Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.12.2014, Qupperneq 18

Víkurfréttir - 18.12.2014, Qupperneq 18
18 fimmtudagurinn 18. desember 2014 • VÍKURFRÉTTIR Jólin eru í júlí og ágúst Aðspurður hvort það séu toppar í starfsemi Flugukofans, þá segir Júlíus að jólin séu í júlí og ágúst ár hvert í veiðinni. Þá sé mesta fjörið í stangveiðinni, flestir að veiða og í nógu að snúast. Þá er silungur og lax og í enda þess tímabils kemur svo sjóbirtingur. Það eru svo sannarlega líka að koma jól núna í Flugukofanum því Júlíus hefur verið að fylla búðina af gjafavöru ýmiskonar fyrir veiðimenn síðustu daga. Veiðiáhugafólk þarf jú líka að fá í skóinn eða veiðipakka undir jólatréð. – Og hvað fá veiðimenn í skóinn eða jólapakkann? „Það er alltaf hefðbundið að gefa hanska og húfur. Á hverju ári ■■ Veiðisögurnar verða til í Flugukofanum: Opnaði eldsnemma og fyllti búðina af ferðamönnum Flugukofinn að Hafnargötu 21 í Keflavík er eina sérverslun Suður-nesja með sportveiðivörur. Júlíus Gunnlaugsson ræður ríkjum í Flugukofanum en hann er sjálfur forfallinn veiðimaður. Hann byrjaði með vísi að verslun í skúrnum heima hjá sér skömmu eftir hrun en opnaði við Hafnargötuna fyrir jólin í fyrra. Veiðivertíðin stendur meira og minna allt árið. „Í febrúar byrja menn að hnýta flugur fyrir vorið og sumarið. Vorveiðin hefst í apríl og í júlí byrjar laxinn. Sjóbirtingur byrjar svo í september og stendur til 20. október. Svo er ég kominn með vörur fyrir skotveiðar og er að þjónusta rjúpna- og gæsaveiðimenn. Sala á skotveiðibúnaði fer vel af stað en ég er með skot og allt það sem menn þurfa til skotveiða,“ segir Júlíus í samtali við Víkurfréttir. kemur svo alltaf eitthvað nýtt tækniundur fyrir veiðimenn. Nú er það WaterWolf sem er myndavél í anda GoPro nema að þessari er kastað með línunni og hún myndar þegar fiskurinn tekur. Þessi vél er flott jólagjöf, sem og veiðitöskur eða nýtt veiðihjól. Vöðlur og skór eru einnig vinsælar jólagjafir fyrir veiðimenn, sem og hnýtingasett“. Júlíus er með eitt mesta úrval lands- ins þegar kemur að fluguhnýtinga- vörum og segist vilja vera sterkur á því sviði. Meðbyr með búðinni Júlíus segist hafa aukið vöruúrvalið umtalsvert frá síðustu jólum og að hann finni fyrir meðbyr með búðinni. „Fólk verslar við mig því það vill hafa mig og mér þykir það mjög dýrmætt. Það segir mér líka að halda ótrauður áfram.“ Hann segist oft fá viðskiptavini inn í búðina til sín sem hafi verið að skoða veiðivörur í verslunum í Reykjavík en fá Júlíus svo til að panta vöruna fyrir sig til afgreiðslu í Keflavík. Hann segist einnig sáttur við að allar þessar flottu veiðibúðir í Reykjavík hafa á þessu mikinn skilning og eru allar að þjónusta hann með þá vöru sem óskað er eftir. „Svo erum við með tvær ferðir með flutningabílum frá Reykjavík á hverjum degi, þannig að afgreiðum við vörurnar samdægurs“. Júlíus segist einnig oft geta boðið vöruna ódýrari en í Reykjavík. Það ræðst af því að hann er lítill með enga yfirbyggingu og getur þannig haft haft álagninguna lægri. „Þá er ég með þjustustigið alla leið og þannig vil ég byggja þetta upp, að menn fái góða þjónustu og gott verð“. Margir færir veiðimenn Á Suðurnesjum eru gríðarlega margir í skotveiði og stangveiði og margir færir veiðimenn. Júlíus segir