Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2017, Qupperneq 10
10 Helgarblað 8. desember 2017fréttir
G
ott heilbrigðiskerfi er
hjartað í góðu samfélagi,
ef við gerum vel við okkar
veikasta fólk og fólk sem
er slasað þá er samfélagið í lagi.
Það skiptir ekki síður miklu máli
að horfa til forvarna og lýðheilsu,
endurhæfingar og eftirmeðferðar,
til að tryggja að fólk komist aftur
í gang eftir sjúkdóma og slys. Ég
horfi á þennan málaflokk í tengsl
um við samfélagið allt, það er
enginn málaflokkur einangraður,“
segir Svandís. „Heilbrigðismál eru
menntamál, samgöngumál, fjöl
skyldumál og umhverfismál. Þau
tengjast nýsköpun og þróun, mat
vælaframleiðslu, ferðavenjum,
vinnulöggjöfinni, búsetu og kynja
sjónarmiðum.“ Til dæmis þurfi
heilbrigðiskerfið að vera öflugt til
að koma í veg fyrir að sumir nem
endur hverfi frá námi, heilbrigðis
mál eru einnig fjölskyldumál í
tilvikum þar sem kona af lands
byggðinni og er í áhættumeðgöngu
þarf að búa langdvölum í höfuð
borginni. „Ég trúi því að ef megin
markmið okkar er jöfnuður og
jafnt aðgengi að þjónustu óháð bú
setu og efnahag þá tökum við alltaf
bestu ákvarðanirnar.“
Landspítalinn verður
við Hringbraut
Svandís tekur við embættinu af
Óttari Proppé, í ráðherratíð hans
var mikið rætt um einkavæðingu í
heilbrigðisþjónustu.
Nú þegar þú ert komin í heil-
brigðisráðuneytið, eigum við von
á viðsnúningi í áherslum?
„Viðsnúningur er ekki orð
sem ég myndi nota. Hins
vegar mun ég láta gera út
tekt á þróun einkavæðingar
í íslensku heilbrigðiskerfi
á undanförum árum til
þess að hafa sterkan og
öruggan grunn til að
byggja ákvarðanir á, því
að opinbert heilbrigð
iskerfi er fyrir okkur
öll, fyrir það er greitt
úr sameiginlegum
sjóðum og við eig
um öll að geta notið
þjónustunnar óháð
efnahag. Það verð
ur ekki einkavætt á
minni vakt.“
Staðsetningu Landspítalans
hefur borið á góma undanfarin
misseri, hefur uppbyggingin við
Hringbraut verið gagnrýnd harð-
lega og lagt til að nýr spítali verði
byggður annars staðar. Verður
haldið áfram á sömu braut?
„Að sjálfsögðu. Ef við förum
að taka upp skipulag og vinnu
sem hefur verið í undirbúningi
í mörg ár þá værum við enn að
fresta uppbyggingu nýs háskóla
sjúkrahúss. Það er óboðlegt.“
Aðgengi að rafrettum varð
nokkuð hitamál á síðasta kjör-
tímabili, það mál bíður enn af-
greiðslu. Verður aðgengi að rafrett-
um takmarkað?
„Málið hans Óttars er á minni
þingmálaskrá þannig að ég geri
ráð fyrir að þingið fái að glíma
við það aftur. Rafretturnar
eru utan allra kerfa, enda
tiltölulega nýjar á mark
aði, og hér er viðleitni til
að ná utan um það með
einhverju móti.“
Bráðavandi sem þarf
að horfast í augu við
Svandís hefur hins
vegar mestan áhuga
á stóru línunum og
að horfa til lengri
tíma þegar kem
ur að uppbyggingu
í heilbrigðis kerfinu.
„Þá skiptir mestu
máli að kalla
að borðinu
þá sem best
þekkja
til, bæði landlækni, sérfræðinga,
samtök sjúklinga og heilbrigðis
starfsmenn. Það eru tugir þúsunda
sem eru með einhverjum hætti
þátttakendur í heilbrigðiskerfinu.“
Ný ríkisstjórn leggur mikla
áherslu á að gera vel í geðheil
brigðismálum, Svandís hyggst
gefa Alþingi skýrslu um stöðu
mála. „Við leggjum mjög mikla
áherslu á þann málaflokk, það er
geðheilbrigðisáætlun sem sam
kvæmt stefnuyfirlýsingu ríkis
stjórnarflokkanna á að fullfjár
magna. Sú áætlun byggir á mjög
víðtækri vinnu og mér finnst
skipta máli að ég gefi Alþingi
skýrslu um þau mál án þess að
eftir því sé leitað sérstaklega. Ég
mun taka stöðuna á málaflokkn
um í víðum skilningi, sjúkrahús
þjónustunni og sálfræðiþjón
ustu fyrir ungt fólk svo eitthvað sé
nefnt. Það er bráðavandi sem við
þurfum að horfast í augu við.
Andleg heilsa er ekki síður
mikil væg en líkamleg heilsa. Þarna
er oft um að ræða birtingarmynd
eftir mjög langan aðdraganda
sem við þurfum að vera meðvit
uð um.
Aukinn hraði, auk
in streita, krafa um
frammistöðu á öllum
sviðum, miklar kröf
ur til útlits og pressa
frá staðalímyndum.
