Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2018, Síða 18
18 sport Helgarblað 5. janúar 2018
Um helgina
Ítalía og Ísrael
Emil Hallfreðsson verður í
eldlínunni í dag, föstudag,
klukkan 17.00 þegar Udinese
heimsækir ChievoVerona í
ítölsku úrvalsdeildinni. Emil
og félagar unnu góðan 2-1 sig-
ur á Bologna um síðustu helgi
en þar var Emil á meðal vara-
manna. Í Ísrael á laugardag
verður Viðar Örn Kjartans son
í eldlínunni þegar Maccabi
Tel Aviv tekur á móti Bnei Ha-
Golan VeHaGalil í bikarnum.
Viðar hefur raðað inn mörk-
um í ár og er algör lykilmaður
í liði Maccabi.
Gylfi og
Jóhann í
stórleikjum
Það er sannkallaður stórleik-
ur nú í kvöld, föstudag, þegar
Liverpool og Everton munu
eigast við í enska bikarnum en
leikið verður á Anfield Road
í Bítlaborginni. Þar ætti að
vera í byrjunarliði Everton,
Gylfi Þór Sigurðsson. Gylfi
var hvíldur gegn Manchester
United í ensku úrvalsdeildinni
í liðinni viku, þar var hann á
meðal varamanna en kom
ekkert í sögu við leiknum sem
Everton tapaði 0-2. Á laugar-
dag fær Jóhann Berg Guð-
mundsson erfitt verkefni þegar
hann og félagar hans í Burnley
heimsækja Manchester City.
City á enn eftir að tapa leik á
tímabilinu en gengi Burnley
hefur þó verið með ágætum.
Jóhann skoraði sitt fyrsta mark
á tímabilinu í vikunni í mjög
naumu tapi gegn Liverpool.
Birkir kominn
á blað
Eftir mjög erfiða tíma kom
Birkir Bjarnason sér á blað
þegar Aston Villa vann ör-
uggan sigur á Bristol City í
vikunni. Birkir skoraði þar fínt
mark eftir að hafa aðeins ver-
ið inni á vellinum í þrjár mín-
útur. Birkir gæti því fengið
tækifæri í byrjunarliði Aston
Villa í enska bikarnum á
laugardaginn, þar tekur liðið
á móti Peterbrough. Í öðrum
leikjum verður Hörður Björg-
vin Magnússon líklega í byrj-
unarliði Bristol sem heim-
sækir Watford á laugardag.
Þá gæti Jón Daði Böðvars son
fengið tækifæri með Reading
gegn Stevenage.
Þ
að styttist í að handbolta-
veislan í janúar hefjist en
íslenska landsliðið verður
á meðal þátttökuþjóða
þegar flautað verður til leiks á
Evrópumótinu í Króatíu. Fyrsti
leikur Íslands er gegn Svíþjóð
þann 12. janúar. Svartsýnustu
menn spá því að liðið falli úr leik
beint í riðlinum en blikur eru þó á
lofti um að liðið geti gert betur og
komið sér upp úr riðlinum.
„Liðið hefur tekið framförum
á milli ára, það er hins vegar ljóst
að yngri menn eru að taka við og
eldri menn eru að hverfa á braut.
Það er ljóst að þetta bil sem við
erum að brúa akkúrat núna hef-
ur reynst okkur strembið og það
mun halda áfram að vera stremb-
ið í 2–3 ár í viðbót. Upp úr 2021
mun þetta lið aftur fara að ná há-
marks árangri, hugsanlega eft-
ir þann tíma getur þetta lið aftur
farið að vinna til verðlauna,“ sagði
Guðjón Guðmundsson sem er
manna fróðastur þegar kemur að
íslenskum handbolta. Guðjón hef-
ur fylgst lengi með, í gegnum góða
og slæma tíma.
Staðan á liðinu góð
Eftir að hafa misst af síðasta stór-
móti er Aron Pálmarsson klár í
slaginn en leikæfing hans gæti verið
betri. „Staðan á liðinu er mjög góð,
auðvitað er Aron Pálmarsson ekki
í mikilli leikæfingu. Hann hefur
verið seinn í að finna taktinn með
Barcelona eftir að hafa ekki spilað
handbolta í fimm mánuði. Hann
er algjör lykilmaður, vörn og mark-
varsla verða að vera í hæsta gæða-
flokki ef vel á að ganga í Króatíu.
Breiddin í hópnum er þokkaleg
en hún gæti verið betri, við gætum
verið í vandræðum í vissum stöð-
um á vellinum. Þetta er verkefni
sem þjálfarateymið þarf að leysa,
vandamálið í handboltanum er að
það gefst ekki neinn tími til æfinga
fyrir stórmót. Þú hefur mjög stutt-
an tíma til undirbúnings og menn
verða að vera á tánum með það.“
Verða að vinna Serbíu
Ísland lék í vikunni æfingarleik
gegn Japan og vann sannfærandi
sigur, ekki er þó unnt að meta
ástand liðsins fyrr en eftir helgina
en liðið leikur þá tvo leiki gegn
Þýskalandi fyrir stóru stundina í
Króatíu. „Þetta var fyrst og síðast
æfingaleikur, ég var ánægður með
varnarleikinn í fyrri hálfleik, þeir
keyrðu hraðaupphlaupin vel. And-
stæðingarnir í Króatíu verða miklu
sterkari, við sjáum stöðuna á liðinu
eftir leikina gegn Þýskalandi. Þá
vitum við hvar liðið er. Leikurinn
gegn Serbíu er sá sem þarf að vinn-
ast í Króatíu ef liðið ætlar áfram,
þeir mæta með laskað lið til leiks.
