Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2018, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2018, Page 7
Helgarblað 5. janúar 2018 fréttir 7 sem ég þekki ekkert, sem leyfir sér að segja ýmislegt. Eins og hvað ég sé heppin miðað við aðra Ís- lendinga,“ segir Steinunn. Þú segist heyra það reglulega frá fólki út í bæ og á netinu hvað þú sért „heppin,“ hvað heldurðu að fólk sé að meina með því? „Að mér hafi verið bjargað frá Indlandi sem á að vera svo slæm- ur staður. En á móti því kemur að ég fékk ekki að þekkja blóðforeldra mína og ég hef ekki svör við spurn- ingum sem brenna á mér.“ Hefurðu áhuga að finna blóð- foreldra þína? „Já, ég fékk að sjá ætt- leiðingarskjölin mín um daginn en í þeim er ekkert sem hægt er að nota. Það stendur bara að ég hefði verið gefin til ættleiðingar vegna trúarlegra ástæðna. Í hindúisma má ógift fólk ekki eignast barn og ég held að það hafi verið ástæðan.“ Fannst þér erfitt sætta þig við að þú gætir mögulega aldrei fundið blóðforeldra þína? „Ég held að ég sætti mig aldrei við það. En ég læri að lifa með því.“ Ólíkir fordómar „Foreldrar mínir hafa einnig upp- lifað ákveðna fordóma. Sérstak- lega þegar þau voru að fara að ættleiða mig. Fólk í kringum þau sagði: „Þið vitið að það fylgja þess- um börnum félagsleg vandamál, eruð þið tilbúin að glíma við það?“ Fólk var búið að ákveða fyrir fram hvers konar barn ég myndi verða. Foreldrar mínir hlustuðu ekkert á þetta,“ segir Steinunn Anna. „Margir vilja setja foreldra mína í gæsalappir. Kalla þau „foreldra“ mína. En þetta eru mamma mín og pabbi minn. Það hefur einnig oft gerst að fólk spyrji þau hvort ég tali íslensku. Sem mér finnst alltaf jafn furðulegt.“ Þunglynd í kjölfar eineltis Steinunni langar að verða sál- fræðingur eða prestur, helst sjúkrahússprestur. Hún var að hefja nám við fjölbraut í Ármúla eftir að hafa tekið pásu vegna veik- inda. „Ég hætti í skóla í eitt og hálft ár, en ég var að glíma við þunglyndi og kvíða. Andlegu veikindin ágerðust vegna eineltisfordóma. Ég gat ekki mætt lengur í skólann. Ég talaði mikið við prest sem reyndist mér afskaplega vel. Ég er byrjuð aft- ur í skóla og er núna hálfnuð með mína menntaskólagöngu.“ Yngri kynslóðin fordómafyllri Finnur þú fyrir meiri fordómum frá yngra eða eldra fólki? „Ég myndi halda að það væru meiri fordómar hjá yngra fólki. Yngri kynslóðin er miskunnar- lausari. Gamalt fólk er fast í sínu og ég leyfi því bara að vera þannig. Ég leyfi þessu að viðgangast þar til börn verða níu til tíu ára. Eftir það eiga þau að geta beitt rökhugsun. Ég upplifi oft að foreldrar telja að skólinn eigi að sjá um að ala upp börnin en það skiptir máli hvern- ig er talað um málin heima fyrir,“ segir Steinunn. Steinunn segir að fólk þurfi að gera sér grein fyrir mismunandi aðstæðum annarra og hugsa sig tvisvar um áður en það lætur eitt- hvað út úr sér. „Ég finn mikið fyrir fordómum vegna hversu lítil ég er. Fólk held- ur oft að ég sé barn og leyfir sér að klípa í kinnar mínar. Það gleymist að það séu ástæður fyrir öllu. Eins og ég fæddist mikið fyrir tímann og undir lélegum aðstæðum sem ég veit ekkert um.“ Öll eins að innan Hvað viltu að fólk viti um hvernig það er að vera öðruvísi á Íslandi? „Ég vil að fólk viti að við erum öll eins gerð að innan. Af hverju ætti sá einstaklingur sem er dökk- ur á hörund að vera líklegri til að fremja hryðjuverk en einhver ann- ar. Varðandi hæð mína myndi ég vilja að fólk myndi spyrja hvað ég sé gömul frekar en að gera ráð fyr- ir því að ég sé barn. Ég lendi oft í því að fara á matsölustaði, með lokk í nefinu og varalit, og fá af- hentan barnamatseðil og litabók,“ segir Steinunn Anna og heldur áfram: „Ég reyni að fá fólk til að setja sig í mín spor og spyr hvort það myndi vilja að aðrir kæmu svona fram við það. Hvernig því myndi líða ef einhver myndi spyrja það þessara spurninga. Þá biðst fólk oftast afsökunar og segist ekki „hafa hugsað svona langt.“ Mun- um að fjölbreytileikinn er eina raunhæfa viðmiðið.