Það er flókið að vera
til. Því þurfum við að
leggja áherslu á and
lega heilsu í okkar
heildrænu sýn.“
Til að byrja með á
að efla heilsugæsluna
sem fyrsta viðkomu
stað í heilbrigðiskerf
inu, meðal annars
með því að fjölga sál
fræðingum í þverfaglegum teym
um sem starfa á heilsugæslustöðv
um. Þar að auki á að leggja áherslu
á fjölgun sálfræðinga innan fram
haldsskólanna, mikil þörf sé á sál
fræðiþjónustu á því aldursbili og
því sé mikilvægt að nemendur
geti gengið að sálfræðingi vísum
í skólunum. Til stendur að draga
úr greiðsluþátttöku sjúklinga, þar
á meðal verði skoðuð sálfræði
þjónusta, tannlæknaþjónusta
fyrir aldraða og öryrkja og ferða
og uppihaldskostnaður fyrir sjúk
linga af landsbyggðinni. Þar sem
ekki er búið að leggja fram fjár
lagafrumvarp fyrir næsta ár þá
getur Svandís ekki nefnt nein
ar tölur í því samhengi.
Gæta þarf að verð-
mætamatinu í
samfélaginu
Stéttir heilbrigðis
starfsmanna hafa
lengi talað um hækk
andi meðalaldur,
skort á starfsfólki og
mikið álag. Svandís
segir að umræða
um lausn á þess
um vanda sé
þegar hafin, með
al annars við for
stjóra Land
spítalans. „Mjög
stór hluti af
þessu eru
kjaramál og
lýtur líka að starfs
umhverfi fólks, það
eru margar byggingar
orðnar þreyttar. Svo
þarf að laga öryggis
mál, sérstaklega á
geðdeildinni. Þetta
hangir allt saman,
starfsánægja hangir
á þessu öllu. Sem
betur fer eigum við
gríðarlegan fjölda af
öflugu fólki á svið
um heilbrigðismála,
menntamála og vel
ferðarmála, sem
leggur metnað sinn
í að vinna vel í þágu heildarhags
munanna. Við þurfum að gæta að
verðmætamatinu í samfélaginu;
það að það sé ekki alltaf betur
borgað fyrir að passa peninga en
að passa fólk. Þar þurfum við líka
að horfa á kynbundinn vinnu
markað og kynbundinn óútskýrð
an launamun og kvennastéttir sem
eru stórar á þessum sviðum.“
Ekki svik við kjósendur
Vinstri grænna
Sem þingmaður Vinstri grænna
hefur Svandís, sem og fleiri, gagn
rýnt Sjálfstæðisflokkinn harðlega í
ræðu og riti. Hefur Svandís meðal
annars talað um Bjarna Benedikts
son, formann Sjálfstæðisflokksins,
sem „gangandi hagsmunaárekstur“.
Hvernig er að vera komin í
ríkis stjórn með Bjarna Benedikts-
syni og Sjálfstæðisflokknum?
„Það er pólitísk áskorun. Ég
tel að þessi ríkisstjórn geti orðið
mjög mikilvægt gæfuspor fyrir Ís
lendinga á þessum tímapunkti.
Með þessum löngu stjórnarmynd
unarviðræðum gátum við kom
ið okkur saman um sameigin
legan grunn til þess að sækja fram
í öllum þessum helstu þáttum ís
lensks samfélags. Við þurftum að
tala okkur í gengum helstu mála
flokkana og koma með sameigin
legan texta á blað sem við gátum
öll verið sammála um. Við verð
um ekki Sjálfstæðismenn við það,
Bjarni Ben verður ekki Vinstri
grænn, að minnsta kosti mjög
seint,“ segir Svandís og hlær.
Hún lítur ekki á samstarfið sem
svik við kjósendur Vinstri grænna.
„Glíman sem við höfum verið að
heyja við flokkana lengst til hægri,
hún er ekki búin, hún verður áfram
fyrir hendi. Málamiðlanir þurfum
við að gera, en um leið munum við
tala skýrt fyrir okkar stefnu. Ég er
í stjórnmálum til að ná árangri –
fyrir málin og fyrir samfélagið.
Ég er í stjórnmálum til að sjá
mín áherslumál og áherslu
mál minnar hreyfingar ná
fram að ganga fyrir alla Ís
lendinga, líka þá sem kjósa
Sjálfstæðisflokkinn. Og ef
við náum árangri til að
skapa betra samfélag
í samstarfi með Sjálf
stæðisflokki og Fram
sóknarflokki þá ger
um við það.“ n
verður ekki einka-
vætt á minni vakt
Svandís Svavarsdóttir tók við sem
heilbrigðisráðherra fyrir rúmri viku. Heilbrigðismálin
hafa verið í deiglunni síðustu ár, málaflokkurinn
er gríðarlega stór og ljóst að mikið mun mæða
á nýjum heilbrigðisráðherra, þeim sjötta á tíu
árum, á þessu kjörtímabili. Blaðamaður DV
settist niður með Svandísi og ræddi við hana um
stöðuna í heilbrigðismálunum, samstarfið við
Sjálfstæðisflokkinn og verkefnin fram undan.
Ari Brynjólfsson
ari@pressan.is
„
Það er
pólitísk
áskorun
Ekki svik við kjósendur að
starfa með Sjálfstæðisflokknum
Svandís segir að hún sé í stjórnmálum til að
sjá sínar áherslur og áherslur Vinstri grænna
ná fram að ganga. Mynd SiGtryGGur Ari