Morgunblaðið - 01.08.2017, Síða 31

Morgunblaðið - 01.08.2017, Síða 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 2017 Þorgrímur Kári Snævarr thorgrimur@mbl.is „Ég flutti til Noregs 1987 og hef búið þar síðan,“ segir myndlistarmað- urinn Hildur Björnsdóttir sem opn- aði fyrr í sumar ljósmyndasýninguna Farið á fjörur í Akranesvita. „Ég er starfandi myndlistamaður þar í landi en fer mikið á milli Noregs, Svíþjóðar og Íslands og er farin að koma enn oftar til Íslands síðustu ár. Ég sæki nefnilega mikinn innblástur til Ís- lands, ferðast mikið um landið og teikna þá bæði skissur og tek myndir af náttúrunni. Myndirnar sem ég er með á Akranesi eru allar myndir sem ég hef tekið síðustu ár, mest um Vesturlandið.“ Upplifði Akranes á nýjan hátt „Ég var leiðinni til Íslands í nóv- ember í fyrra og var þá ekkert með Akranes í huga,“ segir Hildur um til- urð sýningarinnar. „Svo frétti ég hjá gamalli skólasystur að það væri verið að halda myndlistarsýningar í vit- anum á Akranesi. Mér fannst það for- vitnilegt svo ég hafði samband við Hilmar Sigvaldason vitavörð og hann tók mér mjög vel. Ég ákvað síðan í fyrra að fara í dagsferð til Akraness. Þar skoðaði ég mig um, tók mikið af myndum og var mjög heilluð af staðnum. Ég upplifði Akranes á nýj- an hátt, því ég hafði ekki verið þar í mörg ár. Fjaran á Langasandi er t.d. skemmtileg. Í tengslum við þessa ferð kom sú hugmynd að halda sýn- ingu þar næsta ár.“ Hildur segist ekki eiga nein per- sónuleg tengsl við Akranes að öðru leyti en að hafa eitt sinn legið þar á spítala. „Eftir að vitinn var opnaður hefur hann vakið mikla athygli,“ seg- ir hún. „Margir ferðamenn víðsvegar að úr heiminum koma þarna við og taka myndir af vitanum og umhverfi hans. Byrjað var að halda sýningar í vitanum fyrir um tveimur árum. Eft- ir að það var ákveðið að ég myndi halda sýninguna í ár langaði mig að nálgast verkefnið á annan hátt en aðrir ljósmyndarar hafa verið að gera. Þeir hafa mest tekið myndir af vitanum við mismunandi aðstæður; t.d. á mismunandi árstímum, á dag- inn eða kvöldin og við sólarlag. Ég fór þess í stað á fjörur þarna í kring. Þegar ég nálgaðist sandinn og stein- ana og leit á munstrið í fjörunni fékk ég hugmyndina að titli sýning- arinnar. Ég hef mjög gaman af titlum sem eru tvíræðir. Á íslensku þýðir þetta með að fara á fjörur bæði bók- staflega að ganga á fjörur og líka að daðra við einhvern. Fyrir mér þýddi það því að ég væri að daðra við stein- ana í fjörunni, við sandinn og hafið.“ Landslagið í fyrirrúmi Hildur segir að íslenskt landslag sé henni ávallt hugleikið í listsköpuninni „Ég daðra við steinana í fjörunni“ og því kallist ljósmyndir hennar í vit- anum mjög á við önnur verk listakon- unnar. „Landslagið er eiginlega það sem er mikilvægast fyrir mér. Ég vinn bæði með ljósmyndir og málverk og grafík og alltaf er það íslenska nátt- úran sem kemur í gegn. Hún kemur fram í verkefnum þótt ég vinni að öðru efni. Það eru steinarnir, hraunið og andstæðurnar í íslensku landslagi; sterkir litir og þetta síbreytilega landslag sem fer alltaf eftir veðrum, vindum og birtu á landinu. Mér finnst Ísland alltaf verða mér æ mikilvæg- ara eftir því sem ég eldist. Ég er sjálflærður ljósmyndari en menntuð sem myndlistarmaður. Fyrir mér er myndavélin bara verkfæri sem ég nota í þessu tilfelli til að ná stemn- ingu og minni eigin upplifun af nátt- úrunni. Ég fer stundum ein út í nátt- úruna til að taka myndir og stundum í hóp með öðrum. Þegar ég sýni ferðafélögum mínum myndirnar sem ég hef tekið segja þeir oft við mig: Varst þú á sama stað og við? Við sáum ekki þetta!