Morgunblaðið - 31.08.2017, Síða 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2017
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Listahátíðin Cycle var fyrst haldin
2015 og var upphaflega hugsuð sem
vettvangur samtals milli myndlistar
og tónlistar. Með hátíðinni í ár er-
um við að víkka hugtakið og fara
sterkar inn í þematengingu þar sem
fókusinn er á 100 ára fullveld-
isafmæli Íslands
á næsta ári,“ seg-
ir Guðný Þóra
Guðmundsdóttir,
framkvæmda-
stjóri og listrænn
stjórnandi Cycle
sem hefst í
Gerðarsafni á
morgun undir yf-
irskriftinni Cycle
– Fullvalda ný-
lenda og stendur út septembermán-
uð.
Guðný stofnaði Cycle ásamt
Tinnu Þorsteinsdóttur píanóleikara
og Fjólu Dögg Sverrisdóttur, fram-
kvæmdastjóra Listahátíðar í
Reykjavík. Hún lýsir hátíðinni í ár
sem þverfaglegu verkefni þar sem
lögð er áhersla á skapandi ferli og
tilraunastarfsemi frá samfélagslegu
sjónarhorni.
„Í samstarfi við Söru S. Öldudótt-
ur, annan sýningarstjóra hátíðar-
innar í ár, hefur nú verið sleginn
nýr tónn með aukinni áherslu á
samfélagslegt gildi viðburðarins.
Verkefnið byggist á alþjóðlegu sam-
starfi en miðast sérstaklega við
Grænland, Færeyjar og Ísland og
tengsl þessara landa við Danmörku
í nútíð og fortíð,“ segir Guðný og
bendir á að helstu bakhjarlar hátíð-
arinnar í ár séu Kópavogsbær og
norrænu menningarsjóðirnir auk
annarra alþjóðlegra sjóða.
Á jafningjagrundvelli
Á tímabilinu frá 1. september til
24. september verður boðið upp
daglega viðburði, en þar er m.a. um
að ræða vinnustofur, fyrirlestra,
kvikmyndasýningar, tónleika, kvik-
spuna, gjörninga, umræður og opna
kvöldverði, en tæmandi dagskrá má
nálgast á vefnum cycle.is.
„Við notum Gerðarsafn sem um-
ræðutorg þar sem listamenn,
fræðafólk og almennir borgarar
geta skipst á skoðunum og reynslu
á jafningjagrundvelli. Markmiðið er
að veita listamönnum innblástur
fyrir þróun og sköpun nýrra lista-
verka sem verða sýnd á ári
fullveldisafmælisins,“ segir Guðný
og tekur fram að hátíðin sé ekki síst
hugsuð fyrir almenning, enda eitt
markmiðið að miðla því sem fram
fer til nærsamfélagsins. „Við bjóð-
um fólki til leiks, bæði sem áhorf-
endur og þátttakendur,“ segir
Guðný og tekur fram að annað mik-
ilvægt markmið hátíðarinnar sé að
efla menningarsamstarf vestnor-
rænu þjóðanna.
Markast af sjálfstæðisþrá
Meðal umræðuefna sem verða
fyrirferðarmikil á hátíðinni eru
spurningar um fullveldi, þjóðar-
ímynd, þjóðerniskennd, sjálfstæði
og söguna. „Mál tengd fullveldi og
sjálfstæði eru miðlæg í okkar nán-
asta umhverfi og stjórnmál á vest-
norræna svæðinu markast af sjálf-
stæðisþrá,“ segir í yfirlýsingu
hátíðarinnar. Er í því samhengi
bent á að Færeyingar áætla að
ganga til þjóðaratkvæða í apríl á
næsta ári um það hvort þeir eigi að
taka upp eigin stjórnarskrá og á
Grænlandi var nýlega stofnað sér-
stakt ráðuneyti sjálfstæðismála auk
þess sem hafin er þar vinna við að
semja stjórnarskrá fyrir Grænland.
Tekur ekki pólitíska afstöðu
Í yfirlýsingu hátíðarinnar segir
einnig að hátíðin byggist ekki á
pólitískri afstöðu til sjálfstæðismála
heldur á mikilvægi virkra tengsla
sjálfstæðisbaráttu við menningu og
sjálfsmyndir íbúa á svæðinu.
„Áhugavert er að bera þessi tengsl
sjálfstæðisbaráttu og þjóðernis-
hugmynda saman við þróun stjórn-
mála í heiminum þar sem þjóðernis-
öflum vex ásmegin og kallað er eftir
endurheimt fullveldis Evrópuríkja
og endurreisn þjóðarstolts. Aukinn
stuðningur við þjóðernispópúlískar
stjórnmálahreyfingar er um leið
ógn við lýðræðið og afleiðing af lýð-
ræðisvanda okkar tíma.“
Hrærir upp í listheiminum
Þátttakendur hátíðarinnar koma
víða að, ekki aðeins frá vestnor-
rænu löndunum heldur einnig
Þýskalandi og Kína, svo dæmi séu
nefnd.
