Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2018, Page 8
8 Helgarblað 5. janúar 2018fréttir
Á
nýju ári hyggst velferðarsvið
Reykjavíkurborgar hrinda
af stað tilraunaverkefni
sem snýst um að bjóða há-
skólanemum að leigja tvær þjón-
ustuíbúðir í þjónustukjörnum fyrir
aldraða, annars vegar í Lönguhlíð
og hinsvegar í Norður brún. Verk-
efnið var samþykkt á fundi velferð-
arráðs Reykjavíkur þann 7. desem-
ber og síðan lagt fyrir borgarráð
þann 19. desember þar sem ver-
kefnið flaug í gegn. „Hugmyndin
kemur erlendis frá og reynslan
þaðan, til dæmis frá Hollandi, er
góð. Við fórum því að kanna hvort
grundvöllur væri fyrir slíku verk-
efni hér heima enda tekur þetta
á ýmsum vandamálum sem erfitt
er að leysa með öðrum hætti.
Við vonumst líka til þess að verk-
efnið stuðli að jákvæðari viðhorf-
um ungs fólks varðandi það að
vera í samneyti við eldri borgara
og starfa með þeim,“ segir Berg-
lind Magnúsdóttir, skrifstofustjóri
öldrunar- og húsnæðismála hjá
velferðarsviði Reykjavíkurborgar.
Rjúfa einangrun aldraðra
Óumdeilt er að einmanaleiki
og félagsleg einangrun aldraðra
hefur áhrif á lífsgæði þeirra og
jafnvel lífslíkur. Því gæti búseta
ungs fólks gætt þjónustukjarna
aldraðra lífi og orðið kærkomin
tenging íbúa við samfélagið. „Að
auka fjölbreytni í þjónustu við
eldri borgara og þar með lífsgæði
þeirra er ein af þeim áskorunum
sem sveitarfélög standa frammi
fyrir. Félagslegt samneyti við
annað fólk er eitt af þeim mikil-
vægu atriðum og með hækkandi
aldri og verri heilsu eykst hætt-
an á því að einangrast. Nýjar
rannsóknir sýna að einmana-
leiki og félagsleg einangrun aldr-
aðra hafa áhrif á bæði lífsgæði
og lífslíkur þeirra. Því er mikil-
vægt að auka félagslega virkni og
gera öldruðum kleift að taka þátt
í samfélaginu þrátt fyrir heilsu-
brest og aukna þörf á umönnun,“
segir Berglind.
40 klukkustunda vinnuskylda
Í forsendum verkefnisins kemur
fram að háskólanemarnir muni
greiða sömu húsaleigu og hinir
öldruðu en sleppi við að greiða
þjónustugjöld og í hússjóð. Þá er
gert ráð fyrir að háskólanemarn-
ir gangi til liðs við starfslið þjón-
ustukjarnanna og verði vinnu-
skylda þeirra 40 klukkustundir
á mánuði sem greitt verður fyrir.
Störfin munu felast í samneyti
við íbúa þjónustukjarnanna og
að skipuleggja kennslustundir,
tónleika eða aðra viðburði. Með
verk efninu ættu háskólanemarnir
að öðlast innsýn í aðstæður aldr-
aðra og fá reynslu af því að starfa
með öldruðum á velferðarsviði.
„Við erum að undirbúa að aug-
lýsa eftir leigjendum fyrir íbúðirn-
ar og reynum að vinna það hratt og
vel. Í umsóknunum verður óskað
eftir hugmyndum frá leigjendun-
um um hvernig kraftar þeirra geti
nýst til þess að glæða staðina lífi.
Til dæmis gæti það falist í tölvu-
kennslu eða kennslu á helstu sam-
félagsmiðla, til dæmis Snapchat
og Facebook. Það er í raun allt
mjög opið og við bíðum bara eft-
ir skemmtilegum hugmyndum
frá umsækjendum. Það þarf ekki
endilega að vera hópstarf því það
er ekki síður mikilvægt að bjóða
upp á einstaklingsmiðaðan félags-
legan stuðning. Við erum bjartsýn
á að þetta unga fólk verði góð við-
bót við starfslið þjónustukjarnanna
og komi til með að brúa bil milli
kynslóðanna, öllum til heilla,“ seg-
ir Berglind.
Að hennar sögn hefur fjölgun
aldraðra gert það að verkum að
sveitarfélög standa frammi fyrir
nýjum og spennandi áskorunum.
„Að auka fjölbreytni í þjónustu
við eldri borgara er ein ef þeim
áskorunum, en einnig er horft til
þess hvað það er sem eykur lífs-
gæði þeirra.“
Heildarkostnaður tæplega
fimm milljónir
Í aðdraganda verkefnisins hefur
það verið kynnt fyrir íbúum í
Norðurbrún og Lönguhlíð. Íbúar
voru jákvæðir fyrir verkefninu og
vildi meðal annars íbúaráð Norð-
urbrúnar taka virkan þátt í að velja
hæfasta leigutakann. Tilraunaver-
kefnið mun standa frá 1. janúar
2018 til 1. júní 2019 og er heildar-
kostnaður þess samkvæmt áætl-
unum um 4,8 milljónir. Árslaun
leigutakanna fyrir sitt starf verða
um 1,1 milljón. Húsaleigan verður
á svipuðum kjörum og hjá Félags-
stofnun stúdenta, það er innan við
50 þúsund á mánuði að teknu til-
liti til húsnæðisbóta. Hjá Félags-
stofnun stúdenta eru í dag um 500
manns á biðlista eftir sambæri-
legu húsnæði.
Eins og áður segir hafa íbúar í
Norðurbrún tekið hugmyndinni
fagnandi. „Þetta er góð hugmynd
og sjálfsagt að setja þetta verkefni
af stað. Ef vel tekst til þá er ég viss
um að þetta muni koma öllum vel
og ekki síst unga fólkinu sem fær
þarna að glíma við raunveruleg
verkefni í stað þess að lesa bara
um hlutina í skólabókum,“ segir
Þorbjörn Benediktsson, íbúi í
Norðurbrún 1 og meðlimur í
íbúaráði. n
n Tilraunaverkefni velferðarsviðs Reykjavíkurborgar n Fá greidd laun fyrir ýmsa þjónustu
Kenna öldruðum á Snapchat
og fá íbúðina á 50 þúsund
Björn Þorfinnsson
bjornth@dv.is Norðurbrún 1 Fljótlega verður
íbúð fyrir háskólanema auglýst til
leigu í þjónustukjarnanum en íbúð-
irnar hafa hingað til verið ætlaðar
öldruðum einstaklingum.
Berglind Magnúsdóttir Segir að sam-
bærileg verkefni hafi gengið vel erlendis, til
dæmis í Hollandi.
→ Inni- og útimerkingar
→ Sandblástursfilmur
→ Striga- og
ljósmyndaprentun
→ Bílamerkingar
→ Gluggamerkingar
→ Prentun á símahulstur
→ Frágangur
... og margt fleira
Skoðaðu
þjónustu
okkar á
Xprent.is
SundaBorG 1, reykjavík / SímI 777 2700 / XPrent@XPrent.IS