Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2017, Page 67

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2017, Page 67
Gjafabréf 7Helgarblað 8. desember 2017 KYNNINGARBLAÐ Gjafaáskrift að sokkum Fyrirtækið smartsocks.is býður upp á áskrift að sokkum. Nýir sokk- ar detta inn um lúguna hjá áskrifendum í hverjum mánuði. Þessi skemmtilega nýjung hefur mælst vel fyrir og nú eru sokkaáskrifendur hjá smartsocks.is orðnir fjöl- margir þó að fyrirtækið hafi starfað í stuttan tíma. sokkarnir frá smartsocks. is lífga upp á tilveruna og margir sem áður gengu bara í svörtum og gráum sokkum njóta þess nú að fá litríka sokka í hverjum mánuði. allir sokkar frá smartsocks.is eru í skærum litum og fjölbreytt- um mynstrum. Þeir eru svo fjölbreyttir að yfir heilt ár fær áskrifandi aldrei tvö eins pör af sokkum. sokkarnir eru úr 100% ull og eru í stærðunum 34–39 og 38–45. Þeir eru bæði fyrir konur og karla. sokkarnir eru allir mjög sterkir og endingargóðir, þetta er vönduð vara. áskrifandi getur valið um hvort hann fær eitt eða tvö sokkapör á mánuði og hann getur valið um áskrift í þrjá, sex eða tólf mánuði. sokkaáskrift lífgar ótrúlega mikið upp á tilveruna, hvers- dagsleikinn verður skemmti- legri þegar maður fer að ganga í litríkum sokkum og það er skemmtilegt að vita aldrei hvernig sokkarnir sem detta inn um lúguna næst líta út – en vita það eitt að þeir verða fallegir og litríkir. sokkagerðirnar eru alls 150. Gefðu sokkaáskrift í jólagjöf sokkaáskrift er frumleg og skemmtileg jólagjöf sem gleður í langan tíma. Þú getur gefið þeim sem þér þykir vænt um eitt eða tvö pör af litríkum og fallegum sokkum í þrjá, sex eða tólf mánuði. Hægt er að ganga frá kaupum á gjafaáskrift eða eigin sokkaáskrift á vefnum smartsocks.is. sendingar- kostnaður er innifalinn í verði sokkanna. sokkaáskrift að einu pari á mánuði kostar 990 krónur en áskrift að tveimur pörum á mánuði kostar 1.790 krónur. Það er skemmtilegra að ganga í skrautlegum sokkum. Eftir dálítinn tíma í sokka- áskrift á fólk gott safn af fallegum og litríkum sokkum sem lífga upp á daginn og gera tilveruna skemmtilegri. sjá nánar á smartsocks.is. Litrík og klæðileg jólagjöf Íslensk listaverk eru einstakar jólagjafir Mörg fyrirtæki og að sjálfsögðu einstak-lingar líka koma til okkar í desember til að kaupa jólagjafir. mörg pör velja líka fremur að kaupa sér sameig- inlega jólagjöf fyrir heimilið fremur en gefa hvort öðru gjafir og hér er einstakt úrval af list fyrir heimilin.“ Þetta segir Gunnar Helga- son, framkvæmdastjóri Gallerís Listar, skipholti 50a, sem er elsta starfandi gallerí á landinu. Gallerí List hefur til sölu verk yfir 50 íslenskra listamanna og starfar undir kjörorðinu „eitthvað alveg einstakt“ eða eins og segir á heimasíðu gallerísins: „Í fjöldaframleiddum heimi bregður einhverju einstöku við öðru hvoru. Gallerí List sérhæfir sig í einstökum verk- um eftir íslenska listamenn. Hjá okkur finnur þú eitthvað alveg einstakt.“ Gallerí List býður upp á listmuni á ótrúlega breiðu verðbili, eða allt frá 3.000 og upp í milljónir króna. Því geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi þegar kemur að falleg- um og einstökum jólagjöfum. meðal annars býður galleríið upp á mikið úrval af keram- ikverkum. „sérhver hlutur sem er keyptur hér til gjafa verður um leið eins konar gjafabréf, því sá sem fær gjöfina getur skipt henni út fyrir hvað sem er í galleríinu og þá höfum við úr svo mörgum listamönnum að velja. Þannig að enginn situr uppi með verk sem hon- um ekki líkar,“ segir Gunnar. Úrvalið aldrei betra en í desember „Desember er orðinn langstærsti mánuðurinn í sölu á listmunum, og þótt úrval verka hjá okkur sé gott allan ársins hring þá er það þannig að úrvalið er aldrei betra en í desember, af þeirri ástæðu hvet ég fólk sem hefur áhuga á listmunum að kynna sér úrvalið í jóla- mánuðinum,“ segir Gunnar. Gallerí List býður upp á vaxtalaus lán til listmuna- kaupa. Hægt er að kynna sér listamenn og verk þeirra á heimasíðu gallerísins www. gallerilist.is og á Facebook- síðunni www.facebook.com/ Gallerí-List.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.