Morgunblaðið - 01.08.2017, Síða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 2017
✝ SvanhildurÞorkelsdóttir
fæddist í Reykjavík
14. mars 1943. Hún
andaðist á hjúkr-
unarheimilinu
Hömrum í Mos-
fellsbæ 23. júlí
2017.
Foreldrar henn-
ar voru Þorkell
Einarsson húsa-
smíðameistari, f.
26. desember 1910, d. 11. júní
2003, og Alfa Regína Ásgeirs-
dóttir húsmóðir, f. 8. júlí 1911,
d. 17. október 1965. Systkini
Svanhildar eru Friðþjófur Þor-
kelsson, f. 29. ágúst 1932, d. 20.
febrúar 2008, kona hans var Lo-
uise Anna Schilt. Sigurlaug
Þorkelsdóttir, f. 19. nóvembe
1933. Þorkell Alfreð Þorkels-
son, f. 16. desember 1935, d. 2.
febrúar 1963. Einar Þorkelsson,
f. 14. september 1937, kvæntur
Kristínu Guðrúnu Jóhanns-
dóttur. Ásgeir Halldór Þorkels-
1966, börn hennar eru Svanhild-
ur, f. 4. september 1992, og
Ólafur Jóhann, f. 30. nóvember
1996. 3) Þorbjörn Valur lög-
reglumaður, f. 4. janúar 1969.
Kona hans er Emilía Björg
Jónsdóttir skrifstofumaður, f.
26. ágúst 1970. Börn þeirra eru
Jóhann Gylfi, f. 2. október 1999,
og Auður Jóney, f. 14. desember
2004. Svanhildur ólst upp í
Krossamýri í Reykjavík, þar
sem nú er Höfðahverfið við Ár-
túnsbrekku. Hún gekk í
Laugarnesskóla, Réttarholts-
skóla og verslunardeild Haga-
skóla. Svanhildur starfaði
lengst af á skrifstofum Mosfells-
bæjar, eða frá 1975 til 2006, þá
sem gjaldkeri, aðalgjaldkeri og
skjalavörður. Hún var einnig
forstöðumaður félagsstarfs
aldraðra í Mosfellsbæ frá 1985
til 2013. Hún var um árabil í
sóknarnefnd Lágafellssóknar,
lengst af sem gjaldkeri. Svan-
hildur var einn af stofnendum
kórs aldraðra í Mosfellsbæ, Vor-
boðanna. Hún var einn af frum-
kvöðlum að stofnun Lions-
klúbbsins Úu árið 2007.
Útför Svanhildar verður gerð
frá Grafarvogskirkju í dag, 1.
ágúst 2017, og hefst athöfnin
klukkan 15.
son, f. 14. sept-
ember 1937, d. 6.
apríl 1957. Bryn-
hildur Þorkels-
dóttir, f. 9. desem-
ber 1946, gift
Valdimari Krist-
inssyni. Svanhildur
giftist 10. júní
1962, Jóhanni Sæ-
mundi Björnssyni,
f. 20. febrúar 1942,
d. 20. ágúst 2006.
Foreldrar hans voru Björn Kr.
Guðmundsson verkstjóri og síð-
ar skrifstofumaður, f. 20. mars
1906, d. 2. september 1983, og
Þorbjörg Ólafsdóttir húsmóðir,
f. 31. maí 1901, d. 11. janúar
1981. Börn þeirra Svanhildar og
Jóhanns eru: 1) Þorkell Ásgeir
Jóhannsson flugstjóri, f. 27. apr-
íl 1963, börn hans eru Þorbjörg
Una, f. 17. apríl 1995, Hall-
grímur Anton, f. 12. september
1997, og Snæbjörn Máni, f. 8.
nóvember 2000. 2) Alfa Regína
framkvæmdastjóri, f. 3. mars
Við erum full af gleði og til-
hlökkun. Enda erum við á leiðinni
í ferðalag með mömmu og pabba,
með tjaldið á toppnum á bílnum
og nestisboxin full af ilmandi
kræsingum sem mamma hafði
bakað og útbúið fyrir ferðina.
Svona eru margar minningarnar
úr æsku, við á faraldsfæti um
landið með mömmu og pabba. Ég
hugsa oft til þessa tímabils með
brosi á vör og þakka fyrir þau
forréttindi að hafa alist upp við
mikla ást og vináttu.
