Morgunblaðið - 01.08.2017, Síða 23

Morgunblaðið - 01.08.2017, Síða 23
gleðistundir með börnum okkar sem einnig tengdust vináttu- böndum í öðrum hvorum garðin- um yfir sumartímann. Ef við hjónin fórum í ferðalög var ætíð leitað til Svanhildar og Jóhanns að líta eftir húsinu. Við Svanhildur áttum það meðal annars sameiginlegt að hafa gaman af að skála í koníaki. Ef henni áskotnaðist slíkt eðalvín bauð hún mér yfir og tók fram flottu kristalsglösin sem gaf okk- ur hinn sanna tón, hún spilaði við- eigandi tónlist og stundum spil- aði hún á píanóið fyrir mig. Það skapaðist sú hefð hjá okkur að eiga góðar stundir saman á að- ventunni. Stundum fórum við í bæinn að upplifa jólastemningu í borginni og komum við á kaffi- húsi, en oftast hittumst við heima hjá henni. Hún var yfirleitt mjög tímanlega í að skreyta jólatréð, sem var prýtt mjög fallegu jóla- skrauti sem hún hafði safnað, og að færa heimilið í jólabúning. Einnig áttum við oft góðar stundir í kringum afmælin okkar. Elsku Svanhildur, ég sakna þín, hafðu hjartans þakkir fyrir allar góðu samverustundirnar sem aldrei bar skugga á. Blessuð sé minning þín, megi eilífðarljós- ið lýsa þér veginn. Elsku Þorbjörn, Alfa, Þorkell og fjölskyldur, við biðjum Guð að styrkja ykkur í sorginni. Gígja Sólveig og Harald. Við heimsóttum Svanhildi á fallega heimilið hennar að Hlað- hömrum í vor. Eins og alltaf var gott að hitta þessa heiðurskonu og að vanda fengum við höfðing- legar móttökur. Hún var hress og glöð og það var eins og að þau mörk sem þungbær sjúkdómur hafði sett á framgöngu hennar hyrfu um stund. Margt bar á góma, enda eitt og annað sem drifið hefur á dagana þá tæpu þrjá áratugi sem leiðir okkar hafa legið saman. Þau kynni hófust þegar undirritaður tók við embætti sóknarprests í Mosfellssveit. Hún sat í sóknar- nefndinni, traustur liðsmaður, og ætíð boðin og búin að leggja helg- um málstað lið sitt. Hún var ein- læg í trú sinni og staðföst og fylgin sé í hverju því er til fram- fara horfði. Síðar kom eiginmað- ur hennar, Jóhann Björnsson, til liðs við kirkjulegt starf og árin átján sem mældu þjónustutíma okkar hjóna í þessari fallegu sveit nutum við þess að eiga samstarf við þessi einstöku hjón og eign- uðumst trúnað þeirra og vináttu. Betra og umhyggjusamara sam- starfsfólk er ekki hægt að hugsa sér. Jóhann féll frá langt um ald- ur fram og skarðið var stórt sem sá góði drengur lét eftir. Tilvera Svanhildar brá lit sínum við þau skil og varð aldrei söm eftir. Fáum árum síðar veiktist hún al- varlega og náði sér aldrei til fulls eftir það. Nú hefur hún kvatt þessi heiðurskona og minningarnar sem hún skilur eftir eru allar bjartar og hlýjar. Minningar um fallega, hrífandi og síglaða konu sem bar með sér smitandi gleði hvar sem hún kom. Svanhildur var greind og hugsandi mann- eskja sem vann hvert það verk er henni var trúað til að sinna af stakri alúð og samviskusemi. Hún var hreinskiptin kona en ætíð réttsýn og sanngjörn. Svan- hildur starfaði á skrifstofu bæj- arfélagsins um langt árabil en seinna tók hún að sér að leiða fé- lagsstarf eldri borgara í byggð- arlaginu. Þar sem annars staðar elskuð og virt fyrir hjálpsemi, umhyggju og gæsku. Árvissar voru ferðir eldri borgara, bæði hér heima og erlendis