Það vantar stór nöfn en þeir eru
með sterkan leikmannahóp, það
má ekki gleyma því að liðin frá
Balkanskaga spila oftar en ekki vel
þegar leikið er í þeirra löndum, þeir
eru nánast á heimavelli.“
Staða Geirs í óvissu
Fram kom í vikunni að HSÍ vildi
ekki ræða nýjan samning við
Geir Sveinsson þjálfara fyrr en að
móti loknu, margir setja spurn-
ingarmerki við slíkt. „Staðan hef-
ur verið þannig í handboltanum
að oftar en ekki hefur verið gengið
frá samningi við þjálfara eftir stór-
mót. Mér finnst það afar undarlegt
að akkúrat á þessum tímapunkti
komi þetta út. Geir var spurður að
þessu í útvarpsviðtali og hann svar-
aði, hann sagði satt og mér fannst
það gott hjá honum. Mér hefur
fundist síðustu ár HSÍ verið klaufa-
legt í nálgun þess þegar kemur að
ráðningu þjálfara. Þetta er kannski
vísbending um að þeir ætli að
gera breytingar í þjálfaramálum
en það má þó ekki lesa of mikið í
þetta. Liðið er í uppbyggingu, frá
2006 til 2014 vorum við með lið í
heimsklassa, það var vegna þess
að við vorum með 7–8 leikmenn
í heimsklassa. Þetta voru flestir
leikmenn sem voru í fremstu röð
í sinni stöðu. Í dag erum við með
tvo í heimsklassa, það er munur-
inn. Við erum með unga leikmenn
sem á næstu 3–4 árum geta komist í
þennan alþjóðlega klassa sem þarf
til að ná árangri.“ n
n Gaupi skoðar stöðuna fyrir EM í Króatíu n Kynslóðaskipti eiga sér stað
Hörður Snævar Jónsson
hoddi@433.is
Guðjón Guðmundsson
Lykilmaðurinn Aron
Pálmarsson þarf að eiga
gott mót í Króatíu svo
íslenska landsliðið geti gert
einhverja hluti. mynd Getty
„HSÍ klaufa-
legt í sinni
nálgun þegar
kemur að
ráðningu þjálfara“
G
uðbjörg Gunn ars dótt ir og
Sara Björk Gunn ars dótt ir,
landsliðskon ur í knatt-
spyrnu, eru báðar á lista
yfir 100 bestu leik menn heims árið
2017. Það var Vavel sem opinber-
aði þennan lista á dögunum. Þar er
Guðbjörg, sem er markvörður Ís-
lands og Djurgår d en í Svíþjóð, í 35.
sæti á listanum. Sara Björk, miðju-
maður Íslands og hjá þýska meist-
araliðinu Wolfs burg, er í 49. sæti.
„Það er mjög ánægjulegt að
við náum að halda leikmönnum í
fremstu röð,“ sagði Freyr Alexand-
ersson, landsliðsþjálfari Íslands,
um málið. Hann er á þeirri skoðun
að Sara eigi að vera miklu ofar á
listanum. „Að mínu viti á Sara að
vera á meðal efstu 15 á þessum
lista, ég segi það og stend við það,
Sara Björk er besti miðjumaður-
inn í þýsku úrvalsdeildinni. Ég hef
ekki séð betri miðjumann, hún
á að vera hærra á þessum lista,“
sagði Freyr um Söru.
Hann telur að Guðbjörg hafi
átt frábært ár með félagsliði sínu
en að hún hefði getað gert betur
með landsliðinu. „Hún átti frábært
tímabil með félagsliði sínu í Sví-
þjóð og nokkra góða landsleiki, ég
held samt, þekkjandi hana rétt, að
hún hefði viljað eiga betra ár með
íslenska landsliðinu. Það er frábært
að eiga leikmenn sem eru á með-
al þeirra bestu í heimi og við eigum
að setja stefnuna á að hafa alltaf leik-
menn í heimsklassa, það má hins
vegar aldrei slaka á og við þurfum
að hafa fyrir því að eiga slíka leik-
menn sem eru alltaf að berjast við
þá bestu,“ sagði Freyr í samtali við
DV.
Íslenska landsliðið fær
spennandi verkefni í lok
mánaðarins þegar liðið
heldur til La Manga og hef-
ur þar með undirbúning
sinn fyrir árið, liðið leik-
ur einn leik við Noreg en
það kemur í ljós í haust
hvort íslenska landsliðið
nái að tryggja sig inn á
heimsmeistaramótið sem
verður haldið í Frakklandi á
næsta ári. n hoddi@433.is
„Eigum að setja stefnuna á að hafa
alltaf leikmenn í heimsklassa“