Mamma var mér góð fyrir-
mynd, hún studdi mig í öllu því
sem ég tók mér fyrir hendur,
hvatti mig áfram á sinn óeigin-
gjarna hátt án þess að stíga yfir
þessa hárfínu línu sem gerir leið-
sögn að stjórnun. Hún var glað-
vær og umvefjandi, alltaf til stað-
ar og svo var hún líka svo
skemmtileg með sinn einstaka
húmor.
Fyrir skömmu var ég að ræða
við dóttur mína, Svanhildi, um
hvað fælist í því að elska og fékk
þá þetta svar frá henni: Mamma,
að elska eins og amma gerir er
hreinasta og fallegasta ástin því
hún elskar mann skilyrðislaust,
alltaf. Þessi orð hittu beint í mark
því þau eru svo sönn.
Nú er mamma komin í faðm
pabba og ég er ekki í nokkrum
einasta vafa um að það eru ljúfir
endurfundir.
Alfa R. Jóhannsdóttir.
Elsku Svanhildur tengda-
mamma mín hefur kvatt okkur í
bili. Ekki veit ég hvar ég á að
byrja skrifin um hana, svo sam-
ofin lífi okkar Tobba hefur Svan-
hildur verið sl. 25 ár. Það er
meira en helmingur af minni ævi.
Það var ekki liðið lengra en svo af
tilhugalífi okkar Tobba að ég var
kynnt fyrir Svanhildi og Jóa í
fyrstu bíóferðinni okkar. Ég kom
ofan af Kjalarnesi til að sækja
Tobba, já ég ákvað að vera á mín-
um bíl því mér leist ekkert á að
fara í bíó á Lödu Sport, en þannig
bíl átti hann um þær mundir . Ég
bankaði upp á og Tobbi kom til
dyra. Tíminn var nægur og hann
bauð mér inn, að ég átti von á í
herbergið hans. En nei, ég var
boðin inn í eldhús og kynnt fyrir
Svanhildi og Jóa og boðið upp á
kaffi. En það var engin ástæða
fyrir mig að fara úr jafnvægi, því
ég skynjaði strax velvildina,
þægilegheitin og hlýjuna, sem
einkenndi tengdaforeldra mína
alla tíð. Samband Tobba við for-
eldra sína var einstakt vinasam-
band og var ég svo lánsöm að
falla vel þar inn. Ótal samveru-
stundir, hvort sem var spjall eða
ferðalög, alltaf var svo gaman og
indælt að vera í kringum þau. Ég
man tilfinninguna sem ég fékk
mjög fljótt í kynnum okkar Svan-
hildar, mér fannst ég vera að tala
við vinkonu mína, hún var svo hlý
og einlæg. Við bjuggum líka sam-
an í nokkur skipti. Fyrst vorum
við í íbúðinni í bílskúrnum í
Markholti, áður en við fluttum á
okkar eigið heimili. Svo snerist
það við seinna, þónokkrum árum
eftir að Jói var fallinn frá og
Svanhildur orðin veik að við flutt-
um til hennar í Markholtið. Þá
flutti hún yfir í íbúðina og við í
húsið. Svanhildur missti mikið
þegar Jói féll frá, sem og við öll.
En þrautseigjan í henni var ótrú-
leg og hún náði sér vel á strik, þó
það hafi verið henni erfitt. Það
var alltaf svo gott að eiga Svan-
hildi að, hún var svo traust og
trygg og með sína ljúfu lund náði
hún að gera hverja stund góða.
Hún var mér mikill styrkur þeg-
ar ég missti pabba og mömmu og
það að eiga öruggan samastað
hjá henni í kringum það erfiða
tímabil var mér ákaflega dýr-
mætt. Hún var mikill spíritisti,
eins og ég og Tobbi erum bæði og
það var svo gott að tala við hana
um lífið og tilveruna, hennar sýn
var svo lík okkar.
Svanhildur var barnabörnum
sínum yndisleg og góð amma.
Það sem henni þótti vænt um þau
öll og naut samvistanna við þau.
Þvílík hjálp og stuðningur sem
við ungu foreldrarnir áttum
endalaust í henni. Alltaf boðin og
búin að passa börnin, hvort sem
var rétt á meðan skroppið var í
búðina, kíkt út á lífið eða lagt í
lengri ferðir. Ekki þurftum við að
hafa áhyggjur af atlæti
barnanna, hún elskaði að hafa
þau hjá sér og vinskapur hennar
við barnabörnin var einstakur.
