Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2018, Síða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2018, Síða 48
Vikublað 5. janúar 2018 vel. Öll rannsóknarblaðamennska hér á landi, eða ítarleg heimildar- vinnublaðamennska, á undir högg að sækja og þannig hefur það verið um nokkurt skeið en hún verður engu að síður að eiga sér stað enda hverju samfélagi nauðsynleg. Mig minnir reyndar að Katrín Jakobs- dóttir hafi talað um að stofna sjóð sem fólk gæti sótt um styrki úr til að skrifa umfangsmiklar greinar sem byggja á rannsóknarblaða- mennsku. Vonum að slíkur sjóður verði settur á laggirnar. Enda enginn munur á þessu og öðrum ritstörfum sem hljóta styrki.“ Eigendur fjölmiðla þurfa að taka ábyrgð Hér áður fyrr höfðum við fyrst og fremst flokksblöðin þar sem aldrei fór á milli mála hvaða skoðunum var flaggað. Framsóknarmenn höfðu Tímann, Sjálfstæðismenn Moggann, Alþýðubandalagið Þjóð- viljann og svo framvegis. Heldur þú að óskýrt eignarhald eða aðkoma viðskiptamógúla að eignarhaldi fjölmiðla hafi áhrif á trúverðugleika blaðamanna sem hjá þeim starfa? „Það er ákveðin ábyrgð að eiga fjölmiðil og fjölmiðill litast alltaf af þeim sem eiga hann. Ef við sem samfélag byrjum á því að sýna framlagi blaðamanna meiri virðingu þá getum við gert skýrari kröfu á eigendur um að koma betur fram við þessa stétt. Við þurfum bæði gagnrýna umræðu og eftirfylgni með því að það sé rétt staðið að þessu. Að vinnulagsreglur alþjóð- legrar fjölmiðlunar séu virtar á þeim fjölmiðlum sem hér eru starfræktir. Form, eignarhald og tæknin mun alltaf breytast en við þurfum, og getum, bætt viðhorf samfélagsins til blaðamannastéttarinnar og hvatt til meðvitaðrar umræðu um þessi prinsipp. Sterkir fjölmiðlar hjálpa okkur sem þjóð að spegla okkur og setja okkur í samhengi við heiminn allan – en þegar fjölmiðlarnir okkar veikjast þá tapast þetta tækifæri,“ útskýrir Auður sem segir saman- burðinn mjög skýran þegar horft er til fjölmiðla í Danmörku og Þýska- landi. „En þá er reyndar sanngjarnt að taka fram, að þrátt fyrir slæm vinnuskilyrði, tekst mörgum að gera ágæta hluti í þessu erfiða umhverfi.“ Náði botni um tvítugt og skrifaði fyrstu skáldsöguna Við vendum kvæði okkar í kross og snúum aftur að uppvextinum og einkalífinu. Það má segja að rót- leysi sé rithöfundinum og blaða- manninum svolítið í blóð borið. Hún bjó í Englandi sem barn og eftir að grunnskóla lauk hafði hún lítinn áhuga á menntaskólanámi. „En ég myndi segja að ég hafi verið með mjög eirðarlaust sálarlíf sem unglingur. Var of eirðarlaus fyrir menntaskóla. Skráði mig í marga menntaskóla en „droppaði út“ úr þeim öllum. Mér fannst alltaf miklu skemmtilegra að flækj- ast um bæinn, sitja á kaffihúsum og skrifa. Taka viðtöl og ljósmyndir. Bakgrunnur minn úr alkóhólísku fjölskyldulífi gerði það að verkum að ég kom kannski svolítið snúin inn í þetta allt saman – eins og kannski flestir sem maður þekkir? Svo giftist ég fertugum sjómanni fyrir vestan þegar ég var um tvítugt og náði þar með einhvers konar botni. Algjört rugl! En upp úr því skrifaði ég fyrstu skáldsöguna mína,“ segir hún og hlær. „Ég skildi við sjómanninn, flutti í bæinn og kláraði bókina heima hjá ömmu minni þar sem ég bjó um hríð áður en við Guðrún Eva Mínervudóttir fórum að leigja saman. Upp úr þessu hóf ég mitt fullorðinslíf í Reykjavík. Svo kynnt- ist ég Þórarni Leifssyni, barnsföður mínum og fyrrverandi eiginmanni, þegar ég var um tuttugu og fimm ára. Sjálfur hafði hann alist að hluta til upp í öðru landi og því fannst okkur báðum ekkert eðlilegra en að flytja á milli landa. Vorum alltaf sammála um það. Það er nú fyrst þegar ég er orðin mamma að lífið horfir aðeins öðruvísi við mér,“ segir Auður sem, eins og fyrr segir, er ný- flutt heim frá Þýskalandi en þar áður hafði fjölskyldan búið meðal annars í Barcelona og Kaupmannahöfn. Á vernduðum vinnustað í átján ára hjónabandi Auður er fædd þann 30. mars árið 1973 og verður því 45 ára á þessu ári. Hún varð móðir fyrir tæpum sjö árum en sonurinn Leifur Ottó byrjaði í Austurbæjarskóla nú um áramótin og unir hag sínum vel við