Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.12.2014, Qupperneq 45

Víkurfréttir - 18.12.2014, Qupperneq 45
45VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 18. desember 2014 Styður Strákana okkar í Qatar HM í handbolta verður haldið í Qatar í byrjun næsta árs. Einar ætlar að sjálfsögðu að skella sér á keppnina og styðja sína menn. „Hvað á maður að segja, þetta er nú búinn að vera meiri rússí- baninn. Að sjálfsögðu horfðum við á leikinn gegn Bosníu hérna heima og því miður þá náðum við ekki að vinna þann leik og hjá sumum (nefni engin nöfn) þá sást glitta í tár. Stemningin var það mikil enda hefði bara verið frábært að sjá litla Ís- land taka þátt í stórmóti hérna í Qatar. En íslenska setningin „þetta reddast“ á alltaf við eins og kom í ljós. Ég hef þegar haft samband við HSÍ um að gera okkur sem hér úti búa (um 50 manns) að flottasta stuðnings- mannahóp sem sést hefur í mið- austurlöndum.“ legt að henda sér á sjóbretti eða að snorkla hérna í Persaflóanum því jú veðrið er allveg ágætt,“ segir Ein- ar og hlær. „Qatarí menningin er rosalega fjölskylduvæn svo það eru alltaf einhverjar uppákomur fyrir okkur til að fara á, allt frá listsýn- ingum, eyðimerkusafarí til Íþrótta- viðburða og tónleika. Fyrir þá sem hér búa er yfirleitt mjög lágt gjald á alla viðburði, ef ekki ókeypis, því þeir vilja sjá sem flesta mæta.“ Kunna vel við skólakerfið Rúna Lís kona Einars og Einar Aron sonur þeirra hafa komið sér vel fyrir með Einari í þessu ævin- týri og gengur vel hjá þeim stutta í skólanum. „Hinn helmingurinn og sonurinn eru hæst ánægð, eins og er þá er Rúna heimavinnandi og er alveg að njóta þess í botn að vera eyðimerkurprinsessa. Einari Aroni gengur vonum framar í skól- anum, enda bara snillingur þessi drengur þó að ég segi sjálfur frá. Skólinn hans, Compass Interna- tional School, sem er breskur skóli með aðþjóðlegu ívafi, er tengdur við Cambridge á Englandi. Þetta er náttúrulega rosalega stórt stökk fyrir hann, nýtt land, nýr skóli, vinir o.fl. en hann er að tækla þetta alveg ótrúlega vel. Hann er mjög já- kvæður og finnst þetta bara spenn- andi,“ Einar segir að það sé gaman að sjá hvað námsefnið í skólanum er allt öðruvísi en á Íslandi. „Það er stór þáttur í því að þetta gengur svona vel hjá honum. Þau nota tölvur mjög mikið við lærdóminn og virðast finna tengingar á milli áhugamála þeirra við námsefni, frekar en að setja alla undir sama hatt,“ segir Einar. Sólgleraugun bráðnuðu í bílnum - hitinn yfir 50°C Veðrið í Qatar er auðvitað ekk- ert sem kallast getur eðlilegt á ís- lenskan mælikvarða. Hitinn getur verið óbærilegur og þá sérstaklega á sumrin, þar sem hitinn nær yfir 50°C. „Eftir mitt fyrsta sumar í miðausturlöndum verð ég bara að segja að það kom mér pínu á óvart hversu heitt 56°C er í raun og veru. Svo bætirðu 92% raka með og þá ertu kominn með hina fullkomnu blöndu til að þú verðir rennandi blautur á því að labba tíu skref milli bíla. Ég komst einnig að því að maður skilur ekki hluti sem manni þykir vænt um eftir í bílnum sínum að degi til. Máli mínu til stuðnings eru Ray Ban sólgleraugun mín núna orðin hluti af innréttingu bílsins. Þetta ástand varir í u.þ.b. tvo mánuði þar sem veðrið er erfitt, en hina tíu mánuðina er þetta para- dís svo þetta er algjör andstæða við Ísland,“ segir Einar léttur í bragði. Landið nánast lokað þegar Ramadan stendur yfir Það eru fleiri hlutir en veðrið sem eru öðruvísi en við Íslendingar eigum að venjast. Mikill menning- armunur er á milli þessara tveggja þjóða. „Það skiptir öllu máli þegar að flutt er til annars lands að koma með opnum huga, enda kjósum við að vera hérna í þeirra landi. En jú menningarmunurinn er mikill. Það sem stendur helst upp úr er klárlega Ramadan, þá fasta mús- limar, þ.e.a.s borða hvorki vott né þurrt frá sólarupprás til sólarlags í heilan mánuð. Á þessum tíma má ekki drekka eða borða á al- menningsstöðum, ekki einu sinni í bílnum þínum, allir veitinga- staðir eru lokaðir og allar verslanir eru lokaðar yfir daginn. Landið er í raun bara lokað yfir daginn. Þannig ef að fólk er að íhuga það að kíkja í heimsókn þá myndi ég skoða dagatalið og vera viss um að það sé ekki Ramadan á þeim tíma,“ segir Einar. Hann segir tilvalið að nýta þann tíma til þess að ferðast en fjölskyldan skellti sér einmitt til Sri Lanka á hátíðinni stóð. „Það var alveg geðveikt og það er alveg bókað að við förum aftur í ferða- lag á þessum tíma árs, enda um að gera að nota tækifæðið á meðan að maður býr hérna og skoða sig um hérna megin á hnettinum.“ Einar segir að einnig séu nokkrir litlir hlutir sem reyni aðeins á þolrif Íslendinganna. „Það er hægt að tönglast endalaust á veðrinu en það er bara svo margt annað, eins og maturinn og úti- veran. En til að vera sanngjarn þá eru einfaldir hlutir eins og að fá bílpróf erfiðara en að fá nóbels- verðlaun, þú þarft háskólagráðu til að komast þurr af klósettinu því þeir eru með sturtuhausa sem þeir smúla upp um alla veggi. Ekki má gleyma aksturslagi þeirra sem er til háborinnar skammar, en það er alltaf hægt að finna að öllu og öllum, en í okkar tilviki er þetta eins og að búa í paradís,“ bætir hann við. Félagarnir á C-vakt fyrir utan slökkviliðsstöðina. Það er ýmislegt hægt að gera sér til skemmtunar í sólinni. Feðgarnir leita jafnan í fjör og stemningu. Feðgarnir eru báðir komnir á fullt í fótboltann. Einar tók upp númer sonarins, sem alltaf er með 29 á bakinu. Fjölskyldan fer reglulega í siglingu. Hérna fundu þau þessa líka fallegu strönd, sem þau höfðu alveg út af fyrir sig.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.