Veit ég að þau eiga eftir að sakna
ömmu sinnar sárt. Svanhildur
hafði létta lund og ríkti iðulega
glaðværð hvar sem hún var. Hún
vildi líka hafa það þannig því það
var stór hluti af hennar lífssýn að
vera jákvæð og glöð með sitt.
Hún hafði einnig mikið jafnaðar-
geð og ýki ég ekki þegar ég segi
að aldrei bar skugga á okkar
góða samband. Þessir skapgerð-
areiginleikar hennar reyndust
henni líka styrkur þegar hún
barðist við veikindi sín síðustu ár-
in. Góð og dýrmæt minning um
yndislega tengdamóður, móður
og ömmu mun ætíð fylgja okkur.
Þegar komstu þá var hlýtt,
þau voru okkar kynni,
allt var göfugt, gott og blítt
er gafst í návist þinni,
ef að jarðlífs mæddu mein
mest var kærleiksdáðin,
skorinorð og hjartahrein
hollust gafstu ráðin.
(Guðrún Jóhannsdóttir.)
Emilía Björg
Jónsdóttir.
Elsku amma Svanhildur er nú
farin frá okkur og finnst okkur
sárt að horfa á eftir henni.
Hún er búin að kveðja þennan
heim og er nú komin á betri stað
þar sem henni líður betur. Við
hugsum til hennar með hlýjum
hug og vitum að hún er hérna hjá
okkur í anda. Síðustu árin voru
henni erfið vegna veikinda.
Amma var sterk og sjálfstæð
manneskja og bar mikið á þeim
drifkrafti sem í henni bjó þegar
veikindin fóru að gera daglega
hluti erfiðari með tímanum. Hún
vildi helst ekki fá neina hjálp en
vildi alltaf hjálpa öðrum. Þetta
eru eiginleikar sem við munum
koma til með að tileinka okkur
því við sáum hverju það skilaði
sér og hversu vel liðin hún var í
alla staði.
Upp vakna ekkert nema góðar
minningar þegar við hugsum til
baka í Markholtið til ömmu. Það
var alltaf þægilegt að koma til
hennar og vera í kringum hana,
þar biðu hlýr faðmur og ljúfar
móttökur. Amma og afi áttu fal-
legt heimili og voru mjög gestris-
in, enda voru gestir tíðir á heim-
ilinu og var alltaf tekið vel á móti
þeim með veitingum og fleiru.
Það er svo margt sem við lærð-
um af því að fá að vera í kringum
hana ömmu á þessum tæplega 18
og 13 árum sem við áttum með
henni. Eftir lifir minningin um
elsku ömmu og gleymum við
henni aldrei. Þetta var mjög dýr-
mætur tími í okkar lífi. Takk fyrir
allt, elsku amma.
Amma hafði það fyrir venju að
signa okkur alltaf þegar við fór-
um að sofa eða kvöddum hana.
Í nafni Guðs, föður og sonar og
heilags anda, amen.
Jóhann Gylfi og Auður
Jóney Þorbjörnsbörn.
Englar. Ég hef aldrei séð engil
með vængi og geislabaug, en ég
hef séð engil í mannsmynd. Þú,
Svanhildur amma, varst tvímæla-
laust engill. Að öllum líkindum
varstu send af guði til okkar. Ég
trúi því allavega. Ég er nú reynd-
ar ekkert kristin eða trúuð ef út í
þá sálma er farið. En englar, ég
fékk þau forréttindi að þekkja
einn. Eflaust varstu hér til að
minna okkur hin á að sýna
náunganum kærleik, sama hvað.
Þú tókst alltaf við manni með
bros á vör. Þú varst algjörlega
með þeim allra hjartahlýjustu
manneskjum sem til voru, þó að
víða hefði verið leitað. Allir fyllt-
ust af ást og hamingju í kringum
þig, amma. Þess vegna trúi ég því
að þú hafir verið engill, send til
jarðar í þeim tilgangi að gefa
fólki í kringum þig frið í hjarta og
sál. Ég man hvað vakti mestu til-
hlökkunina hjá mér þegar ég fór
suður sem barn. Það var ekki
spenningurinn fyrir því að vera í
„stórborg“ með nóg af dóta- og
fatabúðum. Það var ekki það að
geta horft á Tomma og Jenna á
Stöð 2 hjá ykkur afa eða fá syk-
urríkt morgunkorn eða helling af
kökum hjá þér. Ég hlakkaði mest
til að fá ylinn í bringuna þegar ég
fann dúnmjúku lyktina sem fyllti
heimilið ykkar. Tilfinningin var á
sinn hátt fullnægjandi, ég þurfti
ekki meira en þessa hlýju ykkar.
