Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.12.2014, Qupperneq 76

Víkurfréttir - 18.12.2014, Qupperneq 76
76 fimmtudagurinn 18. desember 2014 • VÍKURFRÉTTIR jólaspurningar ■■ Sæmundur Már Sæmundsson Þurfti að opna pakk- ann inni í herbergi Sæmundur Már er vanafastur um jólin. Á aðfangadag keyrir hann út gjafir og kaupir það sem vantar í matinn. Hann segir að flott föt hitti yfirleitt í mark sem jólagjöf eða þegar fólk komi honum á óvart. Hver er besta jólamyndin? Planes, Trains and Automobiles er í miklu uppáhaldi hjá mér. Hvaða lag kemur þér í jólaskap? Jólalögin með Baggalúti koma mér strax í jólaskap. Ertu vanafastur/föst um jólin, eitthvað sem þú gerir alltaf? (Jóla- hefðir) Já ég er mjög vanafastur um jólin. Dagarnir frá 24. til 31. des eru næstum alveg eins á hverju ári. Skemmtilegasta hefðin er áramó- tapartýið hjá fjölskyldunni hennar mömmu. Hvernig er dæmigerður aðfanga- dagur hjá þér? Ég byrja daginn alltaf á því að taka rúnt og keyra út jólagjafir. Fer í leiðinni í 10-11 og kaupi sykur, sósulit eða eitthvað annað sem þarf að redda á síðustu stundu. Eftir langa bið kemur svo loksins að matnum. Svo þegar ég er búinn að troða eins miklum mat ofan í mig og ég mögulega get opna ég pakkana og á notalega kvöld- stund með fjölskyldunni. Eftirminnilegasta jólagjöf sem þú hefur fengið? Systir mín ákvað að vera voða fyndin um árið og gaf mér Kynlífsbiblíuna. Ég var sendur inn í herbergi að opna pakkann svo að viðkvæmir fjölskyldumeðlimir myndu ekki fá áfall. Hvað er í matinn á aðfangadag? Londonlamb. Eftirminnilegustu jólin? Ég man vel eftir fyrstu kartöflunni sem ég fékk í skóinn. Þá var ég 6 ára og ég varð ekkert smá fúll út í Giljagaur. Hvað langar þig í jólagjöf? Ein- hver flott föt hitta yfirleitt vel í mark. Mér finnst líka agalega gaman þegar að fólk kemur mér á óvart. Eru einhverjar hefðir í kringum Þorláksmessu hjá þér? (Borðar þú skötu?) Ég tek alltaf kósý Hafnar- göturölt með fjölskyldunni. Einn daginn væri ég svo alveg til í að prófa að smakka skötu. Bara til þess að vita hvernig þetta umdeilda bragð er. Hver er besta jólamyndin? Home Alone 2: Lost in New York. Macaulay Culkin fer þar með al- gjöran leiksigur sem Kevin McCal- lister. Kevin verður aftur einn á jól- unum eins og flestir vita og hefur kreditkort pabba síns og lætur fara vel við sig í stórborginni þangað til að vitleysingarnir Marv og Harry koma til leiks, alveg sprenghlægi- legir. Hvaða lag kemur þér í jólaskap? Það er erfitt að segja. Fólk hefur verið að tala um Ef ég nenni með Helga Björns en er ég heyri það sjálfur efast ég um að ég nenni komandi jólum. Ein handa þér með meistara Stebba Hilmars finnst mér flott. DJ MuscleBoy er að gera allt vitlaust með jólalaginu í ár, Musclebells, en ég á ennþá eftir að hlusta á það þegar ég er að svara þessari spurningu. Ertu vanafastur/föst um jólin, eitthvað sem þú gerir alltaf? Eins og ég tók fram hér að ofan fer Home Alone: Lost in New York alltaf í tækið þegar klukkan er gengin í tvö að degi til. Annars er lítið um einhverjar ákveðnar hefðir, held ég. Hvernig er dæmigerður aðfanga- dagur hjá þér? Vakna og ríf mig í gang í leit að næsta möndlugraut í hverfinu í von um að finna möndluna í skálinni minni. Annars er bara tekið því ró- lega fram að kvöldi, horfi reyndar alltaf á Home Alone myndina (sjá að ofan) kl 14:00. Maturinn er yfirleitt klukkan 18:00 ef mér skjátlast ekki, hamborgahryggur, sósan hennar mömmu, malt og appelsín og allt með því. Svo hefur fjölskyldan það notalegt sem eftir er kvöldsins, pakkanir opnaðir og eftirrétturinn borðaður. Ég þarf mjög líklega einnig að fylgjast með yngsta bróður mínum, sem er tæplega eins og hálfs árs, því hann veður fram og upp um allar hindr- anir á vegi sínum, svo mamma og pabbi geti nú borið matinn fram. Eftirminnilegasta jólagjöf sem þú hefur fengið? Það er erfitt að segja, maður man varla einu sinni eftir gjöfunum, maður fékk svo margar. Fékk einu sinni ullarsokka fyrir einhverjum árum, ég hálf opnaði pakkann og henti honum frá mér svo ég gæti byrjað á næsta, svo spennandi var gjöfin. Fékk líka einhvern tímann nærbuxur frá systur pabba minnir mig, held að miðinn sé ennþá á þeim inni í skáp heima. Hvað er í matinn á aðfangadag? Hamborgarhryggur og allt með því. Eftirminnilegustu jólin? 