Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2018, Síða 26
26 fólk - viðtal Helgarblað 5. janúar 2018
Skildi ekki Reyni sterka
Heimildamyndin Reynir sterki
eftir Baldvin Z var frumsýnd
á þessu ári og sáu margir Ís
lendingar hana í Ríkissjónvarp
inu um jólin. Myndin fjallar um
Reyni Örn Leós son sem hafði
óútskýrðan fítonskraft, komst í
heimsmetabækur og lést langt
fyrir aldur fram árið 1982. Skúli
segist ekki hafa þekkt Reyni en
setið með honum í bíl einu sinni.
Veistu hvernig hann gat lyft
vörubifreiðum, slitið handjárn og
keðjur?
„Ég held að það hafi verið ein
hver andlegur kraftur þarna að
baki eins og hann sagði sjálfur.
Því ég veit að hann sjálfur var ekki
sterkur en hann gerði þessa hluti,
það er ekki hægt að neita því. Ég
horfi öðruvísi á þetta í dag en ég
gerði þegar ég var yngri. Þá fannst
mér þetta vera eintómt blöff. En
hann keppti aldrei. Hann sagðist
hafa hitt Jesú sem hafi sagt hon
um að hann mætti ekki keppa við
dauðlega menn.“
Ert þú trúaður?
„Það er að byrja. Ég er búinn
að sjá svo margt og heyra að ég
ætla að hafa það sem varnagla.
Ég var trúaður þegar ég var yngri
en ekki síðustu ár.“
Hefði hann sigrað ykkur lyft-
ingamennina í keppni?
„Miðað við þetta. En hann gat
greinilega ekki notað kraftinn í
það. Hann var kallaður sterkasti
maður í heimi en var ekki nema
75 kílóa tittur, svipaður og ég. Ég
skildi ekki hvað lá þarna að baki.
Eins og til dæmis þegar sitt hvor
höndin var toguð með krók, þetta
virtist svo heimskulegt. Hann var
hlekkur og hinir að tosa á móti
hvor öðrum. Sjónvarpsmaður
sagði mér að þegar slökkt var á
myndavélunum hafi hann farið í
venjulegan krók við einn og verið
dreginn út um allt herbergið því
þá hafði hann ekki mótstöðu. En
þetta var stórmerkilegur maður,
hann lét bara plata sig og var ekki
nógu skynsamur með þetta.“
Fékk á baukinn eftir ræðu
Skúli var tvívegis kjörinn íþrótta
maður ársins, árin 1978 og eftir
heimsmetið 1980. Er hann eini
lyftingamaðurinn sem hefur
unnið þann titil fyrir utan Jón Pál
sem vann árið 1981.
Var titillinn jafn mikið þrætu-
epli í samfélaginu þá og hann er
nú?
„Það hefur alltaf verið rifist
um þennan titil og allt í lagi að
fólk hafi sínar skoðanir á þessu.“
Sjálfur segist hann mjög ánægð
ur með að hafa unnið sína titla,
ekki aðeins fyrir sig sjálfan heldur
greinina alla.
Sjálfur hefur Skúli skoðan
ir á framkvæmd kjörsins og viðr
aði þær í þakkarræðu hjá ÍSÍ á
dögunum þegar hann var tek
inn inn í heiðurshöllina. Þá sagði
hann sína skoðun á því að fatlað
ir íþróttamenn ættu ekki að vera í
því kjöri og uppskar reiði sumra.
„Ég gerði skissu að koma ekki
með neinar röksemdir fyrir þessu
í ræðunni. Fatlaðir hafa aldrei
unnið titilinn þrátt fyrir frábær
an árangur og það gerði mig reið
an. Þeir setja heimsmet og vinna
titla í sínum flokkum. En það eru
til svo margir fötlunarflokkar að
ógerningur er að dæma um hver
sé bestur. Því ættu þeir að hafa sín
eigin verðlaun.“
Hann segist hafa fengið á
baukinn fyrir þetta, meðal annars
frá nokkrum fötluðum íþrótta
mönnum. „Einn þeirra sagðist
hafa misst álit á mér. Annar að ég
ætti ekki að fara upp í ræðupúlt
heldur halda mig við lóðin. Mér
var sagt að biðja fatlað fólk af
sökunar en ég ætla ekkert að gera
það. Ég var ekki að gera lítið úr
fötluðu fólki og ég meinti þetta
vel. Sjálfur er ég orðinn fatlað
ur. Ég vil ekki eignast neinn óvin
en held að ég hafi nú eignast
nokkra.“
Finnst þér vera skoðanakúgun
hér á landi?
„Já, hún er töluverð. Enginn
má segja neitt, þá er hann tek
inn í nefið. Fólk getur látið út
úr sér alveg hroðalega hluti á
netinu. Til dæmis eftir að Geir
Þorsteinsson lýsti skoðun sinni á
valinu á íþróttamanni ársins. Það
á enginn að hafa leyfi til þess að
kalla einhvern drullusokk þótt
hann lýsi skoðunum sínum.“ Við
lok viðtalsins rekumst við Skúli
einmitt á téðan Geir sem óskar
Skúla til hamingju með heiður
inn.
Sáttur við lífið
Skúli lagði lóðin á hilluna árið
1982 og þá tók fjölskyldulífið við.
Hann vann sem næturvörður hjá
Hagkaupum og sem húsvörður
hjá Landsbankanum. Hann
kynntist eiginkonu sinni, Hrönn
Ingibergsdóttur, árið 1980 og á
hann eina ættleidda dóttur og
tvær stjúpdætur. Ættleidd dóttir
hans er þekktur kjólahönnuður,
Sara María Skúladóttir, og maður
hennar er Úlfur Eldjárn tónlistar
maður. „Ég var heppinn, bæði
með sportið og fjölskylduna. Ég
á góða konu, góð börn og barna
börn. Þetta er allt í þessu fína lagi
og ekkert vesen. Með góðan fer
il og orðuveitingar að baki. Getur
maður beðið um eitthvað meira?
Það held ég ekki.“ n
„Þetta virkar
eins og grobb
en þetta er bara
staðreynd. Ég var fyrstur
kraftlyftingamanna til að
koma okkur á blað.
Líflegur og stríðinn
„Ég átti það til að
koma með yfirlýsingar
sem vöktu athygli en
ég stóð alltaf við þær.“
Alhliða veisluþjónusta
Kökulist | Firðinum í miðbæ Hafnarfjarðar | Sími: 555 6655 og 662 5552 | kokulist@kokulist.is
Valgeirsbakarí | Hólagötu 17 | Reykjanesbæ | Sími: 421 2630 | kokulist@kokulist.is
Eingöngu fyrsta flokks hráefni
Tertur – Tapas snittur – Spjót – Súrdeigsbrauð
Konfekt – Kransakökur – Súpur – Brauðréttir
Gerðu daginn eftirminnilegan
l li veisl j st
Kökulist | Firðinum í miðbæ Hafnarfjarðar | Sími: 555 6655 og 662 5552 | kokulist@kokulist.is
Eingöngu fyrsta flokks hráefni
Tertur – Tapas snittur – Spjót – Súrdeigsbrauð
Konfekt – Kransakökur – Súpur – Brauðréttir
i fti i il
Útskrift · Brúðkaup · Skírn · Ferming Útskrift · Brúðkaup · Skírn · Ferming