Morgunblaðið - 01.08.2017, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 01.08.2017, Qupperneq 27
var hestamennska, sem fylgt hefur þeim alla tíð. Hestarnir voru þeim gæðingar og bestu vinir, en þá rækt- uðu hjónin sjálf með stóði tengdafor- eldra Vinsýjar á Uxahrygg. Hestum sínum sinntu þau árið um kring og stunduðu útreiðar bæði sumar og vetur. Þau ferðuðust á hestum sínum og létu sig ekki vanta í réttir. Eftir fráfall Erlings hefur flestum hest- anna verið fundinn staður hjá nýjum eigendum, en Vinsý á enn fimm hesta í Gulllandinu, fjóra höfðingja og einn fulltrúa ungu kynslóðarinnar. Fjölskylda Vinsý giftist Erlingi Guðmunds- syni, f. 17.9. 1939, d. 15.4. 2016, vöru- bílstjóra á Hellu. Foreldrar hans voru Guðmundur Gíslason, f. 1903, d. 1987, og k.h., Hólmfríður Magnúsdóttir f. 1910 d. 1983, bændur á Uxahrygg I á Rangárvöllum. Dóttir Vinsýjar og Kjartans Jak- obssonar er Anna Kristín, f. 2.11. 1956, bús, á Selfossi, skrifstofu- og innkaupastjóri í Kjörís, eiginmaður hennar er Hafsteinn Hjaltason og eiga þau fjögur börn og þrjú barna- börn. Börn Vinsýjar og Erlings eru Samúel Örn, f. 12.11. 1959, kennari, bús. á Hellu, kvæntur Ástu B. Gunn- laugsdóttur og eiga þau tvær dætur og tvö barnabörn; Hólmfríður, f. 3.2. 1961, sjúkraþjálfari við Landspít- alann, bús. í Kópavogi, eiginmaður hennar er Ásbjörn G. Guðmundsson, og eiga þau tvö börn og eitt barna- barn; Margrét Katrín, f. 4.3. 1962, bús. í Tjarnarbyggð, framkvæmda- stjóri Hjá Maddý á Selfossi, eigin- maður hennar er Jónas Rafn Lillien- dahl og eiga þau þrjá syni og tvö barnabörn; Ingibjörg f. 18.1. 1967, bús. á Hvolsvelli, skólastjóri Tón- smiðju Suðurlands og tónlistarkenn- ari, eiginmaður hennar er Helgi Jens Arnarson og eiga þau fjórar dætur og þrjú barnabörn. Alsystur Vinsýjar eru Þorbjörg, f. 6.3. 1934, verkakona í Hafnarfirði; Ágústa, f. 23.4. 1935, bóndi á Seljanesi og á Stóru-Reykjum í Fljótum; Bjarn- veig, f. 4.7. 1940, verkakona í Bolung- arvík; Selma, f. 20.1. 1942, d. 29.11. 2012, bóndi í Steinstúni í Norðurfirði. Hálfsystkini, sammæðra, eru Jón, f. 19.12. 1944, vélfræðingur í Reykjavík; Sveinn, f. 4.9. 1946, formaður Rauða krossins; Sólveig Stefanía, f. 9.5. 1948, ljósmóðir í Reykjavík; Arngrímur, f. 30.4. 1950, sjómaður í Bolungarvík; Elías Svavar, f. 8.7. 1951, sjómaður á Akranesi; Guðmundur Óli, f. 2.10. 1952, trésmiður í Bolungarvík; Guðjón Stefán, f. 4.10. 1954, garðyrkjufræð- ingur í Ölfusi; Benjamín, f. 7.6. 1956, trésmiður á Þorfinnsstöðum; Óskar, f. 20.03. 1958, verkstjóri og stýrimaður á Akranesi. Foreldrar Vinsýjar voru Samúel Samúelsson, f. 4.12. 1907, d. 20.2. 1942, bóndi í Bæ, og k.h., Anna Jak- obína Guðjónsdóttir, f. 6.10. 1913, d. 4.10. 2006, bóndi í Bæ, á Dröngum og á Seljanesi. Stjúpfaðir Sigurvinu var Kristinn Jónsson, f. 1912, d. 2000, bóndi á Seljanesi og Dröngum. Sigurvina Samúelsdóttir Hallgrímur Halldórsson bóndi í Stóru-Ávík Sigríður Jónsdóttir bóndi í Stóru-Ávík í Árneshreppi Samúel Hallgrímsson bóndi í Skjaldarbjarnarvík Jóhanna S. Bjarnadóttir bóndi í Skjaldar- bjarnarvík í Árneshreppi Samúel Jóhann Samúelsson bóndi í Bæ í Árneshreppi Bjarni Bjarnason bóndi í Skjaldar- bjarnarvík Sigurborg Jónsdóttir bóndi í Skjaldarbjarnarvík Jóna Valgerður Kristjánsdóttir fyrrv. alþingis- maður Kristján Guð- jónsson, tré- og skipa- smiður á Ísafirði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfa- dóttir ráðherra Friðrik Sturluson tónlistarm. og hljóðupptökustjóri Sveinn Kristins- son form. Rauða krossins Rósa Guðrún Sveins- dóttir söngvari og tónlist- armaður Þórarinn Ólafsson kennari á Akranesi Guðjón Arnar Kristjánsson fyrrv. alþingismaður Gylfi Reynir Guð- munds- son þjón- ustustj. á Akranesi ÓlafurMatthías Samúelsson b. á Bökk- um í Furufirði, síðar verkam.