þetta kröfuharðan hóp. „Menn sjá einhverjar nýjar flugur á netinu og koma samdægurs til mín til að at- huga hvort þær séu til eða hvort ég geti hnýtt þær. Flugukofinn býður öll helstu og bestu merkin í veiðivörum og Júlí- us segir að veiðimenn þurfi alltaf að vera að endurnýja veiðibúnaðinn. „Mönnum finnst a.m.k. að þeir þurfi að endurnýja reglulega,“ segir Júlíus og brosir. „Menn koma til að fá sér nýjar flugulínur og þær kosta sitt. Svo ákveða þeir bara að fá sér nýtt hjól líka. Og flugur og tauma, eitthvað sem menn nota mikið“. Vönduð merki í veiðistöngum eins og hinar amerísku Sage og Scott eru bæði til sölu í Flugukofanum. Shimano kaststangir fást hjá Júlíusi og RIO flugulínan er sögð sú besta og fæst einnig í búðinni. Júlíus leggur áherslu á að vera með breidd í vöruúrvali og verð sem flestir ættu að ráða við. „Ég er samt ekkert hrifinn af því að fylla allt hér af ein- hverju Kínadrasli“. Opnað snemma á sumrin Síðasta sumar var Júlíus duglegur að opna verslunina m j ö g s n e m m a á morgnana og það skilaði þeim árangri að margir útlendingar komu inn í búðina til að versla. Hann segist hafa veitt því athygli að erlendir ferðamenn væru komnir á göngu um Hafnar- götuna á milli 7 og 9 á morgnana og þetta fólk hafi kíkt inn í kaffi og verslað. Júlíus segir að það vanti meira líf við Hafnargötuna fyrir kl. 9 á morgnana. Þá segist Júlíus einnig fá marga veiðimenn beint úr flugstöðinni til sín þar sem þeir kaupi veiðibúnað áður en haldið er í árnar til veiða. - Þú gefur þig út fyrir mikla per- sónulega þjónustu við veiðimenn. Hvað ertu að gera fyrir þá? „Það er allt frá því að þrífa flugu- hjólin og línurnar eða skipta um. Gera við stangir og vöðlur og jafn- vel ráðleggja mönnum. Ég reyni að gefa eins mikið af upplýsingum og ég get og á meðan búðin er ekki full af fólki þá get ég gengið nokkuð langt í því. Þá hringi ég og fæ upplýsingar um veiðileiðsögu- menn, hvar sé best að veiða þann- ig að menn komi ekki að tómum kofanum“. Veiðigræjur til leigu Júlíus er starfsmaður Lax-á á sumrin sem yfirveiðileiðsögu- maður og hefur því aðgang að dýrmætum upplýsingum fyrir þá sem eru að fara í veiði. Júlíus leigir mönnum einnig veiðigræjur. „Hingað geta menn labbað inn og fengið leigðar allar helstu veiði- græjur, hvort sem það er stöng, vöðlur, skór eða annað sem þarf í veiðina“. Það nýjasta í búðinni er þjónusta við skotveiðimenn og er Júlíus farinn að selja byssur, bæði haglabyssur, riffla og loftriffla. Skotvopnin eru ekki sýnileg í búðinni, heldur öll í læstum skápum á bakvið. Of mikill kostnaður fylgir því að setja upp sýningarvegg en þess í stað sýnir Júlíus tilvonandi kaupendum byss- urnar stakar. Þá hefur hann í boði sjónauka og annað sem þarf við skotveiðar. Þá er hann einnig með byssuskápa til sölu. Flugukofinn er opinn alla daga til jóla kl. 10-22. Opið er til kl. 23 á Þorláksmessu og til 12 á hádegi á aðfangadag. Á Þorláksmessukvöld verður viðskiptavinum boðið að bragða á villibráð sem elduð er af meistarakokki en allt hráefnið kemur frá veiðimönnum á Suður- nesjum. Júlíus með riffil en hann hefur nýlega hafið sölu á skotveiðivörum. Óskum Suðurnesjamönnum öllum gleðilegra jóla, árs og friðar með þökk fyrir árið sem er að líða
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.