nýjar aðstæður. Í þau átján ár sem Auður og Þórarinn voru saman bjuggu þau samtals í níu ár erlend- is. Síðast í Berlín. Nú er hún kát að vera komin heim og segist kunna vel að meta lífið hér á Íslandi. Og öfugt við marga lítur hún ekki á skilnaðinn sem misheppnað sam- band sem sigldi í strand heldur sé nú ákveðnu ferðalagi lokið og nýir og breyttir tímar fram undan. „Mér finnst forréttindi að fá að upplifa þennan umbreytingarkraft í mínu fullorðinslífi. Nú snýst þetta allt um að ég fái að átta mig á því hvaða grunnafstöðu ég hef til lífsins, hvað vil ég? Hvernig vil ég hafa lífið? Ég ber algjöra ábyrgð á sjálfri mér og ég held að það séu forréttindi fyrir fullorðna manneskju að taka slíkt tímabil út. Þetta er nýr veruleiki sem maður þarf að normalísera en á sama tíma er þetta ótrúlega spennandi. Ég svaf fyrstu nóttina í nýrri íbúð á nýju ári og það eru alls konar skemmtileg plön fram und- an,“ segir Auður sem er þegar búin að leggja drög að góðu og mjög viðburðaríku ári, aðallega í samfloti við góðar vinkonur. Lífsfögnuðurinn sem leynist í miðaldrakrísunni „Ég á mikið af skemmtilegum vinkonum. Giftum, fráskildum eða eitthvað að reyna að ákveða sig. Þær eru í alls konar ástandi þessar vinkonur mínar en allar mjög góð- ar. Það kom mér svolítið á óvart hvernig fólk birtist manni í nýju ljósi þegar maður er fráskilinn. Það segir manni alls konar hluti sem það hefði annars ekki sagt. Stundum hefur mér liðið eins og ég hafi verið á vernduðum vinnu- stað í þessu átján ára hjónabandi. Fólk lifir miklu ævintýralegra lífi en mann hefði órað fyrir. Gifta fólkið heyrir bara aldrei af þessu,“ segir hún hlæjandi og bætir við að giftu vinkonurnar hafi sumar hverjar mikinn áhuga á einkalífi nýfráskildu vinkonunnar. „Og sumar vilja alveg ólmar hvetja mig út á lífið – aðallega til að þær geti komið með. Það leynist einhver skemmtilegur lífsfögnuður í mið- aldrakrísunni.“ Auður hefur gaman af því að bera Íslendinga saman við aðrar þjóðir enda erum við og höfum alltaf verið svolítið sér á parti, hvort sem um er að ræða fjölmiðla, stjórnmál eða ástalíf þeirra sem eru miðaldra. „Til dæmis er alveg rosalega mikil einstaklingshyggja í gangi í Berlín. Hjón búa oftar í sitthvoru lagi og fólk er óhrætt við að lifa eftir alls konar hugmyndum sem hér þættu mjög skrítnar. Til dæmis eru sumir sem vilja ekki eiga neitt, aðrir búa í tveimur löndum samtímis, aðhyllast og lifa eftir ein- hverri umdeildri skoðun eða þess háttar. Búa saman en vera í opnu hjónabandi. Til dæmis væri alveg í lagi að vera 56 ára tannlæknir og anarkisti á sama tíma. Berlínska mentalitetið er mjög skýrt hvað þetta varðar. Berlínarbúar eru með mjög sjálfstæða tilvistarstefnu: Svona er ég og svona vil ég hafa líf mitt. Það er helsti lærdómurinn sem ég tók með mér heim. Útlínur mínar urðu skarpari og ég varð meiri einstaklingshyggjumann- eskja. Ekki í pólitískum skilningi heldur tilvistarlegum.“ Glöð í frelsinu á Íslandi Og með skarpari útlínur og þenn- an lærdóm í farteskinu segist frá- skilda, miðaldra konan mjög glöð að vera flutt aftur heim til Íslands. „Mér finnst rosalega gaman að vera hérna á Íslandi og þá sér- staklega eftir að ég eignaðist Leif Ottó. Það eru ótrúleg forréttindi að fá að ala upp barn í þessu frelsi og öryggi sem við búum við. Að barnið hafi andrými og pláss til að vera til. Maður finnur svo mik- inn mun þegar maður er búin að vera með barn í fjögur ár inni í miðborg Berlínar. Þá verður mjög áberandi hvað það er gott að búa hérna en fólk á það samt til að vera svolítið svartsýnt. Við sjáum ekki alla kostina sem fylgja því að eiga heima hér á Íslandi.“ „Það kom mér svolítið á óvart hvernig fólk birtist manni í nýju ljósi þegar maður er fráskilinn. Það segir manni alls konar hluti sem það hefði annars ekki sagt. Stundum hefur mér liðið eins og ég hafi verið á vernduðum vinnustað í þessu átján ára hjónabandi. „Sumar vilja alveg ólm- ar hvetja mig út á lífið – aðallega til að þær geti komið með. Það leynist einhver skemmtilegur lífsfögnuður í mið- aldrakrísunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.