“ n R izza Fay Elíasdóttir er 24 ára Íslendingur. Hún var tæplega tveggja ára þegar hún flutti til Íslands. Hún fór í leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla á Íslandi og stundar nú nám við Háskóla Ís- lands. Rizza tekur virkan þátt í félagslífinu í skólanum, er í ný- sköpunar- og frumkvöðlanefnd HÍ og er í Vöku, stúdentafélagi HÍ. Rizza Fay ólst upp í Hafnar- firði og býr þar enn. DV ræddi við Rizzu Fay um kynþáttafordóma á Íslandi og hvernig er að vera brúnn Ís- lendingur. Komu heim með tárin í augunum Er eitthvað óvenju slæmt atvik sem situr í þér? „Ekki sem ég man sjálf eftir en mamma sagði mér að þegar ég og bróðir minn vorum yngri þá lentum við í einelti. Eitt atvik var mjög slæmt. Aðrir krakkar voru að uppnefna okkur og kalla okkur fordómafullum nöfnum. Við komum bæði heim með tár- in í augunum. En mamma, eins og hún er, fór og reifst fyrir okk- ar hönd. Talaði við skólastjór- ann og stóð upp fyrir okkur. Eft- ir þetta atvik kom ekkert svona upp á aftur,“ segir Rizza Fay og heldur áfram. „Atvikið sem er mér örugg- lega minnisstæðast gerðist í miðbæ Reykjavíkur. Ég var með vinkonu minni að ganga Lauga- veginn. Skyndilega kallaði ein- hver maður á mig og spurði af hverju ég væri á Íslandi og öskr- aði að ég ætti að fara heim. Ég leit á manninn og hugsaði með mér hvað í ósköpunum hann væri að tala um. Ég var heima. Ísland er „heima.“ Ég vissi fyrst ekki að hann væri að tala við mig, en ég leit í kringum mig og sá engan annan. Þetta var mjög skrýtið.“ „Talar góða íslensku“ Rizza Fay vinnur á kaffihúsi og segir hún algengt að fólk komi öðruvísi fram við hana en aðra starfsmenn. „Oftast er það eldra fólk sem byrjar að tala við mig afskaplega bjagaða ensku með íslenskum hreim. Ég býð þeim góðan dag á íslensku og spyr hvernig ég geti aðstoðað. Einnig tek ég eft- ir að viðskiptavinir hika oft við að tala og bíða eftir að heyra mig tala. En ég er líka með svo mikið keppnisskap að ég reyni alltaf að vera fyrst að bjóða góðan dag og sýna að ég tali rosalega góða ís- lensku,“ segir Rizza og hlær. „Sumt samstarfsfólk mitt, sem er ljósara en ég á hörund, talar ekki íslensku og er að læra íslensku. Það gerist oft að fólk byrjar að tala við þau íslensku og ég kem og aðstoða við afgreiðsl- una. Viðskiptavinirnir verða oft frekar hissa og segja „ó, talar þú íslensku?“ Svo reyndar hef ég einu sinni fengið að heyra frá eldri konu sem ég var að afgreiða: „Þú tal- ar mjög góða íslensku, svona miðað við.“ Ég hugsaði með mér „miðað við hvað?“ og tjáði kon- unni að ég væri nú Íslendingur.“ Eldri kynslóðin fordómafyllri „Fólk á það til að vera fljótt að ákveða fyrirfram hvernig ég er út frá nafninu mínu, en þar sem ég er með erlent eiginnafn og millinafn þá gengur stundum fólk út frá því að ég tali ekki ís- lensku. Ég varð mikið vör við þetta þegar ég var í atvinnuleit fyrir einhverju síðan. Ég fór í at- vinnuviðtal og þá segir konan sem var að taka viðtal við mig: „Æ já, þú ert þessi með skrýtna nafnið. Ég ætlaði ekkert að lesa ferilskrána þína en svo sá ég að þú værir Elías dóttir.“ Ég varð kjaftstopp og ákvað að mig langaði ekkert að vinna þarna ef mér myndi bjóðast vinnan, sem mér bauðst,“ segir Rizza Fay. Aðspurð hvort hún finni mun á fordómum frá yngra fólki eða eldra fólki svarar Rizza játandi. „Mér finnst mjög mikill mun- ur á milli kynslóða, mér finnst það eiginlega magnað. Ég finn fyrir mikið meiri fordómum frá eldra fólki heldur en yngra.“ Óþægilegar aðstæður Rizza Fay segir það algengt að fólk tali við hana ensku að fyrra bragði, það sé þó algengara þegar hún ferðast um landið og mögulega hægt að rekja til ferðamannastraumsins. „Ég skil samt ekki af hverju það tíðkast ekki að bjóða öllum góðan dag á íslensku. Það er eitthvað svo töff og séríslenskt hvernig við segj- um góðan dag. Það er líka frekar óþægilegt stundum þegar fólk afgreiðir mig á ensku og ég geri ráð fyrir að það sé erlent og tala ensku á móti, svo talar það ís- lensku við næsta kúnna,“ segir Rizza Fay. n „Ég hef ekki svör við spurningum sem brenna á mér Kallað á eftir henni að fara „heim“ Rizza Fay Elíasdóttir hefur fundið fyrir fordómum á Íslandi M Y n d iR S ig TR Y g g u R A R i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.