Lyktin var búin til úr ást, heið-
arleika, trú og fegurð. Að faðma
ykkur afa fyllti mig alltaf af kær-
leik og hlýju. Lykt heimilisins
kom frá hjörtum ykkar auk góða
rakspírans hans afa og ilmvatns-
ins þíns. Þið tvö áttuð samleið og
eigið örugglega enn og ég sé vel
fyrir mér innilegt faðmlag ykkar
þegar þið hittust aftur núna fyrir
stuttu í öðrum heimi.
Guð fylgdist með þér þreytast
engin lækning fannst.
Hann tók þig í faðm sinn,
„Taktu mig“ þú baðst.
Gullið hjarta stoppaði
það ástartaktinn missti.
Gullið hjarta í hjörtu
okkar allra risti.
Tár í augum, fylgdumst með þér
hverfa úr þessum heimi.
Sama hve mikið við báðum,
þú varðst að fara með þeim.
Þorbjörg Una Þorkelsdóttir.
Amma mín var sú manneskja
sem ég hugsaði alltaf til þegar ég
fór að velta því fyrir mér hvað
skilyrðislaus ást væri í raun og
veru. Þá birtust mér alltaf fleiri
og fleiri minningar sem amma
lýsti upp með verunni sinni. Hún
var ekkert endilega alltaf hrifin
af þeim ákvörðunum sem ég tók,
sér í lagi ekki ef þær höfðu með
furðulegar breytingar á útliti
mínu að gera, í takt við tísku-
straumana hverju sinni. En und-
antekningarlaust sagði hún þó
„þú ert svo falleg, ömmubarn“ og
strauk mér um vangann. „Amma
elskar þig.“
Sem barn var ég almennt
miklu spenntari fyrir því að fá að
gista hjá ömmu og afa heldur en
hjá nokkurri vinkonu. Það var
alltaf ævintýri að vera hjá þeim í
Markholti 18 og nóg um knús og
kúr. Amma kenndi mér að spila á
píanó og fékk ég einn mola af
suðusúkkulaði fyrir hvert nýtt
lag sem ég lærði. Svo kúrðum við
afi og kisan Greyið, bangsinn sem
þau gáfu mér stuttu eftir að ég
kom í heiminn, alltaf saman í afa-
stól a.m.k. einu sinni í hverri
heimsókn. Amma leyfði mér að
taka virkan þátt í að hjálpa henni
í fallega garðinum þeirra og við
afi lékum okkur saman með
hattasafnið hans og göngustaf-
ina. Berjamó, útreiðar og steina-
skoðun. Uppátækin voru enda-
laus.
Ég er svo þakklát fyrir hvað ég
á margar fallegar minningar með
þeim hjónum. Ég var „ömmu-
barn og afastelpa“. Ég var ljósið í
lífi þeirra og ég fann það af öllu
mínu hjarta, svoleiðis ljómuðu
þau alltaf þegar þau sáu mig – og
ég, þegar ég sá þau. Eftir að afi
dó upplifði ég mjög myrkan tíma
en við amma urðum ennþá nánari
fyrir vikið og töluðum mikið sam-
an um afa. Ég gat alltaf leitað til
hennar og hún hélt minningunni
hans lifandi alveg þar til þau sam-
einuðust á ný í sumarlandinu.
Elsku amma Svanhildur,
nafna mín, þú átt svo mikið í mér
– ég finn fyrir þér í verunni
minni. Ég sé þig í blómunum og
heyri í þér þegar ég hlæ. Þú glitr-
ar í fallegustu steinunum og gæð-
ir þér með mér á rabarbara og
rifsberjum. Svo ertu auðvitað
alltaf með mér þegar ég sötra
kaffi.
Ég elska þig meira en orð fá
lýst og sakna þín sárt. Sem betur
fer get ég yljað mér við hlýjar
minningar um þig og veit að þú
ert á fallegasta stað í heimi, hjá
Jóa afa. Ég mun bera nafn þitt
með stolti og halda minningu
þinni lifandi um ókomna tíð. Takk
fyrir allt sem þú hefur kennt mér,
kærleikann og samveruna. Við
erum alltaf saman í hjarta mínu.
Svanhildur Steinarsdóttir.
