Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2018, Blaðsíða 40
Da
gur
í l
ífi
Vikublað 5. janúar 2018
instagram.com/Birta_vikuBlad vikublað - Ritstjóri: Margrét H. Gústavsdóttir Ábyrgðarmenn: karl Garðarsson Markaðssamstarf: Svava kristín Gretarsdóttir s: 690 6900
Fávita skilgreini ég sem manneskju sem hefur gerólíkar skoðanir mínum. Svo ólíkar að ég verð bara pínu brjál-
uð inni í mér og hugsa: „Þetta er nú meiri
helv… fávitinn“.
Stundum segi ég þetta meira að segja
upphátt – þótt það sé afar sjaldan.
Um daginn las ég pistil eftir mann sem
mér þótti algjör fáviti. Skoðanir hans og
hugmyndir þóttu mér svo fráleitar að ég
fann mig knúna til að skrifa status um það
á Facebook, með hlekk á pistilinn hans.
Í þessum status kallaði ég manninn
fávita og það alveg með ofsalega góðri sam-
visku. Orðið fáviti sveif af vörum mér eins
og fersk morgungola. Eins og Ajax-leiftur.
Eins og kirsuberjablóm.
Ég er handviss um
að umræddur maður
móðgaði bæði og særði
fjölda fólks með því sem
hann skrifaði, og vonandi
móðgaði ég hann á móti
með því að kalla hann
fávita, en um leið fannst
mér hressandi að upp-
nefna hann þetta. Alveg
umbúðalaust. Í samfélagi
þar sem öllu – meira að
segja tómötum og kartöfl-
um, er vandlega pakkað í umbúðir.
Eftir að ég náði mér niður úr adrenalín-
rúsinu sem upphrópun-
inni fylgdi hugsaði ég
hvað málfrjálsir fávitar
eru samt nauðsynlegir
okkar félagslega vistkerfi.
Þeir móðga okkur kannski
stundum, og ögra, en það
er sannarlega blessun að
þjóðfélagsþegnar vorir
megi segja hvaða rugl sem
þeim dettur í hug með
pistlum, bloggi, bókum,
statusum, blaðagreinum
og jafnvel graffití á kló-
settveggjum skemmtistaða án þess að eiga á
hættu að lenda í fangelsi, vera pyntaðir eða
jafnvel myrtir. Sá er nefnilega raunveruleiki
allt of margra jarðarbúa.
Vissulega geta fávitarnir móðgað
okkur en athugaðu að fávitar skerpa líka á
skoðunum þeirra sem eru ósammála þeim
og hvetja jafnvel fólk til um-
hugsunar um hluti sem það
hefði annars aldrei pælt í.
Ögrun er góð. Áfram
fávitar!
„Þetta er nú meiri helv… fávitinn“
Margrét H.
gústaVsdóttir
margret@dv.is
„ Í þessum
status kallaði
ég manninn fávita
og það alveg með
ofsalega góðri
samvisku.
Besta ráð sem þér hefur
verið gefið?
Þetta er nú ekki ráð en það sem
hefur nýst mér best í lífinu var Dale
Carnegie-námskeiðið sem umbylti
lífi mínu í kringum 2002. Þá small
eitthvað gott saman í hausnum á
mér.
Besta ráð sem þú getur
gefið öðrum?
Æðruleysi og að láta ekkert,
hvorki hugsanir, fólk né aðstæður,
halda aftur af sér ef maður hefur
einlægan áhuga og vilja til að gera
eitthvað við líf sitt.
hvað vildirðu að þú hefð-
ir vitað fyrr?
Þegar maður eldist þá verður
manni meira sama um álit annarra
enda áttar maður sig á því að
það getur oft verið hugarburður.
Hvernig á maður að vita hvað aðrir
eru að hugsa? Og til hvers að láta
álit annarra stjórna því sem maður
sjálfur gerir, ef það er svo bara
ímyndun? Ég vildi að ég hefði vitað
þetta fyrr.
linda Jónsdóttir einkaþJálfari
- um óraunhæfar væntingar í ræktinni, ókristilegan fótaferðartíma og
hvernig það er að vera samvaxin eiginmanninum í 30 ár.
Linda Jónsdóttir, einkaþjálfari hjá World Class, fæddist á Húsavík þann 25. júlí árið
1962 og verður því 56 ára á þessu
ári. Hún hefur verið gift Baldri
Borgþórssyni síðustu 30 árin en
hann starfar sem einkaþjálfari á
sama stað. Linda byrjaði að æfa
lyftingar í lítilli líkamsræktarstöð
hjá Finni Karlssyni í Brautarholti
árið 1979 en síðar færði hún sig yfir
Orkubót og þaðan í æfingastöðina
í Engihjalla þar sem hún starfaði
í kringum 1985. Síðar hefur hún
unnið á nokkrum líkamsræktar-
stöðvum, meðal annars Ræktinni
sem var í Vesturbænum og á
Seltjarnarnesi en árið 1996 tók
hún við gráðu sem einkaþjálfari og
hefur starfað sem slíkur allar götur
síðan, lengst af hjá World Class í
Laugum, eða frá árinu 2006. Sem
sagt í 22 ár. Hún býr ásamt eigin-
manni sínum og tveimur sonum,
þeim Alexander Jóni, 27 ára, og
Baldri Páli, 23 ára, í Úlfarsfellinu og
vaknar fyrir allar aldir.