2009 í Egyptalandi, skemmtileg upplifun og öðruvísi. Hvað langar þig í jólagjöf? Er svo heppinn að mig vantar ekk- ert. Það væri óskandi að allir gætu átt góð jól. Eru einhverjar hefðir í kringum Þorláksmessu hjá þér? (Borðar þú skötu?) Já, það er hefð að fá sér vel kæsta skötu hjá mér. Aron segir að jólin 2009 vera þau eftirminnilegustu en þá varði hann hátíðunum í Egyptalandi. Hann snæðir hamborgarhrygg á aðfangadags- kvöld og tekur því rólega með fjölskyldunni það sem eftir lifir kvölds. Home Alone 2 fer alltaf í tækið á aðfangadag ■■ Aron Hlynur Ásgeirsson Fékk útrunnið konfekt í jólagjöf og varð veik Hver er besta jólamyndin? Elf er í miklu uppáhaldi. Hvaða lag kemur þér í jólaskap? Mörg jólalög en White Christmas og Ef ég nenni koma mér í jólaskap. Ertu vanafastur/föst um jólin, eitthvað sem þú gerir alltaf? Yfir jólin er ég dugleg að baka, skreyta, hlusta á jólalög, vera úti í snjónum, jólaboð og njóta besta tíma ársins. Hvernig er dæmigerður aðfanga- dagur hjá þér? Vakna frekar snemma, horfa á jóla-Sveppa er ■■ Júlía Rut Sigursveinsdóttir Júlía vaknar snemma á aðfangadag og horfir á jóla-Sveppa. Fjölskyldan hennar heldur skötuveislu en hún segist ekki mæta útaf lyktinni. must, dreifa jólakortum á vini og ættingja, heim í bað, borða klukkan 6, opna pakkana og svo heim til ömmu og afa. Eftirminnilegasta jólagjöf sem þú hefur fengið? Eftirminnilegasta gjöfin er útrunnið konfekt sem ég fékk frá háöldruðum frænda mín- um þegar ég var 10 ára. Ég borðaði það og varð veik. Hvað er í matinn á aðfangadag? Hamborgarhryggur. Eftirminnilegustu jólin? Þau hafa öll verið eins og öll jafn æðisleg. Hvað langar þig í jólagjöf? Ekkert sérstakt. Eru einhverjar hefðir í kringum Þorláksmessu hjá þér? (Borðar þú skötu?) Hjá föðurfjölskyldunni minni er skötuveisla á Þorláks- messu en ég mæti vanalega ekki útaf lyktinni og borða líka ekki skötu. Prófessor úr Njarðvík gefur út bók um smáríki á alþjóðavettvangi: Ný bók eftir Hilmar Þór Hilmarsson Ný bók eftir Njarðvíkinginn Hilmar Þór Hilmarsson, prófess- or við viðskipta- og raunvísinda- svið Háskólans á Akureyri, kom út í New York í október. Bókin ber titilinn: Small States in a Global Economy – Crisis, Cooperation and Contributions. Í bókinni er að finna kafla um ýmis málefni sem tengjast smá- ríkjum og þeim möguleikum og vandamálum sem fylgja því að vera smáríki á alþjóðavettvangi. Smáríki geta haft hag af alþjóða- samstarfi og gert gagn á fyrir al- þjóðasamfélagið í heild, en þau geta líka orðið illa úti ef hags- munir þeirra fara ekki saman við hagsmuni stærri ríkja og alþjóða- stofnana. Mörg smáríki leita skjóls hjá alþjóðastofnunum þegar þau lenda í átökum við stærri ríki en reynslan sýnir að Ísland hefur til- hneigingu til að nýta sér tvíhliða tengsl við „vinaþjóðir“ eða grípa til einhliða aðgerða eins og gerðist bæði í kreppunni 2008 og áður við útfærslu landhelginnar. Í bókinni er meðal annars er fjallað um aðdraganda alþjóð- legu efnahags- og fjármálakrepp- unnar sem skall á haustið 2008 og viðbrögð íslenskra stjórnvalda við þeim; gerður er samanburður á viðbrögðum lettneskra og ís- lenskra stjórnvalda við kreppunni og mismunandi árangri í efna- hags- og velferðarmálum; fjallað um framlög Eystrasaltsríkjanna til þróunarmála og möguleika þeirra til að miðla sinni reynslu til landa í Evrópu og mið Asíu sem skemmra eru komin efnahagsþróun; loks er fjallað um möguleika Íslands í að miðla þekkingu sinni í nýtingu jarðhita til annarra landa, einkum þróunarlanda og nýmarkaðsríkja. Kaflarnir í bókinni byggja að verulegu leyti á fyrirlestrum sem Hilmar flutti í Bandaríkjunum vorið 2014 þegar hann heim- sótti háskóla þar, meðal annars UC Berkeley, Cornell University, UCLA og Yale University. Þekking í þína þágu Óskum öllum nemendum og Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári og þökkum samstarfið á árinu sem er að líða. mss.is Gleðileg jól kæru nemendur Sendi Suðurnesjamönnum mínar bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár með þökk fyrir það sem er að líða. Hugsum vel um hvort annað og munum að samlíðun er dýrmæti en það er hin útrétta hjálparhönd sem vinnur verkið Páll Valur Björnsson, Þingmaður Bjartrar Framtíðar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.