basilíka Hrærið öllum hráefnunum saman með sleif og leggið svo viskustykki yf- ir og látið hefast í 2 klst. Fletjið deigið út og setjið fyllingu í miðjuna. Lokið brauðinu vel og pensl- ið með olíu. Einnig má skipta því í minni bita og gera smábrauð og jafnvel stinga þeim á grillpinna. Grillið brauðið á miðlungshita uns bakað í gegn. Ég slekk stundum á grillinu og leyfi brauðinu að hangsa á meðan ég útbý aðalrétt og býð upp á brauðið í forrétt eða með matnum. tobba@mbl.is Grillaðar uppskriftir fyrir helgina Matarvefur mbl.is setti und- ir sig grilltengurnar og töfr- aði fram stórgóðar grill- uppskriftir sem tilvalið er að bjóða upp á um helgina. Létt og gott Ljúffeng grillspjót með ísköldu hvítvíni svíkja engan. Morgunblaðið/Tobba Marinós Bakað á grillinu Það er tilvalið að baka brauð á grillinu og fylla það með gúmmelaði.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.