04.45
„Ég vakna klukkan korter í fimm
sem er bæði ógeðslegt og fárán-
legt þegar maður fer að spá í það.
Þetta á ekkert vel við mig því ég er
b-manneskja í eðli mínu en maður
neyðist til að stríða gegn eðlinu.
Það fyrsta sem ég geri er að fá mér
kaffibolla og fara svo í bað. Ég fer
aldrei í sturtu. Svona korter í sex
eru allir klárir hérna og við Baldur,
maðurinn minn, keyrum niður í
World Class þar sem við vinnum
bæði.“
06.00
„Fyrstu kúnnarnir mæta klukkan
sex. Ég er eiginlega bara með hópa
núna enda þekki ég ekki marga
sem hafa efni á því að borga sextíu
eða sjötíu þúsund á mánuði fyrir
að horfast í augu við einkaþjálfann
sinn í klukkutíma. Svo finnst mér
hópaþjálfun bara miklu skemmti-
legri. Æfingarnar ganga út á styrk,
þol, jafnvægi, hittni og fleira sem
heldur manni í formi. Þær eru
mjög alhliða og fjölbreyttar en
taka mið af ástandi einstakling-
anna. Væntingar fólks í sambandi
við líkamsrækt hafa sem betur fer
breyst mjög mikið á síðustu árum.
Það ætla sér ekki allir að verða eins
og keppnisfólk á nokkrum vikum.
Áherslan er meira á alhliða heilsu
en áður virkaði það eins og fólk
ætlaði bara að koma til að grenna
sig. Nú skilja fleiri að það er vel
hægt að vera þétt/ur en í gríðarlega
góðu formi. Þetta snýst meira um
heilsuna en útlitið hjá flestum sem
til mín koma. Þó að hitt sé alltaf
líka til. Svo er ég kannski bara hætt
að hlusta á rugl í fólki sem er með
óraunhæfar væntingar? Það spilar
örugglega inn í.“
08.00
„Ég borða morgunmatinn oftast
svona milli átta og níu. Alltaf búst
eða hafragraut. Það er allt til alls
hér í vinnunni. Síðan erum við
hjónin áfram að þjálfa til klukkan
eitt en alls ekki lengur. Við erum
hætt að vinna yfir okkur.“
13.00
„Sko. Við hjónin erum bara alltaf
saman. Það er alveg með ólíkind-
um! Þegar við erum búin að þjálfa
keyrum við heim og fáum okkur
léttan hádegismat, skyr og flatkökur
eða þess háttar, og eftir það förum
við gjarna að gera upp sumarbú-
staðinn okkar í Grímsnesinu. Við
keyptum gamlan bústað sem við
höfum verið að gera upp síðan
síðasta sumar og hann fer alveg að
verða tilbúinn. Við erum yfirleitt að
þessu fram á kvöld og þá er brunað
í bæinn en ferðin tekur rétt um 40
mínútur.“
19.00
„Við erum komin heim um kvöld-
matar leytið og þá borðum við
yfirleitt öll saman, án þess að það sé
eitthvað formlegt. Eldri sonurinn
er að ljúka námi og ætlar að búa
hjá okkur þangað til hann kaupir
sér íbúð í sumar en hinn er enn að
finna sig í lífinu.“
23.00
„Ég er týpan sem er með svefn-
truflanir. Fer ekki að sofa í takt
við fótaferð og er svo að vakna
stundum um miðjar nætur, eða fyrr
en 4.45. Maður er bara orðinn svo
vanur þessu. Það venst allt einhvern
veginn sama hversu vitlaust það er.
Ég glápi oftast á sjónvarpið þar til
ég fer að sofa en það er á stefnu-
skránni að byrja aftur að lesa meira,
enda mun betra fyrir mann.“
Mynd dV ehf / Sigtryggur Ari
Í ræktinni sÍðan 1979 linda
Jóns hjá World Class hefur hjálpað
ótal mörgum að koma sér í betra
form en hún hefur starfað sem einka-
þjálfari í rúmlega tuttugu ár og æft
miklu lengur.
„Ég vakna
klukkan korter
í fimm sem er bæði
ógeðslegt og fárán-
legt þegar maður fer
að spá í það. Þetta
á ekkert vel við mig
því ég er b-mann-
eskja í eðli mínu en
maður neyðist til að
stríða gegn eðlinu.