Þá er hún horfin á braut mín
kæra systir og besta vinkona
gegnum lífið, eftir fimm ára erfið
veikindi. Þótt fljótlega hafi verið
ljóst að hverju stefndi bregður
manni við þá staðreynd að hún sé
ekki lengur til staðar. Tómleiki
og söknuður fyllir hugann og
minningarnar hrannast upp.
Þrátt fyrir andstreymi síðustu
ára var æðruleysið og húmorinn
ávallt til staðar, allt fram á síð-
ustu stundu.
Svanhildur átti hamingjuríka
ævi í faðmi Jóa og var það henni
afar erfitt að kveðja hann eftir
stutt veikindi fyrir 11 árum. Þau
eignuðust fallegt heimili í Mark-
holtinu sem fljótlega fékk heitið
„Bláa kökuhúsið“ því þar var
ávallt kökuhlaðborð flesta daga.
Þar var gestrisnin við völd enda
bekkurinn oft þéttsetinn af vin-
um og vandamönnum fjölskyld-
unnar.
Við Svanhildur vorum yngstar
í sjö systkina hópi og þar af leið-
andi lékum við okkur mikið sam-
an þar sem hún var veitandi mik-
illar þolinmæði og umhyggju alla
tíð, allt til síðasta dags. Verð ég
henni eilíflega þakklát fyrir alla
þá hlýju sem hún veitti mér. Að-
eins einu sinni fannst mér bregða
skugga á okkar samskipti en það
var þegar hún setti mig aðeins til
hliðar þegar hún var í tilhugalíf-
inu með honum Jóa sínum og þau
að leggja grunn að sinni ham-
ingjuríku sambúð. Hafi ég orðið
stúrin við þessar óvæntu breyt-
ingar var Jói fljótur að bræða
mig með sínum hlýleika enda
reyndist hann mér eins og besti
bróðir alla tíð. Gat ég alla tíð leit-
að til þeirra ef eitthvað bjátaði á
og ég þyrfti aðstoð.
Góðar stundir áttum við sam-
an þegar Svanhildur fór með
eldri borgara til útlanda. Jói
fylgdi að sjálfsögðu með og var
þá eins og besti fararstjóri, ætíð
vel lesinn um þá staði sem farið
var á. Áttum við saman yndisleg-
ar stundir í þessum ferðum, sér í
lagi þegar faðir okkar var með í
ferðum.
En nú er hún horfin sjónum
okkar þessi elska og minningarn-
ar verða hér eftir það sem mun
ylja okkur. Hið ógleymanlega
æskuheimili í Krossamýrinni þar
sem oft var fjörugt í meira lagi og
mikill atgangur oft og tíðum.
Annir við bústörf sem við öll tók-
um þátt í. Leikir daginn út og inn
í bland við stríðni og hrekki þar
sem Svanhildur var alltaf þessi
mjúka og milda, tilbúin að hugga
og vernda litlu systur þegar leik-
urinn varð fullærslamikill.
Svanhildur var þessi alltum-
lykjandi góða manneskja sem fór
í gegnum lífið af mikilli reisn,
mildi og trúfestu og ekki má nú
gleyma húmornum. Hún átti
aldrei í illdeilum við nokkra
manneskju, fór alltaf með friði og
yfirvegun en gat eigi að síður ver-
ið föst fyrir teldi hún þörf á því.
Við í Víðiteignum viljum þakka
fyrir þær ótal ánægjustundir sem
við nutum með Svanhildi og Jóa
og fjölskyldunni allri. Það er svo
sannarlega mannbætandi að um-
gangast slíkt fólk. Við sendum
samúðarkveðjur í „Bláa kökuhús-
ið“ og til allra þeirra sem tilheyra
því.
Brynhildur Þorkelsdóttir.
Svanhildur mágkona mín er
látin, nokkuð um aldur fram. Hún
hafði átt við vanheilsu að stríða
nokkur undanfarin ár. Með Svan-
hildi er fallin frá merk kona sem
gaman var að kynnast og eiga
samskipti við, ævinlega brosmild
og kát. Það eru nú liðin ein 56 ár
síðan hún og Jóhann Sæmundur
bróðir minn kynntust. Hjóna-
band þeirra stóð í 44 ár, eða þar
til að Jóhann andaðist í ágúst
2006. Þau stofnuðu heimili í
Reykjavík og bjuggu þar örfá
fyrstu árin, en festu svo kaup á
húsi að Markholti 18 í Mos-
fellsbæ og bjuggu þar upp frá
því. Það er óhætt að segja að
Markholtið varð fljótlega eftir
það eins konar félagsmiðstöð,
enda bæði tvö afskaplega vin-
mörg. Ævinlega var gott og gam-
an að koma til þeirra og alltaf
svignuðu borð af meðlætinu með
kaffinu. Glaðværðin og skemmti-
legheitin var í fyrirrúmi.