og þar voru þau hjónin bæði einstakar hjálp- arhellur og hrókar alls fagnaðar. Svanhildur og Jói voru í hópi frumbyggja þéttbýlisins í Mos- fellssveitinni. Heimili þeirra í Markholtinu var fallega búið af smekkvísi og listrænum áhuga og garðurinn vitnaði um ást þeirra á gæsku og fegurð móður jarðar. Þau nutu þess að ferðast um landið sitt fríða og æskustöðvarn- ar fyrir norðan voru kærar og þeirra vitjað reglulega. Í spjalli okkar hjóna við Svan- hildi rifjuðum við upp heimsókn hennar og Halldísar vinkonu til Ottawa fyrir nokkrum árum. Þá var mikið hlegið og má segja að þær stöllur hafi hlegið viðstöðu- laust í heila viku. Svanhildur var í essinu sínu með sína leiftrandi frásagnargleði, hnyttin tilsvör og sposkan svip. Áður en við kvödd- um Svanhildi daginn góða í vor settist hún við píanóið sitt og lék nokkur lög fyrir okkur listavel af fingrum fram. Kveðjur hennar voru hlýjar og blessunarríkar. Við þökkum samleið góðra daga, hjálpsemi alla og tröll- trygga vináttu. Guð blessi minn- ingu mætrar konu. Guð blessi ástvini hennar alla í bráð og lengd. Jón Þorsteinsson, Sigríður Anna Þórðardóttir. Fundum okkar Svanhildar bar fyrst saman á sólríkum sumar- degi fyrir 30 árum. Hún starfaði þá sem aðalgjaldkeri Mosfells- sveitar, ásamt því að vera um- sjónarmaður með félagsstarfi aldraðra í sveitarfélaginu. Ég var þá nýráðin félagsmálastjóri og leitaði óspart í smiðju hennar um málefni eldra fólksins. Af Svanhildi stafaði birta, vin- átta, glaðværð og húmor. Hún hafði einstaka hæfileika til að umgangast eldra fólk, brann fyr- ir högum þess og leitaði ætíð nýrra leiða til að auðga fé- lagsstarfið. Í starfi forstöðu- manns var Svanhildur ábyrg, ná- kvæm, framsýn og fylgin sér. Síðastnefnda hæfileikanum má þakka þróun og nýjungar sem einkenndu starfsemina. Of langt mál er að telja upp öll þau verk- efni sem hún lagði grunninn að, en ekki verður hjá því komist að nefna samverustundir með söng og undirleik, líkamsrækt og ferð- ir innanlands og utan. Jóhann, eiginmaður Svanhild- ar, tók virkan þátt í starfsemi eldri borgara þegar við átti, svo sem á skemmtunum og í ferða- lögum. Þau voru einstaklega skemmtilegir félagar sem við nokkrir vinnufélagar Svanhildar fengum einnig að kynnast. Við tókum okkur saman í byrjun tí- unda áratugarins og mynduðum ferðahóp vinnufélaga og fjöl- skyldna þeirra sem hélt saman á annan áratug. Órjúfanleg tengsl, vinátta og gleði ásamt fróðleiks- fýsn um land og þjóð mynduðust í þessum ferðum. Síðasta ferðin var farin á æskustöðvar þeirra Svanhildar og Jóhanns í Húna- þingi þar sem við nutum frásagna þeirra um æskuárin og menn og málefni sveitarinnar. Sú ferð er ógleymanleg. Fyrir hönd Mosfellsbæjar þakka ég Svanhildi fyrir öll þau ár sem hún léði bæjarfélaginu starfskrafta sína. Ég þakka henni einnig vináttuna og votta börnum hennar og öðrum að- standendum mína dýpstu samúð. Megi minningin um góðan vinnu- félaga og vin lifa. Unnur V. Ingólfsdóttir, framkvæmdastjóri fjöl- skyldusviðs Mosfellsbæjar. Kveðja frá Vorboðum Elskuleg vinkona okkar og aðdáandi númer eitt, Svanhildur Þorkelsdóttir, er látin langt um aldur fram. Það mun hafa verið á haust- dögum 1989 að þau hittust í kjör- búðinni Svanhildur og Páll Helgason tónlistarmaður og