Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2017, Qupperneq 16
16 Helgarblað 8. desember 2017fréttir - erlent
Þ
að eru margar ástæð-
ur fyrir því að Katalónía
er ekki Spánn, eða hluti af
Spáni og að Spánn sé ekki
Katalónía. Sögulega séð er Kata-
lónía þjóð með landamæri miklu
eldri en hugmyndin um Spán sem
ríki eða þjóð. Katalónar voru þjóð
í eigin landi í nokkrar aldir eða
allt þar til að þeir töpuðu stríði við
Spán, eða Kastillíu, árið 1714.
Í kjölfar ósigursins var þjóðinni
haldið niðri af nýlenduherrunum.
Það leið rúm öld þar til baráttan
fyrir endurheimtingu sjálfstæð-
isins fór að taka á sig almenni-
lega mynd. Það var svo á svip-
uðum tíma og sjálfstæðisbarátta
Íslendinga ruddist fram fæðingar-
veginn og dró hinn ferska frum-
anda að Katalónar fóru að krefjast
þess að fá að lifa sátt sem þjóð í eig-
in landi, án afskipta konungs eða
ofríkis. Upp úr miðri 19. öldinni
fara svo katalónskir lýðveldissinn-
ar að sýna nýlenduherrunum and-
óf og hljóta flestir bágt fyrir.
Lýðveldi stofnað – forseti
tekinn af lífi
Fjöldi katalónskra lýðveldissinna
neyddist til að búa í útlegð á árunum
1860–1935. Á þeim tíma gerðu þeir
fleiri en eina tilraun til að fá aukna
sjálfsstjórn frá Spáni, og endur-
heimta stöðu sína. Árið 1934 stofn-
uðu Katalónar lýðveldi, en viðbrögð
stjórnvalda á Spáni voru að fangelsa
ríkisstjórnina og taka forsetann, Llu-
is Companys, af lífi. Þessir atburðir
mörkuðu upphaf blóðugs borgara-
stríðs á Spáni sem varði í þrjú ár.
Franco bannaði tungumálið
Um svipað leyti var Francisco
Franco frá Galisíu að taka við
völdum. Franco var einræðis-
herra í um 40 ár. Franco rak blóð-
uga pólitík gagnvart Katalónum.
Var það eitt af hans aðalmarkmið-
um að eyða menningu þeirra og
sjálfsmynd. Hann
bannaði tungu-
mál þeirra, hinn
fagra katalónska
dans mátti ekki
lengur stíga og
allt sem nært gat
menningararf
Katalóna var á
bannlista ein-
ræðisherrans al-
ræmda.
En ekki kom
til greina af hálfu
Katalóna að gefa
eftir sjálfsmynd
eða heiður, hvað
sem ofbeldi,
morðum og
pyntingum sætti
í þessa fjóra ára-
tugi. Eftir andlát
einræðisherrans
1975 var ákveðið
að allir sem beitt höfðu pynting-
um, fyrirskipað morð og aftökur,
beitt kúgun og ofríki fengju skil-
yrðislausa sakaruppgjöf og að
reynt yrði að stofna lýðveldi á
Spáni. Katalónar ásamt öðrum
samþykktu stofnun lýðveldis und-
ir þeim formerkjum að þeir vildu
bara „eitthvað allt annað“ en það
ofríki og kúgun sem hafði ríkt
lungann úr 20. öldinni. En ungar
kynslóðir Katalóna eru ekki á
sama máli og sjá að ákvörðun for-
eldranna um að samþykkja þátt-
töku í stofnun lýðveldis á Spáni
var gerð í veikleika en ekki í and-
rúmslofti sjálfstrausts og vonar.
Aðskilnaður er óumflýjanlegur
Það leið ekki nema um það bil
fermingaraldur þar til að raddir
um aukna sjálfstjórn og viður-
kenningu varð hávær í Katalóníu.
Um síðustu aldamót hófust sam-
ræður á milli katalónskra og
spænskra stjórnvalda um þau
efni. Samtalið sem átti sér á milli
þessara þjóða gaf af sér góðan
árangur, og var jafnvel talið að með
samningum að hugmyndir um
sjálfstætt lýðveldi
í Katalóníu hefðu
verið svæfðar með
ró og spekt í nokkr-
ar kynslóðir.
En arftakar, syn-
ir og dætur herfor-
ingja Francos, og
þær fjölskyldur sem
lagt höfðu und-
ir sig Spán allan,
andmæltu þessu
samkomulagi harð-
lega. Eftir margra
ára pólitíska
baráttu og meðferð
stjórnlagadómstóls
Spánar var ekki
bara útþynntu samkomulaginu
hent fyrir róða árið 2010 heldur
einnig afturkallaðar flestar þær
umbætur og réttindi sem Kata-
lónía hafði áunnið sér. Frá því
að þessi niðurlægjandi meðferð
átti sér stað hefur krafan um fullt
sjálfstæði, aðskilnað og stofn-
un lýðveldis orðið að öflugri lýð-
ræðishreyfingu, af stærðargráðu
og styrk sem á sér vart fordæmi í
seinni tíma sögu Evrópu.
Aðskilnaður er óumflýjanlegur
og ný tegund af sambúð við ná-
grannaríkið Spán er verkefni
nánustu framtíðar.
Kosningar eftir tvær vikur
Eftir tæpar tvær vikur ganga
Katalónar að kjörborðinu til að
kjósa sér nýtt þing. Þetta eru
þriðju þingkosningarnar síðan
2012. Þær eru sérstakar að því
leyti að ríkis stjórn Spánar leysti
upp katalónska þingið í október
síðastliðnum eftir að Carles
Puidgemont, forseti Katalóníu,
með stuðning ríkisstjórnar og
þings lýsti yfir stofnun sjálf-
stæðs lýðveldis og aðskilnaði við
konungs ríkið Spán. Tveir þriðju
hlutar ríkisstjórnar Katalóníu
voru hnepptir í varðhald og hin-
ir flúðu land og leituðu skjóls
í Belgíu, þar á meðal forsetinn
sjálfur. n
Þúsundir hafa mótmælt Átök hafa verið blóðug.
n Spænsk yfirvöld hafa staðið fyrir ít-
rekuðum brotum á borgaralegum rétti
Katalóna og takmarkað tjáningar- og
upplýsingafrelsi síðan Katalónar
ákváðu í þjóðaratkvæðagreiðslu að
stofna sjálfstætt lýðveldi.
n Spánverjar hafa sagt upp
langflestum Katalónum í utanríkis-
þjónustu Spánar og látið loka öllum
katalónskum sendiskrifstofum sem
voru staðsettar víða um heim.
n Spænski stjórnlagadómstóllinn
hefur afnumið um þrjátíu lög og
reglugerðir sem hafa verið samþykkt-
ar í katalónska þinginu er snúa að
félagslegu réttlæti, umhverfisvernd
og ýmsum borgara legum réttindum
og umbótum.
n Nú hefur íbúum Katalóníu verið
bannað að bera gulan lit, eða flagga
honum opinberlega. Guli liturinn vísar
í baráttu Katalóna fyrir frelsun póli-
tískra fanga í fangelsum á Spáni.
Um hvað snúast
deilurnar í Katalónínu?
n Guli liturinn bannaður n Lögregluofbeldi n Franco vildi eyða sjálfsmynd Katalóna
Lögregluofbeldi Katalónar sem vildu kjósa v
oru beittir ofbeldi á kjörstað.
Guðmundur Hrafn Arngrímsson
ritstjorn@dv.is