„Hong Kong New Music En-
semble kemur fram á tónleikum
með Tinnu Þorsteinsdóttur í
Gerðarsafni 23. september kl. 20
þar sem flutt verða verk eftir m.a.
Lam Lai og Sigurð Guðjónsson.
Bandaríski myndlistarmaðurinn
Andrew Ranville sýnir stórt verk
sem samanstendur af fánum ör-
landa sem hafa á einhverjum tíma-
punkti í sögunni sóst eftir fullveldi,
en mistekist. Libia Castro og Ólafur
Ólafsson sýna nýtt verk þar sem
fimm íslenskar stjórnarskrár eru
sýndar almenningi í fyrsta sinn,“
segir Guðný og bendir á að í því
samhengi verði föstudaginn 22.
september kl. 19.30 efnt til fjölda-
fundar í Gerðarsafni um stjórn-
arskrármál sem Guðni Th. Jóhann-
esson, forseti Íslands og
sagnfræðingur, setur.
„Til sýnis í safninu verður vídeó-
listaverk efir Jeannette Ehlers,
danska listakonu ættaða úr Karíba-
hafinu, þar sem hún beinir sjónum
að nýlendusögu Dana. Grænlenski
rapparinn Josef Tarrak Petrussen
kemur ásamt raftónlistarmanninum
Aqqalu Berthelsen, sem gengur
undir listamannsnafninu, Uyarakq
fram á rapptónleikum á Kex hosteli
6. september kl. 20. Josef er aðeins
18 ára gamall, en hefur þegar vakið
mikla athygli fyrir beitta texta sína
þar sem hann fjallar um þjóðfélags-
mál á Grænlandi og vandasöm sam-
skipti Grænlands og Danmerkur.
Hann er mjög flottur strákur sem
hefur verið að hræra upp í listheim-
inum. Seinasta uppákoman verður
24. september þar sem hollensk/
breska listakonan Rosie Heinrich
sýnir verk sem fjallar um sjálfmynd
Íslendinga eftir efnahagshrunið,“
segir Guðný.
Af öðrum listahópum sem þátt
taka má nefna Gjörningaklúbbinn
og S.L.Á.T.U.R.
Allar nánari upplýsingum um
þátttakendur og tæmandi dagskrá
má nálgast á fyrrnefndum vef hátíð-
arinnar, cycle.is.
Nota Gerðarsafn sem umræðutorg
Listahátíðin Cycle hefst á morgun undir yfirskriftinni Fullvalda nýlenda Markmiðið að skapa
umræðuvettvang fyrir listamenn, fræðafólk og almenning Rýnt í sjálfstæði, þjóðarímynd og sögu
Stjórnarskráin Libia Castro og Ólafur Ólafsson sýna nýtt verk þar sem
fimm íslenskar stjórnarskrár eru sýndar almenningi í fyrsta sinn.
Rappari Josef Tarrak Petrussen er aðeins 18 ára gamall, en hefur vakið
mikla athygli fyrir skarpa texta sína þar sem hann fjallar um þjóðfélagsmál.
Guðný Þóra
Guðmundsdóttir
Fyrsta sýning á gamanleikritinu
Með fulla vasa af grjóti eftir Marie
Jones í þýðingu Guðna Kolbeins-
sonar verður í kvöld kl. 19.30 á stóra
sviði Þjóðleikhússins. Verkið var
frumsýnt í leikhúsinu árið 2000, í
leikstjórn Ians McElhinneys, og naut
mikilla vinsælda, sýningar urðu alls
180 og áhorfendur 40.000. Verkið
var sett upp aftur árið 2012 og sáu
það þá um 10.000 manns.
Líkt og í fyrri uppfærslum fara
Hilmir Snær Guðnason og Stefán
Karl Stefánsson með öll hlutverk
verksins, 14 talsins og McElhin-
neys snýr einnig aftur sem leik-
stjóri.
Verkið segir af tveimur mönnum
sem ráða sig sem aukaleikara í
Hollywood-kvikmynd sem verið er
að taka upp nærri litlu þorpi á Ír-
landi. Fljótlega setur starfsemi kvik-
myndafyrirtækisins allt á annan
endann og von bráðar eiga sér stað
árekstrar á milli lífs Hollywood-
stjarnanna og hversdagsleika sveita-
fólksins, eins og segir á vef Þjóðleik-
hússins. Árekstrarnir séu margir
hverjir afar spaugilegir en geti einn-
ig haft alvarlegar afleiðingar.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
17 ár Hilmir Snær og Stefán Karl á sviði árið 2000 í Með fulla vasa af grjóti.
Hilmir og Stefán
Karl snúa aftur