Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2017, Side 4
4 Helgarblað 8. desember 2017fréttir
M
ér datt aldrei í hug að
fara að leita að blóðfor-
eldrum mínum fyrr en
ég sá þættina Leitin að
upprunanum. Þá kviknaði þessi
löngun hjá mér. Auðvitað fann ég
alltaf að það vantaði þetta púsl í
líf mitt. Ég fann að ég væri öðru-
vísi en aðrir í fjölskyldunni,“ segir
Sigurður Donys Sigurðsson í sam-
tali við DV. Sigurður er ættleidd-
ur frá Gvatemala. Hann ákvað að
leita að blóðforeldrum sínum eft-
ir að hafa horft á þættina Leitin
að upprunanum á Stöð 2. Leitin
gekk vonum framar og Sigurður
hefur verið í sambandi við föður
sinn og bróður í nokkra mánuði,
en þeir ræddu saman í fyrsta skipti
á Skype fyrir nokkrum dögum.
Sigurð dreymir um að einn daginn
muni þeir feðgar fallast í faðma.
Átti öðruvísi æsku en önnur börn
„Ég vissi auðvitað hvaðan ég kem
og var kunnugt um að ég hefði ver-
ið gefinn til ættleiðingar. Frekari
upplýsingar hafði ég ekki. Ég velti
oft fortíð minni fyrir mér þótt ég
hafi ekki verið opinskár með upp-
runa minn við fólk í kringum mig.
Sem barn vissi ég alltaf að ég væri
öðruvísi. Ég átti öðruvísi æsku en
önnur börn áður en ég kom til Ís-
lands. Skólaganga mín var erfið,
ég átti erfitt með að aðlagast og
mynda tengsl,“ segir Sigurður og
bætir við að hann hafi einnig verið
ótrúlega heppinn.
„Ég gæti ekki óskað mér betri
fjölskyldu. Ég á frábæra foreldra
og yndisleg systkini sem styðja
mig í einu og öllu. Þörfin til að vita
meira um uppruna minn var alltaf
til staðar. Það hefur alltaf vantað
það púsl í líf mitt.“
Algeng eftirnöfn einfölduðu
ekki leitina
Sigurður hóf leitina að blóðfor-
eldrum sínum með hjálp kærustu
sinnar, Unnar Óskar.
„Við byrjuðum að leita eftir að
hafa horft á þættina í fyrra. Ég var
viðbúinn að finna jafnvel ekkert
þar sem ég vissi að fjölskylda mín
í Gvatemala bjó við mikla fátækt
og veikindi þegar hún gaf mig. Ég
gat einnig ekki vitað hvort blóðfor-
eldrar mínir hefðu áhuga á að vita
af mér þó svo ég myndi finna þau.“
Fyrsta skref Sigurðar var að
óska eftir ættleiðingarpappír-
um frá innanríkisráðuneytinu. Þá
kom í ljós að fæðingarstaður hans
var Cobán. Þar var einnig að finna
nöfn blóðforeldra hans.
„Eftirnöfn blóðforeldra minna
eru Garcia og Torres, sem eru
sennilega með algengustu eftir-
nöfnum í Gvatemala. Það auð-
veldaði ekki leitina. Hvorugt þeirra
fannst á Facebook eða á Google.
Við sendum tölvupóst hingað og
þangað og á öll opinber netföng
sem við fundum skráð í Cobán.
Það skilaði engu,“ segir Sigurður.
„Unnur var ekki tilbúin að gef-
ast upp. Eftir miklar pælingar
fór hún á Facebook-síðu fót-
boltaliðsins í Cobán. Hún sendi
skilaboð á alla í liðinu sem hétu
annað hvort Torres eða Garcia og
spurði hvort þeir könnuðust við
nöfn foreldra minna. Það bar ekki
árangur. Hins vegar svaraði mað-
ur okkur sem upplýsti að eigin-
kona hans ynni hjá Þjóðskránni í
Gvatemala og gæti flett upp nöfn-
unum.“
Daginn eftir fékk
Sigurður sorgarfregn-
ir:
„Ég fékk að vita að
móðir mín væri látin.
Hún lést úr veikindum
árið 2005. Mér fannst
frekar erfitt að með-
taka að ég myndi ekki
finna hana. Faðir minn
er hins vegar enn á lífi,
66 ára gamall. Ég fékk
sendan tengil á Face-
book-síðu hans sem
hann hafði verið nýbú-
inn að stofna.“
Var búinn að gefa upp
alla von
Sigurður sendi föður
sínum nokkur skilaboð
á Facebook í byrjun árs
2017, en fékk engin svör.
