Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2017, Qupperneq 34

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2017, Qupperneq 34
Helgarblað 8. desember 20174 Bækur E inhvern tímann sagði Sig- urður Pálsson í kennslu- stund að það að lesa ljóð væri svona eins og að hlusta á 45 snúninga plötu á 33 snún- ingum. Það er, að ljóð krefðist þess að vera lesið hægt. Að sama skapi væri æskilegt að lesa skáld- sögur á 45 snúningum og svo ljóðlausa texta á 78. Saga Ástu er ljóðrænt verk, líkt og flestar bæk- ur Jóns Kalmans, og í umræddri bók eru margir gullfallegir kafl- ar sem krefjast ljóðalesturshraða. Fyrri hluti skáldverksins dansar á ákveðinni línu hvað varðar ljóð- rænu og væmni og því miður fer textinn stundum aðeins of langt yfir þessa línu og leysist upp í nánast klisjukenndar vanga- veltur. En eftir því sem líða tekur á bókina batnar hún svo mikið að hún heltekur lesanda gjörsam- lega. Næstum eins og tveir rit- stjórar hefðu skipt bókinni á milli sín. Ljóðrænan virkar í síðari hlutanum eins og net sem flæk- ir mann og losnar lesandi ekki fyrr en síðustu blaðsíðu sleppir, eða jafnvel ekki fyrr en viku síð- ar. Sem er kannski alger synd því Sögu Ástu hefði alla verið hægt að lesa á þrjátíu og þremur snún- ingum. En seinni hluti bókarinn- ar nær að bæta upp fyrir þann fyrri svo vel að gagnrýnandi fyrir- gefur allt. Eða nánast allt. Þvert á tíma og rúm Sagan sjálf er áhugaverð og leiðin sem farin er til þess að setja fram sögusviðið, tímaflakk- ið og allt sem því fylgir er listilega vel gert. Persónur eru stundum nær steríótýpískar á köflum en ekki á slæman hátt. Sumar líkjast hver annarri þannig að í byrjun hvers kafla er oft óljóst um hvaða persónu ræðir. Þannig tengjast kynslóðirnar saman þvert á tíma og rúm, dóttir líkist móður og bóndi líkist föður sem líkist ást- manni. Afstæði tímans Tíminn er svo gegnumgangandi þema í Sögu Ástu og má segja að bókin öll hverfist um eitt andar- tak í lífi manns sem virðist inni- halda alla ævi hans og annarra í kringum hann. Innbyggður höf- undur bókarinnar er svo staddur úti á landi og setur þessa brota- kenndu ævi í orð og birtir þar enn aðra vídd skáldskaparins. Af ótta við að ljóstra einhverju upp sem gæti skemmt fyrir fram- tíðarlesendum, mun gagnrýn- andi láta staðar numið hér hvað varðar efni bókarinnar og sögu- þráð. Eina ástæðan fyrir því að Saga Ástu fær ekki fimm stjörnur er sú hve hún byrjar brösulega en gagnrýnandi sér síður en svo eftir að hafa þraukað í gegnum þann hluta verksins, því síðari hlutinn er yndislegur. n Ú t er komin ævisagan Minn tími, sem fjallar um ævi og störf Jóhönnu Sigurðar- dóttur, fyrrverandi for- sætisráðherra. Í bókinni er rakin saga þessa mikla stjórnmálaskör- ungs, sem einkennist af baráttu fyrir högum þeirra sem minna mega sín í þjóðfélaginu, milli þess sem Jóhanna ryður leiðina fyrir konur í stjórnmálum, uppgötvar kynhneigð sína og finnur ástina. Uppbygging bókarinnar er nokkuð hefðbundin og línuleg í tíma. Höfundur rekur helstu at- burði og er að mestu leyti í hlut- verki hlutlægs stjórnmála- skýranda, líkt og siður er. Jóhanna skrifar síðan eins konar ítarefni í fyrstu persónu um helstu at- burðina, þar sem lesandanum er hleypt inn í bakherbergin, inn fyrir veggi heimilisins og að ein- hverju leyti inn í hugarheim henn- ar sjálfrar. En líkt og svo oft er með bækur eins og þessar, þá er það síðastnefnda atriðið sem hefði mátt fara meira fyrir. Bókin er fyrst og fremst fróð- leg lesning fyrir þá sem fræð- ast vilja um farsælan starfsferil áberandi stjórnmálakonu, sem á vafalaust meira hrós skilið en hún hefur fengið. Hluti skýringarinn- ar er þó án efa sá að Jóhanna virðist laus við hégóma, hef- ur aldrei verið mik- ið fyrir sviðsljós- ið, eða að „opna sig“ í fjölmiðlum, líkt og segir í bókinni. Þó svo vissulega sé gerð tilraun til þess að mýkja ásjónu þeirrar hörku- legu ímyndar sem Jóhanna hefur ávallt haft sem stjórnmálakona, fer hún að mestu út um þúfur, þar sem lesendum gefst lítið færi á að kynnast persónunni sjálfri utan vinnunn- ar. Þess vegna verður bókin heldur alvöru- þrungin, sem er alls ekki reglan þegar fjallað er um stjórn- málamenn, heldur kannski frekar vitnis- burður um persónu- gerð Jóhönnu. Því þó svo ljóst sé með lestri bókarinnar að Jóhanna hafi vissu- lega kímnigáfu, hefði kannski mátt gera meira úr því svo lesandinn næði dýpri tengingu við umfjöll- unarefnið. Einnig hefði mátt helga fleiri blaðsíður uppvaxtarárunum, sem eru svo mótandi í lífi hvers og eins. Þá er lokakafli bókarinnar, um lífið eftir „baráttuna við karl- ana“ vissulega hjartnæmur í krafti umskiptanna frá pólitíkinni yfir í ástina, jafnvel svo að lesandinn kemst við. En meiri innsýn í hugarheim Jóhönnu hefði vissu- lega verið vel þegin, en ekki er þó víst að þess hafi gefist kostur. Eftir stendur að saga stjórn- málakonunnar Jóhönnu Sigurðar- dóttur á erindi til allra Íslendinga, ekki síst þeirra sem lítið þekkja til starfa hennar. Barátta hennar fyrir þá sem minna mega sín í þjóðfé- laginu verður ávallt í minnum höfð og áhrif hennar í kvenréttinda- baráttunni verða aldrei ofmetin. Jóhanna Sigurðardóttir er án efa einn mikilvægasti stjórnmálamað- ur sem Ísland hefur átt og án efa mikilvægasta stjórnmálakonan. n Fróðleg og þörf saga, en skortir persónudýpt Að lesa skáldsögu á þrjátíu og þremur snúningum Trausti Salvar Kristjánsson traustisalvar@eyjan.is Bækur Minn tími Höfundur: Páll Valsson Útgáfa: Mál og Menning 384 bls. Jóhanna María Einarsdóttir johanna@dv.is Bækur Saga Ástu Höfundur: Jón Kalman Stefánsson Útgefandi: Benedikt 443 bls. „Ljóðrænan virkar í síðari hlutanum eins og net sem flækir mann og losnar lesandi ekki fyrr en síðustu blað- síðu sleppir, eða jafnvel ekki fyrr en viku síðar. Jón Kalman Saga Ástu er ljóðrænt verk, líkt og flestar bækur Jóns Kalmans. Mynd SigTryggur Ari
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.