“ Hildur hefur nýtt sér afurðir ís- lenskrar náttúru á fleiri en einn hátt í verkum sínum: „Ég hef einnig notað ösku og hraunmulning frá Íslandi sem ég hef haft með mér milli landa og blandað því inn í málninguna. Ég nota sterka liti og geri myndir mitt á milli þess að vera abstrakt og fíguratíft. Svo ber ég þykkt lag á mál- verkin svo þau virðast áþreifanleg. Mann langar næstum að snerta þau því þau verða svo efnisleg.“ Samkvæmt Hildi hefur aðsóknin á sýninguna hingað til verið í besta lagi vegna þess hve margir ferðamenn leggja leið sína um vitann. „Akranes- viti er orðinn heitur áfangastaður. Fólk lagði áður ekki mikið leið sína þangað, ekki fyrr en hann var opn- aður og gerður upp. Áður en ég kom þangað og setti upp var allt málað og uppklætt. Hann er í fínu standi núna. Nú er hægt að fara í bátsferð út í vit- ann og tekur það varla meira en hálf- tíma.“ Sýning Hildar stendur opin í Akra- nesvita til 10. september.  Hildur Björnsdóttir sýnir ljósmyndir sínar í Akranesvita  Segir íslenskt landslag sér ávallt hugleikið í listsköpuninni  Gerir myndir sem eru mitt á milli þess að vera abstrakt og fígúratífar Verkfæri Hildur Björnsdóttir segir myndavélina verkfæri til að ná stemningu og hennar upplifun af náttúrunni. Enska listaráðið (Arts Council England eða ACE) er gagnrýnt fyrir rausn- arlegan styrk til handa Wise Children, nýs leikhóps Emmu Rice fráfarandi list- ræns stjórnanda Globe. Samkvæmt frétt The Guardian fær Rice samtals tvær milljónir sterlingspunda (um 270 milljónir ísl. kr.) frá ACE á árunum 2018-22 til að koma Wise Children á fót. Leikhópurinn var stofnaður að- eins níu dögum áður en umsókn- arfresturinn rann út, en var engu að síður valinn sem einn af þeim lykilhópum (National Portfolio Organisation) sem ACE styrkir. „Jafnvel þótt Wise Children yrði besti, djarfasti og áræðnasti leik- hópur allra tíma er allt styrkjakerfi lista gert að athlægi með því að gera hópinn að lykilhóp. Þetta er til vitnis um það hversu viðbjóðslegt og fáranlegt ferlið er þegar leitað er styrkja. Það eru og hafa alltaf verið tvö regluverk: eitt fyrir vini Lista- ráðsins og annað fyrir hina,“ skrifar Christy Romer á vef tímaritsins Arts Professional. Tekur hann fram að enginn efist um listræna hæfileika Rice, heldur snúi gagnrýnin að vinnubrögðum. Frá árinu 2018, þegar Rice lætur af störfum hjá Globe, fær Wise Children 475 þúsund pund á ári í fimm ár, sem Romer bendir á að er 25 þús. pundum meira en Kneehigh (fyrri leikhópur Rice) fékk og 100 þús. pundum meira en leikhúsið Cast í Doncaster fær. Á sama tíma þurfi að loka listamiðstöðinni The Drum í Birmingham vegna skorts á opinberum styrkjum. Romer telur að Wise Children njóti góðs af því að höfuðstöðvar hópsins eru sagðar vera á Suðvestur-Englandi, en nýverið var staðfest að hópurinn myndi hafa aðsetur í Old Vic-leikhússins í London sem er í átta mínútna göngufæri frá Breska þjóðleikhúsinu. Talsmaður ACE staðfesti að staðsetning höf- uðstöðva Wise Children hefði skipt máli við ákvörðun styrksins. „En þó Wise Children eigi rætur að rekja til suðvesturhluta landsins þá hefur starfsemin þýðingu fyrir allt landið og London gegnir mikilvægu hlutverki í heildarmynd- inni,“ segir talsmaður ACE við The Guardian. Styr stendur um styrk til Emmu Rice Skapandi Emma Rice snýr sér að Wise Children þegar hún yfirgefur Globe. Ljósmynd/blog.shakespearesglobe.com ...sem þola álagið! TRAUSTAR VÖRUR... VIFTUR Í MIKLU ÚRVALI Það borgar sig að nota það besta! • Bor›viftur • Gluggaviftur • I›na›arviftur • Loftviftur • Rörablásarar • Ba›viftur • Veggviftur Dalvegi 10–14 • 201 Kópavogi • Sími: 540 7000 • www.falkinn.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.