Svanhildur skaut því að Páli þarna í röðinni við kassann hvort ekki væri tímabært að stofna kór eldri borgara í Mosfellsbæ og það er ekki að orðlengja það; þau létu verkin tala og 16. desember 1989 var kórinn orðinn söngfær og kom fram á helgistund á Eir- hömrum. Á 25 ára afmæli Vorboða var þetta yndislega fólk, Svanhildur og Páll, heiðrað af kórfélögum en Páll stjórnaði kórnum til æviloka og naut ávallt góðs stuðnings Svanhildar. Það má segja að Svanhildur hafi helgað eldri borgurum starfskrafta sína á síðari árum en hún veitti forstöðu félagsstarfi eldri borgara í Mosfellsbæ um árabil. Nú er okkar elskulega Svan- hildur horfin til Sumarlandsins til móts við elskulegan eiginmann, bræður og foreldra sem bíða hennar í blómabrekkunni og það er ekki að efa að þar hljóma fagr- ir píanótónar en Svanhildur var afbragðs píanóleikari. Innilegustu samúðarkveðjur færum við börnunum þremur og fjölskyldum þeirra og biðjum góðan Guð að vernda þau og styrkja á komandi tímum. Fyrir hönd Vorboða, kórs eldri borgara í Mosfellsbæ, Úlfhildur Geirsdóttir formaður. Nú hefur hún kvatt okkur hún Svanhildur. Þessi glæsilega kona með fallega brosið sitt, glettnina í augunum og sína hlýju, umvefj- andi útgeislun. Það er Svanhildi að þakka að klúbburinn okkar varð að veru- leika, Lionsklúbburinn Úa í Mos- fellsbæ, en nafnið var sótt í eina aðalpersónu Kristnihalds undir Jökli eftir Halldór K. Laxness. Svanhildi voru Lionsmál afar hugleikin en þeim hafði hún kynnst í gegnum Jóhann eigin- mann sinn, sem var mikill Lions- maður og meðlimur í Lionsklúbbi Mosfellsbæjar þar til hann féll frá. Henni fannst tilfinnanlega vanta kvennaklúbb í Mosfellsbæ- inn. Haldnir voru margir undir- búningsfundir í eldhúsinu hjá Svanhildi og það varð úr að Lkl. Úa var formlega stofnaður 10. desember 2007, þökk sé henni. Hún sat í fyrstu stjórn klúbbsins og tók þátt í allri starfsemi hans og öllum viðburðum á hans veg- um til síðustu stundar. Okkur þótti við hæfi að gera Svanhildi að fyrsta Melvin Jones-félaga Lkl. Úu, en það er æðsta viður- kenning Lionshreyfingarinnar. Eins þegar nefna átti hvunndags- hetju vorum við ekki í vafa um hver það ætti að vera. Svanhildur hafði ákaflega góð- an húmor og skemmti okkur hin- um oft með hnyttnum tilsvörum og gamansemi. Ekki þótti okkur heldur verra þegar hún settist við píanóið og spilaði „We’ll Meet Again“ og fleiri uppáhaldslög. Þótt Svanhildur hafi misst heilsuna og nokkuð væri af henni dregið síðustu misserin lét hún sig ekki vanta á klúbbfundi og tók heilshugar þátt í þeim eftir bestu getu og mikið þótti henni desertinn alltaf góður eftir mat- inn. Elsku Alfa og fjölskylda, ykk- ar missir er mikill og sendum við ykkur öllum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Við trúum því að nú trítli Svan- hildur léttfætt í Sumarlandinu góða með ástvinum sínum og við efumst ekki um að hún kíki til okkar á næsta Lionsfund. F.h. Lkl. Úu, Sigríður Skúladóttir. Elskuleg vinkona mín er látin eftir erfið veikindi. Leiðir okkar Svanhildar lágu fyrst saman í barnaskóla, nánar tiltekið í Laug- arnesskóla. Ég var ætíð velkomin á æskuheimili hennar. Þau voru mörg systkinin og mikið um að vera þar, líf og fjör. Við höfum verið vinkonur alla tíð síðan og aldrei man