Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2017, Qupperneq 70

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2017, Qupperneq 70
Helgarblað 8. desember 2017KYNNINGARBLAÐ10 Gjafabréf Aðsókn að leiksýning­um Þjóðleikhússins hefur verið með eindæmum góð á leikárinu og vinsælar sýningar verða áfram á fjölunum eftir ára­ mót, auk þess sem nýjar og spennandi sýningar verða frumsýndar á næstunni. Gjafakort í Þjóðleikhúsið er því kærkomin jólagjöf fyrir marga en kortið er hægt að kaupa á vef Þjóðleikhússins, leikhusid.is, eða í afgreiðsl­ unni á Hverfisgötu. Hér að neðan er yfirlit yfir helstu verkefni leikhússins í vetur: Faðirinn – fimm stjörnu leiksýning Franska verðlaunaverkið Faðirinn sló sannarlega í gegn þegar það var frum­ sýnt í október, í leikstjórn Kristínar Jóhannesdóttur. Gagnrýnendur hafa ausið sýninguna lofi, ýmist gefið henni 4 eða 5 stjörnur, og meðal annars sagt: „Sýning sem enginn má missa af eða gengur út af ósnortinn“ og „undursamleg sýning sem fær mann til þess að hlæja og gráta“. Eggert Þorleifsson fer á kostum í sýningunni og sagði einn gagnrýnandi um hann: „Ég hef aldrei séð hann svona góðan.“ Það er meira og minna uppselt á sýninguna næstu mánuði, en til að mæta eftirspurn er búið að setja í sölu sýningar allt fram í febrúar. „Stjörnuleikur hjá Eddu og Pálma“ Risaeðlurnar eftir Ragnar Bragason hafa sömuleiðis slegið í gegn á Stóra sviðinu, og áhorfendur hafa hlegið sig máttlausa sýningu eftir sýningu á þessu grátbroslega verki. Edda Björgvinsdóttir og Pálmi Gestsson fara með aðalhlutverk í sýningunni, og hefur þeim verið hrósað í hástert fyrir frammistöðu sína. Það er Þjóðleikhúsinu sérstakur fengur að því að fá Eddu Björgvins aftur til liðs við sig, og má með sanni segja að þessi gamalreynda og dáða leikkona sé hér í fantaformi! Risaeðlurnar eru nístandi gamanleikur, loka­ hluti leikhúsþríleiks Ragnars um afkima íslensks sam­ félags. Kraftmikið fjölskyldudrama Hafið er eitt vinsælasta leikrit Ólafs Hauks Símonarsonar og verður nú jólasýning Þjóðleikhússins í nýrri og spennandi uppsetningu. Siggi Sigurjóns leikstýrir og Þröstur Leó Gunnarsson fer með hlutverk valdamikils útgerðarmanns í sjávarþorpi. Hafið er átakamikill fjöl­ skylduharmleikur, þrunginn spennu, en líkt og önnur verk höfundar er það jafnframt fullt af beittum húmor. Meðal annarra leikara í aðalhlut­ verkum eru Guðrún S. Gísla­ dóttir og Elva Ósk Ólafsdóttir. Margverðlaunað átakaverk Steinunn Ólína Þorsteins­ dóttir snýr aftur í Þjóðleik­ húsið eftir áramót í hinu margverðlaunaða leikriti Efa, en þar leikur hún m.a. á móti Hilmi Snæ Guðnasyni í leikstjórn Stefáns Baldurs­ sonar. Efi er spennandi verk um mörkin í mannlegum samskiptum, tortryggni, grunsemdir og nístandi óvissu. Hvenær lætur fólk tortryggni stjórna sér? Hvenær lokar það augunum fyrir óhugnanlegum sann­ leika? Nýr söngleikur með laga- perlum Stuðmanna Glænýr og stórskemmtilegur íslenskur söngleikur eftir Góa, sem er byggður á ástsælustu lögum Stuðmanna, verður frumsýndur á Stóra sviðinu í febrúar. Bráðfyndin at­ burðarás, þar sem kostuleg­ um persónum lendir saman, gömlum leyndarmálum er þyrlað upp í loft og ástin blómstrar óvænt þar sem síst skyldi. Meðal leikara og dansara eru Selma Björns, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Örn Árnason, Siggi Sigurjóns og Eggert Þorleifsson. Dans, söngur, gleði og fjör! Gleði­ sprengja er um það bil að springa á Stóra sviðinu! Heillandi verk um baráttu ólíkra kvenna Svartalogn er nýtt íslenskt verk sem frumsýnt verður á Stóra sviðinu í apríl, ný leikgerð eftir Melkorku Teklu Ólafsdóttur byggð á skáld­ sögu Kristínar Marju Baldurs­ dóttur, í leikstjórn Hilmis Snæs Guðnasonar. Svarta­ logn er hrífandi verk um höfn­ un og hindranir, baráttuna við niðurrifsöflin í mannssál­ inni – og óvæntu möguleik­ ana í lífinu. Með aðalhlutverk fer Elva Ósk Ólafsdóttir, en stór leikhópur miðlar þessari mögnuðu sögu. Þjóðleikhús barnanna Í Þjóðleikhúsinu er fjölbreytt úrval leiksýninga fyrir börn á öllum aldri. Á Stóra sviðinu gengur hin eldfjöruga sýning Fjarskaland eftir Góa ennþá fyrir fullu húsi, og börnin geta fundið eitthvað skemmtilegt víða um hús, meðal annars á Brúðuloftinu og í Kúlunni. Eftir áramót verður meðal annars frumsýnd ljóðræn og skemmtileg leiksýning fyrir yngstu börnin, Ég get, en hún fjallar um það sem er mitt og þitt og okkar. Fjölbreytt samstarfsverkefni Þjóðleikhúsið er í samstarfi við ólíka leikhópa, Mið­Ísland, Improv Ísland og Elefant sem setti upp fjölmenningarverk­ ið Smán. Einnig verður nýtt verk, Stríð, eftir Ragnar Kjart­ ansson og Kjartan Sveinsson, sett upp í samstarfi við Sin­ fóníuhljómsveit Íslands. Að­ faranótt, nýtt verðlaunaverk eftir Kristján Þórð Hrafnsson, verður sett upp í samstarfi við leikarabraut sviðslista­ deildar LHÍ. Settu gleðistund í jólapakkann GJAFAKoRT Í ÞJÓðLEIKHúSIð ER TILvALIn JÓLAGJÖF
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.