á Ísaf. Kristjón Kormákur Guð- jónsson ritstjóri Ingibjörg Ólafsdóttir verslunarmað- ur í Reykjavík Kristín Bjarn- ey Ólafsdóttir ljósmóðir á Akranesi Þrúður Kristjáns- dóttir fv. skólastjóri Guðjón Stefán Kristins- son garð- yrkjufr. í Ölfusi Sigrún Guðmunds- dóttir mynd- höggvari Eyvind- ur P. Eiríks- son rith. Erpur Ey- vindar- son tónlist- arm. Hanna Dóra Sturludóttir óperusöngkona Sigríður Guðrún Samúelsdóttir húsfr. í Hraundal á Langadalsströnd Ólína Sigurðardóttir húskona á Hafnarhólma og Bassastöðum á Selströnd Kristján Loftsson húsmaður í Litlu- Ávík, Árneshr. og Reykjarfirði nyrðri Guðjón Kristjánsson bóndi í Skjaldar- bjarnarvík og Þaralátursfirði Anna Jónasdóttir bóndi í Skjaldarbjarnarvík og Þaralátursfirði Anna Jakobína Guðjónsdóttir bóndi í Bæ, á Seljanesi og Dröngum Jónas Eiríksson bóndi á Þórodds- stöðum Kristín Guðmundsdóttir bóndi á Þóroddsstöðum í Hrútaf., V-Hún. Úr frændgarði Sigurvinu Samúelsdóttur Eiríkur Guðjóns- son b. á Búðum og farkennari, síðar bús. á Ísaf. Gunnvör Rósa Samúelsdóttir húsfr. á Búðum í Hlöðuvík og í Arnardal ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 2017 85 ára Íris Svala Jóhannsdóttir Kjartan Kjartansson Kristbjörg Jónsdóttir Margrét Hrefna Ögmundsdóttir 80 ára Anna Þorbergsdóttir Elísabet Jóna Ingólfsdóttir Sigurvina Samúelsdóttir 75 ára Elín Björg Magnúsdóttir Emil Rafn Kristófersson 70 ára Agnar G. Árnason Guðrún Siglaugsdóttir Halldór Sigurður Sigdórsson Ingibjörg Briem Ingi Heiðmar Jónsson Kjartan Gunnþórsson Margrét J. Gunnarsdóttir Ólafur Eyjólfsson Ólafur Ófeigsson Sigurður Trausti Þórðarson Sigursteinn Haraldur Hákonarson Steinunn K. Þorsteinsdóttir 60 ára Ágúst Ingvarsson Einar Snorri Sigurjónsson Guðbjörg H. Sveinbjörnsdóttir Sjöfn Sigurðardóttir Ægir Magnússon 50 ára Friðjón Ásgeir Daníelsson Helga Dröfn Melsted Ingimar Friðrik Jóhannsson Jaroslaw Kaczmarek Jón Þór Sigurðsson Kha Thi Ngo Maris Laugalis Sigrún Kaja E. Benediktsdóttir Sveinn Stefánsson Valdimar Jónsson 40 ára Andrés Viðar Friðjónsson Axel Óskarsson Dagný Steinunn Laxdal Dick Johannes Erinkveld Gestur Guðrúnarson Gróa Axelsdóttir Grzegorz Pruszynski Höskuldur Sæmundsson Robert Jacukowicz Svana Sigríður Þorvaldsdóttir 30 ára Anna Björk Guðbergsdóttir Auður Díana Ósk Eymundsdóttir Bára Ragnhildardóttir Berglind Óskarsdóttir Cherry May Buenviaje Caamic Dagbjört Beck Diego Björn Valencia Fjóla Dögg Blomsterberg Guðrún Agnes Bjarkadóttir Herdís Eik Gunnarsdóttir Karolina Weronika Lazarczyk Oskars Grinbergs Perla Benediktsdóttir Radka Ptácníková Snæbjörn Marinó Reynisson Sólveig Edda Bjarnadóttir Valgeir Sigmarsson Til hamingju með daginn 40 ára Andrés er Hafn- firðingur og er húsasmið- ur og eigandi byggingar- félagsins Sakki. Maki: Eva Lind Jóns- dóttir, f. 1979, líefnafræð- ingur hjá Actavis. Börn: Telma Lind, f. 2003, Viktor Ernir, f. 2006, og Krista Rakel, f. 2010. Foreldrar: Friðjón Skúla- son, f. 1950, húsasmíða- meistari, og Petrún Jörg- ensen, f. 1953, hjúkrunarfr. Andrés Viðar Friðjónsson 30 ára Bára er Hafnfirð- ingur en er búsett í Reykjavík. Hún er BS í verkfræði og MPM í verk- efnastjórnun og er verk- efnastjóri hjá Greiðslu- miðlun. Maki: Richard Ottó O’Brien, f. 1986, meðeig- andi hjá hugbúnaðar- fyrirtækinu Rue de Net. Börn: Ragnhildur Sara, f. 2015. Foreldrar: Ragnhildur Sigmundsdóttir, f. 1955, leikskólakennari. Bára Ragnhildardóttir 40 ára Gróa er Sandgerð- ingur en er búsett í Njarð- vík. Hún er aðstoðarskóla- stjóri Akurskóla í Innri-Njarðvík. Maki: Auðunn Pálsson, f. 1973, verkefnastjóri hjá Hlaðbæ Colas. Börn: Alexandra Ýr, f. 1996, Axel Ingi, f. 2000, og Gestur Páll, f. 2012. Foreldrar: Axel A. Vil- hjálmsson, f. 1959, starfar við smíðar, og Krisbjörg G. Ólafsdóttir, f. 1959, leik- skólakennari. Gróa Axelsdóttir mbl.is/islendingar islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón  Younes Abghoui hefur varið dokt- orsritgerð sína við Raunvísindadeild Háskóla Íslands. Ritgerðin ber heitið Nýstárlegir rafefnahvatar fyrir sjálf- bæra ammóníaksframleiðslu við herbergisaðstæður (Novel electro- catalysts for sustainable ammonia production at ambient conditions). Leiðbeinandi var dr. Egill Skúlason, prófessor við Raunvísindadeild Háskóla Íslands. Hönnun á sjálfbærri leið til að framleiða ammóníak gæti leitt til efnahagslegrar og umhverfislegrar byltingar. Jafnvel þó að mikil framför í átt að þessu takmarki hafi átt sér stað síðustu ár og áratugi er í dag enginn efnahvati til sem hvatar þetta efnahvarf rafefnafræðilega í amm- óníak á nýtanlegan hátt, frá lofti og vatni við herbergishita og venjulegan loftþrýsting. Hröð og sértæk afoxun niturs fyrir sjálfbæra og orkulega hagkvæma framleiðslu á ammóníaki er lykillinn að því að hægt sé að nýta þetta ferli fyrir vetnisgeymslu, sem milliskref í efnaiðnaði eða til fram- leiðslu á ólífrænum áburði sem væri hugsanlega mesta notagildi slíkrar aðferðar. Í þessari doktorsritgerð er kynnt til sögunnar reikni- efnafræðileg hönnun á mögu- legum nýjum og hagkvæmum raf- efnahvötum, málmnítríðum, sem gætu fram- kvæmt raf- efnafræðilega afoxun á nitursameindinni í amm- óníak í vatnslausn við herbergis- aðstæður og við lága rafspennu. Skammtafræðilegir reikningar með þéttnifellaaðferðinni (e. density func- tional theory, DFT) eru notaðir til að rannsaka þessa nýju tegund efna- hvata fyrir rafefnafræðilega amm- óníaksmyndun. Áhugaverðustu raf- efnahvatarnir reyndust vera RuN, VN, CrN, ZrN og NbN. Öll fimm nítríðin eru talin vera virk og sértæk fyrir afoxun niturs í stað þess að mynda vetnisgas sem er samkeppnishvarf, en hvatar úr hreinum málmum mynda frekar vetn- isgas í stað ammóníaks. Þessi þróun- arvinna gæti reynst mikilvægt skref í átt að aðferð sem getur framleitt ammóníak á ódýran hátt frá nitri and- rúmsloftsins, vatni og rafmagni við venjulegar umhverfisaðstæður. Younes Abghoui Younes Abghoui er fæddur 1981 og lauk bakkalárgráðu í efnafræði í Mashhad í Íran. Eftir það vann hann í þrjú ár í tækni- og verkfræðideild stærsta bílaframleið- anda Mið-Austurlanda, sem er í Íran, Iran Khodro. Að því loknu fluttist hann til Svíþjóðar þar sem hann lauk meistaragráðu í lífefna- og lífeðlisfræðilegri efna- fræði við Háskólann í Kalmar. Younes er núna nýdoktor við Háskóla Íslands og vinnur að frekari rannsóknum á viðfangsefni sínu í doktorsritgerðinni. Doktor Skútuvogi 1c 104 Reykjavík Sími 550 8500 Fax 550 8510 www.vv.is ÖFLUGUR VINNUFÉLAGI Auðveldaðu þér vinnuna með góðum græjum Hleðsluborvél EY 74A2 PN2G32 Patróna: 13 mm Rafhlaða: 18V, 2 x 3,0 Ah Li-Ion KOLALAUS 1,8 kg ToughTool IP Verð: 39.200 kr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.