„Ég var búinn að gefa
upp alla von og hélt að hann vildi
ekki vita af mér. Í lok júní bárust
mér skyndilega skilaboð frá hon-
um,“ segir Sigurður. „Ég fékk mun
meiri upplýsingar en ég hafði gert
mér vonir um. Hann hafði aldrei
séð skilaboðin, því tæknin er ekki
hans sterkasta hlið. Sonur hans
hafði verið að fikta í síma hans og
rakst af tilviljun á skilaboð frá mér
og þekkti nafnið mitt strax.“
Sigurður fékk að vita meira um
uppruna sinn.
„Hann sagði mér að þau
hefðu gefið mig þar sem þau áttu
bæði við mikinn áfengisvanda
að stríða. Faðir minn varð edrú
nokkrum árum seinna og leitaði
að mér en fann ekkert. Hann hafði
hugsað til mín og saknað mín á
hverjum degi. Hann eignaðist tvo
drengi, Donys og Adalberto. Það
eru upphaflegu nöfnin mín. Hann
lét skíra þá þessum nöfnum til að
minnast mín og hafa mig nærri.
Bræður mínir hafa alltaf vitað af
mér. Faðir minn og bræður höfðu
vonast eftir að ég væri einhvers
staðar þarna úti, eins og hann
orðaði það,“ segir Sigurður.
„Hann hefur margbeðið mig
fyrirgefningar á að hafa yfirgefið
mig. Hann segir það sína mestu
eftirsjá. Hann er þó ánægður með
það góða líf sem ég fékk og er
þakklátur foreldrum mínum fyrir
að hafa hugsað vel um mig.“
Sigurður hefur lengi spilað fót-
bolta í hinum ýmsu liðum í meist-
araflokki karla á Íslandi og var
talinn mjög efnilegur. Hann segist
vita núna hvaðan þau gen koma,
en faðir hans spilar enn fót-
bolta. Donys, bróðir hans,
er markmaður og þjálfari.
Þakklátur
Sigurður hefur haldið sam-
bandi við föður sinn og
bróður, Donys, í gegnum
Facebook. Fyrir nokkrum
dögum töluðu þeir í fyrsta
skipti saman á Skype. Sig-
urð dreymir um að hitta
þá í eigin persónu.
„Það var ótrúleg upp-
lifun að tala við hann á
Skype. Ég er mjög þakklát-
ur fyrir það. Við töluðum
lengi og eigum vonandi
eftir að ræða reglulega
saman. Draumurinn okk-
ar er að hittast. Annað-
hvort að við förum út til
þeirra eða þeir komi til
Íslands, kannski þegar
við vinnum í lottó,“ segir
Sigurður.
„Að vita upprunann
hefur gefið mér ótrúlega mik-
ið. Þetta er lokapúslið sem hef-
ur vantað í líf mitt. Ferlið hefur
verið erfitt en ótrúlegar tilviljanir
hafa hjálpað okkur á leiðarenda.
Ég veit að erfitt er fyrir ættleidda
einstaklinga frá Gvatemala að
finna ættingja sína. Mín ferð til
hinnar fjölskyldu minnar hefur
verið hálfgert kraftaverk.“ n
n Fann lokapúslið sem vantaði í líf hans n „Ég bjóst aldrei við þessu“
Sigurður var búinn að gefast upp:
Hjálpa þér að halda öllu í skorðum í skúffum. Einnig
sjálflímandi filt til að klæða skúffur og filt með verjandi
efni svo ekki falli á silfur og silfurplett. Við eigum líka
fægilög, fægiklúta og ídýfulög til að hreinsa.
Sjálflímandi hnífaparaskorður
Frakkastíg 10 | Sími 551 3160 | gullkistan@vortex.is | www.thjodbuningasilfur.is
Sendum í póSt-
kröfu
Þá gerðist kraftaverkið
Kristjón Kormákur
Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
kristjon@dv.is / gudrunosk@dv.is
Erfitt ferli Sigurður segir
að ferlið hafi verið erfitt og
í raun hafi tilviljanir skilað
honum á leiðarenda.
Skype Sigurður og blóðfaðir hans töluðu í fyrst
a skipti saman
á Skype fyrir nokkrum dögum.