Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2018, Blaðsíða 50
Vikublað 5. janúar 2018
Vel mælt
Orðabanki Birtu: Daður
Langar að
kynnast
þér betur
Daður getur flækst fyrir mörgum, þá ýmist hvernig á að fara að því eða hvernig á að skilja það.
Daður er samt ekki svo flókið og margir vilja
meina að það sé góðum samskiptum frekar
nauðsynlegt. Daður þarf þannig ekki alltaf að vera
af kynferðislegum toga, heldur einungis merki um
að þeim sem daðrar, líki vel við viðmælanda sinn.
Í þessu samhengi er til dæmis talað um daður
milli stjórnmálamanna eða annarra sem mögulega
langar að leiða saman hesta sína.
Daður þykir einfaldlega gefa til kynna áhuga á
nánari kynnum, hvernig sem þau kynni ættu svo að
verða. Þetta fyrirbæri getur þó stundum verið ör-
lítið varhugavert, þá sér í lagi þegar daðrarinn ætlar
sér ekkert lengra með áhugann heldur daðrar bara
af gömlum vana. Þetta gæti til dæmis komið sér illa
á vinnustöðum eða þar sem fólk hittist reglulega.
Þá situr daðrarinn uppi með aðdáanda sem veður
um í villu og svíma. Daður er jú að mestu fólgið í
því ósagða og fólk er misgott í að skilja þess háttar
samskipti. Döðrum því heiðarlega.
Úr íslensku orðabókinni
daðra
dilla, dingla; d. við biðla til, dalla,
dandóa, digga við, *dika við,
draga sig eftir, dufla, fipla, fitla,
gefa hýrt auga, gefa undir fótinn,
gera sér títt við, gera sig til, glingra
við, gæla við, kela við, kjassa, leita
hófanna hjá, manga til við, stíga í
vænginn við, tildra sér til, viðra sig
upp við.
Sögnin að daðra s. (17. öld) er
fengin frá því þegar hundar dilla
eða dingla rófunni. Að daðra þýðir
þannig að sýna ástleitni, dufla eða
gefa undir fótinn. Daður dill, dingl;
dufl, léttúðarkennd ástleitni.
„Okkur mönnunum hættir
til að leggja hamingjuna í
einelti en undan óhamingjunni
flýjum við sem fætur toga og
höfum þó margreynt að hún
er oss flestum sannari vinur en
hin ljóshaddaða, léttfætta og
léttúðuga systir hennar.
- Gunnar Gunnarsson – Fjallkirkjan
31
árs
43
ára
mundi Vondi
Starf: Fatahönnuður
Fæddur: 6. janúar 1987
Ásgeir kolbeinsson
Starf: Fjölmiðlamaður
Fæddur: 11. janúar 1975
gunnar smÁri egilsson
Starf: Sósíalistasforingi og fyrrverandi útgefandi
Fæddur: 11. janúar 1961
57
ára
Afmælisbörn vikunnar