ég eftir að okkur hafi orðið sundurorða. Við fórum saman í hússtjórn- arskóla til Árósa í Danmörku þegar við vorum 17 ára og tókum okkur far með Gullfossi. Einn skipverjinn vildi gera vel við okk- ur og gaf okkur bjór en við kunn- um ekki að meta drykkinn betur en svo að við helltum öllu í sjóinn. Þegar við komum til Kaup- mannahafnar klæddum við okkur í okkar fínasta púss, svartar sokkabuxur og háhælaða skó, ég í rauða og Svanhildur í bláa. Við vorum flottar, áttum heiminn og vorum alsælar þar sem við geng- um eftir götum borgarinnar. Við urðum þó að játa okkur sigraðar þegar hælarnir fóru að festast í hellulögðum strætunum. Danirn- ir kunnu ekki að meta fínheitin og hlógu að óförum okkar. Það var því lágt á okkur risið í dags- lok. Á sunnudagskvöldum var haldin kvöldvaka í skólanum og við stóðum okkur vel við að kynna land og þjóð. Svanhildur spilaði á píanó og gítar og við kenndum viðstöddum að syngja vinsæl íslensk lög, eins og Á Sprengisandi og fleira. Við sett- um einnig upp leikþætti, alla á ís- lensku og enginn skildi neitt en við slógum í gegn. Eftir dvölina í Danmörku hitti Svanhildur Jóa sinn og árin liðu við vinnu, barnauppeldi og bú- skap. Fyrir örfáum árum vorum við samtímis í Kanada hjá vina- fólki og var það ógleymanlegur og skemmtilegur tími fyrir okkur vinkonurnar. Við Svanhildur hittumst oft og rifjuðum upp ný og gömul ævin- týri og alltaf gátum við hlegið og skemmt okkur yfir minningun- um. Svanhildur gaf mér einu sinni litla mynd með þessum orð- um: „Að eignast vin getur tekið eitt andartak en að vera vinur tekur alla ævina.“ Þessi orð eiga vel við um okkar vinskap. „Einstakur“ er orð sem notað er þegar lýsa á því sem engu öðru er líkt, faðm- lagi eða sólarlagi eða manni sem veitir ástúð með brosi eða vinsemd. „Einstakur“ lýsir fólki sem stjórnast af rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu annarra. „Einstakur“ á við þá sem eru dáðir og dýrmætir og hverra skarð verður aldrei fyllt. „Einstakur“ er orð sem best lýsir þér. (Terri Fernandez) Ég sendi fjölskyldu Svanhild- ar mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Halldís G unnarsdóttir (Dísa). Elsku Svanhildur. Ég kveð þig með hlýhug og þakklæti enda margs að minnast eftir áratuga vináttu sem aldrei bar skugga á. Þakklæti er okkur Gunna þó efst í huga fyrir að hafa átt ykkur Jóa að vinum og þegar við hugsum til baka og skoðum myndir frá liðn- um samverustundum getum við ekki annað en brosað og verið þakklát. Ég sé ykkur nú fyrir mér kát og hress í Sumarlandinu sem við ræddum nú stundum um þó hvor- ug okkar hafi reiknað með að þú færir þangað svo fljótt. Ég rakst á þetta ljóð fyrir stuttu og finnst það passa svo vel sem kveðjuorð til þín. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Ástvinum vottum við innilega samúð og biðjum góðan Guð að blessa ykkur og styrkja. Þú kvaddir mig svo oft með því að signa mig og þannig kveð ég þig nú, elsku Svanhildur mín. Í nafni Guðs föður, sonar og heil- ags anda, amen. Þórdís og Gunnar. Elsku Ester. Þú stóðst við hliðið Um opnar dyrnar gekkst þú Inn í hjarta mitt. (Gunnar Dal.) Það er okkur ljúft og skylt að setjast niður og minnast okkar góðu vinkonu og samstarfskonu til margra ára hennar Esterar Bergmann. Ester