Svanhildur réðst til starfa á
skrifstofum Mosfellssveitar, síð-
ar Mosfellsbæjar. Var aðalgjald-
keri bæjarins í fjölda ára svo og
gjaldkeri sóknarnefndar Lága-
fellssóknar-Mosfellsprestakalls.
Svanhildur var tónelsk, átti og
spilaði á píanó á góðum stundum.
Þau hjón voru samhent í öllu því
sem þau tóku sér fyrir hendur,
ferðuðust mikið í fríum sínum
innanlands og erlendis. Ein af
fyrstu ferðum þeirra til útlanda
var ferð til Sovétríkjanna þar
sem þau tóku sér ferð með Síb-
eríu„hraðlestinni“ og héldu í
austur. Þessi ferð stóð í um þrjár
vikur og bar margt við á leiðinni.
Í þessari lest sem fer yfir mörg
tímabelti og er afar margt sem
fólk sér á leiðinni. Það var gaman
að heyra frá þessari ferð þeirra
sem var mikið ævintýri.
Jói og Svanhildur voru félagar
í Lionsklúbbnum í Mosfellsbæ og
voru bæði sæmd margvíslegum
og æðstu viðurkenningum innan
Lions fyrir mikil og góð störf í
þágu hreyfingarinnar. Svanhild-
ur stóð fyrir stofnun félags eldri
borgara í Mosfellsbæ og var for-
stöðumaður þess alla tíð, eða þar
til hún lét af störfum fyrir fáum
árum. Á vegum félagsins voru
alltaf farnar ýmiss konar ferðir,
heima og heiman. Hér heima
voru oft farnar dagsferðir og eins
lengri ferðir, hringferðir um
landið og líka ferðir á ákveðna
staði eða landshluta. Til útlanda
voru farnar ferðir víða um Evr-
ópu. Ég heyrði oft að þessar ferð-
ir hefðu verið skemmtilegar.
Þarna var fjölbreyttur hópur
eldra fólks með ýmiss konar bak-
grunn úr lífinu sem blandaði geði
hvað við annað og hafði gagn og
gaman af. Þessar ferðir voru
skipulagðar af þeim hjónum. Þau
sáu um að halda utan um hópinn,
sem oft var kannski nokkuð á
þriðja tuginn. Þarna var fólk,
sem misvel var á sig komið hvað
heilsufar varðaði og var því oft
nokkurrar aðstoðar þurfandi með
ýmislegt. Segja má að þau hafi
oft í þessum ferðum verið í því að
lifa fyrir aðra. Svanhildur var alla
tíð vakin og sofin yfir velferð
eldra fólksins í bænum í þessu
starfi sínu sem forstöðumaður fé-
lagsins.
Nú er góð kona kært kvödd og
ég veit að mágkona mín á góðrar
heimkomu von. Að lokum sendi
ég börnum Svanhildar og fjöl-
skyldum þeirra mínar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Ólafur Steinar
Björnsson.
Í dag kveðjum við Svanhildi
Þorkelsdóttur, mína kæru og
góðu vinkonu. Ég átti því láni að
fagna að kynnast Svanhildi fyrir
um það bil 45 árum, þegar þau
Svanhildur og Jóhann keyptu
húsið við hliðina á okkur. Við
tengdumst sérstökum vináttu-
böndum sem einkenndust af
trausti, trúnaði og virðingu alla
tíð og hefur aldrei borið skugga
þar á.
Svanhildur var stolt, sterk og
mikilvirk kona og hafði skemmti-
legt skopskyn og hélt reisn sinni í
gleði og sorg.
Ef hún sá tækifæri skapaði
hún sér þá möguleika sem komu
fram í lífsgildum hennar: Ég get,
ég skal, hún var mjög svo vilja-
sterk. Þau hjónin voru mjög gest-
risin og yndisleg heim að sækja.
Við tókum upp þann sið að bjóða í
mat einu sinni á ári, á hvoru
heimili, það voru ógleymanlegar
stundir. Einnig áttum við góðar
Svanhildur
Þorkelsdóttir