Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2018, Qupperneq 6
6 Helgarblað 5. janúar 2018fréttir
S
teinunn Anna Radha er ís-
lensk, á íslenska foreldra og
hefur búið á Íslandi nán-
asta alla sína ævi. Hún er
nítján ára og hefur búið alla sína
ævi í Reykjavík. Steinunn sker sig
úr fjöldanum á Íslandi því hún er
dökk á hörund. Steinunn var átta
mánaða gömul þegar hún var ætt-
leidd frá Indlandi. Hún var lögð í
mikið og gróft einelti í grunnskóla
af því að hún var öðruvísi. Steinunn
þróaði með sér þunglyndi og
kvíða vegna eineltis. Hún hætti
tímabundið í skóla vegna kyn-
ferðisofbeldis sem hún varð fyrir.
Steinunn finnur daglega fyrir for-
dómum og mismunun vegna húð-
litar síns. Hún vill vekja athygli á
og opna umræðuna um kynþátta-
fordóma. Hún segir það algengt að
fólk telji sig hafa leyfi til að segja
hvað sem er við hana varðandi
húðlit hennar, stærð eða fötlun.
Blaðamaður DV settist niður
með Steinunni til að ræða um kyn-
þáttafordóma á Íslandi. Í viðtalinu
segir Steinunn frá atvikum sem
eru henni einstaklega minnis-
stæð, hvernig væri hægt að sporna
gegn fordómum og hvernig sé að
vera brúnn Íslendingur.
Varð fyrir miklu einelti
„Ég finn fyrir fordómum daglega.
Þannig að skiptin sem ég upplifi
fordóma eru mjög mörg. En það
er sérstaklega eitt atvik sem er mér
minnisstætt. Það var laugardags-
kvöld og ég var stödd í miðbæn-
um að skemmta mér með vinum
mínum. Skyndilega hnippti ein-
hver kona í mig og fór að segja
mér hvað ég væri mikil dúlla. Svo
fór hún að koma við úlpuna mína
og spurði: „Heldurðu að þú værir
svona heppin ef þér hefði ekki ver-
ið bjargað?“ Ég vissi ekki hverju ég
átti að svara,“ segir Steinunn Anna
og bætir við að það séu margar
ástæður fyrir því að fólk gefi barn
til ættleiðingar eða ættleiði barn.
„Foreldra mína langaði í barn
en gátu ekki eignast það. Þau eru
alveg jafn heppin á hinn bóginn.
Forréttindi fólks eru mismun-
andi.“
Hvað er fyrsta atvikið sem þú
manst eftir sem barn?
„Ég varð fyrir miklu einelti í
skóla. Þegar ég var í fyrsta bekk sat
eitt skipti ofan á mér strákur og var
að lemja mig og kalla mig pönnu-
köku. Ég var lögð í einelti út af kyn-
þætti mínum og vegna þess að ég
var öðruvísi.“
Varstu eini nemandinn í bekkn-
um sem var öðruvísi?
„Já. Ég fann afar mikið fyrir því
þar sem ég er einnig bæði lítil og
fötluð,“ segir Steinun Anna, en
hún er um 140 sentimetrar á hæð.
Steinunn heldur áfram: „Ég var
auðvelt skotmark fyrir þau sem
vildu stríða og gera lítið úr öðrum.
En fólk gleymir oft að líta í eigin
barm.“
Í dag á Steinunn fáa en mjög
góða vini. Hún telur mikilvægt
að umkringja sig fólki sem kem-
ur fram við hana af kærleik og
virðingu.
Daglegir fordómar
Hvernig finnurðu fyrir því daglega
að það sé komið fram við þig öðru-
vísi út af kynþætti þínum?
„Ég lendi oft í því að þjónustu-
fólk talar við mig ensku, þótt ég
tali við það íslensku. Ég lenti í
því um daginn þegar ég var að
kaupa hulstur fyrir tölvuna mína.
Ég talaði íslensku við afgreiðslu-
manninn sem svaraði mér á
ensku. Þó að ég héldi áfram
að tala íslensku þá talaði hann
ensku allan tíman. Ég veit að
hann er íslenskur því hann talaði
íslensku við næsta kúnna. Ég
held að fólk haldi áfram að tala
ensku, þótt það átti sig á að ég sé
íslensk, því það heldur að það sé
of seint að fara til baka. En málið
er að það er mikið skárra að biðj-
ast afsökunar.“
Steinunn segir að hún hafi
einnig fundið fyrir mismunun í
skólakerfinu. „Kennarar telja mig
þurfa öðruvísi nám, eins og nám
á ensku. Ég hef oft fengið að heyra
frá kennurum hvað ég tali góða ís-
lensku. Ég myndi frekar vilja að
fólk myndi spyrja mig hvort ég
væri Íslendingur frekar en að ætla
að svo sé ekki.“
Heldurðu að fólk þori ekki að
spyrja?
„Ég veit það ekki. Fyrst fólk get-
ur leyft sér að segja ýmsa hluti
þá skil ég ekki af hverju það þorir
ekki að spyrja. Ég vil frekar að fólk
spyrji mig. Aðgreining er það sem
heldur fordómum gangandi.“
Tekin í yfirheyrslu á flugvöllum
Hvað er versta atvikið sem þú
manst eftir?
„Það sem truflar mig mest er
hvað erfitt er fyrir mig að fara með
öðrum Íslendingum til útlanda.
Ég er alltaf stoppuð og tekin afsíð-
is þótt ég sé með fjölskyldu minni,
sem er hvít. Ég er mjög oft valin af
„handahófi“ í frekari skoðun. En
það hefur gerst svo oft og aðeins
hjá mér þannig að það er augljóst
að ég er ekki valin „af handahófi“.“
Steinunn hefur verið stöðvuð
bæði á Keflavíkurflugvelli og flug-
völlum utanlands en segir að það
sé algengara að hún sé stöðvuð er-
lendis.
Finnst þér Ísland vera komið
lengra en önnur lönd varðandi for-
dóma og mismunun?
„Mér finnst við vera komin
mjög stutt. Það er líka spurning
hvort við séum með fordóma sem
við viljum ekki horfast í augu við.
Eins og hvernig við hugsum um
fólk sem er öðruvísi. Í stað þess að
líta á fjölbreytileikann sem eina
viðmiðið þá er fólk flokkað í box,
sem er hættulegt.“
Vill finna blóðforeldra sína
Steinunn segir fordómana alversta
á netinu.
„Á netinu er algengt að fólk
láti sínar fordómafullu skoðanir í
ljós og feli sig bak við skjáinn. Ég
hef fengið ljót skilaboð frá fólki,
„finn fyrir
fordómum
daglega“
Steinunn Anna Radha ræðir um
kynþáttafordóma á Íslandi og hvernig
er að vera brúnn Íslendingur„Ég var
auðvelt
skotmark fyrir
þau sem vildu
stríða og gera
lítið úr öðrum
Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
gudrunosk@dv.is „Aðgreining
er það sem
heldur fordómum
gangandi