var einstök kona, einstaklega hlý, glaðvær, söngelsk og var alltaf tilbúin að liðsinna okkur bæði sem sam- starfskona og sem góð vinkona. Nemendum sínum sinnti hún af einstakri natni og umhyggju og það var okkur sem unnum með henni bæði lærdómsríkt og gef- andi að fá að starfa með henni. Í kennslu var hún mjög skipulögð og lagði mikið upp úr því að nem- endur fengju góða kennslu og að í skólanum væri bæði gaman og gott að vera. Áhersla hennar á að nemendum liði vel í skólanum og að þeir fengju verkefni við hæfi voru hennar grundvallar áherslu- þættir í kennslu alla tíð. Hún hafði einnig mikinn metnað í kennsl- unni því hún sótti mikið af nám- skeiðum til að efla sig sem kenn- ara og lauk hún einnig meistaragráðu í sérkennslufræð- um. Þrátt fyrir góða mannkosti og ljúft fas hafði hún ekki hátt um eigið ágæti enda með eindæmum hógvær kona. Ester var mikil handavinnukona og allt lék í hönd- unum á henni. Stundum fórum við Ester Bergmann Halldórsdóttir ✝ Ester Berg-mann Halldórs- dóttir fæddist 14. apríl 1943. Hún lést 10. júlí 2017. Ester var jarð- sungin frá Selfoss- kirkju 19. júlí 2017. á námskeið saman eða að hún bauð okk- ur heim á sitt fallega heimili eða í sumar- húsið í Grímsnesinu. Oftar en ekki var hún þá að kenna okkur eitthvað nýtt í föndri, hekli eða prjóni. Ekki voru veitingarnar af verri endanum alltaf hlað- in borð af kræsing- um. Allar eigum við fallegt hand- verk eftir Ester sem er okkur afar dýrmætt núna. Sérsystur, eins og við kölluðum okkur, brölluðu margt saman. Fórum í náms- og skemmtiferðir bæði innanlands og utan. Alltaf var gaman og gleðin í fyrirrúmi í ferðum okkar og átti Ester stóran þátt í því. Fyrir utan kennsluna var söngur okkar áhugamál og á ferðum okkur var oft sungið og stundum tróðum við upp saman. Það er ekki langt síðan við tróðum upp saman síðast, en það gerðum við á Kumbaravogi í október á síð- asta ári. Þar naut hún sín sem fyrr, þrátt fyrir að veikindi hennar væru orðin alvarleg. Það eru góðar minningar sem fara í gegnum huga okkar er við minnumst þín, kæra vinkona, það var þungbært að sjá þig hverfa inn í annan heim sem er svo erfitt að skilja. Og að þú þyrftir að feta þá leið er óskiljanlegt því þú hafð- ir svo frjóan huga og aldrei féll þér verk úr hendi. Nú ertu komin til Sigþórs þíns ástkæra eiginmanns sem lést fyrir stuttu. Elsku Ester, hafðu þökk fyrir samfylgdina og megi góður Guð leiða þig í ljósið þar sem við vitum að þú átt góða heimkomu meðal ástvina. Þínar vinkonur Anna Þóra, Guðrún Þórðar, Hulda og Guðrún Þóranna. MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 2017 Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, PETREA GUÐMUNDSSON, Furugerði 1, lést á Droplaugarstöðum 27. júlí. Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 4. ágúst klukkan 13. Pétur Karl Guðmundsson Debbie Watson Guðmundsson Guðrún María Guðmundsd. Ellý Katrín Guðmundsdóttir Magnús Karl Magnússon barnabörn og barnabarnabörn Okkar ástkæra HELGA MARKÚSDÓTTIR, Kaplaskjólsvegi 51, lést fimmtudaginn 27. júlí. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju föstudaginn 4. ágúst klukkan 13. Guðlaug Eyþórsdóttir Einar Ingi Einarsson Svanhvít Guðjónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.